Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 10

Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 10
10 SUNNUDAGUR 11, SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn „ „ Morgunblaðið/Bergljót Friðriksdóttir ASGEIR ásamt eiginkonu sinni Ástu Guðmundsdóttur og börnum þeirra, Ásgeir Aron 8 ára og Tönju Rut 11 ára. Nýr kapítuli hófst í lífi Asgeirs Sigurvins- sonar síðastliðið vor. Eftir 20 ára starf í atvinnuknattspyrnunni í Evrópu hefur hann nú hafið sjálfstæðan atvinnurekstur í Þýskalandi, og rekur eigin drykkjarvöru- markað. Þegar Bergljót Friðriksdóttir heimsótti hann á dögunum, var ekki annað að sjá en hann kynni vel við nýja hlutverkið. Liðin eru 21 ár frá því að Ásgeir Sigurvinsson hélt utan til að gerast atvinnu- maður í knattspyrnu. Átj- án ára gamall réð hann sig til Standard Liege í Belgíu þar sem hann lék í átta ár. Því næst færði hann sig yfir til Þýskalands, til Bayern Miinchen, en staldraði að- eins við í eitt ár. Þá tóku við átta ár með Stuttgart, uns hann dró sig í hlé sumarið 1990. Ferill Ásgeirs í knattspyrnunni er að sönnu glæst- ur og eðlilega veltu margir því fyr- ir sér hvað tæki við hjá honum, þegar hann hætti atvinnumennsku fyrir fjórum árum. Næstu misseri á eftir var Ásgeir áfram viðloðandi knattspymuna, fyrst sem útsendari Stuttgart og síðar sem þjálfari á íslandi, uns hann ákvað að snúa sér að allt öðru. Hann hefur nú komið á fót drykkjarvörumarkaði ásamt eiginkonu sinni, Ástu Guð- mundsdóttur, í bænum Denkendorf skammt frá Stuttgart, en þar eru þau hjónin búsett ásamt börnum sínum tveimur, Tönju Rut 11 ára og Ásgeiri Aron 8 ára. Eins og þeir vita sem þekkja Ásgeir, er hann hæverskur og lítið gefínn fyrir að ræða um sjálfan sig, allra síst við fjölmiðla. Því var ekki auðvelt að fá hann í viðtal. Hann var ekki reiðubúinn síðasta vor, um það leyti sem markaðurinn var opn- aður. Fannst ekki við hæfi að vera að gaspra um fyrirtækið, áður en i ljós kæmi hvernig því myndi reiða af. Núna, fimm mánuðum síðar, er hann hinsvegar tilbúinn og greini- legt að áhyggjur hans eru á bak og burt. Enda þótt nýtt tímabil sé hafið í lífi Ásgeirs sem vissulega er for- vitnilegt, verður ekki hjá því komist að víkja talinu jafnframt að knatt- spyrnunni, sem hefur verið ráðandi í lífi hans mestan hluta ævinnar. Aðspurður kveðst Ásgeir sjálfur hafa tekið ákvörðun um að hætta atvinnumennsku fyrir fjórum árum. „Ég var 35 ára gamall og hefði vel getað spilað áfram með Stuttgart tvö ár í viðbót,“ segir hann. „í mín- um huga var þó aðalatriðið að finna réttan tímapunkt til að hætta. Á meðan ég væri enn í góðu líkam- legu formi og gæti kvatt með reisn, í stað þess að vera látinn fara, sem er auðvitað óumflýjanlegt. Ég var búinn að spila fótbolta í 17 ár og leit svo á kominn væri tími til að snúa sér að öðru.“ Var þetta erfítt skref? „Nei, í rauninni ekki. Auðvitað voru þetta mikil vonbrigði, ég get ekki neitað því. Hins vegar var ég búinn að fá nóg af öllu flakkinu sem fylgdi boltanum og fann að ég var tilbúinn að takast á við ný verk- efni. Því var ég fullkomlega sáttur við að draga mig í hlé. Reyndar hafa málin þróast þannig að ég hef • verið uppteknan við boltann nú í sumar en nokkru sinni fyrr. Ég var að telja það saman að ég var með bókaða 18 leiki á tveimur mánuð- um!“ Þannig að þú ert alls ekki hættur? „Jú vissulega, sem atvinnumað- ur. Hins vegar hef ég verið að dunda mér við að spila með þremur „Old boys“ fótboltaliðum. Eitt liðið sam- an stendur af gömlum félögum úr Stuttgart, annað er svokallað Evr- ópuúrval fyrrum atvinnuleikmanna og í því þriðja eru leikmenn úr öllum áttum. Við komum saman og leik- um knattspyrnu af alls kyns tilefn- um; þegar vígja þarf jiýja velli, styrkja góðgerðasamtök og annað í þeim dúr. Þetta er góð leið til að halda sér í þjálfun og detta ekki alveg út úr boltanum. Ég er ein- göngu að þessu ánægjunnar vegna. Enda gæti ég ekki hugsað mér að hætta alveg að spila fótbolta. Það bara gengur ekki.