Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn STRAKARNIR í SKÍRISSKÓGI VIÐSKIFTIAIVINNULIF Á SUNIMUDEGI ►Einar Ásgeirsson er fæddur í Reykjavík árið 1959 og er því varla farinn að grána í vöngum. Hann er lærður húsasmið- ur, en vann sem slíkur aðeins eitt ár eða svo. Hann hefur komið víða við, þótt nú hafi orðið breyting á. Vorið 1991 setti hann á stofn fyrsta veitingastaðinn undir nafni Hróa hattar og nú bera fjórir slíkir staðir sama nafn, auk þess sem Einar keypti nýverið Pizza ’67-heimsendingarþjónustuna og veitingasalinn í Nethyl. áður hafði Einar meðal annars fengist við farandsölu með bækur, rekið skyndibitastaði og framleitt og selt rúmdýnur. Náinn samstarfsmaður hans hin seinni ár er Svanberg Guðmundsson, sem rekur Hróa hött á Hringbraut. Hann er fæddur árið 1949 og er lærður blikk- smiður. Hann hefur þó aðallega verið í veitingarekstri, m.a. í Árbergi og Botnsskála, en einnig fasteignasali og matvöru- kaupmaður tii nokkurra ára. Þá eigandi Tommaborgara á Lækjartorgi um tíma og síðan fiskverkandi úti á Granda uns hann hóf samstarf með Einari. Guðmundur Guðjónsson ræddi við þá félaga á dögunum. eftir Guðmund Guðjónsson Einar Ásgeirsson segist allt- af hafa sóst eftir því að vinna sjálfstætt. Að vera sjálfs síns herra. Til marks um það er að hann starfaði einungis í eitt ár við iðn þá er hann lærði, trésmíði. Hann seldi líftrygg- ingar fyrir Alþjóðlega líftrygginga- félagið og var síðan farandssali með bækur. „Ég fór marga hringi um landið. Gekk í hús og fyrirtæki og bauð alls konar pakka. Mér var vel tekið og þetta var skemmtilegur tími,“ segir Einar, en það átti þó ekki fyrir honum að liggja að fest- ast í þessu fari. Sölumennskuna stundaði hann í um fjögur ár, en þá fannst honum kominn timi til að reyna eitthvað nýtt. Hann keypti Dýnu- og bólsturgerðina og merki- legt nokk, fasteignasalinn sem seldi honum fyrirtækið var enginn annar en Svanberg Guðmundsson! „Dýnu- dæmið stóð aðeins yfír í níu mán- uði, en þá setti ég á laggirnar veit- ingastaðinn „American Style“ i Skip- holtinu ásamt Bjarna Oskarssyni. Þetta var í júní 1985. Við vorum aðallega með kjúklingabita og þetta var alveg brjálaður tími. Það var vitlaust að gera. Ég held að fólk hafí haldið að komin væri einhver bandarísk keðja til landsins, en það var ekki meiningin að blekkja neinn, nafnið var bara hugdetta og merki staðarins hönnuðum við sjálfir," seg- ir Einar. Pardus og Hrói... Enn stoppaði Einar stutt við, seldi félaga sínum hlut sinn eftir níu mánaða starf og var ákveðinn í að halda ekki áfram í veitingarekstri. Hvolfdi sér aftur í farandbóksöluna en gafst upp á henni eftir hálfan mánuð! Einar hlær er hann rifjar upp þennan tíma og segir að um þetta leyti hafi loks verið að skýrast hvað hann myndi leggja fyrir sig. Hann stofnsetti enn veitirigastað, Bleika pardusinn í Gnoðarvogi og linnti ekki látunum fyrr en Pardusamir voru orðnir fjórir. Það stóð á endum; hann var vart búinn að opna fjórða staðinn er hann ákvað að selja keðj- una og reyna eitthvað nýtt. Hér kom þó babb í bátinn, vandræði knúðu dyra og fjármálin urðu erfið er menn stóðu ekki í skilum. Síðan fór Einar til Bandáríkjanna og starfaði þar í eitt ár, kom svo heim og fór að „reyna að ná stöðunum aftur“, eins og hann orðar það. Það gekk eftir, en nýtt nafn prýðir þá nú, Hrói hött- ur. Það var vorið 1991 sem sá fyrsti var stofnsettur. Nú eru Hróarnir fjórir og Einar hefur að auki keypt Pizza ’67 í Nethylnum. „Margir virð- ast halda að Hróarnir séu