Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 21

Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 21 Formyrkvuð auðnin LEIKUST Frú Emilía MACBETH Þýðingf; Matthias Jochumsson. Leik- gerð: Hafliði Arngrímsson, Guðjón Pedersen og Grétar Reynisson. Þjálf- un leikara: Sylvia von Kospoth. Hljóðstjórn: Hrannar Ingimarsson. Málfræði: Margrét Pálsdóttir. Lýs- ing: Jóhann Bjarni Pálmason. Bún- ingar: Helga I. Stefánsdóttir. Leik- mynd: Grétar Reynisson. Leikstjóm: Guðjón Pedersen. MYRKUR hugur og tómleiki eru það andrúmsloft, sem ríkir í sýningu Frú Emilíu á fyrsta verkefni leikárs- ins, Macbeth. Inn í myrkrið og tóm- leikann, sem stendur föstum fótum, á blóðugum vígvelli, skerast við og við geislar af fagurri tónlist, eins og til að minna á að verkið á sér stað á jörðinni en ekki í helvíti; að finna megi, jafnvel í þeim heimi, sem Macbeth ferðast um, fegurð og vonameista, hvernig sem Mac- beth reynir að eyða honum. Aðstandendur Frú Emilíu fara eigin leiðir í uppsetningunni á Mac- beth. Stytta verkið verulega og fækka persónum, svo mikið, að konungurinn skoski, nær að myrða alla í kringum sig, nema þann mann, sem ekki var fæddur af konu, Macduff. Áherslan er á grimmdina, en ekki það afl, sem myndast þegar tveir valdasjúkir og óttaslegnir ein- staklingar, sem Macbeth og hans spúsa eru, ná að virkja glæpahneigð sína saman. Samband þeirra er orð- ið svo kalt og tómt að tortímingar- áráttan er það eina, sem heldur þeim saman. Að öðru leyti er sam- band þeirra ekki skoðað. Þar sem sýningin snýst um morð á morð ofan, verður heildarmyndin ógeðfelld. En tilgangurinn er jú sá að sýna hvert stríð og styijaldir, með sínum morðum í milljónavís, leiða mannshugann. Við hvern dauðann, forherðist hann; finnur til valds síns yfir lífinu en á um leið í baráttu við hinn dvínandi ljós- geisla, sem innra með honum býr. I leikgerðinni framkvæmir Macbeth sjálfur þau morð, sem hann þarf á að halda og því verður sú spurning ágeng, hvort það er ekki sá, sem tekur ákvörðun um styijaldarmorð, sem ber ábyrgð á hveijum þeim, sem tortímt er. Og skilaboðin eru skýr; í hvert sinn sem mannslíf er tekið, formyrkvar það mannshug- ann, afskræmir tilveru okkar og skapar auðn. Þegar litið er yfir heimsmyndina, má spyija hvort okkur gangi ekki bara bærilega að fikra okkur til heljar. Það má til sanns vegar færa að hægt sé að túlka verk Shakespear- es á ótal vegu og þessi sýning á Macbeth sé ein leiðin. Persónur eru fáar; hefur verið fækkað til muna og mörgum persónum Shakespear- es komið fyrir í hverri og einni. Því miður gerist það, við þessa einföld- un, að persónurnar verða fremur eins og fulltrúar fyrir ákveðið afl, en heildstæðar persónur. Hver og ein þeirra fær illa notið sín; þær eru ekki nægilega raunverulegar til að maður nái sambandi við þær. Eins og í alvöru styijöldum, eru þær leiddar fram á sviðið til slátrunar. Af einhveijum ástæðum virkar það ekki á leiksviði. Sýningin er mjög köntuð og svo rúin mennsku - með sín alheims- skilaboð - að harmleikurinn í verk- inu kemst illa í gegn. Leiksviðið er gríðarlega breitt, leikarar fáir og enginn þeirra nægilega öflugur til að fylla þetta gímald af þeirri spennu, sem verkið felur í sér. Leikmynd og búningar eru heldur ekki vel til þess fallin að hjálpa leik- urunum við túlkunina. I leikmynd- inni er það minimalisminn, sem ræður ríkjum; bleyta, drulla, nokkr- ir stólar og forljótur, blár plastdúk- ur, sem afmarkar sviðið. Búningar eru eintóna, meira og minna svart- hvítir og formlausir. Það er hreint ekki undur að leikararnir eigi erfitt með að skapa textaflutningi sínum einhvern karakter. í hlutverki Macbeths er Þór Tulinius. Hann hefur, því miður, ekkert í þennangeggjaða og flókna mann að gera. I fyrsta lagi skortir Þór þá útgeislun og vald á sviði sem dregur skilyrðislaust að sér athygli áhorfandans. í öðru lagi er radd- beitingu hans og framsögn mjög ábótavant. Svipbrigði og textameð- ferð eru rýr og komust sveiflur Macbeths, illska ótti og örvænting ekki nógu vel til skila. Það er ekki nóg að halla höfðinu út á hlið, gera sig stífan í hálsinum og stilla auga- steinana á störu. Lady Macbeth olli líka vonbrigð- um - en af öðrum ástæðum. Edda Heiðrún Backmann fer með hlut- verkið og er sú leikkona, sem hefur burði til að skila því með eftirminni- legum hætti. En Lady Macbeth lifn- ar illa á sviðinu og er hér búninga- hönnuði mjög ótvírætt um að kenna. Lady