Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 30

Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 30
B’O SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR SVEINSSON + Sigurður Sveinsson fædd- ist 11. febrúar 1922 í Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 4. september sl. Foreldrar hans voru Sveinn Jóns- son, bóndi í Þykkva- bæjarklaustri, Ei- ríkssonar bónda í Hlíð í Skaftártungu og Hildur Jónsdótt- »*#ir, ljósmóðir í Þykkvabæj- arklaustri, Brynj- ólfssonar bónda þar. Systkini Sigurður eru: Sigríður Sóley, f. 1913, Signý, f. 1918, Jörund- ur, f. 1919, d. 1968, Jón, f. 1925, Einar S.M., f. 1928, og Steinunn Guðný, f. 1931. Sigurður var með foreldrum sínum í Þykkva- bæjarklaustri til 1945, er hann fluttist með þeim að Skeggja- stöðum i Mosfellssveit og bjó þar til 1950, en hefur síðan búið í Reykjavík. Sigurður var rafvirkjameistari og stofnsetti og rak ásamt öðrum fyrirtækið Rafver í Reykjavík. Sigurður tióf sambúð 1959 með eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigríði Magnúsdóttur, f. 22. maí 1924, og giftu þau sig 1966. Sigríður er dóttir Magnúsar Ingimund- arsonar vegavinnuverkstjóra, hreppstjóra og bónda í Bæ við Króksfjörð og fyrri konu hans, Jóhönnu Hákonar- dóttur. Saman eiga þau eina dóttur, Sigurveigu Sigurð- ardóttur, f. 18. júní 1959, en hún er gift Karli Guðmunds- syni, f. 21. júlí 1958, og eiga þau þijú börn. Þegar Sigríð- ur og Sigurður giftust var hún ekkja eftir fyrri mann sinn, Frið- geir Sveinsson, og átti hún fjögur börn sem Sigurður gekk I föðurstað. Þau eru: Jóhanna, f. 17. október 1944, eiginmaður hennar er Gunnar Þórólfsson, f. 28. júlí 1949 og eiga þau tvö börn. Fyr- ir hjónaband átti Jóhanna einn son, Friðgeir Jónsson, f. 16. febrúar 1962, en kona hans er Bryndís S. Halldórsdóttir, f. 27. október 1962, og eiga þau þijú böm; Sigriður Hrefna, f. 30. mars 1946, hennar maður er Kjartan Hálfdánarson, f. 23. mars 1946 og eru þeirra böm 3; Brynhildur Salóme, f. 17. október 1948, eiginmaður henn- ar er Sveinn Geir Siguijónsson, f. 11. mars 1949 og eiga þau þijú böm; Magnús, f. 20. ágúst 1950, hans kona er Sigrún Dav- íðsdóttir, f. 9. júlí 1950 og eiga þau þijú börn. Útför Sigurðar verður frá Fossvogskirkju á morgun, mánudag. LOKIÐ hefur göngu þessa lífs tengdafaðir okkar og vinur, Sigurð- ^ ur Sveinsson rafvirkjameistari, lengi 'kenndur við Rafver hf., sem var starfsvettvangur hans í áratugi. Með Sigga er genginn einn af þessum stórbrotnu mönnum sem settu sterkara svipmót á samtíð sína en margur annar. Hann var Skaftfellingur, hár, beinn, stórskorinn, fasið rólegt og yfirvegað og ekki minnumst við þess að hafa séð hann reiðast sem kallast gæti, hann lagði mál sitt fram umbúðalaust og ákveðið. Ekki stóð hann hlutlaus hjá þegar bömin stofnuðu heimili og byggðu sér bú, Siggi var alltaf innan seilingar með liðsveislu og leiðbeiningar. Það var gott að eiga slíkan vin að á lífsleið- «.jnni. Ljúft og blítt hjarta Sigga voru þó þeir kostir sem flestir nutu í fari hans, þar var nægt rúm fyrir alla sem vildu, þar á meðal fjögur ung föðurlaus böm sem Siggi tók að sér og þegar hann síðar eignaðist dóttur með móður þeirra, eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigríði Magnúsdóttur, gerði hann bömunum öllum ávallt jafnt undir höfði. Það var því síðar eðlileg ásókn barnabarnanna til afa á Hjalló sem alltaf hafði þolinmæði og blíðu fyrir ungana sína. Þau