Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Leikfimi fyrir konur Leikfimi fyrir konur á öllum aldri hefst í Melaskóla þriðjudaginn 20. sept. Upplýsingar og innritun í síma 73312 alla daga eftir kl. 18. Ingibjörg Jónsdóttir fþróttakennari 4- GERÐU JÓLAINNKAUP á rýmingarsölunni hjá okkur 12. til 14. september. Sloppar, náttföt, handklæði o.fl. með miklum afslætti. Bað- og saunavörur, Faxafeni 12, Reykjavík, s. 883830. i MYNDÞERAPÍA Verklegt námskeið (Intensive Art Therapy Workshop) Námskeiðið er fyrst of fremst ætlað fagfólki á kennslu-, uppeldis-, félags- og heilbrigðissviðum og jafnframt öðru starfsfólki á viðkomandi stofnunum. Námskeiðið veitir þátttakendum tækifæri til að æfa sig i: # Sjálfstjáningu í gegnum eigin myndsköpun • Sjálfskoðun útfrá viðkomandi myndum • Gagnkvæmri tjáningu og miðlun í hópumræðum # Sjálfsstyrkingu Hámarks fjöldi er 9 manns í hópi og þátttakendur þurfa ekki að hafa neina æfingu í teiknun. Kennari er Sigríður Björnsdóttir Löggiltur meðlímur I “British Association-of Art Therapists". Innritun og nánari upplýsingar (slma 17114 flest kvöld , frá og með sunnudagskvöldi 11. september nk. Byggðastofnun vill ráða sérfræðing til starfa á Egilstöðum Byggðastofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við skrifstofu stofnunarinnar á Egilstöðum. Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun á viðskipta- eða tæknisviði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Umsóknir skulu sendar Guðmundi Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, fyrir 1. október 1994. Upplýsingar um starfið veita Elísabet Benediktsdóttir á skrifstofu Byggðastofnunar á Egilstöðum og Guðmundur Malmquist, Byggðastofnun, Reykjavík. Byggðastofnun Rauðarárstig 25,105 Reykjavík, sími 91 -605400, bréfsími 91 -605499, græn lína 99-6600. Miðvangi 2-4, 700 Egilstöðum, sími 97-12400, bréfsími 97-12089. "HEYRÐU" Dansskólinn er fluttur að Hamraborg 1, 3. hœð. Kennum einnig í HjaUaskóla. Y Bamadansar og leikir, "freestyle" samkvæmis- og gömludansar, tjútt og rokk salsa og suðrænir. Dagný Björk clanskcnnari Innritun stendur yfir í síma 642535. Fyrsti kennsludagur 13. sept. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ábending til bifreiðastjóra MIG LANGAR til að koma á framfæri við ökumenn einfaídri formúlu sem þeir geta haft í huga og hjálpar þeim að gera sér grein fyr- ir yfirferð bifreiðar sinnar á mismunandi hraða og hve nauðsynlegt er að hafa aldrei augun af umferð- inni. Til dæmis bifreið á 60 km hraða fer 16,66 m á sekúndu. Ef sú bifreið lendir á kyrrstæðri bifreið og til dæmis bifreiðastjóri er 80 kíló á þyngd eykst þyngd hans við áreksturinn upp í 1.333 kíló. Þá má ganga út frá því að óbund- inn maður í aftursæti af sömu þyngd þýtur út um framrúðu eins og byssu- kúla. Formúlan er 60 km/klst. = 16,66 m/sek. x 80 = 1.333 kg. Þorsteinn B. Sigurðsson „Haustlauf“ Þorbjargar Pálsdóttur ÉG, Þorbjörg Pálsdóttir, leita að konu sem ég átti samtal við í Sundlaug Sel- tjamarness, og tjáði' hún mér að hún ætti fallegt postulínsbollastell sem hún hefði erfb, málað af mér. Mynstrið er haustlauf, í sinni litadýrð. Það eru nokkur ár síðan við áttum tal saman. Vegna sýningar minnar á höggmyndum o.fl. sem verður um miðjan septem- ber, langar mig að hafa samband við hana. Síminn hjá mér er 21080. Þorbjörg Páisdóttir, Sjafnargötu 14, Reykjavik. Gæludýr Hvolpur í heimilisleit KUBBUR er svartur, fall- egur og barngóður 11 mánaða hvolpur. Vegna sérstakra ástæðna vantar hann gott heimili. Upplýs- ingar í síma 41993. Mosi er týndur ÞRIGGJA mánaða kettl- ingur hvarf frá Víðimel 62 7. september. Hann er bröndóttur á baki, hvítur á kvið og fótum og með grá- grænan blett undir hök- unni. Hann er með svarta 61. Fólk er beðið að svipast um eftir honum. Upplýs- ingar í símum 18965, 14710 á kvöldin og vinnu- síma 694176. Ása. Tapað/fundið Hálsmen tapaðist GULLKEÐJUHÁLSMEN tapaðist á leiðinni frá Skólavörðuholti að Elli- heimilinu Grund og aftur til baka sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 26243 eða vinnusíma 602600. Karen. Farsi SKÁK Umsjón Margeir Pétursson 01994 Farcu* Cartoona/DMMxAod by Untvorul Pwi Syndcat* UAIS&LÆCS/cMLrUA(LT „ Eg hefc/ ekkX. cúb f>e&sL breyting á, vtnrujstaiarnenningu borgC seg." ÞESSI staða kom upp á Credid Suisse-mótinu í Horgen í Sviss sem nú stend- ur yfir. Christopher Lutz (2.580), Þýskalandi, hafði hvítt og átti leik en Englend- ingurinn Tony Miles (2.600) var með svart. 