Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 39

Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 39 ísland, sækjum það heim - en aðeins á heimsóknartíma Frá Ásdísi Emilsdóttur Petersen: ÞRÁINN Bjarnason, Hlíðarholti á Snæfellsnesi, skrifaði bréf sem birt- ist í Mbl. undir fyrirsögninni „Ósönn ummæli um Búðakirkju“ og vitnar í pistil er undirrituð flutti í þættin- um „Lönd og leiðir" á Rás 1, 27. ágúst og endurfluttur var í Samfé- laginu í nærmynd 29. ágúst sl. Pistillinn fjallaði um þá upplifun að sækja ísland heim á hinu mikla ferðaátaksári 1994. Ferðalangurinn komst fljótlega að raun um ýmsa hnökra í ferðaþjónustunni svo sem um einkennilegan opnunartíma safna, kirkna, sundlauga og versl- ana á landsbyggðinni. Það er engu líkara en ferðamenn eigi að ferðast um landið á ákveðnum vikudögum eða ákveðna 3-4 klukkutíma til- tekna daga vikunnar. Á fámennum stöðum, þar sem lítið eða ekkert er fyrir ferðamann- inn að sjá nema eitt byggðasafn, er einkennilegt að á háannatíma sé það eingöngu opið eftir hádegi alla daga nema mánudaga svo dæmi sé tekið. Ferðamenn á leið um landið ferðst alla daga vikunnar yfir há- sumarið. Þyrfti að vera opið allan daginn alla daga Þess vegna var lögð á það áhersla í pistli ferðalangsins að nauðsynlegt væri fyrir þá er starfa að ferðaþjón- ustu að hafa í huga að áhugaverðir staðir þurfa að vera opnir alla daga, allan daginn, yfir hásumarið. Þótt íslensk náttúra sé opin allan sólarhringinn vilja menn kynnast menningu sveitanna og kaupa sér afþreyingu af ýmsu tagi. Þeir sem tóku að átakinu ísland, sækjum það heim, hefðu átt að bæta við slagorð- ið og láta það vera ísland, sækjum það heim — en aðeins á heimsóknar- tíma. Engin upplýsingaskilti að sjá En þá að Búðum. Búðir voru einn af þeim stöðum sem ég minntist á í pistli mínum. Þráinn segir að ég hafi fullyrt að kirkjan væri alltaf lokuð. Oxðrétt sagði ég: „Kirkjan á Búðum virðist alltaf lokuð.“ Hún var lokuð þegar ég kom í ár, einnig í fyrra og þar áður. í öll þessi skipti kom ég að Búðum á virkum degi — en um þetta snerist pistillinn. Það er engu líkara en menn megi ekki ferðast nema á tilteknum tímum. Ekki minnist ég þess að hafa séð neitt upplýsingaskilti um opnunar- tíma, hvað þá að ég hafi fengið þá vitrun á staðnum að hægt væri að snúa sér til einhvers á Hlíðarholti á Snæfellsnesi og biðja um lykil. Ég efa ekki að umsjónarmenn kirkjunnar sinni 'starfi sínu af alúð og samviskusemi, en um það sner- ist ekki málið. Þráinn gefur einnig til kynna að ég hafi gagnrýnt stað- inn almennt. Orðrétt var sagt: „Að- koman er mjög góð og staðurinn lítur ljómandi vel út eftir allar end- urbæturnar." Það sem ég gagnrýndi í pistli mínum, hvort sem það voru Búðir eða aðrir staðir sem ég tilgreindi á landinu, var að ekki skuli hafa ver- ið hugað betur að opnunartíma og upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn á þessu mikla ferðaátaksári. Það er skrýtið að koma að luktum dyr- um þegar menn eru boðnir í heim- sókn. ÁSDÍS EMILSDÓTTIR PETERSEN. FransHetr steypuhraeriuélar Tvaer stœrðir, iso l og 165 I vantíoBor vélar ú góðu verði Laugavegi 29, símar. 24520 og 24321. - kjarni málsins! Um „barnatrú“ og fleira Frá Konráði Friðfinnssyni: „ÉG HEF nú mína „barnatrú" segja menn stundum þá er talið berst að kristinni trú og málefnum tengdum henni. En hvað er „barnatrú“ og hvað „fullorðinstrú"? Ég spyr vegna þess að ef til er „barnatrú" að þá hlýtur hið síðarnefnda líka að vera til, þótt hvergi sé þetta efni að finna í heilagri ritningu. Það sem ég hins vegar veit með sanni, já, með full- vissu, er að Guð vor er hinn sami frá vöggu til grafar. Allt til dauða- dags er Guð hinn sami. Þar af leið- andi þurfa bæði börn og fullorðnir á handleiðslu Guðs að halda, eigi börn hans að geta stýrt sér fram- hjá háska þessa lífs, er mætir hverj- um og einum einhverntímann á lífs- leiðinni. Og handleiðsla skaparans gildir ekki síður um þá fullorðnu þegar áhyggjur og hversdagsleg