Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ h FRETTIR / ÞAÐ er varla orðið messufært. Þér verðið að brjóta eitthvert af boðorðunum, séra minn... Mikil bleikjuveiði er á vatnasvæði Blönduvírkjunar Smuguveiðar standa yfir í Blöndulóni MJÖG mikil bleikjuveiði hefur verið í sumar í miðlunarlóni Blönduvirkj- unar og aðliggjandi ám, en að sögn Helga Bjarnasonar verkfræðings hjá Landsvirkjun hefur það komið nokkuð á óvart, þar sem í upphafi var talið að lítið fiskilíf yrði á vatna- svæðinu, þar sem sjóbleikja næði ekki að ganga upp vegna virkjunar- innar. Engin sérstakur veiðirétthafí er í.miðlunarlóninu sjálfu, en hins vegar liggja fyrir samningsdrög Landsvirkjunar og veiðrétthafa í Svartá og Blöndu um framtíðartil- högun. Sagði Helgi að í lóninu hefðu því verið stundaðar nokkurs konar „smuguveiðar" í sumar, bæði í net og á stöng. Áður en hafist var handa við virkjunarframkvæmdir gekk sjó- bleikja upp í Blöndu og alla leið upp í Seyðisá, en þegar stíflan var byggð og þar með tekið fyrir sjó- bleikjugönguna, 1989, var talið að fyrir ofan virkjunina yrði lélegt vatnalíf, að minnsta kosti fyrst um sinn. Reyndin hefur hins vegar orð- ið önnur og sagði Helgi að þetta staðfesti það sem Landsvirkjun hefði alla tíð haldið fram um að ekki bæri að afskrifa fiskilíf og líf- ríki á þessu svæði þó svo að Blöndu- lón myndaðist. Fiskurínn sem veiðst hefur í sumar er yfirleitt mjög vænn og er tveggja til þriggja punda bleikja mjög algeng. Óvissa um veiðirétt Helgi sagði að í dag væri ekki vitað hver ætti veiðiréttinn í sjálfu lóninu, en það væri flókið lögfræði- legt mál sem ekki hefði verið til lykta leitt. Hann sagði að kröfur væru nú á Landsvirkjun frá hendi IKVEÐNINAMSKEIÐ námskeíb fyrir foreldra Er erfítt að taka ákvörðun? Næsta námskeið 24. og 25. september n.k. kl. 10 -16 báða dagana. Námskeiðsgjald: 5.000 á einstakling en 7.500 fyrir parið. Kaffi og veitingar. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Sæmundur Hafsteínsson < og Jóhann Ingi Gunnarsson. Skráning í símum: 91-811817 91-811582 kl. 09 - 17 FRÆÐSLUMIOSTÖÐ j FÍKNIVÖRNUM Grensásvegur 16 108 Reykjavik ilmi 91-811582 fax 91-81 1819 bænda sem eiga landið undir lóninu um að þeim verði greitt stórfé fyr- ir botninn, og það væri því spurn- ing hvort Landsvirkjun ætti ekki sjálft lónið og þar með fiskinn sem í því er. Hann sagði þó liggja fyrir samningsdrög við veiðiréttareig- endur í Blöndu og Svartá um að veiði í lóninu og aðliggjandi ám yrði leigð út sérstaklega á næstu níu árum, og rétthafarnir fengju ákveðna tekjutryggingu. Land- virkjun gæti hins vegar gengið inn í hæsta tilboð ef svo bæri undir. Helgi sagði að mikið hefði verið veitt í lóninu í sumar, bæði í net og á stöng, og hefði hver sem er getað stundað þar veiði. „Það má segja að þetta sé nokkurs konar „smuguveiði" sem þarna er stund- uð, en við höfum ekkert getað að- hafst, þar sem þetta er ekki fullfrá- gengið við veiðifélagið af okkar hálfu," sagði hann. lOOmiUjónirtiI , Veiðimálastofnunar Landsvirkjun hefur á undanförn- um árum kostað rannsóknir á veituleiðum úr miðlunarlóninu og til virkjunarinnar, og í ár hafa, í samráði við Veiðimálastofnun, ver- ið kostaðar rannsóknir í lóninu .sjálfu og nærliggjandi ám, en til stendur að gera slíkar rannsóknir annað hvert ár framvegis. Helgi sagði að fyrir rannsóknir á öllu vatnakerfinu í tengslum við Blönduvirkjun hefði Landsvirkjun greitt Veiðimálastofnun um 100 millj. króna á undanförnum 12-13 árum, en innifalið í því væri kostn- aður vegna seiðasleppinga. Að- spurður um hvort hann teldi þessu fé hafa verið vel varið sagði hann of snemmt að segja til um það. „Það getur náttúrulega engan veg- inn borgað sig, en út frá vísinda- legu sjónarmiði getur þetta skilað árangri í framtíðinni fyrir aðrar íslenskar jökulár. Það er of snemmt að segja til um það," sagði hann. Alkalí- oq frostskemmdir í steypu Óþrjótandi verkefni Aldrei hefur verið gerð samantekt á heildarkostnaði þjóðfélagsins vegna alkalí- skemmda í steypu, þótt ærið margir eigendur húsa sem byggð voru frá 1962- 1980 hafí þurft að glíma við vandamál af þeirra sök- um, en á þessu tímabili er um 40% af húsnæðí lands- manna byggt. Björn Mar- teinsson, verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, fjall- aði um efnið á ráðstefnu sem haldin var á seinasta