Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 52

Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 52
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Islenskur hjarta- og lungnaþegi Aðgerðin gekk von- um framar ÁSDÍS Stefánsdóttir, hjarta- og lungnaþegi á Sahlgrenska sjúkrahús- inu í Gautaborg, losnaði úr öndunar- vél á föstudagskvöld. Vigdís Hans- dóttir, svæfingalæknir á sjúkrahús- inu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að líffæraskiptin hefðu gengið vonum framar og Ásdís væri mjög hress. Ásdís var með hjartagalla og hefur beðið eftir nýjum líffærum í um fimm ár. Hún gekkst undir hjarta- og -—-lungnaskiptaaðgerð á Sahlgrenska sjúkrahúsinu á föstudag. „Byijunin hefur gengið mjög vel. Asdís er kom- in yfír fyrstu hættuna, sjálfa aðgerð- ina. Það tókst mjög vel. Svo verðum við að vona að allt annað gangi jafn vel,“ sagði Vigdís. Aðgerðin fyrsta áhætta Hún sagði að sjálf aðgerðin væri fyrsta áhætta líffæraþega og hún væri alltaf meiri þegar um tvö líf- færi væri að ræða. Á eftir gætu Jíomið upp vandamál höfnunarein- kenna. Því væri ekki að fullu Ijóst fyrr en að nokkrum tíma liðnum hvernig til hefði tekist. Blíðuhót Morgunblaðið/Sverrir Visa ísland setur upp tvo gervihnattadiska í borginni Greiðslukortavið- skiptin öruggari Sambandsleysi ætti að heyra sögunni til Sungið í Kringlunni KRINGLUGESTIR í verslunar- hugleiðingum nutu þess að hlýða á Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur, Diddú, og Sinfóníuhljóm- sveit íslands í hádeginu í gær. EINAR Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að félagið muni fylgjast náið með rannsókn flug- slyssins við Pittsburgh í Bandaríkj- /--unum, þar sem Boeing 737-300 þota USAir hrapaði og 132 menn fórust. USAir er helzta samstarfs- flugfélag Flugleiða í Bandaríkjun- um og selja Flugleiðir fleiri miða í tengiflug með USAir en með öðrum bandarískum félögum. Dauðaslys hafa orðið fimm sinnum í flugi USAir á jafnmörgum árum. * „I flugheiminum verður vita- skuld öllum hverft við þegar slys Tónleikarnir voru haldnir í til- efni af því að upptöku geisla- disks Diddúar er nýlokið og haustdagskrá hljómsveitarinn- ar er að hefjast. af þessu tagi verður,“ sagði Einar. „Hins vegar höfum við ekki fengið neinar ábendingar um að öryggis- þættinum sé ábótavant hjá USAir. Við höfum ekki fengið neinar upp- lýsingar um slíkt frá bandarísku flugmálastofnuninni eða öryggis- stofnun bandarískra flugmála, sem eru þær virtustu í heimi og gera strangastar kröfur. Flugslysum vestra fækkað „Tíðni flugslysa miðað við fjölda flugtaka hefur farið lækkandi í Bandaríkjunum á undanförnum VISA ísland setur innan skamms upp tvo gervihnattadiska, annan á höfuðstöðvar fyrirtækisins við Álfabakka og hinn á þak Seðla- bankans, og kemst þá á beinlínu- samband við Visanet, heimilda- og greiðsluskiptakerfi Visa Inter- national. Samskiptin verða þar með óháð Pósti og síma og innan- árum og óvíða er meira öryggi í innanlandsflugi. USAir er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna í innanlandsflugi og flytur tugi millj- óna farþega á ári hveiju,“ sagði Einar. Einar sagði að Flugleiðir myndu fylgjast grannt með rannsókn slyssins og tæknideild félagsins fá nákvæmar upplýsingar um allt það, sem talið væri að farið hefði úrskeiðis. Þota USAir er úr sömu „fjölskyldu" og Boeing 737-400 þotur Flugleiða, en með aðra gerð hreyfla. bæjarsímalínum til Skyggnis, sem Einar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri Visa, segir auka mjög ör- yggi. Sambandsleysi ætti þannig að heyra sögunni til. Við samskiptin eru notuð tvö gervitungl, Eutelsat og Intelsat, sem eru föst í 36 þúsund km hæð yfir jörðu, auk tveggja jarðstöðva í Frakklandi og stafræns bak- grunnskerfis Visa í Bretlandi, þar sem er að finna aðra tveggja tölv- umiðstöðva, sem þjóna öllum Visa- viðskiptum í heiminum. Að sögn Einars S. Einarssonar annast franska fjarskipta fyrir- tækið Télécom uppsetningu bún- aðarins hér á landi. Gervihnatta- diskarnir tveir eru 2,5 metrar í þvermál. Diskurinn, sem settur verður upp á þak höfuðstöðva Visa við Álfabakka, mun þjóna kredit- kortaviðskiptum, en sá á þaki Seðlabankans debetkortagreiðsl- um í tengslum við bankakerfið og vinnsludeild Reiknistofu bank- anna, sem þar er til húsa. Með nýja kerfinu verður hægt að anna fleiri fyrirspurnum og færslum á sekúndu, auk þess sem svartími styttist og verður innan við tvær sekúndur að jafnaði. 6 milljarðar á kort erlendis í síðasta mánuði greiddu kort- hafar Visa íslands rúmlega 70 þúsund sinnum með kreditkortum sínum erlendis fyrir 503 milljónir króna, sem er 5% aukning frá síð- asta ári. Debetkortin voru notuð erlendis í 2.588 skipti, fyrir 23 milljónir króna. Greiðslukortavið- skipti íslendinga erlendis nema um 6 milljörðum á ári. í síðasta mánuði notuðu útlend- ingar Visakort sín hérlendis rúm- lega 59 þúsund sinnum fyrir alls 342 milljónir króna. -----—♦ ♦ ♦ Brotist inn í Borgarnesi FIMM menn voru staðnir að verki við innbrot í Borgarnesi í fyrra- dag. Mennirnir fóru inn í þijú iðn- aðarfyrirtæki í útjaðri bæjarins snemma um morguninn. Þegar þeir urðu manna varir flúðu þeir út og fóru upp á Mýrar. Lögreglan náði þeim fljótlega. Grunur leikur á að mennirnir hafi brotist inn í hús á Hvamms- tanga og í Búðardal og þess vegna voru menn frá RLR kallaðir til aðstoðar. Þeir fluttu mennina með sér til Reykjavíkur, en þeir hafa allir komið áður við sögu lögregl- unnar vegna þjófnaðarmála. Rannsókn í máli mannanna var ekki lokið þegar síðast fréttist. USAir helzta samstarfsfélag Flugleiða í Bandaríkjunum Fylgjast með rannsókn bandaríska flugslyssins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.