voru ófá sporin sem farin voru yfir til afa og ömmu í næsta hús, það færði honum ómældar ánægjustundir, eins og aðrar samverustundir með barnabörnum sínum í gegnum árin. “ Erfíð veikindi Sigga, sérstaklega síðasta áratuginn, vom honum þungur róður, en þar sýndi sig kjarkurinn og seiglan. Hann hafði sig upp úr þeim aftur og aftur, möglunarlaust og án þess að kvarta. En fastur og vís þáttur lífsins, dauðinn, hefur nú bankað á dymar, Siggi kvaddi með reisn og æðru- leysi, eins og honum var líkt. Með tár á vanga og harm í hjarta kveðj- um við Sigga með söknuði, ekkja hans, Sigríður, bömin fímm, tengdabörn, bamabörn og aðrir - ættingjar. Með gleðiblöndnum minningum frá liðinni tíð höldum við nú áfram göngu okkar til þess sem koma skal. Drenglyndi Sigga og æðruleysi er okkur góð fyrirmynd, kjarkur hans og seigla til eftirbreytni. Megi minn- ingamar um góðan dreng vera okk- ur, bömunum okkar og öðmm gott veganesti um ókomna framtíð. Við sendum fjölskyldu Sigurðar, öllum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd tengdabarna, Sveinn Geir Siguijónsson. Á morgun er til moldar borinn ástkær föðurbróðir minn, Sigurður Sveinsson, eða Siggi frændi eins og við systkinin kölluðum hann. Siggi frændi er annar af sjö systkinum sem kveður þennan heim. Eftir fráfall föður míns reyndist Siggi og hans ágæta kona, Sigríð- ur, fjölskyldu mini ómetanleg stoð. Þegar ég hugsa til æskunnar þá em það ófáar gleðistundimar sem við systkinin áttum á heimili Sigga og Sigríðar eða í bíltúrum og veiðiferð- um með þeim. Fyrir níu ára feimna telpuhnátu, sem ekki vildi vera hvar sem er, var heimili þeirra yndislegt. Þar var alltaf glatt á hjalla og gest- kvæmt að sama skapi. Mig langar fyrir hönd okkar systkinanna á Litlalandi að þakka þér, elsku Siggi, fyrir allar þær fjölmörgu gleðistund- ir sem þú gafst okkur systkinunum á æsku- og unglingsámm okkar. Elsku Sigríður, Sigurveig og aðr- ir aðstandendur, við systkinin send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd systkinanna á Litla- landi, Halla Jörundardóttir. Sigurður föðurbróðir minn lifði sína bemsku og æskuár að Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri. Þó að Álftaverið væri lítil sveit, var fjöl- menni á flestum bæjum og börn og unglingar áttu víða sína jafnaldra, en þar hefur þó orðið breyting á, sem víða í sveitum landsins. Sveitin var þéttbýl og stutt milli bæja, fé- lagslíf var því mikið og fjömgt, ásamt því að náið samstarf og sam- hjálp var meðal sveitunga. Á Þykkvabæjarklaustri var kirkja og þar messað reglulega, og komu þar flestir sveitungar samari, mál rædd og veitingar þegnar. Farskóli var þar einnig fyrir nágrannabæi og oft glatt á hjalla. Amma Hildur, móðir Sigurðar, var ljósmóðir sveitarinnar, en oft var hún einnig kölluð til ef fæðing gekk illa, jafnt hjá dýrum sem mönnum. Langt var til læknis og vann hún oft ýmis læknastörf. Við þessar aðstæður ólst Sigurður upp og tamdi sér þessa samhygð og var það hans aðal að vera ætíð boðinn og búinn til hjálpar mönnum og málleysingjum, hrókur alls fagn- aðar og félagslyndur. Systkinin voru sjö og var Sigurð- ur í miðjunni hvað aldur snerti. Eins og algengt var þurftu börn að vinna við búskapinn strax og þau uxu úr grasi, og féll það í hlut Sigurðar að vera áfram við búskapinn eftir að flest systkinin vom flutt að heim- an. Árið 1945 flutti fjölskyldan frá Þykkvabæjarklaustri að Skeggja- stöðum í Mosfellssveit. Þar