“ Aðstæður erfiðar fyrir íslenska knattspyrnumenn Þegar leikferli Ásgeirs lauk sum- arið 1990 veltu hann og Ásta eigin- kona hans því fyrir sér hvort þau ættu að halda kyrru fyrir í Þýska- landi eða snúa aftur til íslands. „Við ákváðum að fara ekki heim,“ segir Ásgeir. Enda þótt knattspyrnuferlinum væri lokið sagði hann ekki að fullu skilið við úrvalds- deildarlið Stuttgart. Við tók nýtt starf sem „njósnari“, sem fólst í því að ferðast um og leita uppi unga efni- lega leik- menn fyrir knattspyrnuhðið. Að tveimur árum liðnum gerði Ásgeir sem kunnugt er tveggja ára samning sem þjálfari 1. deildar Fram og hélt til íslands vorið 1993. Strax um haustið tók hann hins vegar ákvörðun, í samráði við stjórn Fram, um að segja þjálfarastarfi sínu lausu. „Það var ágætt að prófa að þjálfa heima og ég sé alls ekki eftir því,“ segir Ásgeir. „Hins vegar er það óhagganleg staðreynd að fótbolti á íslandi er áhugamannabolti. Það er ekki hægt að gera sömu kröfur til leikmanna þar og hér úti. Heima eru margir knattspyrnumenn í tvö- faldri vinnu eða vinna jafnvel á vöktum og því er álagið á mönnum gífurlegt. Auðvitað verður það ekki til að hvetja menn í starfi sem þjálf- ari, þegar það reynist erfíðleikum háð að fá liðsmenn til að mæta á æfingar. Fótbolti á íslandi líður fyrst og fremst fyrir það hve aðstaðan til að spila allan ársins hring er slæm. Það eina sem getur bjargað boltan- um heima er yfirbyggður völlur. Og auð- vitað verða knattspyrnulið- in að standa miklu betur fjár- hagslega en þau gera nú. Það er ekki hægt að fjár- magna félög í gegn um áhorfendur. Þeg- ar fyrirtækin sem vön eru að styrkja íþrótta- félögin með fjárfram- 1 lögum standa í ofanálag ; sjálf höllum fæti fjárhags- lega, þá er það auðvitað ekki til að bæta ástandið. Eins og málum er háttað heima er ekki hægt að búast við miklu af ís- lenskum knatt- spyrnumönnum enda þótt nóg sé af efni- legum strákum. Það er einfaldlega ekki hægt að gera kröfur um meira.“ Hann segir þá sjö mánuði sem hann þjálfaði hjá Fram hafa verið ágætan tíma, þrátt fyrir allt. „Mál- in þróuðust ekki eins og ég hafði gert mér vonir um og því var tekin sameiginleg ákvörðun um að binda enda á samstarfið fyrr en ætiað var. Það hvatti mig vissulega að áður en ég fór heim til að þjálfa vorum við Ásta búin að ákveða að stofna drykkjarvörumarkað í Þýskalandi og því var ég fullur eftir- væntingar að fara að einbeita mér að því verkefni." Áhugasamur um sölu á íslenskum drykkjum Af hveiju drykkjarvörumarkað- ur? „Ég var ákveðinn í að byggja upp eigið fyrirtæki hér úti og velti því vel og lengi fyrir mér hvers konar atvinnurekstur gæti verið heppilegur. í því sambandi leitaði ég til sérfróðra manna sem gáfu mér góð ráð. Niðurstaðan var sú að drykkjarvörumarkaður væri óvitlaus hugmynd, en í Þýskalandi er hefð fyrir slíkum mörkuðum þar sem eingöngu er seld drykkjarvara; vatn, ávaxtadrykkir, gosdrykkir, vín og bjór. Markaðskannanir sýndu svo ekki var um að villast að brýn þörf væri á slíkum stórmarkaði í Denkendorf, en 56% þeirra drykkja sem bæjarbúar neyttu voru fengnir úr mörkuðum í nærliggjandi þorp- um. Það var því Ijóst að vöruúrval- ið hér í Denkendorf var hvergi nærri nóg.“ Ásgeir og Ásta keyptu lóð undir drykkjarvörumarkaðinn í útjaðri heimabæjar síns Denkendorf þar sem þau létu reisa 560 fm hús- næði, fyrir verslun, skrifstofu og vörulagar. Byggingarvinnan gekk hratt fyrir sig og var markaðurinn, sem nefnist H20 Getránke Sigur- vinsson, opnaður með pomp og prakt 11. mars síðastliðinn. Bæj- arbúar ættu nú að geta sparað sér ferðir í næstu þorp því úrvalið af drykkjum er gífurlegt, en sem dæmi má nefna að boðið er upp á 100 mismunandi tegundir af bjór og 40 tegundir af vatni. Þau hjónin vinna bæði í markaðinum, auk þess sem nokkrir íslenskir námsmenn í Stuttgart eru þar í hlutastarfi. „Reksturinn hefur gengið mjög vel það sem af er og salan farið fram úr björtustu vonum,“ segir Ásgeir og er eðlilega ánægður með árang- urinn. Hitabylgjan í sumar stóð í sjö vikur. Var þetta ekki hálfgerð himnasending? „Jú, það má eig-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.