Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPUKEPPIMI MEISTARALIÐA í KNATTSPYRIMU Bíðum spenntir eftir enn einum stórleiknum - sagði SigurðurJónsson um Evrópuleik IA gegn Kaiserslautern Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR Jónsson gnæfir yfir sænsku landsliðsmennina Martin Dahlín og Hákan Mild, en Guðni Bergsson er einnig í háloftunum. Á neðrl myndinni er það Skagamaðurinn Sigursteinn Gíslason, sem hefur betur gegn Tomas Brolin í Svíaleiknum. að stríða, en vonir standa til að þeir verði með gegn Kaiserslautern. „Við stillum upp sterkasta liði, sem völ verður á, en hvort það verður nógu gott verður að koma í ljós,“ sagði Sigurður. „Samkvæmt öllum bókum eigum við að tapa, en við hugsum ekki um það heldur einbeitum okkur að því að gera okkar besta.“ Eins og hjá landsliðinu Sigurður sagði að Skagaliðið hefði öðlast dýrmæta reynslu innan lands sem utan og væri því vel í stakk búið til að takast á við erfið verkefni. „Við gerum okkur fulla grein fyr- ir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum orðnir sjóaðir í þessu og það er með okkur eins og landslið- ið — við náum oft toppleik þegar við leikum gegn sterkari liðum. Við höf- um náð viðunandi árangri í sumar og höfum í raun engu að tapa heldur allt að vinna. Lukkudísirnar voru ekki með okkur í landsliðinu gegn Svíum, en við vitum að hveiju við göngum.“ Stuðningurinn mikilvægur Áhorfendur geta haft mikið að segja eins og sást á landsleiknum við Svía s.l. miðvikudagskvöld og í Evrópuleik ÍA og Feyenoord fyrir ári. „Við fengum gífurlega góðan stuðning í leiknum gegn Feyenoord og hann hafði góð áhrif á mannskap- inn um leið og Hann truflaði mótherj- ana. Sama var upp á teningum gegn Svíum, en þá sást vel hvað það er mikilvægt atriði að hafa áhorfendur með sér. Við höfum ekki þurft að kvarta og ég veit að stemmningin verður góð á þriðjudagskvöld." SKAGAMENN hafa verið i sviðsljósinu innan lands sem utan undanfarin ár. íslands- meistarar í þrjú ár í röð er ein- stakt, síðan tekin var upp tvö- föld umferð, tvöfaldir meistar- ar ffyrra, sigurgegn Feyenoord í Evrópukeppni meistaraliða fyrir ári og fjórir sigrar í síð- ustu fimm Evrópuleikjum segja sfna sögu auk þess sem burðarásar liðsins hafa verið lykilmenn í íslenska landslið- inu. „Við bíðum spenntir eftir enn einum stórleiknum," sagði Sigurður Jónsson, miðjumað- urinn snjalli, við Morgunblaðið aðspurður um Evrópuleikinn við þýska liðið Kaiserslautern, sem verður á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld. Fáir áttu von á sigri ÍA gegn Fey- enoord í fyrra, en Skagamenn vel studdir af tæplega 7.000 áhorf- endum, áttu stórleik, komu á óvart og Steinþór ‘Jnnu 1:0 &æf. Guðbjartsson jegu skallamarki Ólafs Þórðarsonar. „Þetta er án efa eitt fallegasta og mikilvægasta markið á ferlinum," sagði Ólafur við Morgunblaðið eftir leikinn. „Það er ótrúlegt að þessir leikmenn skuli vera áhugamenn,“ -sagði Errol Refos, bakvörður hol- lenska liðsins. „Það eru margir góðir ieikmenn í liðinu sem ráða yfir góðri knatttækni." Hápunkturinn Sigurður Jónsson var sem hérfor- ingi á miðjunni i fyrrnefndum leik eins og svo oft með Skagamönnum og hann sagði að stemmningin nú væri svipuð og fyrir ári. „Eftir að við höfðum tryggt okkur bikarmeist- aratitilinn og Islandsmeistaratitilinn var leikurinn gegn Feyenoord á Laugardalsvelli sem sætur ábætir, hápunkturinn á tímabilinu. Aðstæður nú eru mjög svipaðar. íslandsmeist- aratitillinn er okkar þriðja árið í röð, við höfum yfirstigið hindrunina í for- 'keppninni með sóma og tökum næst á móti þekktu stórliði. Feyenoord var sterkt, en Kaiserslautem er enn sterkara, jafnari einstaklingar og öflugri liðsheild. Því eigum við erfítt verkefni fyrir höndum, en við tökum á því eins og öðrum.