stundaði Sigurður búskap, ásamt foreldrum sínum, í fímm ár, en jafnframt vann hann á jarðýtu við að bijóta land til ræktunar, vegagerð og byggingu annarra mannvirkja. Á þessum tíma, rétt eftir stríðið, var hann einn af frumkvöðlunum í stjórnun stór- virkra vinnuvéla og tók þátt í þeirri tæknibyltingu sem gjörbreytti þjóð- félaginu. Lengi vel man ég eftir Sigurði sem eina bíleigandanum í Ijölskyldunni, og var það mikil hátíð þegar eitthvað var farið í ,Sigga- bíl“, hvort sem það var með honum eða bíllinn fenginn að láni. Á þeim tíma var annars farið með rútu upp að Grafarholti að heimsækja ömmu og afa í Pétursborg, með rútu aust- ur í sveit til Steinu frænku eða strætó um borgina. Sigurður nam rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson hf. og aflaði sér síðan meistararéttinda í þeirri grein. Árið 1956 stofnaði hann, ásamt nokkrum starfsfélögum, raf- verktakafyrirtækið Rafver hf. Þar starfaði hann síðan á meðan starfs- þrek entist, og var samstarf þeirra félaga með miklum ágætum og sam- skipti öll við viðskiptamenn. Unnið var við almenn rafverktakastörf, fyrst og fremst þjónustu og viðhald. Þegar fram leið heltust stofnfélagar úr lestinni, en Sigurður, ásamt þeim bræðrum Einari og Jóni Ágústsson- um, héldu samstarfinu áfram. Það var ekki aðeins að þarna væri um samstarfsmenn að ræða, heldur ríkti með þeim mikil og einlæg vinátta. Þegar Sigurður fann starfsþrek sitt fara þverrandi, seldi hann félögum sínum sinn hlut, en hafði þó áfram hjá þeim starfsaðstöðu og kom til vinnu þegar heilsa leyfði og honum hentaði, þar til fyrir einu ári að hann hætti alveg störfum að eigin ósk. Árið 1959 var mesta gæfuár í lífi Sigurðar, er hann hóf sambúð með eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Magnúsdóttur, og á því sama ári eignuðust þau dótturina Sigur- veigu. Með þessu gekk Sigurður í föðurstað fjórum börnum Sigríðar frá fyrra hjónabandi. Þetta varð hans mesti auður og auðna, og varð hann þama sannarlega pabbi þeirra og síðar afi fímmtán barnabama og langafí sjö barnabamabama. í afahlutverkinu naut Sigurður sín vel, enda barngóður og skilningsrík- ur á þarfir litla fólksins. Heimili Sigurðar og Sigríðar á Hjallavegi var opið öllum vinum og vanda- mönnum, og gestrisni mikil og alltaf góðar veitingar fram reiddar. Oft var kátt á hjalla í afmælisveislum, enda mikið söngfólk í ætt þeirra beggja. Minnist ég þess fyrir tutt- ugu árum, þegar ég varð stúdent, sama dag og Sigríður varð fímm- tug, að eftir stúdentsveislu á mínu heimili var farið í afmæli til Sigríð- ar og var þar mikið fjör og alveg við hæfi við stúdentafögnuð. En vinarþel er ekki bara glaumur og gaman, þau hjónin voru líka sam- taka í því að fylgjast með öldruðum nágrönnum sínum, jafnt sem ætt- ingjum, og veita þeim liðsinni og umönnun. Ef eitthvað bjátaði á voru þau fyrst manna til þess að bjóða fram aðstoð sína og umhyggju, og lét Sigurður ekki staðar numið fyrr en viðunandi lausn fékkst á þeim vanda sem við gat verið að glíma. Sigurður átti við hjartasjúkdóm að stríða og var oft illa haldinn. í apríl 1985 fór hann í aðgerð til London, sem tókst mjög vel, og átti hann eftir það mjög góð ár. Upp á síðkastið voru veikindin þó farin að ágerast aftur, og fyrir lá að á næst- unni ætti hann að fara í nákvæma rannsókn. Þessi veikindi voru þess eðlis, að hann var ávallt við því búinn að lífið gæti slokknað fyrir- varalítið. Með þessu var