Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ? BIRNA Bragadóttír, 19 ára stúlka af Álfta- nesi, var kjörin ungfrú Norðurlönd í fegurðars- amkeppni í Finnlandi um síðustu helgi. Birnu var vel fagna þegar hún kom til landsins með titilinn. ? FLESTbendirtilað tekjur ríkissjóðs verði 3,5-4 milljörðum hærri á næsta ári en í ár og að ríkissj óðshal !i nn verði 7-8 milljarðar. Áður hafði verið talað um að hallinn yrði yfir 9 millj- arðar. Agreiningur er innan stjórnarmeirihlut- ans um hvort leggja skuli hátekjuskatt á næsta ári ? BORGARRÁÐ hefur heimilað Ólafi Dýrmunds- syni, landnýt ingarráðu- nauti, að hýsa á lóð sinni Jóruseli 12 í Breiðholti sex sauðkindur og tvo hesta í vetur. Leyfið er til eins árs tíl reynslu. ? SÆNSKA landsliðið í knattspyrnu sigraði lið íslands með einu marki gegn engu í landsleik á Laugardalsvelli. Klas Ingesson skoraði mark Svía. Það er mál manna að íslendingar hafi staðið sig vel í leiknum. ? JANHENRYT.Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að pólitísk lausn verði að finnast á deilum Norðmanna og ís- lendinga um Barentshaf- ið. Lausnin getí annað hvort falist í beinum við- ræðum við íslendinga eða í uýjuni alþjóðlegum regl- um Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar. Lélegur þorskár- gangur FYRSTU vísbendingar um stærð þorskárgangsins þetta árið benda til að hann_ verði undir meðallagi. eða lélegur. Í árlegum seiðarannsóknale- iðangri Hafrannsóknastofnunar fundust fá þorskseiði og þau sem fundust voru smá. Stofnunin telur einnig að ýsu- og karfaárgangarnir verði lélegir. Hins vegar bendi flest til þess að loðnuklak hafi tekist mjög vel þetta árið. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir þessa niðurstöðu vonbrigði. Sveinn Svein- björnsson, fiskifræðingur, segir það sína skoðun að hrygningarstofn þorsks sé orðinn svo lítill að það sé nánast tilviljun ef hann gefi góðan árgang. Bundið slitlag milli höfuðstaða LEIÐIN milli Reykjavíkur og Akur: eyrar er öll lðgð bundnu slitlagi. í vikunni lauk lagningu slitlags á síð- asta kafla vegarins þegar slitlag var lagt á nýjan veg um Bólstaðahlíðar- brekku í A-Húnavatnssýslu. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, segir þetta merkan áfanga í samgöngu- sögu landsins. Heilahimnubólgutil- fellum fjölgar LANDLÆKNIR hefur í samráði við farsóttanefnd ríkisins sent læknum viðvörun um að heilahimnubólgu-far- aldur kunni að vera í uppsiglingu. 21 tilfelli heilahimnubólgu hefur greinst hér á landi það sem af er ársins, þar af þrjú í september. Tveir íslendingar hafa látist úr sjúkdómin- um. Aðstandendum sjúklinganna hef- ur verið gefið sýklalyf vegna ótta við að þeir smitist. Mannskætt flugslys í Bandaríkjunum FARÞEGAÞOTA af gerðinni Boeing 737 í eigu bandaríska flugfélagsins USAir brotlenti í grennd við Pitts- burg seint á fimmtudagskvöld og all- ir um borð, 132 menn, biðu bana. Þetta er mannskæðasta flugslysið í Bandaríkjunum í sjö ár. Ekki er vitað um orsakir slyssins. Heiðskírt var og logn þegar slysið varð og ekki var vitað um nein vandamál í þotunni áður en hún brotlenti. Deilt um fóstureyðingar FULLTRÚAR á Mannfjöldaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaíró í Egyptalandi reyndu í vikunni sem leið að ganga frá álykt- un um fóstureyð- ingar. Var „hættu- leg fóstureyðing" endurskilgreind í von um að Páfagarður og minnihluti annarra ríkja gætu fallist á hana. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, var harðorð þegar hún varði réttinn til fóstureyðinga og varð að herða öryggisgæsluna um hana vegna hótanna heittrúaðra múslima. Tímamótafundur í Dublin ALBERT Reynolds, forsætisráðherra írlands, ræddi við Gerry Adams, lelð- toga Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), og John Hume, helsta leiðtoga hófsamra ka- þólikka á Norður-írlandi, í Dublin á þriðjudag. Að viðræðunum loknum sagði Reynolds að þær mörkuðu upp- haf nýrra tíma á Norður-írlandi. Brundtland á mannfjölg- unarráðst efnunni. P- FIMMVELDIN, sem hafa beitt sér fyrir friði í Bosníu, samþykktu á mið- vikudag að bjóðast til þess að slaka á refsiaðgerðun- um gegn Serbíu á næstu vikum ef þarlend stiórn- völd heimila að alþjóðleg- ir eftírlitsmenn fylgist með því að viðskiptabanni landsins á Bosníu-Serba- yrði framfylgt. P- SVEITIR Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjníu, náðu á sitt vald höfuðstöðvum stríðsherrans Rúslans Labazanovs á mánudag. Var þetta talið mikið áfall fyrir uppreisnar- menn í héraðinu sem njóta stuðnings Rússa. Þ> ALBANSKURdóm- stóll fann fimm Albani af grískum ættum seka um njósnir fyrir Grikk- land á miðvikudag og dæmdi þá í 6-8 ára fang- elsi. Mikil spenna er á tnilli þjóðanna og gríska stjórnin ákvað að fjölga í herliði sínu á landamær- unum. p- KLAUS Kinkel, utan- ríkisráðherra Þýska- lands, sagði á miðviku- dag að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri ekki hægt að skipta í fyrsta og annars flokks ríki. Er yfirlýsingin svar frjálsra demókrata við þeirri tillögu kristilegra demókrata að efnahags- lega sterkustu ríkin inn- an sambandsins hafi með sér náið samstarf. Islensk fjölskylda kynnt fyrir Yasser Arafat MEÐ Arafat (f.v.): Omar Al Sarraj, Áslaug Krístiánsdóttir, 17 ára, Ólðf Valdimarsdóttír, Katrín Krístíánsdóttír, 14 ára (fyrír framan Arafat), Krisfjáu Sigurbjarnason, Valdimar Kristjánsson, 18 ára, og Hjördís Elín Lárusdóttír, 17 ára. Hjördís Elín er vinkona Áslaugar. Arafat viðkunnanlegur FÁIR íslenskir unglingar þurfa að vera við því búnir að hitta jafn þekkta og umdeilda stiórnmála- leiðtoga og Yasser Arafat, leið- toga Palestínuaraba, í sumarleyfi með f oreldrum sínum. Svo var því þó faríð þegar eiginkona, börn og vinkona eins þeirra heimsóttu Kristján Sigurbjarnason, frani- kvæmdastjóra íslensk-arabísku verkfræðistofunnar Al Wadi, til Gazaborgar. Leitað inn í varalit Ólöf Valdimarsdóttir, eiginkona Kristjáns, sagði að aðdragandi heimsóknarinnar hefði veríð sá að Arafat hefði viljað eiga við- . skiptí við verkfræðistofuna. Hann hefði þekkt Oinar Al Sarraj, arab- ískan meðeiganda stofunnar, og staðið hefði til að hann hittí Kríst- ján. Hins vegar hefði fundurinn dregist vegna þess að ekki hefði mátt ræða viðskiptí á fyrsta fundi tveggja aðila og ekki hefði fundist annað tilefni. En tilefnið fannst þegar fjðl- skylda Kristjáns heimsóttí hann tíl Gazaborgar nú í ágúst. „Okkur var sagt að við myndum verða kynnt fyrir Arafat. En við vorum aðeins látin vita að við ættum að hitta hann 15 minútum áður. Fundurinn var á opinberum stað. Vopnaðir verðir leituðu á okkur, meira að segja inn í varalitinn minn, og Arafat kom og heilsaði öllum með handabandi nema yngstu dóttur okkar. Hana kysstí hann á kinnina og faðmaði að sér. Hann var ekki lengi með okkur en mér fannst hann viðkunnan- legri en ég hélt hann væri," segir Ólöf. Viðræður um 20 hæða