Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________LISTIR___________________________ Björnson-bókmenntahátíðin í Molde í Noregi og Hereyjarhátíð í bókmennta- höfuðborg Noregs Morgunblaðið/Jan Robert Kaarvann HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR á herragarðinum í Molde. Hér mæta til veislunnar f.v. Kjell Arild Pollestad, guðfræðingur og rithöfundur, Þorgerði Ingólfsdóttur, kórstjóri, Knut Odegárd, forseti hátíðarinnar, og Marit Björnsson Barkbu. JÓNAS Kristjánsson í ágætum félagsskap í herragarðsveislunni. Jónas Kristjánsson prófessor lét af störfum sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar 30. júní síðastliðinn. Seinasta embætt- isdag sinn sýndi hann Hollands- drottningu gersemar safnsins og sat síðan í veislu, henni til heiðurs. Hann kveðst hafa setið í veislunni fram yfir miðnætti, „til að geta fagnað nýfengnu frelsi með nokkr- um vinum sem þarna voru einnig staddir". Næsta morgun flaug hann til Noregs í boði heimamanna og flutti erindi á Hereyjarleikjum sem haldnir voru í þriðja skipti á eyj- unni Heroy við miðja vesturströnd Noregs. Réttum mánuði síðar hélt hann að nýju til Noregs í boði heimamanna, í þetta sinn til að sækja alþjóðlegu bókmenntahátíð- ina í Molde, sem einn af tengdason- um íslands, skáldið og þýðandinn Knut Ðdegárd, veit- ir forstöðu. Á báð- um þessum hátíð- um, þótt ólíkar séu, flutti Jónas erindi sem byggjast á margþættum sam- skipum íslendinga og Norðmanna frá alda öðli, og segir hann ekki van- þörf á að styrkja og viðhalda þeim tengslum með ákveðnum hætti. „Hátíðin í Herey er ein af mörg- um í svipuðum dúr í Noregi, en þeir hafa gaman af því að búa til fjölmennar leiksýningar sem sækja efnivið til sögunnar og bókmennta- arfsins,“ segir Jónas. „I Herey var flutt leiksýning undir beru lofti um atburði þá sem gerðust þegar Ólaf- ur helgi sendi Mæra-Karl til að heimta skatt af Færeyingum og vinna þá undir sitt vald. Þrándur í Götu, höfðingi þeirra, lét myrða hann með launráðum og kom þann- ig í veg fyrir áform norska konungs- ins. Verkið byggir höfundurinn, Rolf Losnegárd, á köflum úr Heims- kringlu og Færeyingasögu. Þar hélt ég erindi sem fjallaði um frændsemi og vináttu Norðmanna og íslendinga á fyrri öldum eins og gefur að skilja, því eitthvað hefur kólnað á milli frændanna um stund- arsakir. Herey er yndislega fallegur staður og veðrið lék við okkur og aðra gesti hátíðarinnar sem voru fjölmargir. Við fengum mjög ánægjulegar viðtökur í alla staði, en í fyrra sótti Matthías Johannes- sen, skáld og ritstjóri, hátíðina og þar þekktu menn hann vel og nefndu „Matthías skáld“ þegar hann bar á góma. Eftir að ég fékk boðið hafði Matthías sagt mér und- an og ofan af hátíðinni í Herey og raunar einnig bókmenntahátíðinni í Molde sem hann sótti einnig í fyrra sem gestur hennar, þannig að ég vissi vel um ágæti hátíðanna áður en ég hélt utan.“ „Molde, Molde, bær blómanna" Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Molde hóf göngu sína árið 1992 undir forsæti Knuts 0degárds og hefur á örfáum árum unnið sér verðugan sess í norsku bókmennta- lífi að sögn Jónasar, sem öfiug en skrum- laus hátíð. Eftir að hátíðin hóf göngu sína kallaði þáver- andi formaður Norska rithöfunda- sambandsins Molde „bókmennta- höfuðborg Noregs" sem sýnir ágæt- lega hug manna þar í landi gagn- vart framtakinu. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið fjárveitingu til hátíð- arinnar og Marta Lovísa, prinsessa, er verndari hátíðarinnar sem kennd er við norska rithöfundinn Bjömstj- eme Björnson. „Hátíðin er að nokkra leyti haldin í minningu Björnsons sem var upprunninn frá þessum slóðum. Faðir hans var prestur á stað þar nærri sem heitir Nesið eða Nesset og pilturinn gekk í menntaskóla í Molde. Fjallað var um skáldið í erindum á hátíðinni, en fýrst og fremst er um alþjóðlega bókmenntahátíð að ræða,“ segir Jónas. í Molde var lögð áhersla á þátt bókmennta í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum, sem skír- skotar til skáldsins. „Björnson var mjög hugleikið að betjast fyrir frelsi á ýmsum sviðum, meðal annars rit- frelsi, auk þess að liðsinna þeim sem voru kúgaðir eða áttu bágt af öðram ástæðum," segir Jónas. „Meðal annars lagði hann íslendingum lið í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dön- um, var kunnugur Jóni Sigurðssyni og skrifaðist á við hann. Bjömson var mikill áhrifamaður í stjórnmál- um og menningu Evrópu á sínum tíma, þannig að liðstyrkur hans var vel þeginn. Skáldið var þó að sumu leyti óraunsætt og ólíkt Jóni sem líkaði fyrir vikið ekki alls kostar við hugmyndir hans. Jón reyndi samt að hafa gagn af Björnson vegna þeirra áhrifa sem hann hafði og hann gagnaðist okkur mikið með því að skýra málstað okkar fyrir öðrum Norðurlandaþjóðum. Erindi mitt hét Björnson og ísland og þar kom ég nokkuð inn á þessi mál, ásamt því að fjalla um áhrif ís- lenskra fornsagna á skáldsögur hans og þá þýðingu sem skáldverk hans höfðu fyrir íslendinga, en Björnson var ákaflega vinsæll hér- lendis á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þessarar aldar. Að öðru leyti tengdist hátíðin skáldinu eink- um óbeinlínis með því að vera hald- in í anda þess. Nú fékk málstaður ófijálsra og nýfrjálsra ríkja í Aust- ur-Evrópu mikið vægi á hátíðinni. Þarna las t.a.m. bosníski höfundur- inn Reznak Hukanovic sem hefur verið útlagi um skeið í Noregi. Þrátt fyrir að þessar fregnir hljómi dag- lega í fjölmiðlum, var ægilegt að hlusta á frásögn mannsins sem hafði setið í fangelsi Serba og var ekki mjög broshýr eftir þær þján- ingar. Dr. Stanislav Bajanik flutti erindi um þýðingu Bjömsons fyrir Slóvakíu en á síðustu árum ævi sinnar hóf skáldið að beijast fyrir málstað Slóvaka, sem sættu harðýðgi af hálfu keisara austur- rísk-ungverska keisaradæmisins. Slóvakar töldu það mikið áfall þeg- ar hann lést árið 1910, því þá stóð hann í baráttunni miðri. Annað merkilegt erindi var flutt af Tancred Ibsen, manni sem þjónað hefur Noregi sem sendiherra í 18 löndum, og er bariiabarnabam Ibsens og Björnsons, en Sigurður, eini sonur Ibsens, gekk að eiga Bergljótu dótt- ur Björnsons. Því eru allir afkom- endur Ibsens einnig afkomendur Björnsons. Tancred flutti erindi um æskuminningar sínar, en hann var alinn upp á Aulestad sem er óðals- setur sem Björnson bjó á seinni hluta ævinnar og geymir nú safn um hann. Tancred mundi eftir Kar- ólínu, ekkju Björnsons, og flestum öðrum áum sínum sem voru enn á lífi þegar hann fæddist, og sagði frá mörgu og fróðlegu. Á hátíðinni voru margir norskir rithöfundar sem lásu þarna úr verkum sínum, en flestir þeirra eru kunnir hérlend- is, s.s. Jostein Gaarder, Jon Fosse, Vigdis Hjorth, Björg Vik og fleiri. Af öðrum höfundum má nefna Tékkann Ivan Klima, Þjóðveijann Hans Magnus Enzensberger og Svíana Jan Guillou og Peter Cur- man. Joseph Brodsky átti að koma á hátíðina en fékk hjartaáfall í Stokkhólmi á leiðinni og lenti á sjúkrahúsi þar. Auk höfunda vakti mikla athygli leikarinn Per Aabel, sem kominn er nokkuð yfir nírætt og staulaðist inn við hækjur. En þegar hann byijaði að lesa voru engin ellimörk á honum. Hann las meðal annars utanbókar prósaljóðið Að klæða landið eftir Björnson, sem flytur boðskap náttúruverndar, samvinnu og samstöðu.