Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 TAKIÐ ÞÁTT f SPENNANDI SAMKEPPNI UM FRUMLEGASTA MYNDEFNIÐ f L.IT! MORGUNBLAÐIÐ itt^ u Við leitum að frumlegasta myndefninu í lit. Kynnið ykkur reglurnar hjá næsta viðurkennda söluaðila HP á íslandi og takið þátt í spennandi samkeppni. Skilafresturertil 20. septembernk. s ri Ö£U ^ , TÆKNI-0G TOLVUDEILD &I! BaiHffiHIBBiWBl Sætúni 8-Slmi 691500 KS Tæknival Skeifunni 17 - Simi 681665 i ÖRTÖLVUTÆKNI i Skeifunni 17 - Slmi 687220 NAÐU TÖKUM A NYJU TUNGUMÁLI Á METTÍMA Málaskólinn Mímir - Hraðnámstækniaðferðir við tungumálanám. Yfirkennari Mímis, Sara Biondani, hefur þróað og þjálfað hrað- námskennsluaðferðir sem nýttar hafa verið á námskeiðum Mímis sl. 2 ár. ENSKA - ÞÝSKA - SPÆNSKA Almenn tungumálanámskeið hefjast í vikunni 19.-23. sept. Sarah, enskukennari og kennslustjóri. TUNGUMÁLÍVIÐSKIPTUM • SÉRKENNSLA • TUNGUMÁLANÁM FYRIR FJÖLSKYLDUNA • SAMTALSHÓPAR FYRIR LENGRA KOMNA 20-60 KENNSLUSTUNDA NÁM Úrvals kennarar - Úrvals kennsluaðferðir - Hagkvæmt verð Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórnunarfélags íslands. Sími10004 LISTIR KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. „Tónlist fyrir alla" Kristinn Sigmundsson syngur á Selfossi KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson heimsækja Selfoss nú í vikunni og koma fram á tónleik- um í sal fjölbrautaskólans á fímmtu- dagskvöldið kl. 20.30. Þessir tónleik- ar þeirra félaga marka upphaf heim- sókna í vetur undir samheitinu „Tón- list fyrir alla". Þetta er þriðja árið sem tónlistarfólk í fremstu röð heim- sækir skólaæsku kaupstaðarins, en hverri heimsókn lýkur með opinber- um tónleikum. Kynningarátakið „Tónlist fyrir alla" er samstarf Akra- ness, Selfoss og Kópavogs og verða fjórar heimsóknir í vetur á hvern stað og kemur fjöldi fólks þar við sögu. Líkt og síðastliðið ár mun Sinf- óníuhljómsveit íslands heimsækja staðina, en mörgum eru í fersku minni tónleikar hljómsveitarinnar síðastliðinn vetur í þessu samhengi. Á tónleikum þeirra Kristins og Jónasar verða flutt íslensk og erlend lög og aríur af ýmsu tagi. Kristinn Sigmundsson hefur tekið þátt í hljóðritunum með ýmsum þekktum hljómsveitum, svo sem Drottningholm-hljómsveitinni sænsku, Hljómsveit átjándu aldar- innar og Sinfóníuhljómsveit Berlínar. Á næstunni mun hann syngja eitt aðalhlutverkið í óperunni „Selda brúðurin" eftir Smetana í Genf og hlutverk Mefístofelesar í „Fordæm- ingu Fásts? eftir Berlioz í París. Þess má geta að hann undirritaði nýlega samning við Scala-óperuna í Mílanó. Þar mun hann syngja eitt af burðarhlutverkunum í Rínargulli Wagners snemma árs 1996. A dögunum var Kristinn tilnefndur til menningarverðlauna Norður- landaráðs og upptakan á Töfraflaut- unni þar sem Kristinn syngur stórt hlutverk hefur verið tilnefnd sem bezta upptaka á óperu síðastliðið ár af tónlistartímaritinu The Grammo- phon. Jónas Ingimundarson píanó- leikari hefur verið mjög virkur í tón- listarlífmu sem einleikari og einnig leikið með fjöldamörgum söngvurum um áraraðir og hefur samstarf þeirra Kristins staðið í meira en áratug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.