Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 27 . fHttgtnilrliifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR RÆÐA Halldórs ÁsgTÍmsson- ar, formanns Framsóknar- flokksins, á alþjóðaþingi frjáls- lyndra flokka, sem lauk í Reykja- vík í gær, er enn ein staðfesting þess að nýjum formanni fylgja verulegar áherzlubreytingar í stefnu flokksins. Ræða Halldórs bar í heild vott um alþjóðlega yfirsýn, sem ekki hefur einkennt stefnu Framsókn- arflokksins seinustu áratugi. Formaður Framsóknarflokksins hefur áður tekið mun jákvæðari afstöðu til aðildar Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu en forveri hans Steingrímur Hermannsson gerði. Halldór sagði í ræðu sinni á þinginu að stækkun Evrópusam- bandsins væri mikilvæg fyrir Ís- lendinga vegna væntanlegrar inn- göngu norrænna frænda okkar í sambandið, en ítrekaði jafnframt að aðild íslands að ESB kæmi ekki til greina að óbreyttri fisk- veiðistefnu þess. Halldór fagnaði sérstaklega starfsemi Atlantshafsbandalags- ins eftir endalok kalda stríðsins: „Þegar kalda stríðinu lauk virtist sem NATO hefði ekki lengur neinu hlutverki að gegna og allt stefndi í upplausn þess. En þvert ofan í slíkar spár er NATO sú stofnun þar sem mestur árangur hefur Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. náðst í þeirri viðleitni að sætta og leiða saman fyrrum fjendur í því skyni að byggja upp vináttu og traust og styrkja stoðir friðar- ins í Evrópu." Hér tekur formaður Framsóknarflokksins mun skýrari og jákvæðari afstöðu til vestræns varnarsamstarfs en margir flokks- menn hans hafa gert. Einn athyglisverðasti kafli ræðu hans fjallaði hins vegar um alþjóðaviðskipti: „Ef litið er til heimsins alls þá hafa farsælar lyktir Uruguay-lotunnar í GATT- viðræðunum orðið til þess að auka enn á skriðþunga hins alþjóðlega efnahagsbata, sem raunar var þegar hafinn. í þessu sambandi mun Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) gegna enn viðameira hlut- verki í alþjóðaviðskiptum þar sem landamæri skipta æ minna máli. Niðurstaða Uruguay-lotunnar er fagnaðarefni, en hún gefur ekki tilefni til að slaka á klónni. Enn er verk að vinna og því verðum við að halda ótrauð áfram. Frjáls verzlun verður að fá að dafna og ívilnanir í þágu sérhags- munahópa og ósamkeppnishæfra atvinnugreina í hinum iðnvæddu löndum standa í vegi fyrir hag- vexti og baráttunni gegn atvinnu- leysi og fátækt. Sem frjálslyndir stjórnmálamenn getum við ekki setið hjá með hendur í skauti meðan voldugar iðnþjóðir snið- ganga alþjóðlegar verzlunarreglur blygðunarlaust í þágu eigin stund- arhagsmuna." Þessi ummæli eru mjög athygl- isverð, þegar þau koma af vörum formanns stjórnmálaflokks, sem um áratuga skeið hefur staðið vörð um sérhagsmuni í landbúnaði og öðrum „ósamkeppnishæfum atvinnugreinum" og rekið stefnu ríkisafskipta, verzlunarhafta og miðstýringar á mörgum sviðum. Raunar tala nýir forystumenn í íslenzkum landbúnaði á svipaðan veg. Þessi ummæli bera því skýran vott að nýr formaður Framsóknar- flokksins hyggist sveigja flokkinn í átt til fijálslyndari stefnu, sem á meira sameiginlegt með stefnu margra flokkanna í Alþjóðasam- bandi fijálslyndra flokka en