“ Á sjötta þúsund gestir sóttu há- tíðina í Molde þá viku sem hún stóð. Jónas segir að stór salur Forum- samkomuhallarinnar sem hýsti há- tíðina hafi verið troðfullur á þeim dagskrárliðum sem best voru sóttir. Sýni áhuginn bæði gæði dagskrár- innar og áhuga Norðmanna á bók- menntum því upplestrar rithöfunda hafi verið sérstaklega vel sóttir. „Þetta fyrirtæki er komið á mikinn skrið og óhætt að spá því langra lífdægra. Molde-hátíðin er orðin fastur liður í norsku menningarlífi og vekur orðið mikla athygli á Norð- urlöndum, enda að verða ein stærsta hátíð sinnar tegundar á þeim slóðum,“ segir Jónas. „Ég vil ljúka sérstöku lofsorði á Knut 0degárd sem stýrði samkomunni af mikilli röggsemi. Mér þótti sér- staklega gaman að heyra Knut segja að hann hefði lært að stýra hátíðum sem þessum þegar bók- menntahátíðinni var hrundið af stokkunum hér árið 1985, sem sýn- ir vel að óbeinna og beinna áhrifa íslands gætir víða.“ í Molde var lögð áhersla á þátt bók- mennta í barátt- unni fyrir frelsi og mannréttindum Opnunartónleikar Sinfóníimnar Þorsteinn Gauti og Saccani hefja leikinn Þorsteinn Gauti Rico Saccani STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar íslands hefst með þrennum viðhafn- artónleikum í Háskólabíói 15. og 16. september kl. 20 og þann 17. kl. 14.30. Stjórnandi verður Rico Saccani frá Italíu og einleikari á píanó Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Á efnisskránni er glæsileg og að- gengileg tónlist, segir í fréttatil- kynningu. Kynnir á tónleikunum verður Edda Þórarinsdóttir. Sú hefð hefur skapast hjá Sinfón- íuhljómsveitinni að hefja starfsárið með viðhafnartónleikum sem þess- um. Er hljómsveitin með þeim að gefa til kynna að sjálft tónleika- haldið sé hafið en eins og alþjóð veit er starf hljómsveitarinnar einn- ig fólgið í ýmsu öðra. Einnig er með þessum tónleikum verið að þakka styrktaraðilum, áskrifendum og öðrum fyrir veittan stuðning og tryggð á liðnum árum, en styrktar- aðilum er boðið á tónleikana og áskrifendur kaupa miða með 25% afslætti. Til að stjórna hljómsveitinni á þessum viðhafnartónleikum var fenginn hljómsveitarstjórinn Rico Saccani frá Ítalíu. Saccani er ís- lendingum kunnur þar sem hann stjórnar SÍ nú í fjórða skipti. Frum- raun sína í Bandaríkjunum þreytti hann í óperunni í Philadelfíu er hann stjórnaði uppfærslu á La Boheme með Pavarotti í aðalhlut- verki. Auk þess að vera reglulegur stjórnandi í óperuhúsum og á óperuleikvanginum í Veróna er Saccani nú aðalgestastjórnandi við Sinfóníuhljómsveit- ina í Búdapest. Einleikari á tón- leikunum er píanó- leikarinn Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur fram með hljómsveit- inni. Eftir burtfarar- próf frá Tónlist- arskólanum í Reykja- vík stundaði Þor- steinn nám í Banda- ríkjunum og á Italíu. Þorsteinn Gauti hef- ur haldið tónleika á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, á Ítalíu, Englandi og í Rússlandi auk þess sem hann hefur leikið hér heima í útvarp og á ein- leikstónleikum og með Sinfóníu- hljómsveitinni. Ársefnisskrá Sinfóníuhljómsveit- arinnar er komin út. Nú skiptast áskriftartónleikar í fjórar raðir, þe., gula, rauða, græna og bláa. Sú bláa er nýnæmi en í henni eru tvennir kirkjutónleikar sem haldnir verða í Hallgrímskirkju. Fyrstu áskriftar- tónleikarnir verða 22. september. Þá verður flutt tónverk það er breska ríkisstjórnin gaf íslensku þjóðinni á 50 ára lýðveldisafmæli hennar, en tónverk þetta heitir Mitt fólk og er eftir bresk-íslenska tón- skáldið Óliver Kentish. Af tónleikum utan áskriftar má nefna jólatónleika, tónleika með negrasöngflokki Opera Ebony og tónleika fyrir ungt fólk. í janúar verða stórtónleikar í Háskólabíói en þá leiða saman hesta sína Sinf- óníuhljómsveit æskunnar og Sinf- óníuhljómsveit íslands. í janúar mun hljómsveitin einnig leika með útskriftarnemum úr Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Fastur liður í þeirri viðleitni að ná til æsku lands- ins era árlegir tónleikar fyrir elstu bekki í leikskólum Reykjavíkur. Þannig má segja að Sinfóníuhljóm- sveitin spanni ekki einungis litróf Regnbogans í tónleikum heldur öll æviskeið mannsins. Nú stendur yfir sala áskriftar- skírteina. Fer hún fram á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.