“ Mikið álag hefur verið á Skaga- mönnum, því nær allt byrjunarliðið hefur verið með landsliðunum að undanfömu. Ólafur Þórðarson og Ólafur Adolfsson hafa átt við meiðsl Skagamenn byijuðu í Evrópu- keppni meistaraliða að þessu sinni með því að vinna Bangor City frá Wales 2:1 úti og síðan 2:0 heima. Kári Steinn Reynisson og Sigurður Jónsson gerðu mörkin í fyrri leiknum, en Haraldur Ingólfs- son og Ólafur Þórðarson í þeim seinni, sem var fjórði Evrópusigur íslandsmeistaranna í síðustu fímm leikjum. l^arl Þórðarson lék fyrsta Evr- ópuleik sinn fyrir Skagamenn fyrir 19 árum, gegn Omenía frá Kýpur, og kom inn á í fyrri leiknum gegn Bangor City. Hann er marka- hæstur leikmanna Akraness í Evr- ópukeppni með fimm mörk. Árni Sveinsson er leikjahæstur í Evrópu- leikjum ÍA með 22 leiki 1975 til 1986. Guðjón Þórðarson, núverandi þjálfari KR, er næstur með 21 leik, Karl hefur leikið 19 leiki, Jón Gunn- laugsson lék 17 leiki og Jón Alfreðs- son 16 leiki. kurnesingar hafa leikið í 17 þjóðlöndum víðs vegar í Evr- ópu á ferlinum í Evrópumótunum. Tvívegis í Hollandi, Skotlandi, Belg- íu og Þýskalandi og einu sinni i Svíþjóð, Noregi, Rússlandi, Tyrk- landi, Möltu, Kýpur, Albaníu, Port- úgal, Wales, Spáni og Ungveija- landi. Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, fór ekki í fyrstu ferðina, sem var til Hollands 1970, en hefur síðan fylgt liðinu eftir í öllum Evrópuleikjun- um. Akurnesingar hafa leikið 38 Evrópuleiki. Fimm hafa unn- ist, þar af fjórir af síðustu fímm, sjö sinnum hefur orðið jafntefli og 26 leikir hafa tapast. í þessum leikj- um hafa Skagamenn gert 26 mörk, en fengið á sig 103 samtals. Marka- talan í síðustu sex leikjum er hins vegar 8:4 fyrir ÍA og óvæntustu úrslitin urðu á Laugardalsvelli í fyrra, þegar ÍA vann Feyenoord 1:0. Rfg arkverðir Skagamanna hafa einnig verið landsliðsmark- menn á undanförnum árum. Bjarni Sigurðsson varði mark ÍA 1979 til 1984, Birkir Kristinsson 1985 til 1987, Ólafur Gottskáiksson 1988 til 1989 og Kristján Finnbogason 1991 til 1993. Cvrópuleikmenn Skagamanna ■■ eru 67 talsins og þar af níu markmenn. Bjarni lék átta leiki, Birkir sex leiki, Davíð Kristjánsson fímm leiki, Einar Guðleifsson fjóra leiki, Jón Þorbjörnsson fjóra leiki, Kristján fjóra leiki, Ólafur fjóra leiki, Þórður Þórðarson, núverandi markvörður, leikur þriðja Evrópu- leik sinn á þriðjudagskvöld, og Hörður Helgason, þjálfari liðsins, á einn Evrópuleik að baki sem mark- vörður liðsins. Nöfn Skagamanna eru áberandi á meðal þjálfara í 1. deild, en fimm þeirra eru fyrrverandi leik- menn IA auk þess sem tveir þjálfar- ar í 2. deild léku með Skagamönn- um og einn í 3. deild. |Y|efndir menn hafa komið mikið við sögu í Evrópuleikjum fé- lagsins. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, lék 21 leik 1975 til 1985. Sig- urður Lárusson, þjálfari Þórs á Akureyri, lék 13 leiki 1979 til 1987. Pétur Pétursson, þjálfari ÍBK, lék átta Ieiki 1976 til 1986. Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, lék þijá leiki 1977 til 1979, og Hörður Helgason, þjálfari ÍA, lék einn leik 1975. Lúkas Kostic, þjálfari Grind- víkinga, sem eru efstir í 2. deild, var fyrirliði ÍA í öllum fjórum Evr- ópuleikjum liðsins í fyrra, og Svein- björn Hákonarson, sem þjálfaði Þrótt Neskaupstað þar til nú í viku- lok, lék 14 leiki 1978 til 1987. Þá lék Sigurður Halldórsson, þjálfari Skallagríms í Borgarnesi, sem er í efsta sæti 3. deildar, níu Evrópu- leiki með Akranesi 1978 til 1984.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.