Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * THí PUCK STOPS HERE! mm mviii Morgunblaðið/Golli. mXRs&ljÞ js|l " jj[ y •3*k" a María í aðalhlutverki SAMBÍÓIN hófu í gær sýningar á kvimyndinni „D2 The Mighty Ducks“, en í myndinni leikur María Ellingsen, ung íslenzk leikkona, eitt af kvenaðalhlutverkunum. Hún var viðstödd frum- sýningu í gærkveldi og þar var einnig framleið- andi myndarinnar, Jordan Kerner og einn aðal- leikarinn, Carsten Noorgaard. Myndin er fram- hald vinsællar kvikmyndar, sem heitir „Sigur- vegararnir". Hún fjallar um ísknattleikslið, sem á í keppni við íslenzkt ísknattleikslið. Á mynd- inni er María ásamt Jordan Kerner við upphaf sýningarinnar í gærkveldi. Varaformannsstaða Framsóknarflokksins Guðmundur verð- ur í framboði Ingibjörg Pálma- dóttir íhugar að gefa kost á sér FLEST bendir nú til að kosningar muni fara fram á milli frambjóð- enda til varaformanns á flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið verður í haust. Guðmundur Bjarna- son, alþingismaður og ritari flokks- ins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í varaformennskuna og Ingi- björg Pálmadóttir alþingismaður segist vera að hugleiða framboð til varaformanns. Halldór Ásgrímsson, fyrrv. vara- formaður, tók sl. vor við for- mennsku í Framsóknarflokknum af Steingrími Hermannssyni til bráða- birgða fram að flokksþinginu sem á að hefjast 20. nóvember en eng- inn hefur gegnt varaformannsstöð- unni frá í vor. Nær öruggt er talið að Halldór verði einróma kosinn formaður á flokksþinginu. Guð- mundur sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta gæfl tækifæri til breytinga í stjórn flokksins og hann hefði því ákveðið að gefa kost á sér. Sagðist hann allt eins eiga von á að fleiri yrðu í framboði og kæmu hugsanlega úr hópi yngra fólks og kvenna. Ingibjörg Pálmadóttir sagði að ef hún byði sig fram yrði það ekki gert sérstaklega í nafni kvenna eða að hún ætlaðist til að konur styddu sig frekar en karlar innan flokksins. F ramkvæmdastj órn ræðir haustkosningar Framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins kemur saman í dag til að ræða tilhögun kosningabarátt- unnar vegna hugsanlegra haust- kosninga og einnig verður rætt á fundinum hvort ástæða sé til að flýta flokksþinginu ef gengið verður til þingkosninga í haust. Ymsir örðugleikar eru þó taldir á að færa flokksþingið fram í sept- ember ef kosningar verða haldnar 1. október, m.a. vegna þings ftjáls- Iyndra stjórnmálaflokka sem fram fer hér á landi í byijun september en Framsóknarflokkurinn er með- limur í þessum samtökum. ! i » I í Félagsmálaráðuneytið úr- skurðar kosningamar ógildar Kosning þarf að fara fram að nýju í Stykkishólmi og á Hólmavík Hitaveitan Borað eftir • • vatni á 01- kelduhálsi HITAVEITA Reykjavíkur undirbýr nú borun eftir heitu vatni á Ölkelduhálsi á Heng- ilssvæðinu milli Nesjavalla og Hveragerðis. Stefnt er að því að bora eina tilraunaholu á þessu ári. Að sögn Gunnars Krist- inssonar hitaveitustjóra hef- ur verið samið við landeig- endur á svæðinu sem um ræðir og hefst lagning vegar að staðnum innan skamms, en sjálft verkið er nú í um- hverfismati. Sagði Gunnar að 10-15 ár gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður fyrirhugaðra rannsókna á svæðinu lægju fyrir. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað sveitarstjómar- kosningarnar í Hólmavíkurhreppi og Stykkishólmsbæ ógildar. Kjósa verður að nýju í þessum sveitarfé- lögum. Dómsmál hefur verið höfðað vegna sameiningar Stykkishólms og Helgafellssveitar. Einstaklingar í sveitarfélögunum tveimur kærðu kosningamar sem fram fóm 28. maí í vor. Eins og lög mæla fyrir um var skipuð nefnd til að úrskurða um kæmrnar. I báðum tilvikunum úrskurðuðu nefndirnar kosningarnar ógildar. Þessir úrskurðir voru kærðir til fé- lagsmálaráðuneytisins og hefur ráðuneytið nú staðfest úrskurðina. Ástæðan fyrir því að ráðuneytið úrskurðar kosningamar ógildar er að framboðsfrestur vegna kosning- anna var of skammur. Skömmu fyrir kosningar var Stykkishólmur og Helgafellssveit sameinuð í eitt sveitarfélag og Hólmavík og Naut- eyrarhreppur í annað. Félagsmála- ráðuneytið staðfesti þessar samein- ingar 19. og 11. maí með auglýsing- um í B-deild Stjórnartíðinda. Fram- boðsfrestur rann út 30. apríl, fjómm vikum fyrir kosningar, þannig að í reynd var ekki um neinn framboðs- frest að ræða í sveitarfélögunum tveimur. í úrskurði ráðuneytisins segir að það hefði gert sér ljóst að réttar- staðan var ekki að öllu leyti skýr hvað varðar þetta atriði. Það taldi sig hins vegar ekki hafa lagaheim- ild til að fresta kosningum og því hefði verið ákveðið að heimila undir- búning