lifað fyrir augnablikið, og þakkaður hver dag- ur sem hann fékk að vera með fjöl- skyldu sinni og eiginkonu, og endur- speglaðist þetta í kærleika þeirra í miili. Það er í raun merkilegt hvern- ig þessi hávaxni maður bar með sér ákveðinn frið og fögnuð, sem maður skynjaði. Þetta þakklæti fyrir lífíð kom fram í óvenjulegum ræktunará- huga hans. Það sást best á þeim áhuga hans á því að koma ungviði til, hvort sem um uppeldi tijáplantna af fræi var að ræða, ræktun silunga- seiða og síðast en ekki síst í um- hyggju hans fyrir ungviði fjölskyld- unnar. Tveim vikum fyrir andlát Sigurð- ar hittust systkinin uppi í Skorradal í sumarbústað foreldra minna og áttu þar góða helgi. Þeir bræður, eiginkonur og systur, sátu þar fram á nótt og ræddu saman, og veit ég að þessi helgi er og verður mikils virði fyrir pabba, enda hafði hann á orði að nú væri svo komið á aldurs- skeiði þeirra, að spurning væri um hve lengi væri hægt að ná þeim saman. Þó að þetta yrði að áhríns- orðum, gat engum til hugar komið að svo snöggt yrði um eitthvert þeirra, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Meðal systkina Sigurðar er nú skarð fyrir skildi og verður hans sárt saknað, en sorginni verður þó yfírsterkari minning um góðan dreng. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur sendi ég og fjölskylda mín Sigríði og fjölskyldu og föður- systkinum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Óskar Einarsson. Þegar ég minnist elskulegs tengdaafa míns Sigurðar Sveinsson- ar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða honum síðastliðin 16 ár, því manni eins og Sigga afa kynnist maður ekki nema einu sinni á ævinni. Siggi afi var í mínum huga mikill maður sem kunni að sýna ástúð og um- hyggju. Ást hans og umhyggja fyr- ir Siggu ömmu og okkur öllum í fjölskyldunni náðu út fyrir allt, vel- ferð okkar gekk fyrir hans eigin heilsu, enda búum við að slíkri umþyggju alla ævi. Ég lærði margt af honum Sigga afa, hans stóri faðmur stóð mér allt- af opinn frá upphafí og lífsspeki þeirra Siggu ömmu og Sigga afa var sú að við ættum öll að vera góð hvert við annað. Það er margt sem kemur upp í huga manns þegar maður kveður góðan mann, hann var ávallt sá klettur sem var til stað- ar og innan handar ef eitthvað bját- aði á, alltaf reiðubúinn að hjálpa. Hún Sigga amma er mér einkar kær, enda nýt ég ávallt hennar ást- úðar. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst fólki eins og Siggu ömmu og Sigga afa, sem voru vel liðin af öllum sem til þekktu. Ég er þakklát fyrir að eiginmaður minn fékk að mótast í slíku umhverfi sem ríkti hjá þeim hjónum. En nú er komið að leiðarlokum, öllu er afmörkuð stund. Því vil ég þakka Sigga afa allan þann velvilja, umhyggju og elskulegheit við mig alla tíð. Minningin um einstakan tengdaafa, vin og langafa sona minna mun fylgja mér um ókomin ár og verða ljós í lífi okkar allra. Elsku Sigga amma og fjölskyldan öll, guð veri með okkur og styrki á sorgarstund. Blessuð sé minning Sigurðar Sveinssonar. Bryndís S. Halldórsdóttir. Þegar fjölskyldan sameinaðist og hver hughreysti annan á þeirri sorg- arstund, þegar hann afí minn and- aðist, þá streymdu yfír mig allar þær dýrmætu minningar sem ég á- um hann. 011 þau forréttindi sem ég fékk sem ungur drengur að al- ast upp hjá ömmu og afa á Hjalló, hjá manni eins og honum, sem gaf mér allan þann kærleik, ást og umhyggju sem einn maður getur veitt. Hann var