Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 17
I I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 17 • • Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson SKIPVERJAR á Baldvini Þorsteinssyni taka flottrollið. Norðmenn hafa miklar áhyggjur af notkun flottrolls í Smugunni, þeir banna notkun þess á sínum miðum. LÉTT var yfir annarri vaktinni í langþráðrí pásu í Barða NK þegar blaðamaður kom um borð. Drottningin þeirra, Hrönn Hjálmarsdóttir háseti, er lengst til hægri. Barðamenn salta aflann. . + norsku Hnuna og stundum teygt sig aðeins innfyrir eða lent í því óvart. Yfirleitt voru þarna eitt eða tvo norsk varðskip á sífelldri sigl- ingu með línunni og að sópa mönnum yfir ef þess gerðist þörf. Yfirleitt fór þetta fram í vinsemd, báðir aðilar virtust hafa skilning á stöðu hvors annars. Það var helst ef einhver skipstjórinn ætl- aði að fara að deila við strand- gæsluna um línuna að þeir byrstu sig og skipuðu mönnum að hafa sig yfir á stundinni. Stundum þurftu þeir að gefa gula spjaldið og þá fóru menn ekki eins innar- lega næst. Menn fengu greiðlega upplýsingar hjá strandgæsluskip- unum og virtust fá jákvæða af- greiðslu ef þeir spurðu fyrirfram um það hvernig þeir ættu að haga sér þegar þeir þurftu að fara inn- fyrir við ákveðnar aðstæður. Það var því ekkert stríðsástand í Smugunni þann tíma sem ég var þar. Hvíldinni fegnir Þegar veiðin minnkaði aftur síðastliðinn mánudag fengu sjó- mennirnir aftur sex tíma hvíld „Gullgraf- arahogsun- arhátturinn viröistráð- andihjá sumnmá meðanaðiii siómenn gangameð sanni velum auðlindina" SIGURÐUR Ásgeir Kristinsson, héraðslæknir í Smugulæknishéraði, setur brotna hendi Ingvars Stefánssonar af Margréti EA gifs í sjúkraskipinu Óðni.' eftir hverja sex tíma vakt. Og þá gafst tími til að þrífa skipin að- eins en þau voru orðin ansi sjúsk- uð eftir törnina. Þegar rólegra er fara menn gjarnan í kaffi í önnur skip og til að skiptast á mynd- böndum. Það er tilbreyting frá líf- inu um borð þar sem myndböndin stytta mönnum helst stundirnar. Á sumum skipum er spilað og teflt en menn segja að það hafí minnkað. Aðstaðan um borð í skipunum er ákaflega misjöfn. í flaggskipi flotans, Baldvini Þor- steinssyni EA, er hún til dæmis til fyrirmyndar. Góðar setustofur og hreinlætisaðstaða. Gufubað, heilsurækt og nuddpottur. Kokk- arnir láta ekki sitt eftir liggja við að láta mönnum líða sem best, það er sunnudagsmatur oft í viku hjá mðrgum þeirra, enda sagði einn kokkurinn að strákunum veitti ekki af orkunni í öllu þessu puði. Stímið í Smuguna og heim tek- ur fjóra til fimm sólarhringa hvora leið þar sem stundum sést hvorki land né skip heilu dagana og sjó- fuglarnir eina lífið sem vart verð- ur við. Menn þurfa misjafnlega mikið að vinna þennan tíma. Stundum eru 18 tímar milli vakta og nefndu menn dæmi um menn sem svæfu allan þann tíma. llluturimi getur orðið góður Menn leggja þetta á sig fyrir hlutinn sem getur verið góður. Frystitogararnir voru að fram- leiða afurðir fyrir 4-5 milljónir á sólarhring dögum saman þegar veiðin var góð. Það skilaði háset- unum 50 þúsund krónum á dag. Kaupið er mun minna aðra daga og ekkert þegar skipið er á sigl- ingu út og heim og ekkert þegar menn taka sér frí í landi sem gjarnan er þriðja hvern túr. Afla- Nhlutur háseta getur verið nálægt 800 þúsund krónum fyrir liðlega mánaðartúr þegar skip kemur heim með þorskflök að verðmæti 70-80 milljónir kr. Stærstu skipin gera væntanlega enn stærri túra í Smuguna, eru þá lengur að, og getur túrinn fært mönnum eitt- hvað á aðra milljón. Sjómennirnir fórna miklu fyrir þessar tekjur, eins og fram kom í samtali við einn þeirra hér í blaðinu, þeir missa af fjölskyldulífi og frí- stundastörfum. Einn nefndi það sem orsök mikilla fjarvista að það væri opinbert leyndarmál að hjónaskilnaðir væru fleiri á frysti- togurunum en öðrum skipum. Þessar áætluðu tölur um tekjur eiga aðeins við um frystiskipin þegar vel gengur. í Smugunni eru einnig ísfisktogarar og togarar sem salta aflann um borð. ísfisk- togararnir þurfa að hitta á góðan afla, geta ekki verið nema nokkra daga að veiðum og fer meirihluti tímans í siglingu. Hásetarnir eru ánægðir ef þetta gengur upp en þekkja það margir hvað það þýðir að fara ónýta túra í Smuguna. Ekki eru öll skipin að gera það gott þó fréttir berist af góðum afla í Smugunni. Það fer eftir búnaði skipanna og svo auðvitað kallinum í brúnni hvað veiðist. Þeir einir nutu aflahrotunnar á dögunum sem höfðu flottroll. Nokkur skip voru aðeins með botntroll og þegar þau fóru á flot- trollssvæðið þar sem þorskurinn veiddist á línunni milli Smugunnar og 200 mílna fiskveiðilögsögu Noregs fylltust troll þeirra af hausum, roði, beinum og dauðum fiski úr hinum skipunum. Stjórnlausar veiðar Ekkert eftirlit er með veiðunum þarna norður frá. Óðinn átti reyndar að mæla möskva og físk en hefur lítið komist í það vegna þjónustu við skipin, einkanlega við slasaða og veika sjómenn sem komið hefur í ljós að sannarlega var þörf á og menn eru þakklátir fyrir. Það leikur einnig vafí á því hvaða heimild varðskipsmenn hafa til að skipta sér af veiðum á þessu alþjóðlega hafsvæði. Það hendir enginn smáfíski sem spurður er um það, hvorki á ís- landsmiðum né í Smugunni, en sjómenn telja að á öðrum skipum sé verið að henda stærri fiski í Smugunni en heima. Þá er vafa- mál að stóru hölin sem menn voru að fá, margir tugir tonna, hafi nýst nema að hluta þvi fiskurinn þarna er lélegri en menn eiga að venjast heima og var farinn að skemmast eftir nokkra klukku- tíma. Gullgrafarahugsunarháttur- inn virðist ráðandi hjá sumum á meðan aðrir sjómenn ganga með sanni vel um auðlindina. Umræður um þessar stjórnlausu veiðar koma oft upp í spjalli við sjómenn- ina. Gjarnan á þeim nótunum að þeim þætti þetta ástand ekki til fyrirmyndar en á meðan ekki næðust samningar við Norðmenn um kvóta fyrir íslendinga þaraa væri ekkert við því að gera._ Töldu margir að þessi mikli afli íslend- inga í sumar og haust myndi knýja Norðmenn að samningaborðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.