23. Rb5! - Hxe3, 24. Rxc7 - Hxel, 25. Hxel - Kf8, 26. Bxe7+! - Rxe7, 27. exd6 - f5, 28. Hxe7 - fxg4, 29. Re6+ — Kg8, 30. Hxe8+ - Bf8, 31. Rxf8 - Kf7, 32. Hel - Rxf8, 33. Bxg4 og með tveimur peðum yfir vann Lutz skákina auð- veldlega. LEIÐRÉTT Skógræktardagur á Ásvöllum í frétt Morgunblaðsins á föstudag, á bls. 39, var sagt frá uppgræðslu og skógrækt á íþrótta- og útivistarsvæðis Hauka á Ásvöllum. Þar kom fram að skógræktardagur yrði haldinn á Ásvöllum í dag, sunnudag, og hefst hann kl. 13 en ekki kl. 10 eins og kom fram. Morg- unblaðið biðst velvirðing- ar á þessum mistökum. Rangur myndatexti í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur í Morgunblaðinu á föstu- dag um frumsýningu á leikverkinu Óskinni var Benedikt Erlingsson rangfeðraður og er beðist velvirðingar á því. Víkverji skrifar... Tíminn' hann er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máski úr hendi þér í nótt! Eitthvað á þessa leið hljóða hend- ingar sem komu Víkveija í hug þegar hann gerði sér ljóst, að haust- ið er þegar í hlaðvarpanum. Ekki er langt síðan, eða svo finnst Víkveija, að náttlaus vorald- arveröld ríkti hér á norðurhjara, að sól sást í norðri um miðnæturskeið! Nú dimmir á hinn bóginn kvöld hvert og fyrr með hveijum sólar- hringnum sem líður. Haustjafndæg- ur eru 23. þessa mánaðar og haust- mánuður [síðasti mánuður fyrir vetur að fornu tímatali] hefst dag- inn áður, næsta fimmtudag eftir 19. september. Við siglum sum sé í átt til hins svarta skammdegis. xxx Annmarkar vetrar voru feiri og meiri fyrr á tíð, áður en nú- tímasamgöngur, nútímafjarskipti og nútímatækni komu til sögunnar. Það var erfiðara að þreyja langa, dimma og harða vetur á öldum áður þegar húsnæði, klæðnaður, samgöngur og aðstaðan til að sækja lífsbjörgina til lands og sjávar voru með allt öðrum og frumstæðari hætti en nú er. Í þjóðfélagi líðandi stundar hefur veturinn fjölmargar jákvæðar og skemmtilegar hliðar. Skóla af hvers konar gerð, margslungið félags- og skemmtanalíf og vetraríþróttir, sem setja svip sinn á tilveruna. Klúbbar, félög, leikhús og menningarstofn- anir herða róðurinn, svo segja má, að hörð samkeppni ríki um tóm- stundir fólksins. Veturinn er núorðið líflegasti tími mannlegra og menningarlegra sam- skipta. Því má hins vegar ekki gleyma að einsemdin er ennþá til — og verður hvað sárust í fjölmenninu! xxx Myrkrið hefur að sjálfsögðu „skuggahliðar“ sem fyrrum. Myrkfælni er til dæmis mannlegur fylgifiskur enn í dag, þrátt fyrir raflýsingu. Verstur er þó sá myrkvi sem leggst á huga og sál. Staðreynd er engu að síður að ljósið skín hvergi skærar en í myrkr- inu. Engin ljós eru fegurri en jóla- ljósin í skammdeginu. Þau lýsa gegnum innri sorta sem ytri. Dökkir litir hafa og sína fegurð ekkert síður en ljósir, líka sá svarti. „Krummi gamli er svartur og krummi er fuglinn minn“, sagði þjóðskáldið úr Fagraskógi. Og dökkur bjór hefur og vinning- inn yfir ljósan, að smekk Víkveija, sem metur írskan Guinness að verð- leikum. Máski hefur bjórinn, sem einheijar drukku í kvöldhúmi Val- hallar, eftir að hafa barið hver á öðrum daglangt, fallið í valinn og risið aftur upp til drykkjunnar, ver- ið dökkbjór. xxx Aldrei var þurrð matar _ eða drykks með einheijum. Ólaf- ur Briem kemst svo að orði um vist þeirra í Valhöll: „Að drykk hafa þeir mjöð. Hann er þannig til orðinn, að geit sú, er Heiðrún heitir [eins og ÁTVR-útsal- an í Árbæ], stendur uppi í Valhöll og bítur barr af limum trés, er Læraður heitir, og úr spenum henn- ar rennur mjöður svo mikill, að all- ir einheijar verða fulldrukknir af. í Valhöll er heldur aldrei vistafátt. Til matar hafa einherjar gölt þann, er Sæhrímnir heitir; honum er slátr- að á hveijum degi, en alltaf er hann heill að kvöldi, og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins ...“ xxx En aftur að vetrarhegðan nu- tíma íslendinga. Enn er ótalin sú dægrastyttingin, sem var í hvað mestum metum vonandi gengin kreppuár: utanferðir til innkaupa. Þar var dökkbjórsborgin Dublín of- arlega á blaði. Eða eins og karlinn sagði: Ljúfur er ljóðakórinn sem lyftist til flugs í dag og dettur í dökkan bjórinn í Dublín við sólarlag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.