Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + móðir okkar, Astkær eiginkona mín, tengdamóðir og amma, ÁRNÝ RUNÓLFSDÓTTIR, Njörvasundi 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. septemberkl. 10.30. Vilhjálmur Þorbjörnsson, Frímann S. Vilhjálmsson, Guðný Gunnlaugsdóttir, Eyþór Vilhjálmsson, Guðlaug Ársælsdöttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, OLAV MARTIN HANSEN, offsetprentari, Skipholti 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kristskirkju Landakoti þriðjudaginn 13. september kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort styrktarsjóðs Sophiu Hansen, Börnin heim, sími 684455. Guðrún H. C. Hansen. W£§0^ . 'i m « ' :-*J- • + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móöur, dóttur, tengdadóttur og systur, GERÐAR BERGSDÓTTUR GÍSLASON, Birkihlíð13, Reykjavík. Sórstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans fyrir góða umönnun íveikindum hennar. Gfsli Gestsson, Ragnheiður Gisladóttir, Bergur Gestur Gíslason, Ingibjörg Gfslason, Bergur G. Gíslason, Lfney Bentsdóttir, systur og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa, langafa, bróður, mágs og tengdasonar, SIGURÐARARNAR HJÁLMTÝSSONAR, FannafoldlO, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks blóðskilunardeildar og derldar 14G Landspítalanum Erna Árnadóttir Mathiesen, Árni Matthías Sigurðsson, Eygló Hauksdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Hjálmtýr Sigurðsson, Hraf nhildur Sigurðardóttir, Svava E. Mathiesen, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og makar. Friðbjörn Björnsson, Helga G. Guðmundsdóttir, Lárus Bjarnason, SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Svæðisskrifstofa málefna fatlaöra í Reykjavík verður lokuð eftir hádegi þriðjudaginn 13. september vegna minningarathafnar um Jóhann Pétur Sveinsson. Lokað Lokað eftir hádegi á morgun, mánudaginn 12. september 1994, vegna jarðarfarar SIGURÐAR SVEINSSONAR, ratvirkjameistara. Eldverk hf., Ármúla 36, Reykjavík. RAGNAR ÞORSTEINN STEFÁNSSON + Ragnar Þorsteinn Stefáns- son í Freysnesi í Öræfum fæddist í Hæðum í Skaftafelli 22. júní 1914. Hann lést á heim- ili sínu 1. september 1994. Hann var bóndi í Skaftafelli og þjóð- garðsvörður þar 1967-1987. Utför Ragnars var gerð frá Freysnesi í gær. Jarðsett var í Skaftafelli. HANN var fæddur í Skaftafelli 22. júní 1914, jafnaldri minn og vinur. Við hittumst í fyrsta skipti síðla vetr- ar árið 1968. Þá var ég undirritaður á ferðalagi um Austfirði og Austur- Skaftafellssýslu, við umferðar- fræðslu, á vegum svokallaðrar „Hægrinefndar" sem stofnuð var vegna breytingar á umferðarreglum. Þá var akstur á götum færður af vinstri vegarhelmingi, yfir á hægri vegarhelming. Þetta ár var á margan hátt merki- legt ár i sögu landsins og eitt af merkilegri árum í mínu lífi. Þá kom ég í fyrsta skipti í þá stórbrotnu og fallegu Öræfasveit. Þá hitti ég í fyrsta skipti Ragnar Stefánsson, sem þá var nýlega orðinn þjóðgarðsvörður í nýstofnuðum þjóðgarði á fyrrver- andi ættarjörð hans og systkina hans: Jóns, Benedikts og Guðlaugar. Ríkið keypti 70% af jörðinni undir þjóðgarð árið 1967 en 30% voru áfram í eigu Ragnars, þar með Freys- nes. Ragnar var þá fyrir nokkrum árum kvæntur seinni konu sinni, Laufeyju Lárusdóttur frá Svínafelli í sömu syeit, og áttu þau barnunga dóttur, Önnu Maríu, sem ber nafn fyrri konu Ragnars. Jón, bróðir Ragnars, bjó þá með honum á jörð- inni. Jón var ljúflingur og snillingur í höndum og hvers manns hugljúfi. Þessu fólki átti ég eftir að kynn- ast nánar, sem hér skal greina frá. Ég var staddur þarna í Öræfum