með „félagshyggju" íslenzkra vinstri- manna í Álþýðubandalagi eða Kvennalista. Þetta er enn frekar undirstrikað með ummælum Halldórs Ásgríms- sonar um einstaklingsfrelsi, sam- keppni og velferðarkerfi. Hann sagði í ræðu sinni að til þess að minnka mætti atvinnuleysi og fá- tækt, þyrfti „fijálslyndisstefnu með skynsamlegri samþættingu þróttmikillar markaðsstefnu og viturlegrar stjórnarstefnu“. Og markmið slíkrar stefnu segir for- maður Framsóknarflokksins vera „að skapa mönnum tækifæri til að bæta eigin hag svo að þeir geti orðið nýtir og virkir þátttak- endur í samkeppni síbreytilegs efnahagsumhverfis. Til þess að svo megi verða þurfa ríkisstjórnir að endurskoða starfsaðferðir sínar og hugsanagang, því að þeir sem vinna að þessu markmiði munu standa frammi fyrir erfiðum val- kostum. Takmarkaðar auðlindir setja okkur ákveðnar skorður, og því verðum við til dæmis að stokka upp í velferðarkerfum okkar.“ Áherzlur Halldórs Ásgrímsson- ar kunna að vera viðbrögð við hugsanlegum breytingum á kjör- dæmum og kosningakerfi, sem gætu gert Framsóknarflokkinn háðari fylgi í þéttbýli. Vonandi gefa þær sömuleiðis til kynna að hann vilji stefna að því að Fram- sóknarflokkurinn standi undir nafni í samtökum fijálslyndra flokka á alþjóðavettvangi. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 6911 i 1. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. HIJGMYNDIRI FRJ ÁLSLYNDISÁTT ÍSLENZK- •AR forn- sagnir kviknuðu ekki einsog fiskiflugur. Þær urðu til úr miklu efni í lærðu og metn- aðarfullu samfélagi sögulegra gilda og mikillar skáld- skaparhefðar. Og þær áttu djúpar rætur, m.a. í latneskri og grískri menningu. í Egils sögu segir að Einar Helgason skáld sem kallaður var skálaglamm hafi ort drápu um Hákon jarl sem kölluð er Vellekla, eða Gullskortur, og er erfitt kvæði og enn varðveitt, með veðramikl- um lýsingum en jarl gaf Einari skjöld „ok var hann in mesta ger- semi; hann var skrifaðr fornsög- um, en allt milli skriptanna váru lagðar yfir spengr af gulli ok settr steinum". Auk venjulegrar merk- ingar orðsins skrifa táknar það að gera mynd af einhverju, hvort sem það er með vefnaði, útsaumi, málverki eða skurði. Skjöldur þessi hefur að öllum líkindum bæði verið grafinn og málaður og myndimar verið úr fomum sögum svosem títt var í fomöld. Skáld fengu stundum slíka gripi og gjörðu sér myndimar að yrkisefn- um. Frægustu skjaldkvæði frá fomöld eru Ragnarsdrápa Braga gamla og Haustlöng Þjóðólfs hvin- verska. Skjöld þennan gaf Einar Agli Skallagrímssyni en Egill varð hinn versti því hann nennti ekki að vaka yfir og yrkja um skjöld Ein- ars. Hann ætlaði að ríða eftir honum og drepa hann að hætti hússins. Var honum þá sagt að Einar hefði riðið snemma um morguninn og líklega kominn vest- ur til dala. Egill orti svo um skjöldinn og hélzt vinátta þeirra Einars meðan báðir lifðu. Þessi frásögn af skildi Einars skálaglamms leiðir hugann að Eneasar kviðu Virgils en þar seg- ir í tólf bókum frá Eneasi troju- manni sem fer langa ferð um Karþagó til Róms og leggur gmndvöll að heimsborginni. Mun- urinn á honum og Ingólfi Amar- syni er þó sá að hann er einungis til í Hómer og latnesku framhaldi