Macbeth er klædd eins og bresk kennslukona í svarta dragt, með þröngu pilsi, sem nær niður að hnjám, innundir jakkanum ljós blússa, sem er hneppt upp í háls og þar innan undir eitthvert korselett, sem takmarkar hreyfi- möguleika. Háhælaðir skór eru enn frekar til að auka á stirðleikann. Hvers vegna í ósköpunum að velja leikkonu, sem hefur eins sterkan kynþokka á sviði og Edda Heiðrún hefur, þegar Lady Macbeth er al- gerlega ,,de-sexúalíseruð“'. Hún getur ekki beitt líkamanum og það heftir aðra tjáningu. Þetta er jú allt samtengt; það verður mesta basl að koma svipbrigðum og blæ- brigðaríkri raddbeitingu í gegnum þennan múr. Samt sem áður bar Edda Heiðrún af í meðferð textans f sýningunni. Sex aðrir leikarar eru í sýning- unni. Það eru þau Þröstur Guð- bjartsson í hlutverki Duncans, ÞÓR TULINIUS fer með hlut- verk þess geggjaða Macbeths. Skotakonungs, Kjartan Bjarg- mundsson í hlutverki Banquo, Helga Braga Jónsdóttir leikur ungrú Rosse, Steinn Ármann Magnússon leikur Macduff, Ása Hlín Svavarsdóttir leikur frú Mac- duff og Jóna Guðrún Jónsdóttir fer með hlutverk örlaganomina He- kötu. Allar þessar persónur hafa takmarkað vægi. Þær em fyrst og fremst textaflytjendur, sem skal slátrað á altari þeirra takmarkana, sem sýningunni em sniðnar. Þar komust þeir Þröstur og Kjartan næst því að skapa einhveija karakt- era - en því miður, þeir eru líka fyrstir í kisturnar. Eftir það væntir maður svo sem ekki mikils. Það er alveg ótrúlegt hversu þrí- eykinu Guðjóni, Hafliða og Grétari em mislagðar hendur. Þeir eiga það til að setja upp ógleymanlegar sýn- ingar á borð við Jónsmessunætur- draum (Nemendaleikhús leikárið 1993-1994), sem maður hefði get- að séð aftur og aftur, en geta svo brugðið sér yfir í þessa líka endem- is tilgerð og innihaldsleysi. Þeir hafa gengið of langt í táknrænum umbúnaði sýningarinnar. Hún verð- ur ekki nógu áhugaverð fyrir aug- að, tjáningarleiðum leikaranna eru skorður settar og þótt textavinna hafi greinilega verið mikil, er fram- sögn heilt yfir ekki nógu góð. Ljósi punkturinn er valið á tónlistinni. Súsanna Svavarsdóttir 1 /i w/v IÐ fl auglýsingasímann 991999 Sláiö inn númerið 71. NEWCASTLE ferðir á NEWCASTLE verði Þér býðst ekki ódýrara verslunarævintýri! Fjórir dagar frá kr. 25.450 með öllu* Allar ferðir seldar á stað- greiðsluverði til 12. september. Enn bjóðum við íslendingum ótrúlegt verð og fyrsta flokks gistingu í þessari einstöku verslunar- og menningarborg. Ef þú tryggir þér 4, 5 eða 8 daga ferð fyrir 12. september, færðu meira að segja raðgreiðslurnar reiknaðar út frá stað- greiðsluverði! ► Stærsta verslunar- og afþreyingarmið- stöð Evrópu í Metro Center. ► Allir farþegar okkar fá vel útilátinn „farareyri": Afsláttarbók með allt að £0%, afslætti í tugum verslana og veitinga:1 ► Blómlegt menningarlíf, vöndu bráðskemmtileg söfn. ^ Vinsælar skoðunarferðió IViislan, víkingasafnið, marl^ðlgí stalarnir - allt á sínum 3Íð: *Staði Innifali ferði flugval september. orgunverður, elli erlendis og ► ► ► ► Vegna gífulegrar eftirspurnar höfum við opið í dag milli kl. 14-18 Umboðsmenn: Akranes - Versl. Hjá Allý, Skólabraut 3, sími 93-12575. Borgarnes - Ingi Ingimundarson, Borgarbraut 46, sími 93-71150. Selfoss - Bryndís Brynjólfsdóttir, Austurvegi 38, 800 Selfossi, sími 98-21022. Vestmannaeyjar - Sigurður Guðmundsson, Bröttugötu 35, sími 98-11782. Keflavík - Aðalstöðin, Margrét Ágústsdóttir, Hafnargötu 86, sími 92-11518. Fáskrúðsfjörður - Dóra Gunnarsdóttir, Hlíðargötu 38, sími 97-51179. Grindavík - Sigrún Sigurðardóttir, umboðsskrifstofa VÍS, Víkurbraut 62, sími 92-67880. Neskaupsstaður - Tröllanaust, Hafnarbraut 52, sími 97-71444. Farðu vel með peningana þína og veldu Newcastle! Það þykir hvergi ódýrara að versla - í Newcastle. Sú staðreynd, kostlegu vöruúrvali í aðlaðe verslunarmiðstöðvum, Newcastle verðskutó^ðS^yS^Píeðal eftirsóttustu vqj^tó|ft)ora»Evrópu. Og NewcatíttX^ihjáfrÍvel ennþá betur á móti ALÍS farþegum en öðrum, því jslendingar njóta allt að 20% afsláttar lf MWþ^dm vörum og þjónustu í lum og á veitingastöðum. >á á enn eftir að draga endurgreiðsluna á söluskattinum frá! Það eru því fáir sem nýta peningana sína jafn vel og íslendingar í Newcastleferð! Frábærir golfvellir í næsta nágrenni. Eldfjörugt miðborgarlíf. Vandaðir og vel staðsettir gististaðir. 2.000 kr. afsláttur á mann ef 20 eða fleiri ferðast saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.