Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 38
OÞ 38 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Lbttu eMkJÍ V-*v þí5... beirQeta. ) Ooi9(Xbra.ö2r^ / —r~^ //•«/ Grettir BREF TIL BLAÐSINS Kringlanl 103Reykjavík • Sími691100 • Símbréf 691329 Fjölmiðlar og kraftaverk Frá Ragnarí Gunnarssyni: MIKIL umræða hefur átt sér stað manna á meðal og í fjölmiðlum í kjölfar samkomunnar með Benny Hinn. Meginspurningin virðist vera sú hvort kraftaverk hafi orðið í Kaplakrikanum umrætt kvöld. Sumir eru sannfærðir, aðrir hafa enga trú á að svo hafi verið og tala um loddaraskap og svik. Enn aðrir hafa óttast afleiðingarnar og höfðu meiri áhyggjur af þeim sem fengu lækningu sinna meina en hinum sem enga lækningu fengu. Umræðan snýst um kraftaverk. En hvað er kraftaverk? Flestir líta á kraftaverk sem guðlega eða yfir- náttúrulega íhlutun þannig að sjúk- dómur og líkamlegt, sálrænt eða andleg mein hverfur eða breytist til batnaðar. Sé íólk sammála um að þannig megi útskýra kraftaverk er ljóst að læknisfræðin fjallar ekki um kraftaverk, þó svo margt af því góða sem hún gerir sé að margra mati kraftaverk. Tilvist og starf Guðs og hið yfirnáttúrulega fellur utan þess sviðs sem hefðbundin læknisfræði glímir við. Heimsmynd vísindanna er lokuð og nær aðeins til his mælanlega, sýnilega og sann- anlega. Guð verður því hvorki sann- aður né afsannaður að vísindaleg- um skilningi. Læknar tala um lækn- ingu út frá læknisfræðinni, en tala tæplega um kraftaverk nema þegar þeir eru að tjá persónulega trú sína. Reyndar er viðurkennt af flestum að tengsl eru milli líkamlegs, sál- ræns og andlegs ástands fólks. En tæplega verður það samhengi allt útskýrt vísindalega. Biskup, leiðari DV miðvikudaginn 24. september og fleiri gáfu í skyn eða héldu því fram að aðeins hefði verið um augnabliksáhrif að ræða, e.k. múg- sefjun eða menn hafi verið leiddir í trans, svo vitnað sé í orðaval DV. Sorglegt er ef vantrú manna er völd að því að svo skuli til orða tekið. Trúin talar um Guð, hið yfirnátt- úrulega og kraftaverk. Þá erum við komin inn á það svið mannlegrar tilveru sem fellur utan hefðbund- inna vísinda. Þegar kraftaverk ger- ast játast menn undir þau í trú eða afneita þeim í vantrú og leita ann: arra skýringa á því sem gerðist. í þessu sambandi er athyglisverð grein Einars Þorsteins, Veraldar- vafstur/Er læknisfræðin blind á öðru auganu? sem birtist í Morgun- blaðinu 4. september. Síðustu máls- greinarnar eru til umhugsunar. Umfjöllun um málið misjöfn Fréttir sjónvarpsstöðvanna kvöldið eftir umrædda samkomu Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar telj- ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. voru afar misjafnar. Ástæðan er án efa misjafnar forsendur þeirra sem fjölluðu um atburðinn en ekki sú að fréttamennirnir voru ekki báðir á staðnum. Sú afstaða frétta- manns að með samkomunni hafi verið vaktar falskar vonir hjá fólki og það haft að fíflum í nafni trúar, varð mjög augljós í neikvæðri um- fjöllun hans. Hlutdrægni fjölmiðla birtist í sjónarhorni þeirra, augljós- um skoðunum fréttafólks, frá hverju sagt er og hverju ekki, orða- vali (sem oft afhjúpar fordóma ef grannt er skoðað) og fleiru. Leiðari DV miðvikudaginn 24. ágúst ein- kenndist af sleggjudómum sem byggjast á vélhyggju vísindanna. Undirritaður er sammála því að of einhæf áhersla hafi verið lögð á kraftaverk í kynningu á samkom- unni og að ekki hafi nægilega verið hugsað fyrir stuðningi í lok hennar við þá sem ekki læknuðust. En þó svo samkoman, kynning á henni og framkvæmd hafi ekki verið full- komin, þá var Jesús Kristur þar nálægur fyrir sinn Heilaga anda í því orði sem boðað var og þeim táknum og undrum sem fylgdu. Gott var að lofa Drottinn í þessum stóra hópi og gleðjast yfir því hver sá Guð er sem við trúum á. Orð Guðs var boðað, lifandi og kröftugt. Nokkuð er um að fólk hræðist lækningaprédikara. Sumir hafa fyllst hroka og misnota þá gjöf sem Guð hefur gefið þeim öðrum til gagns. Alls staðar eru fréistingar og hættur, Innan ákveðinna trúar- hópa hafa menn leitað skýringa á því hvers vegna sumir læknast ekki og halda því fram að það sé vegna lítillar trúar. Benny Hinn benti rétti- lega á að hvorki hann (né nokkur annar) veit hvers vegna sumir lækn- ast og aðrir ekki. Eina svarið er náð Guðs, sem enginn getur skilið. Við getum ekki haft Guð í vasanum. Opnum augun Hjá mörgum hafa verið vaktar vónir í nafni læknavísindanna. Er það þá ekki líka að hafa menn að fíflum í nafni trúar (á læknavísind- in) þegar þeir fá ekki lækningu? Þekking læknavísindanna er Guðs gjöf og mörgum til hjálpar, en ekki fá allir lækningu. Miklar vakningar ganga yfir heiminn. Innan þeirra er meiri áhersla lögð á tákn og undur sem fylgja boðuninni en oft hefur verið. Er hollt fyrir leiðtoga kirkna og kristilegs starfs að kynna sér það vel og dæma ekki allt út frá öfgum eða mistökum einstakra manna. Lútherskir menn hafa gjarnan verið neikvæðir gagnvart tilfinningum og reynslu fólks, enda eru þær ekki það sem trúin byggir á. En við megum líka vara okkur á að láta ekki skynsemishyggju og heims- mynd vísindanna móta okkur svo að við beygjum okkur frekar fyrir þeim en fyrir orðum Biblíunnar. Vonandi eigum við djörfung til að framganga í þeim verkum sem Guð hefur fyrirbúið til þess að leggja stund á þau. Hætturnar eru margar — ein þeirra er sú að við þorum ekki og lokum á verk Heilags anda í lífi okkar. Guð gefi okkur náð til að svo verði ekki. RAGNAR GUNNARSSON, Aflagranda 1, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.