hans, þ.e. í söguljóði Virgils, en Ingólfur er bréfaður inní óskáld- legustu heimildarit sem sögur fara af og ærin ástæða að taka alvar- lega frásagnir íslendingabókar og Landnámu þótt vel megi vera að einstaka atriði einsog þátturinn um öndvegissúlumar séu með lygilegustu frásögnum landnáms- bóka sem um getur. En hvaðsem því líður minnir frásögn Eglu af skildi Einars skálaglamms á skjaldlýsingar Virgils í 8. kviðunni um Eneas og ekki ólíklegt að tengsl geti venð þar á milli. Akkilles, sem var guð í móðurætt en maður í föðurætt, fékk einnig slíkan skjöld frá móður sinni og segir frá því í Illions-kviðu. Akkilles er aðal- hetjan í stríðinu um Troju. Hann var hetja vegna þess hann gat ekki orðið guð. Agamemnon hafði reynt að svipta hann frægðinni, eða kleos, með því að svipta hann eign sinni, en eign og staða er það sem hann á og með því að svipta hann eigninni er, að dómi Fom-Grikkja, reynt að taka frá honum heiður. Sá sem var sviptur eign sinni var einnig sviptur orðst- ír sínum og sjálfsvirðingu, eða time. Og minnir þetta mjög á af- stöðuna í íslendinga sögum. Trojustríðið átti að hafa staðið um 1150 f.Kr. og veit þó enginn hvort nokkur sögulegur bláþráður er í þessum ljóðsögum sem eru skáldskapur, ortur um 750 f.Kr. Forfeður okkar sátu ekki undir askloki heldur opnum himni þeirr- ar kaþólsku heimsmenningar sem varð þeim leiðarljós við sagnagerð 13. aldar. Þessi menning spratt ekkisízt úr grískum og rómverskum jarð- vegi; þótt biflían væri grundvöll- urinn. Og hún breiddist út um allar þorpagmndir. Náði að sjálfsögðu út hingað. Samtölin í ljóðsögunum grísku og hjá Virgil eru þó ekki fyrirmyndir höfunda íslendinga sagna. I ljóðsögunum sem eru einskonar leikrit öðrum þræði halda persónurnar langar ræður einsog í bundnum leikritum síðar, en eitt helzta einkenni Islendinga sagna eru snögg orðaskipti — og eftirminnileg. Borges sagði við mig að Hamlet hefði aldrei verið svona lengi að deyja í íslendinga sögu. Þar hefði hann dáið snöggt — og án ræðuhalda. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKU RBRÉF Laugardagur 10. september ERNAÐARÁTÖK blossuðu upp að nýju í Tsjetsjníju í Kákas- usfjöllum á þriggja ára afmæli sjálfstæð- isyfirlýsingar lýðveld- isins nú í vikunni. Tsjetsjníja er eitt af tuttugu og tveimur sjálfstjómarlýðveldum í Rússlandi, sem byggð eru að meira eða minna leyti á þjóðernishópum. Lýðveldi Tsjetsjena, undir stjórn þjóðemissinnans Dzhokars Dúdajevs, hefur ekki hlotið al- þjóðlega viðurkenningu, en her Dúdajevs hefur hins vegar yfirhöndina í átökum við Moskvuholla stjómarandstæðinga. Stjóm- in í Moskvu hefur hins vegar ekki viljað beija uppreisnina niður með hervaldi af ótta við að átökin breiðist út til nágranna- héraða, sem em sannkölluð púðurtunna þjóðemisdeilna, þannig að Balkanskaginn bliknar í samanburði. Framtíðarþróun mála í Rússlandi er háðari atburðum í þessu litla fjallahéraði en margan kann að gruna. Takist Tsjetsj- enum að slíta sig lausa úr Rússneska sam- bandslýðveldinu, kunna fleiri minnihluta- þjóðir að fylgja fordæmi þeirra. Slíkt gæti þýtt allsheijar borgarastyijöld í Rússlandi með öllum þeim hörmungum, sem fylgja stríði. Og jafnvel þótt