fyrst og síðast pizzustaðir. Það er ekki rétt, þar fást einnig steikur, hamborgarar og fiskréttir. Framan af var meira að segja mun meira að gera á grill- inu en í pizzum. En það hefur breyst," segir Einar og Svanberg ræskir sig og segir að pizzur séu greinilega „inni“ núna og hafi verið það um skeið. Þeir félagar halda báðir að misskilningur manna hljóti að stafa af mikilli auglýsingaherferð sem þeir gengust fyrir og stuðlaði að því að gera fólki ljóst að þeir væru farnir að selja pizzur ásamt öðrum mat. Breytir engu Einar er spurður hvort veitingar Hróa hattar og Pizza ’67 verði sam- ræmdar. „Það stendur ekki til. Þess- ir tveir staðir eru með hvor með sinn matseðilinn og hvor um sig hefur sína föstu viðskiptavini," svarar Ein- ar og þarf síðan að velta fyrir sér spurningu um samkeppnishætti og baráttuna um viðskiptavinina. Hann hugsar sig um og segir fyrst, að hann hafi ekki í hyggju að nefna nein nöfn, en því sé ekki að neita að baráttan sé oft þung og óvægin. Svanberg bætir við, að fyrirtækið haldi sig nokkuð utan við væringar með því að vera ekki mikið í tilboða- bransanum. Og svo segir Einar: „Ég skil ekki á stundum hvernig sumir samkeppnisaðilarnir geta boðið það sem þeir gera þegar ég veit hve gott hráefni er kostnaðarsamt. Hitt er svo annað mál, að ákveðinn hópur viðskiptavina eltir tilboð á meðan annar hópur leggur meira upp úr gæðum, þó svo að maturinn kosti einhveijum tveimur eða þremur hundraðköllum meira. Frá okkar bæjardyrum er hver pizza dýrmæt og allir sem nærri koma verða að leggja allan sinn metnað í að hún sé sérstök. Við verðum að reikna með því að heima sitji fjölskylda sem ætlar að gera sér glaðan dag. Er jafnvel löngu búin að ákveða að þennan föstudaginn verði sent eftir pizzu. Það er gert til að gera sér dagamun og tilhlökkunin er mikil. Það gefur augaleið, að það má ekki koma fyrir að þetta fólk verði fyrir vonbrigðum." — En hver er lykillinn að góðri pizzu? Svanberg verður fyrir svörum, „Góð pizza er spurning um að vera með gott hráefni. Það er fyrsta skrefíð. Síðan er þetta spuming um tilfínningu, að finna rétta jafnvægið á milli sósunnar, osts og áleggs." — En hvemig er að vera kominn í samkeppni við sjáifan sig, með tvö þekkt nöfn á sínum snærum, nöfn sem hljóta að keppa um viðskiptavin- ina? Einar glottir að þessu og segir að það sé mjög gott að vera í sam- keppni við sjálfan sig. „Það er betra en að vera í samkeppni við einhvern annan. Með þessum hætti ræð ég því sjálfur hvort annar aðilinn stælir hinn, enda kemur það betur út að halda þessu aðskildu. Þetta er allt önnur vara og þannig hefur maður fylkingu viðskiptavinanna breiðari,“ svarar Einar. Fíkn Skyldi það ekki hafa læðst að Einari að það væri að bera í bakka- fullan iækinn að blanda sér í siaginn um gesti matsölustaða, að nóg væri fyrir og slíkt væri dæmt til að enda í basli? „Nei, ekki datt mér það í hug, enda hafði ég reynt það, að þetta er gífurlega gaman. Það er mikil spenna og hraði í þessari grein. Ég hafði reynt þetta áður og það togaði alltaf í mig. Þetta er algjör fíkn. Þá fylgja þessu mikil ojg fjölbreytt mannleg samskipti. Eg verð að segja, að þegar vel tekst til, eitthvað gengur upp, eða að góð törn endar á hárri nótu, þá líður mér ofsalega vel. Að sama skapi get ég orðið al- gjörlega bijálaður ef illa gengur og þá skilst mér að ég minni meira á Itala en íslending, æpandi og öskrandi, baðandi út höndunum og jafnvel grýtandi hlutum! Þetta starf er líka þannig, að til að ná árangri verður viðkomandi