að kosningum í hinum sam- einuðu sveitarfélögum áður en búið var að birta auglýsingu um stað- festingu á sameiningu sveitarfélag- anna. Sameiningin kærð Ólafur Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sagðist vera undrandi á úrskurði félagsmálaráðuneytisins. Það væri hins vegar ekki við stjórn- endur Stykkishólmsbæjar að sak- ast. Þeir hefðu í einu og öllu farið eftir fyrirmælum ráðuneytisins, en það hefði gert mistök. Ólafur sagði að upphafið að þessu máli mætti rekja til óánægju með sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar. Ráðuneytið hefði dregið að birta auglýsingu um sam- einingu sveitarfélaga vegna kæru- mála sem upp risu eftir að kosið var um sameininguna. Þessi kæru- » mál virðast reyndar ekki vera á 1 enda því að Hólmfríður J. Hauks- dóttir, Arnarstöðum í Helgafells- \ sveit, hefur kært sameiningu sveit- arfélaganna til Héraðsdóms Vestur- lands. Ólafur sagðist helst vilja fá botn í það mál áður en boðað verði til nýrra kosninga. Hann sagði hins vegar ekki víst að það væri fram- kvæmanlegt vegna þess að búast mætti við að nokkurn tíma taki að fá niðurstöðu fyrir dómi. Hjálmar Halldórsson, sjómaður á Hólmavík, er einnig að íhuga að kæra sameiningu Hólmavíkur og Nauteyrarhrepps. Hann sagði í gær að hann myndi taka ákvörðun um það í samráði við lögfræðing sinn. Ákvarðanir um breytingu á legu CANTAT 3 ljósleiðarans teknar síðar í haust Ekki unnt að breyta lögn kapalsins við Kötlutanga KÖNNUN Pósts og síma á því hvort mögu- legt væri að breyta nú þegar lagningu ljós- leiðarakapalsins CANTAT 3 þar sem verið er að leggja hann um Kötlutanga og taka þar með tilliti til óska útvegsmanna í Vest- mannaeyjum leiddi í ljós að of seint væri að breyta út frá fyrri áætiun um lagningu kapalsins. Að sögn Þorvarðar Jónssonar framkvæmdastjóra fjarskiptasviðs Pósts og síma verður ákvörðun um hugsanlega breyt- ingu á Iegu kapalsins tekin á fundi fram- kvæmdanefndar um lagningu CANTAT 3 sem haldinn verður í lok nóvember í haust. Póstur og sími hélt í gær fund með útvegs- mönnum úr Vestmannaeyjum þar sem þeim voru kynntar allar upplýsingar sem fyrir liggja um lagningu kapalsins. Þorvarður Jónsson sagði fundinn hafa verið málefna- legan, en fulltrúi Landssambands íslenskra útvegsmanna og fulltrúi útvegsmanna í Eyjum, hefðu gert fyrirvara um bótaskyldu, ef strengurinn yrði fyrir skemmdum. Þorvarður Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að farið yrði yfir kapalinn eftir lögn hans og hann lagfærður og graf- inn niður þar sem þörf þætti á, en þetta hafi reyndar verið hluti af upphaflegu verk- efni við lagningu kapalsins. Nefnd um stað- arval kapalsins myndi síðan í haust mynda sér skoðun á því hvaða leiðir væri hægt að fara til að koma til móts við óskir útvegs- manna, og stefnt væri að því að halda fund með þeim í Vestmannaeyjum í byijun nóv- ember þar sem þeim yrðu kynntar allar upplýsingar varðandi CÁNTAT 3 ljósleiðar- ann sem þá lægju fyrir. Niðurstöður þess fundar yrðu síðan teknar fyrir á fundi fram- kvæmdanefndar um lagningu kapalsins í lok nóvember. Skýrsla dansks sérfræðings afhent Á fundinum með útvegsmönnum í gær var þeim afhent ljósrit af skýrslu sem danskur ráðgjafi vann á sínum tíma um staðarval kapalsins. Hann kom hingað til lands og ræddi m.a. við fulltrúa útvegs- manna og Hafrannsóknastofnunar, en að sögn Þorvarðar hafði hann ekkert samband við Póst og síma. Daninn bauð á sínum tíma fram vinnu sína og mæltu fulltrúar ís- lands, Danmerkur og Þýskalands í nefnd um staðarval kapalsins með því að tilboði hans yrði tekið. Þorvarður sagði að því hafi hins vegar verið hafnað þegar það var tekið fyrir á fundi framkvæmdanefndar CANTAT 3. Af þeim sökum hafi loka- skýrsla sem ráðgjafinn hafði unnið aldrei komist lengra en til dönsku fulltrúanna í nefndinni, og Póstur og sími því ekki feng- ið aðgang að niðurstöðum hans fyrr en eft- ir að þeir óskuðu eftir skýrslunni í síðasta mánuði. Þorvarður sagði að í umræddri skýrslu kæmu fram tillögur um að kapallinn yrði lagður á meira dýpi hér við land eri raun varð á. Það hefði hins vegar kostað lengri kapal og aukin kostnað við heildarfram- kvæmdina, og væri það kannski ásæðan fyrir því að hluti af eigendum kapalsins viidi ekki að fjallað væri um skýrsluna. Sagðist Þorvarður telja að heildarnefndin sem sér um lagningu CANTAT 3 hefði hreinlega gert mistök hvað þetta varðar og vanmetið áhrif flskveiða á það hvernig standa ætti að staðarvali fyrir kapalinn. Um fyrirvara útvegsmanna, sem áður er getið, sagði Þorvarður, að ef til skemmda á kaplinum kæmi, yrði að útkljá bótamál fyrir dómstólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.