ári og nefndi þá það mat sitt að raunhæft væri að áætla að viðhaldskostnaður utanhúss á steyptum útveggjum næmi 10 millj- örðum á ári og svo yrði áfram næstu árin, þar sem um uppsafnaðan vanda væri að ræða. Verkefnin væru óþrjót- andi, langt fram á næstu öld. „Það er ekkert óeðlilegt við að steyptir veggir kostuðu okkur um 2 milljarða á ári í viðhaldskostn- að, það þarf jú að mála, sem kostar ákveðið mikið, auk þess sem alltaf er um smávægilegar sprunguskemmdir að ræða. En þegar við ræðum um 10 milljarða kostnað, er miðað við samverk- andi skaða vegna alkalískemmda og frostskaða og stakra sprungu- skemmda. Það er mjög erfitt að gera greinarmun á alkalí- skemmdum og frostskemmdum þegar að viðgerðum kemur, því þetta tvennt vinnur saman að skemmdum; frostið hjálpar alk- alíinu og öfugt við að opna steyp- una. Til samans eru þessir þætt- ir margfalt verri en hvor um sig. Þessar skemmdir eru meiriháttar vandamál sem þýðir ekkert að gráta lengur heldur þarf að bregðast við því. í nýrri steypu er búið að leysa alkalívandamálið en eftir stendur frostvandinn. í nýlegri byggingarreglugerð voru gerðar auknar kröfur til steypu- gerða, sem meðal annars felur í sér að steypan þarf að vera þétt- ari og sterkari en nokkru sinni fyrr. Þetta gildir fyrir steypu sem verður fyrir ágangi veðurs, því ef steypan er nægilega þétt drekkur hún ekki í sig vatn og ekkert gerir til þótt hún frjósi." — Er eina ráðið til úrbóta að klasða byggingar sem orðið hafa fyrir alkali- og frost- ------------ skemmdum? „Ef steypuskemmd- irnar eru smávægileg- ar og ekki grotnun í steypunni, þ.e. hún er ekki farin að molna, yfírborðsmeðhöndla ^ Björn Marteinsson ? Björn Marteinsson er fædd- ur árið 1950 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 1970, lauk prófi í bygginga- verkfræði frá Háskóla íslands 1974 og útskrifaðist sem arki- tekt frá Lunds Tekniska Hög- skola í Svfþjóð 1979. Hann hefur starfað hjá Rannsókna- stofnun byggingaiðnaðarins frá 1979. Frostiö hjálpar alkalíinu dugir að hana þótt einhverjar sprungur séu í henni. Þetta er fyrsta stigið, það sem við þekkjum best í gegnum tíð- ina, en þá eru sprungur um hálf- ur millimetri að breidd og minni. Á næsta stigi, þegar sprungur eru stærri og víðari.inni í steyp- unni, dugir ekki að yfirborðsmeð- höndla hana, heldur þarf að gera viðsprungur. Á þriðja stiginu eru hús sem eru með meiriháttar skemmdir, þar sem er að finna útbreidd sprungukerfi og grotnun er um- talsverð. Hægt er að gera við steypuna, eins og þegar hús eru friðuð eða á minjaskrá, og þá er öll ónýt steypa brotin niður og steypt upp á nýtt. Menn geta lent í því að þurfa að endur-. steypa húsið eins og það leggur sig. Hin leiðin er að klæða húsið, sem er algengari og aðgengilegri leið fyrir allan almenning, og menn vilja helst klæða ef meiri- háttar skemmdir eiga í hlut, jafn- vel þótt um annað stigið sé að ræða, því endingartími viðgerða er óviss og háður mörgum þátt- um. Að vísu má ekki klæða hús án þess að búið sé að gera úttekt á burðarkerfinu, því ekki má klæða ónýt hús sem síðan geta hrunið. Litið er svo á að klæðning á húsi eigi að hafa endingu upp á 30-50 ár. Menn vilja gjarnan einangra undir klæðninguna þar sem sú hætta er fyrir hendi að steypan þorni ekki nægjanlega fyrstu árin eftir að húsið er klætt og skemmdir haldi áfram. Ástæðan er ekki sú að menn vilji spara orku, að minnsta kosti ekki á höfuðborgarsvæðinu, en - þetta hefur ekki skilað sér til almennings. Ef eingangrun er sett á að vera nokkuð tryggt að steypan skemmist ekki aftur, þótt hún endi vitaskuld á því að þorna án einangrunar." — Finnast þess dæmi að þurft ha.fi að steypa upp hús að nýju, svo til frá grunni? „Já, þess eru dæmi. Lands- frægt dæmi er einbýlishús nokk- urt í Garðabæ, en þar var seld svo léleg steypa í húsið fyrri hluta dags, að neðri helmingur þess grotnaði í sundur. Seinni hluta dags virðist steypan hafa verið í lagi, því efri hluti hússins var allur annar. Rúmum áratug eftir að húsið var byggt, voru skemmdir svo miklar að húseig- andinn ákvað að gera við. Hann var svo þrjóskur að hann braut niður neðri hluta hússins og lét halda uppi efri hlutanum á meðan hann steypti að nýju og bjó í húsinu allan tímann á meðan." ******z^-*»i iiisMittmmmmmmmmwmwmma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.