Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Skipulðgð glæpastarfsemi á borð við mafíuna og skyld samtök hefur hingað til verið efni, sem Danir og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa getað skemmt sér við að fræðast um víðs fjarri átakastöðunum. Þeir sem fylgjast vel með í þessum málum eru nú farnir að óttast að bráðlega verði þetta efni ekki lengur framandlegt. Vettvangurinn verði hér, fólk verði sallað niður í uppgjörum stríð- andi fylkinga, eins og lengi hefur verið á ítalíu og nú gerist í Rússlandi. Búðar- eigendur og aðrir verði krafðir um vernd- arfé og yfirleitt gerist allt hér í túnfætin- um eins og það sem þekkist af afspurn. í vikunni fannst flóttamaður frá Eystra- saltslöndunum myrtur í flóttamannabúð- um héi*. Strax kom upp sá kvittur að morðið væri uppgjör glæpamanna. Nú eru uppi raddir í Danmörku um að strax verði tekið á vandanum, því glæpamenn- irnir séu eldsnöggir að skipuleggja sig og taka til starfa. En spurningin er hvort löggjöfin og afstaða Dana til glæpa sé ekki of afslöppuð til að standast þeim snúning. Eins og kunnugt er hefur glæpastarf- semi blómstrað í Austur-Evrópu eftir að járnagi kommúnistastjórnanna lagðist af. Frjáls viðskipti á opnum mörkuðum, sem hefur tekið áratugi að koma á í Vestur- Evrópu, áttu að yfirfærast í austurátt í heilu lagi. Það vill hins vegar gleymast að svokölluð frjáls viðskipti eru í raun undir ýmiss konar eftirliti og háð flókinni lðggjöf, sem á að stýra frelsinu. Þessi hluti er vanþróaður í flestum Austur-Evr- ópulöndum og tómarúmið hefur reynst gróðrarstía fyrir glæpastarfsemi. Hér vantar ekki löggjöf um verslun og viðskipti, en hins vegar hafa rússnesk blöð skrifað um það undanfarið að glæpa- menn hefðu engu að síður augastað á Danmörku. Ástæðan er sú hve mildilega sé tekið á glæpum og hve frelsi á ýmsum sviðum, sem henta glæpamönnum, sé mikið. Þeir hafi þegar komið sér fyrir í Finnlandi, en vegna þess hve Finnland sé fátækt land sé það ekki freistandi sem vinnustaður fyrir glæpamenn og smygl- ara. Hins vegar noti þeir Finnland sem millilendingu á leið sinni út í heim. Það eru einkum glæpamenn frá Sovétríkjun- um fyrrverandi, Eystrasaltslöndunum, Rúmenar og Pólverjar, sem virðast ætla að flytja starfsemi sína til Norðurland- anna. Hingað til hafa glæpamennirnir meðal annars notað þá aðferð að koma til Dan- merkur sem flóttamenn. Þá eru þeir send- ir í flóttamannabúðir, þar sem þeir eiga að bíða meðan mál þeirra eru tekin fyr- ir. Það getur tekið allt að tvö ár og á meðan hafa þeir svefnstað og fá að borða, auk þess sem þeir fá vasapening. Lífið í flóttamannabúðunum er sannarlega ekk- ert lúxuslíf, því flóttamennirnir geta ekki tekið að sér vinnu og skólaganga er tak- mörkuð. Fyrir þá sem koma hingað í glæpasamlegum erindum er þetta hins vegar ágætis aðstaða til að stunda iðju sína. Ýmis mál hafa komið upp, þar sem flóttamenn hafa stofnað nokkurs konar Glæpir í skjóli frelsis Kaupmannahafnarbréf Nýverið fannst flóttamaður frá Eystrasaltslöndunum myrtur í flóttamannabúðum í Danmörku. Strax kom upp sá kvittur að morðið væri uppgjör glæpamanna. Sigrún Daviðsdóttir segir að uppi séu raddir í Dan- mörku um að strax verði tekið á vandanum, því glæpa- mennirnir séu eldsnöggir að skipuleggja