aðskilnaðarsinnar beiti friðsamlegum aðferðum, skapar stofnun fleiri nýrra ríkja í Kákasus eða annars staðar á yfirráðasvæðum Rússa fleiri vandamál en hún leysir. Óvíst er hversu margar þjóðir og þjóðernishópar em líkleg til að krefjast eigin ríkisvalds; sumir segja tuttugu, aðrir segja að sam- bandslýðveldið gæti sundrazt í allt að fjörutíu smærri ríki — enn aðrir nefna jafnvel hærri tölur. Flestöll yrðu þessi ríki byggð Rússum að einhveiju leytí og vanda- málin, sem nú þegar hafa komið upp varð- andi réttindi rússneskra minnihlutahópa í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna, myndu margfaldast. TSJETSJNÍJU- málið er hins vegar auðvitað ekki vandamál Rússa einna. Það vekur meðal annars upp spurningar um það hvaða nýju ríki eigi að öðlast alþjóðlega viðurkenningu og hver ekki. í tilviki Tsjetsjníju stendur „samfélag ríkja“ með Rússum — flestir átta sig á að það væri ekkert annað en að hella olíu á ófriðareld að viðurkenna lýðveldið. En hveijar eiga að vera hinar almennu reglur um viðurkenningu nýrra ríkja? Þegar sag- an er skoðuð, er ekkert einhlítt í þeim efnum. Mikill meirihluti þeirra ríkja, sem skipta nú með sér landsvæði jarðar, hefur orðið til í fjóram bylgjum byltinga og þjóðemis- vakningar. Sú fyrsta reið yfir á seinni hluta átjándu aldar og fyrri hluta hinnar nítj- ándu, er Bandaríkin og ríki kreóla í Róm- önsku Ameríku bmtust undan yfirráðum evrópskra konungsríkja. Byltingarmenn- imir í Ameríku vísuðu meðal annars til gilda, sem hafin voru til vegs og virðingar í frönsku byltingunni; um sjálfsákvörðun- arrétt þjóða og fullveldi lýðsins. Sjálfsákvörðunarréttur hefur síðar orðið gmndvallarregla í alþjóðakerfínu. Hún festist í sessi eftir að önnur hrina stofnun- ar nýrra ríkja reið yfir á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar, einkum í lok fyrri heimsstyijaldar, en þá urðu til mörg ný ríki í Evrópu, ísland þeirra á meðal. Tyrkjaveldi og keisaradæmi Romanova og Habsborgara leystust upp og fjöldi nýrra „þjóðríkja" varð til. Á þessum tíma var þjóðin, „sjálfið", sem átti að fá að ráða málum sínum, skilgreint eftir menningar- legum linum; hópur fólks með sömu siði og tungu. Undir verkstjórn Woodrows Wilson Bandaríkjaforseta var reynt að draga landamæri í Aústur-Evrópu eftir þjóðernishópum og málsvæðum. Það reyndist auðvitað þrautin þyngri, því að Evrópuþjóðir hafa sérstakt lag á að búa hver innan um aðra, án skýrra markalína. Wilson reyndi að komast framhjá þess- um vanda og beitti sér fyrir því að í sátt- mála Þjóðabandalagsins gamla vom sett ákvæði, sem tryggðu vemd þjóðernis- minnihlutahópa, en þeir urðu óhjákvæmi- lega margir til er gömlu keisaraveldunum var skipt upp. Adolf Hitler misnotaði þessi ákvæði hins vegar gróflega á fjórða ára- tugnum er hann vísaði til sjálfsákvörðunar- réttar Súdeta í Tékkóslóvakíu og hinna þýzkumælandi Austurríkismanna; m.