mér ekki bara afi, held- ur líka ráðgjafi alla tíð, meistari í iðn minni og mikill félagi, og í raun var hann mér alla tíð sem faðir. Afi vareinstaklegajafnlyndur, kær- leiksríkur og ráðhollur öllum þeim sem hann þekktu, sama hvort það voru vinir eða venslafólk. Þessir góðu eiginleikar hans endurspeglast svo oft þegar ég hitti gamla félaga hans á förnum vegi, allir sem einn bera hlýjan hug til þessa manns. Nú þegar hann afi minn kveðjur vil ég þakka honum allar þær dýr- mætu og ógleymanlegu stundir sem í minningunni munu fylgja mér um ókomna ævi. Söknuðurinn er sár, ég bið guð að styrkja ömmu mína sem og okkur öll, sem syrgjum hann. Hvíl í friði, elsku afi. Friðgeir Jónsson. Á morgun verður til moldar bor- inn Sigurður Sveinsson. Þegar frétt- in um andiát hans barst varð sorgin þung í bijóstum okkar. Hann var farinn hann Siggi frændi. Minning- amar um uppáhaldsfrændann okkar streymdu fram og efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þennan góða mann. Okkur er ógleymanlegt þegar Siggi og Sigga komu með Sigur- veigu frænku í sveitina þegar við vorum litla telpur. Ástúðin og hlýjan sem einatt streymdi frá þeim var alveg einstök. I minningunni er eins og alltaf hafi skinið sól þessa daga og geislamir sem hana umlykja teygja sig í gegnum árin sem við höfum átt með Sigga. Seinna þegar leiðir okkar lágu til Reykjavíkur til náms, bjuggum við skammt frá heimili Sigga og Siggu á Hjallaveg- inum. Heimili þeirra var okkur alltaf opið og sóttum við þangað oft. í hugum okkar var það staður kær- leika og hlýju og var ávallt eins og við væmm að koma heim til okkar þegar þangað kom. Nutum við þar ekki eingöngu góðvildar og hjálp- semi Sigga heldur og allrar hans fjölskyldu sem lét okkur alltaf finnast eins og við væmm einar af þeim. Einn vetur hýsti hann tvo hesta fyrir okkur og fómm við oft upp í hesthús með honum. Hann hafði einstakt lag á dýrunum og lík- lega kynntumst við Sigga best við gegningar og útreiðar. Það var ein- stakt að skynja þá gagnkvæmu virð- ingu sem átti sér stað á milli manns og hesta. Siggi átti lengi við erfiða heilsu að stríða. Margoft hefur staðið tæpt og fjölskyldan horfst í augu við al- varleika lífsins. En viljastyrkurinn og trúin á lífíð, styrkur og ástúð ástvina hans og samheldni fjölskyld- unnar hefur hjálpað honum í gegn- um hveija raun. Það var ógleyman- leg sjón fyrir tveimur ámm þegar Siggi mætti með alla fjölskylduna á ættarmót afkomenda afa síns og ömmu frá Hlíð í Skaftártungu. Það var stór og fríður hópur og bama- börnin komu langa leið til að gleðja afa sinn. Það var ekki af ástæðu- lausu sem stoltið skein af honum frænda okkar þá. Farinn er yndislegur eiginmaður og vinur, faðir, fósturfaðir og afí. Góður Guð styrki Siggu og alla fjöl- skylduna í sorg þeirra. Eftir lifir minningin sem er okkur öllum svo dýrðmæt. Sigurveig Þóra og Hildur. Mig setti hljóðan og varð fátt um mál þegar mér var tilkynnt um lát vinar míns og fyrrum starfsbróður, Sigurdar Sveinssonar. Ég sá hann fyrst þegar hann mætti til vinnu hjá Bræðrunum Ormsson fyrir rúm- um fjörutíu árum, hjá því fyrirtæki unnum við saman í nokkur ár. Árið 1956, hinn 12. maí, stofnuðum við Sigurður fyrirtækið Rafver hf. ásamt þeim bræðrum Einari og Jóni Ágústssonum, Guðmundi Hansen og Þórði Þorvarðarsyni, en hann hvarf frá fyrirtækinu rúmu ári síðar. Við fundum fljótlega að þröngt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.