Morgunblaðið - 11.09.1994, Síða 11

Morgunblaðið - 11.09.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ GÖMLU kempurnar úr úrvalsdeildarliðinu Stuttgart mættu galvaskir við opnun drykkjarvörumark- aðarins og gáfu eiginhandaráritanir; f.v. Karl-Heinz Förster, Fritz Walter, Ásgeir, Bernd Förster og Guido Buchwald. inlega orða það svo. Hitinn var óbærilegur og salan á drykkjum tók kipp í samræmi við það. Júlí og ágúst eru yfirleitt mjög rólegir mánuðir hjá verslunarfólki hér í Þýskalandi, en þá standa skólafrí yfir og margir að heiman í sum- arfríi sínu. Vegna hinna miklu hita var hins vegar geysilega mikil sala á drykkjum þennan tíma, sem kom sér auðvitað ákaflega vel fyrir okk- ur sem erum að fóta okkur í við- skiptum." Aðspurður kveðst Ásgeir vera ókvíðinn, enda þótt efnahags- ástandið í Þýskalandi hafi oft verið betra. „Salan hefur aukist jafnt og þétt frá því að við opnuðum, eða um 10-15% á mánuði. Ég er með mjög góðan ráðgjafa mér til halds og trausts, sem hefur sérhæft sig í rekstri drykkjarvörumarkaða og hann er mjög ánægður með hvernig málin hafa þróast. Ég hef því ekki ástæðu til annars en að vera bjart- sýnn á framhaldið." Heldurðu að það hafi haft sitt að segja að þú ert ekki með öllu óþekktur í Þýskalandi? „Það hefur trúlega ekki skaðað að ýmsir muna eftir mér úr fótbolt- anum. Þó varð ég einna helst var við það í byrjun, fyrstu vikurnar eftir að við opnuðum. Þá dreif fólk sem var forvitið að sjá hvernig til hefði tekist og hafði ekkert á móti því að hitta Sigurvinsson. Nú er nýjabrumið hins vegar farið af markaðinum og við höfum náð að byggja upp fastan hóp viðskipta- vina, sem 'koma til að kaupa drykki en ekki til að hitta mig. Að vísu eru alltaf nokkrir sem grípa tæki- færið og spjalla við mig um fót- bolta, en ég hef bara gaman af því.“ Þú ert ekkert að velta því fyrir þér að selja íslenska drykki. Bjóða viðskiptavinum þínum til dæmis upp á besta vatn í heimi? „Jú, vissulega er það hugmynd sem heillar. Það er nokkuð síðan að ég byijaði að þreifa fyrir mér heima varðandi útflutning á íslensk- um drykkjum, en ekkert hefur kom- ið út úr því ennþá. Mér virðist vera takmarkaður áhugi fyrir hendi með- al íslenskra framleiðsluaðila að selja til Þýskalands, enda allt stílað inn á Bandaríkja- og Evrópumarkað. ,, Ég gæti vel hugsað mér að bjóða upp á íslenskt vatn, bjór og til dæmis brennivín, enda sann- færður um að því yrði vel tekið af Þjóðverjum. Eins fyndist mér til dæmis spennandi að bjóða við- skiptavinum mínum upp á klaka úr Vatnajökli, sem fyr- irtækið Eðalís hef- ur selt um nokkurt skeið.“ Ásgeir kveðst meðal annars vera í sambandi við Akva hf. á Akureyri varð- andi hugsan- legan út- flutning á drykkjum. „Enn hafa þó engar ákvarðanir verið teknar. Ég verð því áfram með augu og eyru opin.“ Ertu með eitthvað fleira á pijón- unum? „Eins og er hef ég nóg á minni könnu. Ég reikna með að við Ásta munum vinna sjálf í markaðnum næstu 2-3 árin, á meðan fyrirtæk- ið er að festast í sessi. Á meðan mun ég því einbeita mér að rekstri þess. Hins vegar er allt óráðið með það hvað tekur við hjá mér að þeim tíma liðnum. Mér þykir ráðlegast að taka eitt skref í einu.“ Boðið að gerast þjálfari hjá Stuttgart Undir lok síðasta árs var Ásgeir nefndur sem líklegur aðstoðarþjálf- ari Uli Stielike hjá úrvalsdeildarlið- inu Stuttgart, eftir að Christoph Daum lét af störfum hjá liðinu. Þýskir fjölmiðlar veltu því mikið fyrir sér hveijir tækju við og sumir gengu jafnvel svo langt að fullyrða að Ásgeiri yrði falið starfið. Að- spurður vill hann gera sem minnst úr máli þessu. „Það er að vísu rétt að stjórn Stuttgart hafði samband við mig þegar Daum hætti og bauð mér að gerast þjálfari liðsins í sex mánuði og síðan aðstoðarþjálfari þess aðila sem þá tæki við, en ég hef aðeins réttindi sem aðstoðarþjálfi í þýsku 1. deildinni. Ég og stjórnarmenn Stuttgart ræddum þetta mál aðeins okkar á milli og það var aldrei ætlunin að fara með það í fjöl- rniðla." Ásgeir kveðst vissulega hafa ver- ið mjög ánægður með að leitað skyldi hafa verið til hans. „Af minni hálfu kom þó aldrei til greina að taka boðinu, þótt það væri freist- andi. Á þessum tíma var ég með hugann allan við byggingafram- kvæmdir enda átti að opna markað- inn aðeins nokkrum mánuðum síð- ar. Hefði þessi staða aftur á móti komið upp fyrr, hefði ég vafalaust slegið til og gerst þjálfari hjá Stuttgart." Gætirðu hugsað þér að snúa þér að knattspyrnuþjálfun í