sig. Spurning- in er hvort löggjöf og afstaða Dana til glæpa sé of afslöppuð til að standast þeim snúning. samtök og farið í ránsferðir um nágrenn- ið. Fyrr á árinu var upprættur hópur, sem gerði'út á að brjótast inn í hverfunum norður af Kaupmannahöfn, þar sem mik- ið af vel stæðu fólki býr í einbýlishúsum. Þetta eru engir venjulegir flóttamenn, heldur oft fólk, sem á þegar glæpaferil að baki heima fyrir. En það er ekki aðeins að þessir náung- ar hrelli Dani með miður þokkalegri iðju sinni, heldur eitra þeir einnig andrúms- loftið í flóttamannabúðunum. Þeir eru oft ofbeldishneigðir og koma illa fram við aðra í búðunum, bæði flóttamenn og starfsfólk, hafa í hótunum og hræða fólk. Því hefur verið talað um að koma upp sérstökum búðum, þar sem hægt væri að hafa sh'ka flóttamenn í einangrun frá öðrum, en ekki síst til að hindra að glæpa- mennirnir snuðri uppi danska bræður í andanum og koma í veg fyrir að glæpa- starfsemin verði skipulogð. Fyrir skömmu kynnti Birthe Weiss innanríkisráðherra og jafnaðarmaður til- lögu stjórnarinnar. Hugmyndin er að þegar flóttamenn komi til landsins verði sérstakt auga haft á fólki frá Eystrasalts- löndunum, Rúmeníu og Póllandi, sem hingað kemur án sérstakra ástæðna, en annarra landa fólk gæti einnig verið at- hugað. Þeir sem veki tortryggni við kom- una til landsins verði ekki sendir í venju- legar flóttamannabúðir, heldur í einangr- aðar búðir, þar sem mál þeirra verði af- greitt á 2-4 sólarhringum, þannig að þeir nái ekki að hafa samband við neinn hér og komist ekki til að gera neitt af sér. Ráðherrann segir þessar móttökur ætlaðar þeim, sem ekki hafa neinn mögu- leika á því að fá dvalarleyfi hér, en nota sér kerfið til að dveljast hér um hríð og fremja glæpi, eða valda slæmu andrúms- lofti í venjulegu flóttamannabúðunum. Þessar hugmyndir hafa verið ræddar um skeið bæði innan stjórnar og stjórnar- andstöðu, en útfærsla þeirra hefur verið harðlega gagnrýnd. Hingað til hefur ver- ið talað um að finna þessum mönnum stað úti á landi, svo auðvelt væri að hafa auga með þeim og þeir ættu ógreiðan aðgang að öðrum. Ráðherrann fékk þó augastað á lóð í miðbænum, rétt við Vesturbrú, sem er ein helsta miðstöð eit- urlyfjasölu, vændis og annarrar glæpa- starfsemi. Reyndar er þetta beint á móti höfuðstöðvum Kaupmannahafnarlögregl- unnar og við hlið Ríkislögreglunnar, en úr þessari átt er engin hrifning yfir stað- setningunni, vegna nálægðarinnar við Vesturbrú og miðbæinn yfirleitt. Fulltrúi Ihaldsflokksins í laganefnd þingsins, sem hefur haft málið til um- fjöllunar, sagðist vera skekinn vegna ákvörðunar ráðherrans. Það fólk, sem væri um að ræða hér, væri ekki venju- legt flóttafólk, sem ætti um sárt að binda, heldur fólk sem gerði út á að komast hingað í stutt frí, eða til að fremja glæpi. Þess vegna ætti ekki að taka það neinum vettlingatökum, heldur föstum tökum, afgreiða mál ^eirra í snarhasti meðan það væri einangrað og senda það til baka sem skjótast. A endanum varð þó úr að fínna þessum móttökubúðum stað utan- bæjar. Traust er gott, en eftirlit betra Þessi munur á afstöðu innanríkisráð- herrans annars vegar og íhaldsþing- mannsins hins vegar segir nokkuð um mismunandi hugmyndir meðal Dana um hvernig eigi að taka á glæpum. Á að láta hart mæta