ö.o. réttar þeirra til að sameinast Þriðja ríkinu. Þar með komst óorð á slík ákvæði og við samningu stofnsáttmála Sameinuðu þjóð- anna 1945 var öllum tilvísunum til rétt- inda þjóðemisminnihlutahópa sleppt. Samkvæmt stofnsáttmálanum (grein 1.2) er eitt af markmiðum SÞ „að efla vinsamlega sambúð þjóða á milli, er byggð sé á virðingu fyrir gmndvallaratriði jafn- réttis og sjálfsákvörðunarréttar, og gera aðrar hæfilegar ráðstafanir til að styrkja alheimsfrið." Hér er ekki tekið fram sjálfs- ákvörðunarréttur hvers eða hverra. í ensku útgáfunni segir reyndar „self-determinati- on of peoples", ekki „nations" ogþað skipt- ir líka máli hvað varðar framkvæmd regl- unnar um sjálfsákvörðunarrétt eftir stríð. Í meira en fjóra áratugi var hún í raun- inni einvörðungu túlkuð sem réttur ný- lendna Evrópubúa til sjálfstæðis. Og það sem meira var; hún þýddi ekki sjálfs- ákvörðunarrétt „þjóða“ í vestrænum, eða evrópskum, skilningi, heldur í raun rétt litra kynþátta til sjálfsákvörðunar — að losna undan stjórn hvítra manna. Sam- kvæmt þessari túlkun hlutu tugir þriðja- heimsríkja sjálfstæði — það var þriðja flóð- bylgja nýrra ríkja á seinni tímum. Landa- mæri þau, sem nýlenduveldin drógu meira og minna af handahófi á átjándu og nítj- ándu öld, hafa hins vegar haldið sér að langmestu leyti. „Sjálfíð" sem á rétt á að taka ákvarðanir um mál sín er samkvæmt þessu íbúar nýlendunnar, burtséð frá því hvort þeir eiga eitthvað sameiginlegt ann- að en að vera undirokaðir nýlendubúar. Það hefur verið þegjandi samkomulag að þær pólitísku einingar, sem fyrir voru, hefðu rétt til sjálfsákvörðunar — í eitt skipti fyrir öll, og nýjar klofningshreyfing- ar yrðu ekki viðurkenndar. Um leið og nýlendur hafa hlotið sjálfstæði, verða þetta auðvitað hagsmunir stjórnenda hinna nýju ríkja. VIÐLEITNIN hefur því þrátt fyrir allt verið í þá átt að frysta heims- kortið. Aðskilnað- arhreyfingar, sem krefjast sjálfstæðis frá fyrrverandi nýlend- um, hafa ekki átt upp á pallborðið, þótt víða í ríkjum þriðja heimsins sé enginn gmndvöllur fyrir því að byggja ríki á menningarlega einsleitri þjóð. Ibo-þjóðin í Biafra fékk aldrei viðurkenningu nema fjögurra ríkja á aðskilnaðinum frá Níger- íu, þar sem Hausar ráða lögum og lofum, kristnir uppreisnarmenn í Suður-Súdan hafa ekki fengið viðurkenningu á aðskiln- aði sínum frá múslimum í norðurhlutanum, ekki heldur Síkhar í Punjab frá Indlandi eða aðskilnaðarsinnar í Balúkistan frá Pakistan. Einu dæmin um að aðskilnaðarsinnar í þriðja heiminum hafi fengið viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna em annars vegar aðskilnaður Bangladesh frá Vestur-Pakist- an 1971 og hins vegar Eritreu frá Eþíópíu í fyrra. í fyrra tilvikinu var um það að ræða að Indveijar gengu í lið með Bangla- deshbúum vegna eigin hagsmuna og í því síðara unnu Eritreumenn einfaldlega sjálf- stæðisstríðið, auk þess sem landið á sér fortíð sem sérstök pólitísk eining á ný- lendutímanum. Þessi tregða alþjóðakerfisins við að sam- þykkja tilvemrétt annarra nýrra ríkja en þeirra, sem hrundið hafa af sér nýlendu- oki, markast auðvitað af þeirri staðreynd, að ef sérhver þjóðernishópur fengi að framfylgja rétti sínum til sjálfsákvörðun- Sjálfs- ákvörðunar- réttur hverra? Þjóðfrelsi o g stöðug- leiki SÉÐ yfir Hljómskálagarðinn, Tjörnina og Miðbæjarkvosina. Morj-unblaðið/Árni Sæberg ar, væri ómögulegt að segja til um hvar ætti að nema staðar. Samkvæmt sumum áætlunum em sjö þúsund þjóðemishópar í heiminum, sem