Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 6

Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 6
6 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT > ________ Friðarsamningur Israels og Frelsissamtaka Palestínu Stuðningur háður snögg- um efnahagsframförum Bágborinn efnahagur sjálfstjómar Palest- ínumanna er mönnum vaxandi áhyggju- efni í Mið-Austurlöndum segir Björg Páls- dóttir, blaðamaður í Jerúsalem, sem ræddi við fulltrúa ísraela og PLO Dvínandi samstarfsvilji Fyrir utan nauðsynlega sam- vinnu um útfærslu og framkvæmd á ákvæðum Yfirlýsingarinnar um efnahagstengsl, sem fjárrnálaráð- herra Israels, Avraham Sochat og Ahmed Qoreia (Abu Ala) undirrit- uðu í París 29. apríl og á þeim ákvæðum sem efnahagssamning- amir frá í júnímánuði geyma; hefur lítið farið fyrir samstarfi Israela og Palestínumanna á efnahagssvið- inu. Efnahagssamningamir veita sjálfstjóminni rétt til að setja á stofn peningastofnun og innheimta skatta auk þess sem þeir innihalda m.a. ákvæði um vöruinnflutning Palestínumanna, sem mun að mestu fylgja sömu reglum og inn- flutningur til ísraels. Auk þess létta ísraelar á höftum varðandi inn- flutning á vömm og starfskrafti frá Vesturbakkanum og Gaza en útflutningur mun allur a.m.k. fyrst um sinn verða í höndum Israela. En ágreiningur um ágæti efna- hagssamninganna og óánægja með þá jafnt í röðum PLO sem almenn- ings hefur haft neikvæð áhrif á samstarfsvilja Palestínumanna. Aðrar ástæður, stjómmálalegar, efnahagslegar og tilfinningalegar, liggja einnig að baki því að frekar hefur dregið úr efnahagssamvinnu ísraela og Palestínumanna frá því friðarsamningarnir voru undirrit- aðir í fyrra haust. Stríðsástand hefur ríkt hér um slóðir í áratugi, í raun allt frá því ísraelsríki var stofnað 1948 og þúsundir Palest- ínumanna þurftu að flýja heima- land sitt. Þótt aðstæður hafi gert það að verkum að Palestínumenn og ísraelar hafi tengst böndum á tilteknum sviðum á undanförnum áratugum, ríkir lítið traust eða virðing þeirra í milli. Sérstaklega eru Palestínumenn lítt hrifnir af því að ísraelar fái tækifæri til að viðhalda efnahagslegum áhrifum á sjálfsstjómarsvæðunum. Ahmed Qoreia (Abu Ala), fjár- YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), ræðir við varaforseta Alþjóðabankans, Caio Koch Wes- er, á Gaza-svæðinu. Samkvæmt skýrslu Alþjóðabankans um hina efnahagslegu stöðu Vesturbakkans og Gaza-svæðisins er iðnaður óvenju vanþróaður þar. Skipulagning öll er sögð í molum sem og samgöngur og vatnsveita. málaráðherra sjálfstjórnarinnar, sagði til dæmis á fundi með palest- ínskum viðskiptafrömuðum að þeir ættu fyrst og fremst að beina at- hygiinni að efnahagssamstarfi við aðra Palestínumenn. Næst á forgangslistanum kæmu önnur Arabaríki, þá helst Egypta- land og Jórdanía og ef alit annað brygðist gætu þeir snúið sér til Israela. Barak Mandy, forstjóri ísraelska verslunarráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að slík viðhorf Iýst mikilli skammsýni af hálfu leiðtoga PLO. Kvað hann þá hafa dvalist of lengi erlendis til að skilja fyllilega aðstæður. Simcha Bahiri, hagfræðingur og formaður Rannsóknar- og upplýs- ingastofnunar ísraels og Palestínu tók í sama streng. Hann sagði að palestínskar vörur og starfskraftur væru samkeppnishæfar á markaði í ísrael. En hann taldi að önnur Arabalönd, sem mörg hver hefðu svipaða útflutningsvöru og sjálf- stjórnarsvæðin, myndu standa bet- ur að vígi í beinni samkeppni. Ba- hiri kvað það aftur á móti skipta ísraela litlu máli í efnahagslegu tilliti hvort víðtækt samstarf kæm- ist á eða ekki. Núverandi við- skipti við Palestínumenn samsvara undir þremur prósentum af þjóðar- tekjum ísraels og meirihluti þeirra er fólginn í „innflutningi" á ódýru palestínsku vinnuafli. Þörfin fyrir þennan starfskraft hefur hins veg- ar minnkað verulega með örum aðflutningi sovéskra/rússneskra gyðinga til ísraels. Svört skýrsla Alþj óðabankans Það fer ekki á milli mála að efna- hagsmál eru helsta áhyggjuefni sjálfstjórnar Palestínumanna enda ærin ástæða til. Samkvæmt skýrslu Alþjóða- bankans um hina efnahagslegu stöðu Vesturbakkans og Gaza- svæðisins er iðnaður óvenju van- þróaður. Skipuiagning öll er sögð í molum sem og samgöngur og vatnsveita. í skýrslunni, sem birt var í árslok 1993, segir og að efna- hagur Palestínumanna sé óeðlilega háður einu ríki, ísrael, sérstaklega hvað varðar „útflutning" á vinnu- afli. PLO hefur stofnað hvorki meira né minna en þtjú ráðuneyti sem starfa munu á vettvangi efna- hagsmálajijármálaráðuneytið, ráðuneyti efnahagssamstarfs og efnahags- og samgönguráðuneytið. Auk þess hafa ótai nefndir og stofnanir verið settar á laggirnar, sú mikilvægasta nefnist Uppbygg- EFTIR nokkurra vikna fár í kjölfar friðarsamning- anna milli Jórdaníu og