hörðu eða hafa hlutina frjálsa, því flestir séu hvort sem er heiðar- legir? Þessi togstreita kemur víða fram og í umræðum sem varða þessi efni heyr- ist stundum að traust sé gott, en eftirlit betra. En það er einmitt eftirlit, sem danskir stjórnmálamenn eiga margir hverjir mjög erfitt að sætta sig við. Fjöl- miðlar fylgja þeim dyggilega eftir og vaka yfir hverju skrefi, sem túlka má sem einhvers konar eftirlit. Það má nefna ýmis dæmi um þessa afstöðu. Eitt af þeim skondnari er að fyrir skömmu strauk glæpamaður nokkur úr fangelsi hér. Hann var alkunnur fyrir að hafa flúið þrisvar áður úr fangelsi. Þrátt fyrir frægð sína á þessu sviði hik- aði starfsfólk fangelsins ekki við að lána honum ýmis verkfæri til tómstundaiðju, eins og bor og ýmsar tegundir tanga og klippa. Hann brást traustinu og í stað þess að munda tólin innan fangelsins, notaði hann þau á fangelsið, sagaði og klippti og komst út um rimlana. Undanfarið hefur töluvert verið rætt hér um eftirlit með barnaklámefni, því önnur sjónvarpsstöðin hefur sýnt þætti um danskan Ijósmyndara, sem sagðist taka slíkar myndir og dreifa. Hingað til hefur hins vegar verið haldið að slíkt efni á dönskum markaði væri undantekn- ingarlaust erlent. Maðurinn dró reyndar yfirlýsingu sína til baka, en málið er enn í athugun. Rætt hefur verið um að herða viðurlög við bamaklámi og gera það sak- hæft að hafa slíkt efni í fórum sínum, en ekki aðeins að framleiða það, eins og nú er. Erling Olsen dómsmálaráðherra og flokksbróðir Weiss hefur áður sagt um þær hugrnyndir að hann hafi ekki áhuga á að fara að leita í vösum fólks. Ekki hefur þó komið til tals að fara að leita skipulega á fólki í leit að þessu efni, heldur aðeins að nota viðurlög, þegar til- efni er til, rétt eins og í svo mörgum öðrum rannsóknum, en orð hans lýsa þeirri óbeit, sem margir Danir hafa á eftirliti. Frjálsleg fíkniefnalöggjöf og meðferð þeirra mála hefur orðið til þess að fíkni- efnaneytendur frá hinum ríkjum Norður- landanna koma hingað gjarnan til langdv- ala. í kringum þetta blómstrar vændi, þar sem gert er út á neyð og umkomu- leysi ungra stúlkna, sem eru fíkniefna- neytendur. Og um leið fjölgar ýmiss kon- ar smáglæpum, sem fíkniefnaneytendur stunda til að fjármagna neysluna. Það er alltaf fallegt að trúa fólki og treysta því, en það er því miður til fólk, sem nýtir sér þetta hugarfar. Ýmislegt bendir til að Danir þurfi á næstunni að sætta sig við að þjóðfélagið er ekki leng- ur eins og lítið og notalegt sveitaþorp, þar sem strangt eftirlit er ónauðsynlegt. Ef þeir gera það ekki, er hætta á að ýmiss konar óæskileg öfl nýti sér góðlát- lega afstöðu þeirra. Sigrún Davíðsdóttir pumir puimr puimr puimr puimr pmmr puimr pmrnr puimr pumn Art. 389020 Indoor St. 32-39 verð 2.990 St. 40-47 verð 3.490 Art. 389030 Excite St. 39-47 verð 4.980 Art 339300 Sky Nubuk St. 39-47 verð 7.990 Art. 339520 Sky Express St. 39-47 verð 7.990 Art. 2464 Handball St. 39-47 verð 5.490 Art. 389060 Court pro St. 38-47 verð 6.995 Art. 138170 Manhattan St. 39-47 verð 6.990 Art. 239030 Liberate St. 35-47 verð 4.990 Á FÆTUR, Kringlunni, sími 811323 • HUMMEL sportbúðin, Ármúla 40, sími 813555 * Sportvöruverslunin SPARTA, Laugaveg 49, sími 12024 -n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.