vandamál fara að láta á sér kræla og beija á dyrnar hjá okkur með fullum þunga. Og eins og mönnum er kunnugt gengur fólki misjafn- lega vel að greiða úr vandamálun- um er þau koma. Mörgum hefur hreint út sagt reynst það um megn í gegnum tíðina með ófyrirséðum afleiðingum. Á slíkum dögum er gott að eiga einn sannan Drottin að og mega halla sér upp að honum og leggja öll sín mál fyrir hann og varpa áhyggjum sínum yfir á hann. Og létta þannig af sér byrðunum er heimurinn hefur lagt á mann með þunga sem maður stynur undan. En að tarna býður Drottinn manni. Og hver býður betur? Ég þekki all- tént engan annan er ég get Iagt að jöfnu við Drottin vorn Jesú Krist. Og enn er spurt: Hvað varð um þessa svokölluðu „barnatrú“ er menn segjast eiga? Gufaði hún upp, bara si sona? Gleymdist hún í hring- iðu lífsins? Er hún læst inn í afkim- um hjartans og fær þar af Ieiðandi ekki að njóta sín? Menn verða nefni- lega að taka afstöðu til sinnar eigin trúar í dag. Hér og nú. Fólk lifir einfaldlega ekki lengi á fornri frægð, ef svo má að orði komast. En ef trú manna liggur í dvala eða er dauð eru það afar slæm býtti fýrir manninn vegna þess að undur- samlegt er að eiga lifandi trú á Jesú Krist hinn krossfesta og up- prisna og eilífa konung sem situr við hægri hönd Guðs föður almátt- ugs og mun koma þaðan að dæma lifendur og dauða, í fyllingu tímans. Já, eins og ég gat um fyrr eru það einkar slæm skipti að vilja víkja frá þeim er sigraði dauðann í eitt skipti fyrir öll og býður hveijum sem vill hlutdeild með sér í hinu eilífa ríki þar sem friður og rétt- læti mun ríkja um aldir alda, fyrir kannski skammvinnan syndaunað hér í heimi. Eða hvað er allt tal um „barna- trú“ annað en staðfesting þess að fólk hefur gleymt Guði sínum, er það máski átti sem börn, á fullorð- insárunum. Fólk sem hafnar Frels- aranum er í raun að segja skilið við hjálpræðið er felst í trúnni á Jesú Krist, sem þó getur leyst úr hvers manns vanda. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Blómsturvöllum 1, Neskaupstað. LÖGMANNSSTOFA Þann 1. september sl. opnaði undirrituð lögmannsstofu á Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík, í húsakynnum Lögrúnar sf. Símanúmer stofunnar er 885 880 og faxnúmer 885 885. Valborg Þ. Snævarr, héraðsdómslögmaður. kvöldMöli KOPAVOGS NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 1994 TUNGUMÁL ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA RÚSSNESKA SPÆNSKA ÞÝSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA - fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GRAFÍK 9 vikna námskeið 36 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN 7 vikna námskeið 21 kennslustund UÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LJÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VIDEOTAKA á eigin vélar I 1 viku námskeið 14 kennslustundir VIDEOTAKA á eigin vélar II 2 vikna námskeið 20 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kénnslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir STAFSETNING 5 vikna námskeið 20 kennslustundir VÉLRITUN - á tÖlvur 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Tölvunámskeið: WINDOWS OG WORD PERFECT FYRIR WINDOWS 3 vikna námskeið 20 kennslustundir BRIDS 8 vikna námskeið 32 kennslustundir INNANHÚSS- SKIPULAGNING 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LITUR OG LÝSING 1 viku námskeið 6 kennslustundir FITUSNAUTT FÆÐI 3 vikna námskeið 12 kennslustundir GERBAKSTUR 2 vikna námskeið 10 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir EIGIN ATVINNU- REKSTUR Námskeiðið er haldið í samstarfi við Iðnþróunarfélag Kópavogs 2 vikna námskeið 20 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til nóms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Sókn, VR og Starfsmannaf. Kópavogs. Kennsla hefst 21 • september Innritun og upplýsingar um námskeiðin 5.-15. september kl. 17-21 í símum: 641507 og 44391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.