Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN '» ISLENSKA EINSÖNGSLAGIÐ ^pSérstakir hátíðartónleikar í tilefni 50 ára lýðveldis á Islandi Þótt tónleikarnir væru að vísu langir, voru þeir þannig skipulagðir að ég held að engum hafí leiðst, og mjög margir áheyrend- ur töldu sig hafa notið hér mjög óvenjulegr- ar og veglegrar söngveislu, skrifar Jón Þórarinsson. Hér verður ekki lagður dómur á frammistöðu einstakra söngvara á tónleik- unum, og það væri alger hótfyndni að fara að tína til það sem kynni að hafa mátt betur fara hjá einhverjum þeirra. FYRIR skömmu voru haldnir hér í Reykjavík mjög sérstæðir og merkilegir tónleikar undir þessari yfirskrift. Að þeim stóð Menning- armiðstöðin Gerðuberg. Þeir voru fluttir þrisvar sinnum alls, alltaf fyrir troðfullu húsi, að því er mér er tjáð, fyrst tvisvar í Borgarleik- húsinu, 18. og 22. ágúst, og í þriðja skipti í íslensku óperunni 23. ág- úst. Flytjendur voru sjö af þeim íslensku söngvurum, sem nú standa í fremstu röð, sumir þeirra önnum kafnir við störf erlendis, og má það eitt heita vel af sér vikið að ná þeim öllum saman til þessa tónleikahalds. En meðleikari þeirra var Jónas Ingimundarson píanóleikari, sem mest og best hefur með þeim unnið, mörgum hverjum, á undanförnum árum og á jafnframt, að öllum öðrum ólöst- uðum, drýgsta þáttinn í því merka tónlistarstarfi sem byggt hefur verið upp í Gerðubergi og hefur , gert heitið Menningarmiðstöðin Gerðuberg að réttnefni. Þetta voru ekki aðeins glæsilegir tónleikar og skemmtilegir, heldur voru þeir einnig sögulegur viðburður. Fram undir miðja þessa öld má heita að tónlistararfur þessarar þjóðar stæði saman af þremur þáttum. í fyrsta lagi þjóðlögunum, frum- stæðum en mjög sérkennilegum og svo fornlegum á svip, að merk- ir erlendir fræðimenn hafa talið að í þeim geymist eldri sönghefð en varðveist hefur hjá nokkurri annarri Evrópuþjóð. Annar þáttur- inn voru kórsöngslögin, sem flest elstu íslensku tónskáldin lögðu mesta rækt við, svo sem eðlilegt var með hljóðfæralausri þjóð sem vart þekkti aðra tóniðkun en söng. Eftir að hljóðfæri komu á einstaka heimili, nálægt aldamótunum síð- ustu, varð svo til þriðji þátturinn, einsöngslagið með undirleik sem oftast var ritaður fyrir píanó. Rétt- nefnd hljóðfæratónlist varð ekki til hér á iandi, með örfáum undan- tekningum, fyrr en löngu síðar, og það er ekki fyrr en um og eftir miðja öldina sem skriður komst á þá tónsköpun. Það mun hafa verið Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði sem fyrstur gaf út ein- söngslag hér á landi, í lagahefti sem kom út 1899. Þá hafði Svein- björn Sveinbjörnsson, sem búsettur var í Edinborg, að vísu gefið út á þriðja tug einsöngslaga þar í landi, en þau voru öll gerð við enska texta og voru lítt eða ekki kunn hér. En er nú talsvert á þriðja þúsund laga og þeim fjölgar stöðugt, því að bæði er lengi von á efni sem leynst hefur, og svo er „menningararfur- inn" svonefndi ekki einhver ákveð- in „stærð" sem til varð í fyrnd- inni. Hann er, sem betur fer, að aukast og þjóðin að auðgast á hverjum degi sem líður, ekki síður í tónlist en öðrum greinum. Margt af þessu kemur fram í ávarpsorð- um Jónasar Ingimundarsonar í vandaðri efnisskrá fyrrnefndra tónleika, en þeim orðum er svo hæversklega valinn staður í skránni, að búast má við að efni þeirra hafi að einhverju leyti farið fram hjá tónleikagestum. Uppsetn- ing tónleikanna bar á sér dálítinn leikhúsbrag, og fór vel. Ljós — og var allur flutningur með þeim hætti að vel hefði sómt sér í hvaða heimsborg sem væri. Að sjálfsögðu hlýtur val viðfangsefna á slík- um yfirlitstónleikum alltaf að vera álitamál, og kemur það skýrt fram í ávarpsorðum Jónasar Ingimundar- sonar að hann hefur gert sér fulla grein fyr- ir því. Eflaust mætti færa gild rök fyrir því, að þarna hefðu átt að koma fram