Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ I I Morgunblaðið/Jón Páll Asgeirsson LÍNUDANS. Strandgæsluskipið Grimsholm fylgir Víði EA sem kippir innan norsku fiskveiðilögsögunnar. Á móti þeim dregur Haraldur Krisfjáusson HF flottrollið nákvæmlega á línunni. Gullgröftur í Smugunni Stór hluti íslenska togaraflotans stundar nú veiðar í Smugunni í Barentshafí og þar eru 700-800 íslenskir sjómenn að störfum. Helgi Bjarnason segir frá lífínu þar norður frá en hann sigldi með togaranum Runólfí í Smuguna, fór á milli skipa til að spjalla við sjómenn og síðan með varðskipinu Óðni í land í Hammerfest. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ARNI Jónasson yfirstýrimað- ur á Óðni dregur norska fán- ann að hún þegar siglt er inn til Hammerfest. Lífíð í íslendinganýlendunni í Smugunni einkennist af mikilli vinnu í aflahrotun- um, sumir gætu sagt þræl- dómi. Þá standa menn frí- vaktir eins og þörf er á og þeir geta, til að bjarga verðmætunum sem komin eru um borð. Sjómenn- irnir voru orðnir ansi þreyttir eft- ir tólf sólarhringa góða veiði. Veiðarnar á þessu hafsvæði sem enginn á og enginn stjórnar ein- kennast að sumu leyti af gullgraf- arahugsunarhætti. Umgengnin um auðlindina er í sumum tilvik- um sjálfsagt ekki til fyrirmyndar og sjómennirnir sjálfir töluðu oft um það að nauðsynlegt væri að ná samningum við Norðmenn þannig að veiðarnar gætu farið fram undir eðlilegri stjórn. Sópað yfir línuna Mjög góð samvinna virðist vera meðal skipstjóranna í Smugunni, mun betri en á heimamiðum segja menn. Þeir veita hverjir öðrum upplýsingar í gegn um talstöðina. Mikið er spurt um það hvernig fískurinn gangi inn í veiðarfærin, hvar flotvarpan sé í sjónum og hvað holið hafi gert. Til þess að reyna að rugla norsku strand- gæslumennina sem vafalaust hlusta á talstöðina gefa þeir afl- ann upp í nafnakvóta þar sem hver ráðherra merkir ákveðinn tonnafjölda og síðan er spilað út frá því. Það er hins vegar spurn- ing hvort Norðmennirnir hafí ekki fyrir löngu komið sér upp lykli að þessu einfalda dulmáli. Skipin hafa mikið veitt við • • 1 8 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.