þeirra erinda, sem áður getur. Var mér tjáð að hreppsnefndin þar vildi fá því framgengt að gæslumaður yrði ráðinn í þjóðgarðinn til aðstoðar þjóðgarðsverði, vegna væntanlegs fjölmennis sem myndi heimsækja staðinn. Var ég spurður hvort ég myndi vilja taka slíkt að mér, ef fjár- munir fengjust til greiðslu á starfinu. Ég gaf jákvætt svar og kvaðst svo bíða eftir frekari fréttum Ég var þá hættur lögreglustörfum. Áður en langt leið fékk ég beiðni um að taka starfið að mér, og loforð mitt stóð. Ég réðst því sem fyrsti gæslumaður í þjóðgarðinn, sumarið 1968. Ég bjó hjá því ágæta fólki sem áður er nefnt og var starf mitt og dvöl mér til ánægju og heilsubótar. Ég verð að segja að samstarf mitt og Ragnars þjóðgarðsvarðar var eins og best varð á kosið og einnig dvölin hjá þessu góða fólki. Ragnar var öðlingur, mjög vel gefinn og fróður maður um sögu lands og þjóðar. Mér líkaði vel við samstarfið og man ekki til að okkur yrði sundurorða í þau sex sumur sem ég var undir hans stjórn. Starf okkar beggja, var raunveru- leg frumraun, vegna þess að ekki var til neitt raunverulegt skipulag af þjóðgarðinum þá í byrjun heldur kom það smátt og smátt, og er víst alltaf í mótun. Margir réðu því starfi og ekki voru allir á sama máli. Þetta skapaði ýmiskonar óþægindi þessi ár sem ég starfaði þar. Þessi orð mín áttu að vera minn- ingargrein um minn látna vin sem ég dáði mjög, vegna mannkosta og samvinnulipurðar. Auk þess var hann mikill hagleiksmaður eins og margir ættfeður hans og skyldmenni. Hann var einnig mikill geðprýðismaður. Ég hygg að ef Ragnar hefði notið æðri menntunar, þá hefði hans hugur staðið til einhvers konar vísinda- starfa. Einhver kann að hugsa sem svo, það er naumast að maðurinn sem þetta ritar er uppi í skýjunum. Má vera að svo sé en Ragnar var sjálfur ekki upp í skýjunum því látlausari mann var vart hægt að finna, en hann hafði ákveðnar skoðanir. Ég tel mig hafa verið lánsaman að kynn- ast Ragnari og hans fólki. Eftir að Ragnar hætti störfum sem þjóðgarðsvörður, byggðu þau hjón íbúðarhús í landi Freysness, sem var þeirra eign. Gamalli eyðijörð í landar- eign Skaftafells utan þjóðgarðs sem nú kallast á skýrslum Skaftafell n. Þar byggðu þau hjón, ásamt Önnu dóttur sinni og tengdasyni, Jóni Benediktssyni, hótel og veitingahús sem heitir Hótel Skaftafell. Þau hjón, Anna og Jón, sjá um rekstur hótels- ins, með miklum myndarbrag - og dugnaði. Gengur það fyrirtæki mjög vel og er gestkoma mikil allan ársins hring, þó sérstaklega á sumrin. Ég kom þar í byrjun júní í sumar ásamt Bjarna syni mínum og sonardóttur og nutum við þar gestrisni þessara vina minna. Það var brátt um frá- fall Ragnars vinar míns. Hann skrapp út að tína ber skammt frá heimili sínu en Laufey kona hans gekk út til að kalla á hann í hádegis- mat. Hann gekk áleiðis til móts við hana en féll niður á leiðinni og var örendur er að kom. Heilsu hans hafði hrakað að und- anförnu. Margur maðurinn hefur óskað sér að mega kveðja heiminn á þennan hátt. Ragnar var náttúrubarn og hann féll í faðm fósturjarðar sinnar á dauðastund í eiginlegum skilningi. Er til æskilegra eins og heilsu hans var háttað? Ragnars er sárt saknað af fjöl- skyldu og vinum. „Eitt sinn skal hver deyja." Mér kemur oft í hug t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarþel við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS EINARSSONAR frá Urriðafossi, Hraunbœ 15, Reykjavík. Halldóra Jónsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Bjarni Reynarsson, Einar Einarsson, Hrönn Albertsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Kristmundur Ásmundsson, Jón Helgi Einarsson, Dagmey Valgeirsdóttir og bamabörn. ^^^-w\ LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 vísa skáldsins Bólu Hjálmars. Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannske í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndargjöld. Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og ættingja. Þakklæti til hins látna fyrir einlæga og gefandi vináttu. Guð yeri með sálu hans. Ólafur Guðmundsson, fyrsti landvörður í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Árið 1974 sáum við í fyrsta sinn Ragnar Stefánsson bónda að Hæðum og þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Þá stóð yfir undirbúningur að víðtækri landvörslu og skipulagi á þjónustu við ferðamenn í þjóðgarðinum. Und- irbúningsfundur var haldin að Hæð- um snemma vors 1974. Á þann fund voru mættir fulltrúar frá Náttúru- verndarráði og við verðandi landverð- ir ásamt Ragnari og ýmsum öðrum. Fram til þessa hafði ferðamanna- straumur í þjóðgarðinn verið lítill og nokkuð jafn frá ári til árs vegna ein- angrunar staðarins. Þetta vor var nýlokið við að brúa árnar á Skeiðar- ársandi og því greið leið fyrir fyrir ferðamenn að komast í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Ósnortin náttúra hans gat því orðið fyrir miklum spjöllum, ef verndun hennar væri ábótavant. Á áðurnefndum fundi var höfuð- áhersla lögð á skipulag verndunar og þjónustu við ferðamenn. Okkur er minnisstætt hlutverk Ragnars á þessum fyrsta fundi. Menn viðruðu hugmyndir sínar sem ekki féllu alveg hver að annarri. Margar þær hug- myndir að verndun voru mjög strang- ar og hefðu gert ferðamönnum erfitt um vik við náttúruskoðun. Þarna sat Ragnar, þessi hvíthærði höfðingi, og hlustaði á rökræður manna, en lagði síðan fram sína hugmynd. Á meðan þögn hans stóð hafði hann greinilega fundið lausn sem allir gátu sætt sig við og var að mati allra sú skynsam- legasta. Á þessum fundi komu vel fram margir eiginleikar Ragnars. Ragnar hafði þann hæfileika til að bera að geta sætt sjónarmið náttúr- verndar og ferðaþjónustu. Þrátt fyrir yfirvofandi röskun á daglegu lífí í Skaftafelli og náttúru þess horfði hann fordómalaus til framtíðar og gladdist yfir áhuga ferðamannsins á landinu. Þekking Ragnars á sögu íslands og þá sérstaklega Skaftafells var mikil. Hann hafði unun af því að segja frá sögu staðarins, bæði af mannfólkinu og náttúrunni. Svo samofinn var hann stórfenglegri náttúru Skaftafells að hann sá minnstu breytingar sem urðu á henni. Ragnar var myndarlegur maður, hæglátur og hæverskur. Lífsskoðun hans og sjónarhorn lýstu miklu inn- sæi og víðsýni og hve sáttur hann var við lífið. Gestrisni þeirra hjóna Ragnars og Laufeyjar var einstök. Oft var mjög mannmargt á þeirra heimili, kostgangarar og næturgestir komu og fóru. Allir voru velkomnir. Við höfum notið gestrisni þeirra í ríkum mæli og átt margar mjög ánægjulegar stundir með fjölskyld- unni á síðastliðnum tuttugu árum. Innlendir sem erlendir gestir hafa Iagt leið sína í Skaftafell og að bæ þeirra, Hæðum, og nú í seinni tíð að Freysnesi. Éðlilegt framhald af slíkum samskiptum var víðtækari þjónusta við ferðamenn. Þau hjónin, dóttir þeirra Anna og tengdasonur Jón, hafa byggt upp glæsilega að- stöðu fyrir ferðamenn að Freysnesi. Þó svo Ragnar talaði lítið um per- sónuleg mál sín, var það auðheyrt á tali hans að hann var mjög ánægður að geta dvalist á efri árum í sinni sveit og notið samvista við sína fjöl- skyldu og þá sérstaklega dótturdæt- urnar. Á þessari kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar. Eft-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.