Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 31

Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 31 var orðið um okkur í skúmum á lóð foreldra minna á Holtsgötu 41 og fluttum því reksturinn í Einholt 6 þar sem við vorum allar götur síðan þar til við fluttum í eigið húsnæði í Skeifunni 3e og f, árið 1966. Guð- mundur Hansen lést árið 1962. Fyr- ir örfáum ámm seldi Sigurður sinn hlut í Rafveri en hélt þó áfram starfí að hluta til þar til hann hafði lokið dagsverki sínu. Sjálfur hvarf ég að öðrum störfum og seldi því minn hlut. Húseignin er aðskilin frá fyrir- tækinu og sá Sigurður gjarnan um ýmsa hluti varðandi hana fyrir okk- ur félagana. Hann hafði þann eigin- leika að ná vel til manna og vera hleypidómalaus í garð annarra og var því vinsæll meðal sameigenda sinna í Húsfélaginu Skeifunni 3. Hann var hamhleypa til verka og þar var ekkert lát á fyrr en fyrir rösklega áratug að hann kenndi sjúkdóms. Eftir hjartauppskurð gerði hann allt til þess að ná upp þreki og tókst vel og vann fullan vinnudag eftir það þar til annar sjúkdómur sótti að. Óhætt er að fullyrða að gott lundarfar Sigurðar hjálpaði honum mikið í hremming- um sínum, en hann var maður sem kunni að stjórna skapi sínu og fínna lausnir á hveiju máli, sá sem þetta ritar hefur oft sannreynt það. Sig- urður hafði ákveðnar skoðanir og fylgdi þeim fast eftir enda vel máli farinn og hafði alltaf þekkingu á því viðfangsefni sem um var að ræða. Sigurður var kvæntur Sigríði Magnúsdóttur, mannkosta- og gæðakonu. Þegar þau kynntust var hún ekkja með fjögur ung böm, það elsta rétt að byija sitt grunnskóla- nám. Hann reyndist þeim góður faðir og talaði aldrei um þau sem stjúpbörn, heldur voru þetta börnin þeirra Sigríðar og hans. Saman eignuðust þau eina dótt- ur. Börnin þeirra hjóna hafa öll komist vel til manns og hópurinn stækkað með barnabömum og barnabarnabömum. Það var gott að heimsækja þau hjón enda var gestrisni í hávegum höfð á heimili þeirra. Það sem einkenndi Sigurð öðru fremur var umhyggjusemi, hjálp- semi og greiðvikni. Þessir þættir í fari hans komu engu síður fram á verkstæðinu en heimili hans. Jafnt í verklegum fræðum átti Sigurður það til að leiðbeina þeim nemum, sem ekki rötuðu alitaf réttan veg í frumskógi lífsins, í rétta átt. Okkur Sigurði varð strax vel til vina, og eins og fólki sem farið er að fella af, þá notuðum við mikið símann til að spjalla saman. Hann fylgdist vel með öllum landsmálum sem og heimsbyggðinni allri. Eg kveð vin minn með virðingu og þakklæti fyrir að hafa kynnst - h+1 Krossar é leiði I viSarlitog málaSir Mismunandi mynsnjr, vönduð vinna. Simi 91-35929 oq 35735 Blómastofa Fnðfinris Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öii tílefni. Gjafavörur. MINNINGAR honum um leið og ég votta fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúð. Haraldur Hermannsson. Sigurður Sveinsson er nú allur, og er skarð fyrir skildi. Síðasta glím- an við manninn með Ijáinn var snögg en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 4. september sl. Siggi hafði marga hildi háð um dagana og þurfti oft að takast á við alvarleg veikindi en hafði ávallt betur þar til nú. Það mun hafa ver- ið honum að skapi að taka örlögum sínum heima í faðmi ástvina. Sporaslóðir okkar Sigga lágu saman eftir að fjölskylda hans flutti búferlum úr Skaftárþingi að Skeggjastöðum i Mosfellssveit 1945. Hann féll strax vel að hópi jafnaldra sinna og honum var tekið fagnandi svo sem var um þau systk- inin öll. Siggi var hægur í fasi og fámáll en lundin traust með ívafí dillandi glettni. Hann gaf hvergi hlut sinn, var þéttur á velli og talinn með sterkustu mönnum, enda mót- aður af ættemi sínu og uppruna. Óvíða hafa náttúruöflin lagt meira á fólkið hér á landi en í Skaftafells- sýslu. Þar er víðátta sandanna og hafnalaus ströndin; beljandi jökul- vötn og náttúruhamfarir, er hafa gert öll ferðalög og aðdrætti að þrekraunum fyrir menn og skepnur. Annars hafa glöggir menn lýst Skaftfellingum á þann veg að þeir mega vel við una. Þeir eru taldir manna kurteisastir, tillitssamir og vel treystandi í orði og verki. Sigurð- ur Sveinsson var búinn þessum mannkostum og þess naut ég í löngu og farsælu samstarfí við hann og fyrirtæki hans. Siggi eignaðist eina dóttur með eiginkonu sinni Sigríði Magnúsdótt- ur og fósturbörnin vom fjögur. Kærleikar miklir vom með Sigga og börnunum. Heimilið var hans helgireitur, og þar naut hann sín vel í návist við garðinn, húsið og ekki síst eiginkonuna, bömin