gætu — fræðilega séð — gert tilkall til eigin ríkisvalds með sama rétti og til dæmis íslendingar eða Tékkar — eða þá Tsjetsjenar. Ríki heims em nú hins vegar rúmlega tvö hundrað. Þurfum við fleiri? Fyrir aðeins örfáum ámm töldu menn einsýnt að ríkjum heims myndi ekki fjölga að ráði, þar sem nánast allar nýlend- ur hefðu öðlazt sjálfstæði. Hrún kommúnismans árið 1989 hratt hins vegar ijórðu skriðu nýrra ríkja af stað og spyija má hvort hún hafí stöðv- azt. Sovétríkin — sem auðvitað vora ekki annað en umbreytt nýlenduveldi Rússa- keisara — sundruðust og fimmtán ný ríki urðu til. í Júgóslavíu urðu þau fimm og Tékkóslóvakía klofnaði í tvö. Öll þessi ríki hafa hlotið viðurkenningu umheimsins. Þótt nýju ríkin séu grandvölluð á þjóðemis- stefnu, á það enn við, að einungis hin gömlu landamæri sjálfstjórnarlýðvelda þessara þriggja kommúnistaríkja eru við- urkennd. Það skiptir Sameinuðu þjóðirnar til dæmis ekki máli að Krímskagi, sem er byggður Rússum að langmestu leyti, heyri nú Ukraínu til eftir að Krússjeff „gaf“ hann á sjötta áratugnum. Og landamæri Bosníu njóta enn formlegrar alþjóðlegrar viðurkenningar — þótt fyrirséð hafi verið að þau gætu ekki staðizt. Viðurkenning heimsbyggðarinnar byggist áfram á því að líta framhjá minnihlutahópum og ein- blína á hugmyndina um þjóðríkið, þar sem ríki og þjóð fari saman. Það blasir hins vegar við að sú hugmynd er ekkert annað en skáldskapur, og hrikaleg þversögn er í því fólgin að reyna að halda regluna um sjálfsákvörðunarrétt í heiðri annars vegar og að leitast við að tryggja stöðugleika í alþjóðamálum hins vegar. SÚ SPURNING hefur því gerzt áleitnari hvort nú sé ekki endanlega nógu langt gengið í því að reyna að leysa vandamál mannkynsins með því að fjölga ríkjunum, sem það býr í. Sjálfs- ákvörðunar- réttur og lýðræði Margir segja að raunar hafi viðurkenning Vesturlanda á Króatfu og Bosníu verið framhlaup og þess hafi ekki verið gætt að varðveita lýðræði, mannréttindi og stöð- ugleika. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða er ekki sú lausn á öllum vandamálum, sem Woodrow Wilson og fylgismenn hans héldu árið 1918. Einn helzti gagnrýnandi þjóð- emisstefnu, Elie heitinn Kedourie, prófess- or við Lundúnaháskóla, sagði að Wilson hefði í raun mglað saman lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti þjóða, vegna þess að í sögu Bandaríkjanna hefði þetta tvennt farið saman. Þessi ruglingur er enn útbreiddur hjá þjóðemissinnum. Ef Tsjetsjníja fengi sjálf- stæði og yrði „þjóðríki" er engan veginn tiyggt að Dúdajev og fylgismenn hans kæmu á lýðræði og hættu að hálshöggva andstæðinga sína, eins og vísbendingar em um að þeir geri. Spurningin, sem þarf að spyija, er ekki um þjóðfrelsi eða sjálfsá- kvörðunarrétt, heldur um lýðræði, um- burðarlyndi og virðingu fyrir mannréttind- um. Því miður gleymdist að spyija hvort þetta væri tryggt, til dæmis þegar Króatía hlaut sjálfstæði, og eins þegar Eystrasalts- ríkin vom viðurkennd — þar sem íbúar af rússnesku bergi brotnir njóta ekki sjálf- sagðra lýðréttinda. Raunar má segja að öllum fjórum bylgjum ríkjastofnunar, sem hér hefur verið minnzt á, hafi fylgt bjart- ar vonir um