verslunarmiðstöð Hún sagði að eftir fundinn með fjölskyldunni gætí Arafat átt við- skiptafundi með Kristjáni. Hefðir Á LÓÐ verkfræðistofunnar Al Wadi (Við dalinn) eru þrjú hús. - Aðeins tvö eru nýtt. Oittar býr í húsinu á mótí og verkfræðistof- an er í hægrí húsinu. Fyrir framan heimili Omars er cinkabíll Arafats. Myndin er tekin þegar hann hafði afnot af húsakynnum verkfræðistofunnar fyrr í sumar. Arafat aftur eftír fundinn. En hann hefði nýlega átt í viðræðum við fjársterkan aðila um hugsan- lega byggingu 20 hæða verslun- armiðstöðvar. Fjölskylda Kristjáns fór utan 17. ágúst og komu eldrí börnin lieini fyrir mánaðamót tíl þess að setjast á skólabekk. Ólöf og yngsta dóttír þeirra, Katrín, komu hins vegar ekki heim fyrr en 5. septem- ber. Ólöf segir að þeim hafi Ukað vel í Gazaborg. „Við vöktum mikla eftírtekt. En fólkið var viðkunnan- legt, kallaði til okkar og heilsaði," segir Ólöf. En henni fannst borgin ekki ýkja hreinleg. „Þótt engin ólykt væri í loftínu voru óhrein- indi út um allt. Annars voru þeir einmitt að hefja hreinsunarátak síðasta daginn okkar ytra," segir hún. íslenskir hluthafar í verkfræði- stofunni eru Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen (VST), Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar (VSÓ)ogFjarhitun. ARAFAT kysstí og faðmaði Katrínu. gerðu hins vegar ráð fyrir að hann spyrðist fyrir um fjölskyldu hans áður en vinna hæfist. Ólöf sagði að Kristián hefði ekki hitt Tvær vélar hafa nýtt varaflug- völlinn á Egilstöðum til lendingar TVÆR flugvélar, ein lítil austurrísk þota og vél frá færeyska flugfélag- inu Atlantic Airways, hafa nýtt sér nýju flugbrautina á Egilsstaðaflug- velli sem varaflugvöll til lendingar frá því að malbikuð tvö þúsund metra flugbraut var tekin þar í notk- un 25. september sL, að sögn Ing- ólfs Arnarsonar, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Egilsstöðum. Fyrir lok þessa mánaðar er áætlað að taka í notkun á Egilsstaðaflug- velli sambærileg blindflugstæki og notuð eru á Keflavíkurflugvelli en þó verður þá ekki unnt að'nota völl- inn sem varaflugvöll fyrir morgun- flug Flugleiðavéla þar sem þaðan eru ekki sendar veðurupplýsingar á klukkustundarfresti allan sólar- hringinn. Ingólfur Arnarson sagði að Kefla- víkurflugvöllur lokaðist aðeins fyrir flugumferð nokkra daga á ári og þá sjaldan að slíkt hefði átt sér stað eftir að malbikaða brautin var tekin í notkun hefði væntanlega verið lent í Skotlandi og a.m.k. einu sinni á Akureyri en í því tilfelli hefði farþeg- um svo verið ekið til Reykjavíkur að næturlagi. Hann sagði að aðstöðuleysi til að taka á móti farþegum í hálfkláraðri flugstöðinni á Egilsstöðum og ófull- komin slökkviliðsmál við völlinn hefðu eflaust haft áhrif á að flugfé- lög hefðu valið aðra kosti þá daga sem Keflavíkurflugvöllur hafí lokast. Ingólfur sagði að Egilsstaðaflug- völlur hefði hins vegar nýst Flugleið- um í mörgum tilvikum við gerð flugáætlana. Við gerð þeirra réðist áfyllt eldsneytismagn af uppgefnum varaflugvöllum. Því gætu vélarnar verið mun léttari á flugi með Egils- staði sem varaflugvöll en t.d. flug- völl í Skotlandi. Hann kvaðst ekki geta fullyrt um fjölda þessara tilvika. Einnig væri Egilsstaðaflugvöllur kominn inn í flugáætlanir SAS fyrir aðrar vélar en Boeing 767, á leið yfir hafið þótt aldrei hafi á það reynt í sambandi við lendingar enn sem komið er. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.