ísraels í lok júlí hefur athygli ísraelskra ijölmiðla aftur beinst að Palestínumönnum. Þó að sjaldnast skorti fréttaefni frá her- teknu svæðunum ber bágborinn efnahag hinnar nýju sjálfstjómar Palestínumanna einna helst á góma. Þó að sumir vilji kenna, skipulagsleysi og þtjósku Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) um, ligg- ur ljóst fyrir að batni efnahags- ástand á umráðasvæði sjálfstjórn- arinnar ekki vemlega innan skamms mun stuðningur við friðar- samningana dvína. PLO hefur vaknað upp við vondan draum og þurft að horfast í augu við þá stað- reynd að uppbygging og stjóm landsvæðis er alls enginn barnale- ikur. Túnis er ekki það sama og Gaza ekki síst þar sem stjórnin er að mestu háð fjáröflun erlendis frá undir vökulum augum Alþjóða- bankans. Stjóm ísraels virðist einnig vera farin að gera sér betur grein fyrir því að PLO og leiðtogi samtak- anna, Yasser Arafat, þurfa á full- um stuðningi og aðstoð ísraela að halda. Breytir þá engu sú staðreynd að erfítt er fyrir marga ísraela að sætta sig við að viðtakandinn sé PLO, samtök sem í áraraðir voru helsti andstæðingur ísraelsríkis. Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Rabin og Shimon Perez, utanríkis- ráðherra, hafa því undanfamar vik- ur ítrekað lýst opinberlega yfir því að flýta þurfa fyrir greiðslum til sjálfstjómarinnar. Samningamenn ísraela hafa því slakað örlítið á kröfum í viðræðum um yfirfærslu stjómar á herteknu svæðunum fýr- ir utan Gaza og Jeríkó og heitið að skila Palestínumönnum 75% af þeim skatttekjum sem þar hafa verið innheimtar. Nákvæm upphæð liggur ekki fyrir. ingar- og þróunarstofnun Palestín- uráðsins (PECDAR). Sú stofnun, sem er undir stjórn Abu Ala fjár- málaráðherra, hefur yfirumsón með dreifingu fjármuna. Fulltrúar sjálfstjórnar PLO hafa kvartað hástöfum undan því að þær 34 þjóðir sem hétu 2,4 milljörðum Bandaríkjadala hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Faisal Hus- seini, formaður samninganefndar PLO, kvað þetta vera eitt stærsta vandamálið sem sjálfstjórnin ætti við að glíma. Að auki hefðu Palest- ínumenn, búsettir erlendis, heldur ekki tekið af skarið. Því væri sjálfstjórnin í raun föst í vítahring; palestínskir fjárfestar biðu eftir því að ástandið batnaði bæði í efnahagslegu og stjórnmála- legu tilliti áður en þeir væru tilbún- ir til að setja fjármuni sína í verk- efni á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni. Til þess að ástandið batnaði þyrfti hins vegar að koma til fjárhagsaðstoð frá Palestínu- mönnum búsettum erlendis. Ófullkomnar áætlanir Talsmenn Alþjóðabankans, sem opnað hefur skrifstofur á Gaza og hefur umsjón með erlendri fjár- hagsaðstoð, segja aftur á móti að sjálfstjórnin hafi ekki uppfyllt kröf- ur um nákvæmar kostnaðaráætlan- ir, ftjáls útboð verkefna, áætlaðan launakostnað eða birt yfirlit yfir fjölda starfsmanna. Yasser Arafat hefur fyrir sitt leyti lýst því yfir að með því að setja skilyrði fyrir íjárhagsaðstoð séu styrktarþjóðirn- ar að blanda sér í innanríkismál Palestínumanna. Hamdi Khawajka, efnahagsráð- gjafi PECDAR, vildi ekki taka svo djúpt í árinni. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vandinn væri margvíslegur og að styrktar- þjóðirnar yrðu að gera sér ljóst að Palestínumenn hefðu enga reynslu í slíkum málum auk þess sem verið væri að hefja uppbyggingu frá grunni. Khawaja taldi helstu vandamál sjálfstjómarinnar vera reynsluleysi, skort á samhæfingu milli stofnana og ráðamanna, tímaskort, pólitískar aðstæður og yfirþyrmandi fjölda verkefna. ísraelsstjóm hefur bannað PLO að setja upp stofnanir í Jerúsalem til að koma í veg fyrir að sjálf- stjórnin geri alvöru úr kröfum sín- um um að Jerúsalem verði höfuð- borg Palestínu. Fátæktin versti óvinurinn Stjórn PLO á sér þó enn stuðn- ingsmenn. Norðmaðurinn Terje Röd Larsen, einn af upphafsmönn- um friðarsamninganna í Ósló í fyrra sem nú fer með embætti sér- staks samræmingarráðunautar Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæð- inu, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að fátæktin væri versti óvinur friðarsamninganna. Þó að ekki ríki samstaða um úrlausnir eru flestir sammála um nauðsyn þess að lífsskilyrðum Palestínu- manna á herteknu svæðunum þurfi að gjörbylta á sem skemmstum tíma. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort ísraelum og styrktarþjóðun- um 34 tekst þetta. Fyrir krakkana 4-15 ára •myndlist •tónlist leiklist dans HÚ5I& Leiklist spunasmiðja leiksmiðja 16-18 ára leiksmiðja Kramhússins leyndir draumar fyrir 25 ára og eldri Leikfímifyriralla músíkleikfimi • tai-chi • jóga • callanetics • bakleikfimi • breiðu bökin • púltími (6 vikur) - Dans afró • jass • salsa • modern • Símar: 15103 & 17860

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.