Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C fltaguttHaMfe 206. TBL. 82. ARG. Pavarotti Operusöngur styrkir gler VÍSINDAMENN við Alfreds-háskóla í New York hafa notað háu nóturnar í söng Lucíanos Pavar- ottis til að búa til „ofur- gler". Þeir dýfðu glerr- úðuni oi'au í bráðna efnablöndu og stilltu síðan hljómflutnings- tæki á fullan styrk. mjóðbylgjurnar frá aríum Pavarottis hjálp- uðu til við að fylla upp í örsmáar rifur, sem eru ósýnilegar berum augum en veikja glerið. Þannig varð glerið fimm sinnum sterkara. Komast apar íhimnaríki? ERKIBISKUPINN af York, dr. John Habgood, sagði á ráðstefnu breskra vís- indamanna á dögunum að rannsóknir á öpum væru sérlega athyglisverðar vegna þess að þær gætu leitt í h'ós að dýr hefðu sálir og gætu því komist til himna. Nokkrir bókstafstrúarmenn brugðust ókvæða við ummælum erki- biskupsins og sögðu þau ganga í ber- hðgg við hefðbundnar kenningar kirkj- unnar. Erkidjákninn af York, George Austin, sem er oft ósammála biskupnum, kvaðst ekki yilja andmæla honum að þessu sinni. „Ég yrði fyrir miklum von- brigðum ef ég færi til himna og kæmist að því að hundurinn biði mín þar ekki." Zhírínovskíj fjölgar Rússum VLADÍMIR Zhírínovskíj, þjóðernis- sinninn öfgafulli í Rússlandi, hyggst geta að minnsta kosti 70 börn vítt og breitt um landið, frá Eystrasalti í vestri til Kyrrahafs í austri. Zliírínovskíj segir það mikið áhyggjuefni að Rússar séu ekki nógu duglegir við að fjölga sér og því hafi hann ákveðið að leggja sitt af mörkum og búa til herskara af litlum zhír- ínovskum. Hann gaf út fyrirmæli um að „a.m.k. eitt barn sem getið er af formanninum sjálfum fæðist í hverri svæðisdeild flokksins". Ráðgert er að flokkur Zhírínovskíjs, sem er með 70 svæðisdeildir, standi straum af kostn- aði mannfjölgunarátaksins. Aðspurður sagði einn af samstarfsmönnum Zhír- ínovskíjs að leiðtoginn yrði sjálfur að svara því hvort stofnaður yrði sæðis- banki eða hefðbundnum getnaðarað- ferðum beitt. Zhírínovskij STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjör í laugunum Morgunblaðið/Þorkell Kúbustjórn hótar að beita valdi til að stöðva flóttann Havana. Reuter. STJÓRN Kúbu tilkynnti í gær að valdi yrði beitt ef nauðsyn krefur til að stöðva Kúb- verja, sem reyna að flýja á bátum og flekum til Bandaríkjanna, eftir að hafa náð sam- komulagi við Bandaríkjastjórn í deilunni um fjöldaflóttann að undanförnu. Fjölmiðlar á Kúbu birtu yfirlýsingu frá stjórninni um að frá hádegi í gær fengju Kúbverjar þrjá sólarhringa til að flytja fleyt- ur sínar og efni í fleka af ströndinni og nota það til annarra hluta. Þessa þrjá daga yrðu eigendur fleytanna ekki handteknir og þær ekki gerðar upptækar. Á hádegi á þriðju-' dag yrðu hins vegar allir flóttamenn stöðvað- ir, þótt beita yrði valdi, og flekarnir teknir í vörslu lögreglu. Kúbverjar verði samvinnuþýðir Stjórnin hvatti Kúbverja til að vera sam- vinnuþýðir. Hún sagði að vegna stærðar strandarinnar væri ógjörningur að koma í veg fyrir að enginn gæti flúið, en lagði áherslu á að þeir sem flýðu kæmust ekki til Bandaríkjanna. Daginn áður hafði stjórnin á Kúbu náð samkomulagi við Bandaríkjamenn, sem skuldbundu sig til að veita a.m.k 20.000 Kúbverjum dvalarleyfi á ári. Auk þess fengju nánir ættingjar bandarískra borgara að fara til Bandaríkjanna og 4-6.000 Kúbverjar, sem þegar bíða eftir áritunum, fengju land- vist á næsta ári. 30.000 Kúbverjar, sem hafa þegar flúið, geta valið um að dvelja áfram í flóttamanna- búðum í óákveðinn tíma eða snúa aftur til Kúbu. Upplausn í Kanada? Montreal. Reuter. í BÓK, sem gefin var út í gær, er því spáð að Kanada leysist upp fyrir aldamót og að átök blossi þar upp. Hófundurinn, Lansing Lamont, fyrrver- andi yfirfréttaritari Time í Kanada, spáir því að skriðdrekar verði sendir á göturnar vegna óeirða og hermdarverka. Fylkjakosningar verða í Kanada á mánudag og samkvæmt skoðanakönnun- um er Parti Quebecois, flokkur aðskilnað- arsinna í Quebec, með mikið forskot og líklegur til að ná meirihluta. Flokkurinn hyggst efna til þjóðaratkvæðis um að- skilnað frá Kanada komist hann til valda. Ef marka má kannanir er meirihluti Qu- ebec-búa ekki hlynntur aðskilnaði. Lamont telur að þótt Quebec-búar vilji ekki aðskilnað nú muni þeir segja skilið við Kanada fyrir aldamót. Flestir frétta- skýrendur sögðu spádóma hans ekki raunsæja. Ekki astsna til annars en an vera niartsýnn 10 „Gullgröftur" í Smugunni STRAKARNIR ÍSKÍRISSKÓGI 22 VIDSKIPTI/ATVINNULÍF o A HÖFUÐ BQLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.