Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LAGT af stað á fornum pallbíl með hljómsveitinni „Stalla hú“ niður í miðbæ og aftur til baka. FYLGST með æfingu á Óskinni á litla sviðinu. LEIKMUNIR og líkön skoðuð. Opiðhús Leikfélags Reykjavíkur HIÐ árlega opna hús Leikfélags Reykjavíkur var haldið um síðustu helgi og lagði fjöldi fólks leið sína í Borgarleikhúsið til að fylgjast með æfingum á öllum sviðum og kynnti sér um leið verkefni vetrarins. Að sögn Sögu Jónsdóttur hjá Leikfélagi Reykjavíkur njóta skoðunarferðir um leikhúsið alltaf mikilla vinsælda og stórir hópar voru á stöðugu ferðalagi um leikhúsið með leið- sögumönnum. Börnin fengu að máta búninga og leika sér með leik- muni og gerðu sér ýmislegt fleira til skemmtunar. „Opið hús er orðið fastur liður í upphafi leikárs og virð- ist eiga sívaxandi vinsældum að fagna,“ sagði Saga. VICTORIA Sellers þar sem hún var ránum var leidd í hlekkjum í réttarsal ákærð fyrir aðild að vopnuðum fyrrum unnusta síns. ►VICTORIA Sellers, dóttir sænsku fegurðardísarinnar Britt Ekland og enska leikarans Peters Sellers, hefur lifað heldur ógæfusömu lífi. Victoria er nú 29 ára gömul og á að baki skrautlegan feril að því er sænska Aftonblaðið segir. Hún komst nýlega und- ir hendur laganna varða vegna aðildar að vopnuð- um ránum sem unnusti hennar stóð fyrir og hefur hún áður verið handtekin vegna fíkniefna- mála. Victoria hefur komið víða við í at- vinnulegu tilliti. Hún starfaði meðal annars sem fáklædd og óklædd ljós- myndafyrirsæta og komst eitt sinn á miðopnu Playboy. Hún veitti forstöðu næturklúbbi í Hollywood, starfaði við símavændi og var um hríð aðstoð- arframkvæmdastjóri við kroppa- leigu Heidi Fleiss í Hollywood. Þessi iðja var mjög ábatasöm en Victoriu hélst illa á pen- ingum, enda verið fíkniefna- fíkill frá 15 ára aldri, og er nú staurblönk. Britt gefst upp Það er ekki aðeins að sé rúin að fé heldur hafa vinirnir týnt tölunni í ólgusjóum lífs- ins. Britt móðir hennar er uppgefin á villuráf- andi dóttur sinni og segir að héðan í frá verði hún að spjara sig án hjálpar úr móður- garði. „Það er ekki mér að kenna hvernig kom- ið er fyrir Victoriu," sagði Britt nýlega í viðtali við Daily Mail. „Það er alltaf auð- velt að kenna foreldrunum um, einkum ef þeir eru þekktir." Erfið æska Britt Ekland var tvítug þegar Victoria fæddist og faðirinn, Pet- er Sellers, sautján árum eldri. Hann virtist ekki of hrifinn af barninu og hagaði sér eins og af- brýðisamur stóri bróðir. „Ég var ekki góð mamma," segir Britt. „Ég var of ung og skildi ekki ábyrgðina sem fylgdi því að eign- ast barn.“ Þegar Victoria var á fjórða ári komu þau Britt og Pet- er Sellers henni fyrir í pössun og fóru í mánaðar ferðalag. Hálfu öðru ári síðar var henni komið fyrir hjá móðurömmunni og hún hitti mömmu sína ekki nema einu sinni í mánuði. Um svipað leyti slitu Britt og Peter samvistir. BRITT Ekland með Victoriu tveggja ára gamla. MÆÐGURNAR Britt Ekland og Vict- oria Sellers árið 1986. PETER Sellers og Britt með ný- fæddu dótturina í janúar 1965. Sagan segir að Peter hafi ekki verið yfir sig hrifinn af föður- hlutverkinu og hagað sér eins og afbrýðisamur krakki. Á flækingi Eftir skilnaðinn við Peter hefur Britt verið í tygjum við nokkra karla. Victoriu lynti ekki við stjúp- föður sinn, Rod Stewart. „Við heilsumst ef við hittumst, en hann er sá eini af mönnuin mömmu sem ég hef ekkert samband við,“ sagði Victoria í viðtali í fyrra. Victoria bjó löngum hjá föður sínum á riví- erunni og varð þeim vel til vina. Peter Sellers var upp á kvenhönd- ina og vinkonur komu og fóru. Victoria átti bágt með að sætta sig við þennan kvennafans og fannst hún oft vera fyrir. Nú hefur Victoria slitið tengslin við smábófann sem kom henni í steininn og eignast nýjan kærasta. Sá þykir meira mannsefni og eru bundnar vonir við að hann styðji Victoriu til dyggðugs lífefnis. Fólk V andræðabarnið Victoria kSKOLABIO SÍMIZ2MU Það er sama hvem þu spyrð að lokinni sýningu. Allir fíla þessa rcemu í botn og vilja sjá hana aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og afturx>g aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur, Ogaftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftpr. aftur og aftur og aftur og aft og aftur aftur og 40.000 manns í Reykjavík og nýtt glæsilegt met á Akureyri, 5.000 gestir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á SÝNINGUNNI, f.v. Ragnhildur Sif Reynisdóttir, Sigrún Sig- valdadóttir, Brynja Dís Björnsdóttir og Hildur Inga Björnsdóttir. Hildur Inga í Portinu Hildur Inga Björnsdóttir, Dura, opn- aði myndlistarsýningu undir heitinu Um konu frá konu í Portinu í Hafnar- firði 3. september. Þetta er fyrsta einkasýning Hildar Ingu sem síðast- liðin tvö ár hefur stundað myndlist- arnám í Mílanó við Accademia di Belle Arti di Brera. Hún lauk námi í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1992. Verk Hildar Ingu eru unnin með akríl og blandaðri tækni á pappír og skírskota til hugsunar og líðanar kvenna í íslensku samfélagi. GESTIR við opnunina. Frjálslyndur forseti Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, var í hópi 115 þúsund áheyrenda á tónleikum bresku popp- hljómsveitarinn- ar Pink Floyd, sem haldnir voru á Strahov leik- vanginum í Prag síðastliðið miðvikudagskvöld. Havel, sem er 58 ára gamall, þykir fijáls- lyndur í skoðunum og er sagður hallur undir tónlist af léttara taginu, þótt hann sé jafnframt menningar- frömuður hinn mesti, enda virtur leikritahöfundur. Havel bauð liðs- mönnum Pink Floyd til kvöldvarðar daginn fyrir tónleikana og herma fregnir að forsetinn og forsöngvari sveitarinnar, David Gilmor, hafi átt í innilegum samræðum langt fram eftir nóttu þar sem hin margvísleg- ustu málefni bar á góma, svo sem innganga Tékklands í NATO og gildi popptónlistar í samfélagi nútímans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.