og afkomendur. Að leiðarlokum vil ég þakka Sig- urði Sveinssyni samfylgdina og samstarfíð, sem hann rækti með drengskap og tryggð. Aðstandend- um votta ég innilega samúð, og megi lendingin verða góð handan móðunnar miklu. Minningin lifír. Jón M. Guðmundsson. Okkar góði og gamli vinur er genginn á vit feðranna, mjög óvænt, en samt sem kunnugir máttu um langan tíma raunar búast við sakir hans langvarandi sjúkleika. Okkur hjónin langar til að senda Sigurði litla kveðju og þakka honum fyrir mjög góð kynni. Siggi hafði einstaklega stóran faðm, sem best geta vitnað um stjúpböm hans fjögur, sem ólust upp hjá honum með hans konu og móð- ur þeirra, Sigríði Magnúsdóttur frá Bæ í Króksfírði og er ekkja eftir Friðgeir Sveinsson frá Sveinsstöð- um í Dölum. Hlýjan hans Sigga var alveg einstök. Alltaf sama prúða jafnaðargeðið. Sama hvort baslað var við járningar hrossa, en hann hafði áður fyrr gaman af hesta- mennsku, eða hverslags vandamál sem að steðjuðu, sem eðlilega hljóta að koma upp á langri lífsleið. Alltaf sama æðruleysið. Aldrei hallað orði á neinn. Það er virkilega Guðs þakk- ar vert að hafa fengið að kynnast slíkri manngerð og vissulega bæt- andi. Það er söknuður að slíkum manni. Við gætum minnst svo margs, en látum vera, og geymum með okkur góða minningu. Siggi hlýtur að hvíla í friði og fá góðar móttökur. Blessuð sé hans minning og blessun fylgi hans nán- ustu og styrki. Ólöf og Haraldur. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ALDÍS PÁLSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést að kvöldi 8. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og systir, EDDA BORG STÍGSDÓTTIR, Strom Terrasse 20B 3046 Drammen, Norge, lést miðvikudaginn 7. september á sjúkrahúsi í Drammen, Noregi. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Magnús Óskar Magnússon, Gerður Ósk Magnússon, Herdís Erla Magnúsdóttir, Jóakim Magnús Tómasson, Jón Stígsson, Heimir Stígsson, Dagbjartur Stígsson, Þórhallur Stígsson. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma, MARIE ERNA WILHELMINE KNOOP, Lyngbraut 9, lést 30. ágúst á Garðvangi, Garði. Útför hennar fór fram 6. september frá Útskálakirkju. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Garðvangi. Úrsúla Magnússon, ívar Magnússon, Friðrik Ö. íyarsson, Anna D. Garöarsdóttir, Guðjón T. ívarsson, Erla Elísdóttir, Magnea M. ívarsdóttir, Jón R. Ólafsson, Óskar ívarsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Lokað Rafver hf., Skeifunni 3e og f, verður lokað eftir hádegi mánudaginn 12. september vegna útfarar SIGURÐAR SVEINSSONAR. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁMUNDA EYJÓLFSSONAR húsasmfðameistara, Hamarsbraut 12, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. september kl. 13.30. Gunnar Ámundason, Auður Skúladóttir, Ingólfur Halldór Ámundason, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ástkæru móður okkar, HILDAR E. FRÍMANN, Hamraborg 32, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju 13. septem- ber. kl. 13.30. Gisli Ásgeirsson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Kristín Ásgeirsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar og mágs, ÓLAFS ÓLAFSSONAR vélstjóra, Snælandi 5. Ásta Ó. Beck, Gyða Ólafsdóttir, Gunnar H. Ólafsson, Ása Ingvarsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóð- ur, dóttur, ömmu og systur, GUÐRÚNAR MATTHÍASDÓTTUR, Maríubakka 26, Reykjavik. Matthías Gíslason, Erlen Jónsdóttir, Stella Gréta Gísladóttir, Ta-Lee Thomsen, Gunnar St. Gíslason, Sunna Árnadóttir, Guðrún Kortsdóttir, barnabörn og systkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkur, tengdaföð- ur, afa og langafa, SIGURJÓNS JÓNASSONAR, Ólafsvegi 10, Ólafsfirði. Bjarney Bjarnadóttir, Kristjana Sigurjónsdóttir, Magnús Sigursteinsson, Bjarni Sigurjónsson, Sigríður M. Jóhannsdóttir, Jónas Sigurjónsson, Hallfríður Einarsdóttir, Sigriður Olgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma, langamma og vinkona, JÓNBORG SIGURÐARDÓTTIR, Fellsmúla 2, Reykjavík, er lést 4. september, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. sept- ember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Sigurður Pétur Högnason, Elín Jóhannesdóttir, Einar Högnason, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigrún Högnadóttir, Jón Á. Stefánsson, Hilmar Högnason, Ágústa Þórisdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn, barnabarnabörn, Guðmundur Þorgrfmsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.