fleiri höf- undar eða aðrir höf- undar en þeir sem vald- ir voru og jafnvel önnur lög en þau sem urðu fyrir valinu. Um slíkt mætti deila endalaust. En eins og áður var vikið að voru þessir tón- leikar aðeins upphaf frekari kynn- ingar, og má gera ráð fyrir að í framhaldinu verði sýndur fullur sómi þeim höfundum sem hér urðu út undan, ekki síður en söngvurun- um. Á þessum upphafstónieikum var lögð nokkur áhersla á að kynna hina eldri höfunda, sem ýmist virð- ast hafa vikið af sviðinu þegar sönglagahöfundum fjölgaði, eða hafa ef til vill aldrei fengið þá Jón Þórarinsson EINSÖNGVARARNIR sem komu fram á tónleikunum ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. á fyrstu áratugum þessarar aldar blómstraði þetta tónlistarform, og stendur raunar enn með fullum blóma. Það var þessi þáttur ís- lenskrar tónlistar sem hér var ver- ið að kynna, og ég tel að það hafi tekist eins vel og orðið gat á einum tónleikum. En það er ekki ætlunin að láta hér staðar numið. Þessir tónleikar voru hvorttveggja í senn: annars vegar ávöxtur þess um- fangsmikla starfs, sem unnið hefur verið undanfarin ár í tónleikaröð með samheitinu Ljóðatónleikar Gerðubergs, og hiná vegar upphaf enn frekari kynningar efnisins. Sett verður upp í Gerðubergi veg- leg sýning á myndum og munum sem tengjast íslenska einsöngslag- inu, höfundum þess og flytjendum, í vændum er mikið fyrirlestrahald og tónlistarflutningur sem standa mun í Gerðubergi fram eftir vetri, geisladiskar eru að koma eða komnir út og unnið er að umfangs- mikilli prentaðri útgáfu á úrvali einsöngslaga, sem lengi hefur ver- ið brýn þörf á. Það mál er nú í höndum Jóns Kristins Cortes og vinnur hann að því ötullega. Síðast en ekki síst er þess að geta, að þeir Jónas Ingimundarson og Trausti Jónsson veðurfræðingur, serrf er manna fróðastur um þetta efni, hafa tínt saman og gert skrá yfir íslensk einsöngslög frá fyrstu tíð, og er hún að sjálfsögðu mikil stoð i þessu starfi öllu. A skránni myrkur — léku hér nokkurt hlut- verk, og út úr myrkrinu heyrðust, í þáttaskilum efnisskrár, íslensk þjóðlög í upphaflegum búningi sín- um, einrödduð og án undirleiks, sungin með hinni einstöku rödd Sverris Guðjónssonar, og var það hans þáttur í þessari hátíð. Þannig var minnt á að allur söngur á upp- haf sitt í þjóðlaginu. Með þessu var líka „brotin upp" hin af ar langa og efnismikla söngskrá tónleik- anna, ekki færri en 38 lög, auk þjóðlaganna og aukalaga. Aðrir söngvarar sem hér komu fram voru Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Garðar Cortes, Kol- beinn Ketilsson, og Kristinn Sig- mundsson. Þetta er mikið einvala- lið, en þó eigum við marga fleiri ágæta söngvara, sem hefðu sómt sér hér með prýði, og er þess að vænta að við fáum að heyra til þeirra í fyrirhuguðu framhaldi þessarar miklu kynningar. Þótt tónleikarnir væru að vísu langir, voru þeir þannig skipulagðir að ég held að engum hafi leiðst, og mjög margir áheyrendur töldu sig hafa notið hér mjög óvenjulegrar og veglegrar söngveislu. Hér verður ekki lagður dómur á frammistöðu einstakra söngvara á tónleikunum, og það væri alger hótfyndni að fara að tína til það sem kynni að hafa mátt betur fara hjá einhverj- um þeirra. Þegar á heildina er litið áheyrn sem þeir áttu skilið, kannske vegna þess að lög þeirra voru ekki til á prenti og því ekki aðgengileg. Meðal hinna elstu má nefna Helga Helgason (1848- 1922), sem frægastur er af laginu „Öxar við ána". Sá sem þetta skrif- ar hefur aldrei heyrt það lag hans, „Vorsöng", sem hér var flutt. Sama má segja um lag Árna Bein- teins Gi'slasonar (1869-1897), „Vísan, sem skrifuð var á visið rósblað." Þessi merkilegi og stór- efnilegi höfundur sem dó á 28. aldursári á það sannarlega skilið að á hann sé minnt. Það verðskuld- ar einnig vestur-íslenska tónskáld- ið Steingrímur Hall (f. 1877) sem