frelsi, lýðræði og velmegun, sem snerust upp í sár vonbrigði þegar raunveruleikinn varð annar í mörgum ríkj- um. Viðurkenn- ing ekki sjálfgefin JOHN CHIPMAN, framkvæmdastjóri rannsókna við hina virtu stofnun Inter- national Institute for Strategic Studi- es í London, segir í grein, sem nýlega birt- ist í bók um þjóðernisdeilur og alþjóðlegt öryggi, að þótt þjóðernishópar kunni að vera undirokaðir innan einhvers ríkis, sé ekki sjálfgefið að ríkjum umheimsins beri að veita ríkjum þeirra viðurkenningu á grundvelli reglunnar um sjálfsákvörðunar- rétt. Þetta sé ekki aðeins vegna þess að slíkt gæti þýtt endalausan grúa smáríkja, heldur að stofnun nýs ríkis leysi oft alls ekki úr þeim deilum, sem liggi að baki henni, og að nýir valdhafar viðurkenni ekki endilega minnihlutahópa innan hins „nýfijálsa ríkis“. Þetta gæti átt við í ákveðnum tilfellum, öðmm ekki. En forskrift Chipmans er þessi: „Að- skilnaður kann að vera siðferðilega rétt- lætanlegur að uppfylltum mörgum skilyrð- um, þar á meðal eftirtöldum: Að hópurinn, sem býr á svæðinu, sem segir sig úr lögum við ríkið, hafi orðið fyrir stöðugum brotum gegn réttindum sínum og menningu og einungis aðskilnaður geti orðið til þess að réttindi þessi verði virt. Að aðskilnaðar- sinnamir geti bætt saklausum þriðju aðil- um þann skaða, sem þeir kunna að verða fyrir vegna aðskilnaðarins. Að tilgangur aðskilnaðarins sé ekki að setja á stofn ófijálslynt ríki, sem myndi einfaldlega efna til nýs óréttlætis. Að samanlagt dæmi menn þau réttindabrot, sem leiðrétt séu, og þann fjölda fólks, sem nái réttindum sínum að nýju eða hljóti vemd fyrir órétt- læti, pólitískt nægilega mikilvæg til að fá nýjum valdhöfum stjómina í hendur.“ Chipman bætir því við, að þar sem um sambandsríki sé að ræða og stjómarskrá þess geri ráð fyrir að leysa megi það upp, eins og í tilfelli Sovétríkjanna sálugu, sé ekkert við aðskilnaðarstefnu að segja. Að öðra leyti eigi ríki heims að vera nízk á sjálfstæðisviðurkenningar. Út frá þessum forsendum hljóta menn að hugsa, þegar kemur að því að meta réttmæti krafna um stofnun nýrra „þjóð- ríkja“. Eins og nýlega voru færð rök að í forystugrein hér í blaðinu, leiðir þjóðernis- ofsi menn oftast í ógöngur. Það, sem hafa ber í huga, er fyrst og fremst lýðræði, gæzla mannréttinda og frelsi einstaklinga til tjáningar og athafna. Þessi gildi eru hins vegar óháð þjóðemi og geta náðst í samfélagi ólíkra þjóðemishópa. En það eru ekki bara aðskilnaðarsinnarnir, sem þurfa að skilja þetta. Ein helzta ógnunin við framtíð Rússlands, einingu sambandsríkis- ins, lýðræðis- og efnahagsþróun er þannig þjóðernis- og föðurlandshyggja Rússa sjálfra, sem er tæplega til þess fallin að sætta smáþjóðir í rússneska sambandslýð- veldinu við hlutskipti sitt. Ef Tsjetsjníja fengi sjálfstæði ogyrði „þjóðríki“ er engan veginn tryggt að Dúdajev og fylgismenn hans kæmu á lýð- ræði og hættu að hálshöggva and- stæðinga sína, eins og vísbend- ingar eru um að þeir geri. Spurn- ingin, sem þarf að spyrja, er ekki um þjóðfrelsi eða sjálfsákvörðunar- rétt, heldur um lýðræði, umburð- arlyndi og virð- ingu fyrir mann- réttindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.