að vera reiðubú- inn að ganga í öll störf, allt frá sendli og upp úr. Þetta hef ég gert,“ segir Einar. Ef við snúum okkur aðeins aftur að veitingarekstrinum, þá væri fróð- legt að heyra hjá þeim félögum hver þróunin hefur verið á þessum allra síðustu árum, þegar altalað er að kreppa sé í landinu og alme'nningur eigi litla peninga. Svanberg horfír á Einar og sá síð- amefndi stingur upp á að sá fyrr- nefndi svari þessu út frá sinni reynslu á Hróa hetti á Hringbraut. Svanberg segir: „Fyrstu tvö árin var stöðug aukning. Síðan hefur aðsókn verið stöðug og ekki minnkað. Sveifl- ur eru litlar. Það hefur hins vegar orðið all mikil breyting á samsetn- ingu viðskiptavinanna, ef við getum orðað það svo. í fyrstu voru þetta aðallega unglingar og ungt fólk sem var að sækja í nýlundu. Smám sam- an kom eldra fólk æ meira inn í hópinn í bland við krakkana. Það hefur alltaf aðdráttarafl að gera sér dagamun og það er algengt að mið- aldra eða eldri hjón setjist hérna inn og fái sér pizzu og eina rauðvín. Það er líka algengt að fjölskyldur geri sér dagamun saman. Það er sjálfsagt talsvert um það i þjóðfélaginu að fólk hafí litla peninga milli hand- anna, en í sannleika sagt þá er þetta ekki svo óskaplega dýr gleði. Sjáðu til, fímm manna fjölskylda getur komið héma og fengið 18 tommu pizzu með þrenns konar áleggi og stóran skammt af frönskum fyrir 1.490 krónur. Það fara allir mettir út. Það kostar ekki meira að fara út að borða!“ segir Svanberg. „Fólk virðist eiga peninga til að lyfta sér upp og varpa af sér hversdagsdrung- anum. Um helgar komast hér færri að en vilja,“ bætir Einar við. Að yrkja landið... Þegar þeir félagar eru inntir eftir því, eftir nokkurra andartaka þögn, hvað sé næst á dagskrá hjá þeim, segja þeir nánast samtímis: Ekkert annað en að vinna að því að bæta þjónustuna og feta sig varlega áfram. Einar bætir við að þjónusta verði aukin i ’67 í Nethyl, boðið verði upp á fleira og í athugun sé að opna nýjan ’67-pizzastað í Vesturbænum. Svo segir Einar þetta: „Við Svanberg erum báðir miklir útivistarmenn, förum í vélsleðaferðir á vetrum og veiðitúra á sumrum. Við unnum íslenskri náttúru. Maður sér á hveiju ári hvemig landið blæs upp og hvemig sauðfé er beitt á landið. Af því að þú spurðir hvað væri næst á dagskrá, þá vil ég geta þess, þó það komi ekki veitingarekstri við, að það má segja að næst á dagskrá hjá okkur sé að styrkja Landgræðslusjóð með því að kaupa 50.000 merki sem átakið „Yrkjum ísland" hefur látið prenta í tilefni af 50 ára afmæli Land- græðslusjóðs. Átakið byijaði í sumar og hefur m.a. snúiát um að selja geisladisk með fallegu lagi þar sem allir helstu poppararnir okkar gefa sína vinnu. Eitt af brýnustu verkefn- unum sem unnið er að, er að stofna fræbanka. Það kostar víst 12 til 15 milljónir og við erum að vona að þetta innlegg okkar verði öðrum til hvatningar að láta eitthvað af hendi rakna til landsins, þannig að þessi fræbanki geti orðið að veruleika. Okkur finnst þetta ekki síst við hæfi, þar sem Hrói höttur er afar „grænt“ nafn. Við vildum styðja þetta brýna málefni almennilega í tilefni 50 ára afmælis Landgræðslusjóðs og iýð- veldisins, frekar en að dreifa stuðn- ingi okkar á marga aðila í senn. Við höfum hugsað okkur að þetta verði ekki í síðasta skipti sem við látum til okkar taka á þessu sviði,“ segir Einar að lokum. Svanberg tekur und- ir lokaorðum félaga síns. Það fer ekki á milli mála að þeir eru einhuga í þessu máli. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.