lauk háskólaprófi í tónlist 1899, sama árið og fyrsta íslenska ein- söngslagið kom á prent, líklega fyrstur manna af íslenskum ætt- um. Aðeins tvö tónskáld áttu tvö lög hvort á efnisskrá tónleikanna: Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946) og Loftur Guðmundsson (1892- 1952). Sigvaldi er vel að þessum sóma kominn, því að hann hefur notið og nýtur enn meiri hylli en flestir aðrir íslenskir sönglagahöf- undar. Loftur Guðmundsson var „fjölhæfur maður og hugkvæmur", eins og segir í ísl. æviskrám Páls E. Olasonar, hafði kornungur feng- ist við verslun og iðnrekstur, hélt tónleika á stofuorgel (harmoníum) í Bárubúð 1916 með aðstoð Emils Thoroddsens sem lék á píanó, en fór síðan utan, lærði ljósmyndagerð og einhver tónlistarfræði í Danmörku, og 1920 kom út sönglagahefti eftir hann á forlagi Wilhelms Hansens í Kaupmannahöfn. Fleiri lög hans birtust á prenti, bæði fyrr og síðar. Síðar á ævinni varð hann landskunn- ur maður, ekki síst fyrir brautryðjanda- starf sitt í íslenskri kvikmyndagerð, en sönglög hans, sem á þriðja og fjórða ára- tug aldarinnar höfðu oft prýtt efnisskrár stórsöngvara á þeim tíma, lágu í þagnargildi. Þegar Stefán Islandi setti eitt þeirra á söngskrá sín vorið 1939 var hann spurður (af blaðamanni við Morgunblaðið) hvort Loftur þessi væri Vestur-íslendingur! Hvert mannsbarn þekkti Loft ljós- myndara sem hafði myndastofu sína í húsi Nýja biós, gengið inn frá Austurstræti, en við þá götu voru þá einnig bækistöðvar Morg- unblaðsins. Svona gersamlega var lagasmiðurinn gleymdur á þessum tíma. En nú kom í ljós, eftir meira en hálfa öld, að lög Lofts Guð- mundssonar þola vel að heyrast enn í dag, svo frískleg, létt og leik- andi „músíkölsk" sem þau eru. Hér verður ekki fjölyrt um al- þekkt lög eldri höfunda, né heldur um ágæt verk hinna yngri sem þegar hafa getið sér orðstír sem tónskáld og eru enn að auka við hann. En ástæða þykir til að nefna tvo menn, sem alþekktir voru á sinni tíð af öðrum tónlistarstörfum, en komu hér fram, nokkuð óvænt, sem alvarleg og fullframbærileg tónskáld. Þeir eru Bjarni Böðvars- son (1900-1955) hljóðfæraleikari og danshljómsveitarstjóri, og Gunnar Sigurgeirsson (1901- 1970) píanóleikari og kennari. Og sérstaka athygli vakti lag eftir mann sem miklu er kunnari af öðrum störfum en sönglagasmíði, Reyni Axelsson stærðfræðing. Hann er þekktur fyrir lifandi áhuga sinn á tónlist, og mikilsvert er framlag hans til tónleikahalds, m.a. í Gerðubergi, með vönduðum textaþýðingum og annarri vinnu við efnisskrár tónleika. Hér kom hann fram sem fullburða lagahöf- undur, með þeirri tækni sem margt tónskáldið mætti öfunda hann af, og í lagi hans kvað við tón sem sjaldgæfur er í íslenskri tónsmíð, léttan og gamansaman, jafnvel dálítið „írónískan". Elsta tónskáldið á efnisskránni var Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927) og hið yngsta Hjálm- ar H. Ragnarsson (f. 1952). Tón- leikarnir spönnuðu því tímabil sem tekur yfir meira en heila öld, og sú mynd íslenska einsöngslagsins sem þar birtist var fjölbreytileg og litrík. Hún á eflaust eftir að verða enn fyllri og skýrari í þeirri kynn- ingu sem á eftir fer á næstu mán- uðum. Vel væri, ef aðrar greinar íslenskrar menningar hefðu notið viðlíka ræktarsemi á þessu afmæl- isári lýðveldis á íslandi. En þess er að gæta, þótt það hafi e.t.v. ekki komið fram sérstaklega, að um þessar mundir má einnig minn- ast aldarafmælis íslenska ein- söngslagsins. Og vel fór á því að fyrstu tónleikarnir skyldu haldnir á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, því að þar hefur þessi listgrein náð mestum þroska. Greinarhöfundur hefur fengist við tónsmíðar, var um árabil tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, en ernú aðrita sögu íslenskrar tónlistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.