framtíð- inni? „Það er ekki óhugsandi mögu- leiki, enda um mjög áhugavért starf að ræða. Ég sótti þjálfaranámskeið í Köln eftir að ég hætti atvinnu- mennsku og hef lokið helmingnum af því sem þarf til að þjálfa í þýsku 1. deildinni. Ég get alltaf bætt hinu við seinna, ef ég tel mig hafa þörf fyrir réttindin." Bróðursonur þinn, Sigurvin Olafsson, gerði nýverið eins árs samning við áhugamannalið Stutt- gart, hið sama og Eyjólfur Sverris- son byijaði hjá. Telurðu frænda þinn eiga góða möguleika á að kom- ast í úrvalsdeildarlið Stuttgart þeg- ar fram líða stundir? „Já, mér finnst mjög líklegt að Venni eigi eftir að komast í liðið, fyrr eða síðar. Hann er ekki nema 18 ára gamall og því eðlilegt fyrir hann að byija í amatörliðinu.“ Hefur þú leiðbeint honum í knatt- spyrnu? „Venni þarf ekki á leiðbeiningum mínum að halda. Hann veit alveg hvað hann er að gera.“ Kann illa við íslenska hugsunarháttinn „þetta reddast“ Ummæli þín í viðtali í Morgun- blaðinu í fyrra um agaleysi Islend- inga vöktu umtalsverða athygii og var víða vitnað í orð þín, bæði í mæltu og rituðu máli. Hefurðu allt aðra sögu að segja af Þjóðveijum; eru þeir ef til vill til fyrirmyndar? „Já, það má eiginlega segja það. Mér finnst til dæmis vera sláandi heima að stjórnmálamenn þurfa aldrei að bera ábyrgð á orðum sínum eða gerðum. Þeir hika ekki við að svíkja gefin loforð og virðast komast upp með alls kyns óheiðarleika, án þess nokkurn tímann að verða látnir gjalda þess. Þetta er hlutur sem ég á bágt með að sætta mig við. Sömu- leiðis kann ég ákaflega illa við ís- lenska hugsunarháttinn í viðskiptum „þetta reddast". Líkast til ræður þar mestu hve ég hef verið lengi í Þýska- landi. Þjóðverjar hugsa allt öðruvísi hvað þetta varðar. Það hvarflar ekki að nokkrum manni hér að halda að hlutirnir einfaldlega reddist.“ Ásgeir segir þetta viðhorf Þjóð- veija líkast til hvergi eins áberandi og einmitt í sambandsríkinu Baden- Wúrttemberg, þar sem hann er bú- settur. „Hér dettur athafnamönnum ekki í hug að treysta á guð og lukk- una. Ég hef sérstaklega orðið var við þennan hugsunarhátt í kringum stofnun fyrirtækisins. Ráðgjafi minn lagði til dæmis ríka áherslu á það við mig strax í upphafi, að ef eitt- hvað færi úrskeiðis og ég lenti í rekstrarörðugleikum, þá þyrfti ég ekki að gera mér neinar vonir um að bankastofnanir réttu mér hjálpar- hönd. Þetta væri alfarið mitt mái og því væri að duga eða drepast! Af þessum sökum var afar mikil- vægt fyrir mig að leggja dæmið nákvæmlega á borðið og hafa alla hluti á hreinu, áður en ég legði út í að byggja." Ættirðu erfitt með að fara út í atvinnurekstur á íslandi? „Ef satt skal segja, þá hefur það aldrei komið til tals.“ Tveir áratugir í útlöndum er lang- ur tími. Áttu von á að þú flytjir ein- hvern tímann aftur til íslands? „Við Ásta hlaupum ekki svo auð- veldlega frá öllu hér, allra síst eftir að við stofnuðum fyrirtækið. Áuk þess eru krakkarnir í skóla og eiga hér sína vini og svo það er meira en að segja það að rífa sig upp. Einhvern tímann kemur þó að því að við íjölskyldan flytjum heim, þó það verði ekki í bráð.“ Hann segist reikna með að það verði gífurlega mikil viðbrigði að flytja, sérstaklega fyrir hann, þar sem hann hafi verið búsettur erlend- is svo lengi. „Jafnvel þótt ég hafi farið heim á hveiju ári, hef ég misst mikið niður samband við niína fyrri kunningja og fjarlægst ísland eftir allan þennan tíma. Og kannski ekki við öðru að búast. Að því leyti er ég sjálfsagt orðinn hálfgerður út- lendingur. Ég á samt ekki von á öðru en að ég muni aðlagast lífinu heima, þegar þar að kemur. Reyndar er ég hálfsmeykur við skammdegið á íslandi. Ég held að ég ætti einna helst erfitt með að venjast því. Og rokinu." SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 11 ImUn'vi Fyrstu sætin á sértilboði Bókaðu fyrír 1. okt og njóttu þessara frábæru kjara Við erum stolt af að kynna glæsilega nýja ferðaáætlun vetrarins með spennandi nýjum áfangastöðum eins og Indlandi og Bali á lægra verði en áður hefur sést og glæsilegum nýjum gististöðum á Kanaríeyjum. Tryggðu þér góða ferð á góðu verði með fyrsta flokks þjónustu Heimsferða. m Brottfarir: m 17. des. - jólaferð m 4. janúar - 4 vikur ® 1. febrúar - 3 vikur 22. febrúar - 3 vikur 15. mars - 3 vikur 5. apríl - páskaferð Frá aðeins kr. í fyrra seldust þær upp Bæklingurinn kominn út i verðlækkun Verð p. mann m.v. 3 í smáhýsi HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.