Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Niðurstaða nefndar skipaðrar af bæjarstjórnum á Akranesi og í Borgarbyggð Uppstokkun orku- fyrirtækja til umræðu NEFND SEM skipuð var af oddvit- um meirihluta í bæjarstjórnum Akraness og Borgarbyggðar í júní síðastliðnum til að leita lausna á fjárhagsvanda Hitaveitu Akraness og Borgarness (HAB) hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hag- kvæmt að skipta veitukerfi HAB heldur beri að halda því undir einni stjórn. Nefndin mælir með því að raforkufyrirtæki verði seld og skuldir HAB greiddar niður. HAB og Undirbúningsfélag Orkubús Borgarfjarðar (UOB) skulda nú rúmlega 2,3 milljarða króna. Skuldabyrðin er að sliga hitaveituna og er orkuverð hátt. Önnur tillagan og sú sem mælt er með felst í því að Akranesbær og Borgarbyggð selji Rafmagns- veitum ríkisins (Rarik) rafveitur Akraness og Borgamess. Sömuleið- is verði eignarhluti þeirra og And- akílshrepps í Andakílsárvirkjun seldur Rarik og andvirðið riotað til að bæta skuldastöðu HAB og UOB. Lauslegt mat gerir ráð fyrir að fyr- ir rafveitumar og 65% hlut þessara sveitarfélaga í Andakílsárvirkjun fengjust um 1.100 milljónir króna. Ef ríkissjóður tæki á sig skuldir í hlutfalli við eignarhlut sinn í HAB og miðað við niðurgreiðslu skulda á þessu ári yrðu skuldir HAB um einn milljarður. Miðað við óbreytt hitaverð og 7% raunvexti yrði hægt að greiða skuldina að fullu á 7 til 8 árum. Ef hitaverð yrði lækkað strax um 20% tæki 11 til 12 ár að greiða skuldimar miðað við sömu raun- vexti. Ef tækist að lækka skuldir í 900 milljónir gæti hitaverð lækkað um 10% til viðbótar eftir 5 ár. Þeg- ar full skuldaskil nálguðust eftir rúman áratug mætti lækka hitaverð í helming þess sem nú gildir. Raf- magnsverð á Akranesi myndi lík- lega hækka um 10%. Orkubú Borgarfjarðar Bent er á aðra leið sem felst í að samkomulag takist um stofnun Orkubús Borgarfjarðar (OB) sem tæki -yfir rekstur og eignir orkufyr- irtækja í Borgarfirði auk eigna Rarik á svæðinu. Ekki yrði unnt að lækka orkuverð sem neinu næmi á næstu árum. Reiknað er með að OB gæti greitt niður skuldir HAB á 15 ámm miðað við 7% vexti. Inn- an Rarik mun hafa verið andstaða gegn þessari leið. Ef Rarik yrði ekki með myndi endurgreiðslu- tíminn lengjast um nokkur ár. Aðilar málsins hafa til þessa haft ólíkra hagsmuna að gæta varðandi verð á raforku og hitaorku auk áhrifa á atvinnulíf og hefur það tafið að samkomulag næðist um leiðir til að leysa alvarlega skulda- stöðu HAB. Heimildarmenn blaðs- ins á Akranesi og í Borgarbyggð töldu að nú hillti undir að samkomu- lag næðist um lausn. Hjarta- og lungnaþegi í Gautaborg Fer af gjörgæslu- deild „HÚN HEFUR ekki fengið höfn- unareinkenni og til stóð að færa hana af gjörgæsludeild á föstudag," sagði Vigdís Hansdóttir, svæfínga- læknir á gjörgæsludeild Sahl- grenska sjúkrahússins í Gautaborg, Samningur FÍH sam- þykktur KJARASAMNINGUR Félags ís- lenskra hljómlistarmanna og ríkis- ins var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fundi FÍH í gær. Þar með hefur verkfalli endan- lega verið aflýst. Frumsýning óper- unnar Valds örlaganna á því að geta farið fram með eðlilegum hætti í kvöld. Á milli 50 og 60 manns voru á fundinum. Um 500 manns eru í félaginu. í dag um líðan Ásdísar Stefánsdóttur, hjarta- og lungnaþega úr Garði, í gær. Vigdís sagði að af skipulagsá- stæðum hefði Ásdís ekki verið flutt af gjörgæsludeild í gær, en það yrði væntanlega gert í dag. Ásdís Stefánsdóttir var með fæð- ingargalla og hafði beðið í um fímm ár eftir að komast í hjarta- og lungnaskiptaaðgerð þegar loksins kom að því föstudaginn 9. septem- ber. Aðgerðin gekk vonum framar og hafa höfnunareinkenni ekki komið fram nú viku síðar. IVtjög hress Vigdís sagði að Ásdís væri mjög hress. „Hún situr, borðar og gengur um í herberginu,“ sagði Vigdís. Hún sagði að Ásdís yrði að minnsta kosti hálfan mánuð á sjúkrahúsinu. Á eftir færi hún væntanlega á endur- hæfíngarheimili í tengslum við sjúkrahúsið. Ef allt gengi vel kæm- ist hún heim í vetrarbyrjun. Ásdís á heima í Garði. Eiginmað- ur hennar og systir dveljast hjá henni í Gautaborg. Gjaldskrá Veðurstofu hækkuð um 30% UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur gefíð út nýja gjaldskrá fyrir þjón- ustu Veðurstofu íslands. Hún hækkar, að sögn Guðmundar Haf- steinssonar, forstöðumanns þjón- ustusviðs Veðurstofunnar, að með- altali um 30%. Hann segir að til grundvallar liggi mat á þeirri vinnu sem fari í að framleiða tilteknar upplýsingar. Gjaldskrá Veðurstofunnar hækk- aði síðast fyrir taepu ári. Þá hækk- uðu t.d. drög að Islandsveðurkorti, 24 tíma spár, úr 561 krónu í 1.113 krónur, eða um 98%. Nú hækkar sama kort í 1.440 krónur, eða um 29,4%. Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri umhverfísráðuneytis, segir að verið sé að færa greiðslu fyrir þjónustu til samræmis við kostnað og að hækkunin í fyrra hafí ekki að öllu Ieyti náð til raun- verulegs kostnaðar. Eðlilegt að borga það sem þjónustan kostar Aðspurður um það hvort Veður- stofan hafi í raun verið að gefa þjónustu sína áður en hækkunin í fyrra hafí verið gerð sagði Magnús að því væri sjálfsagt mjög víða þannig farið að raunverulega væri þjónusta seld fyrir minna en hún kosti. „Við höfum verið að fara yfír þetta hjá ýmsum stofnunum til þess að reyna að færa sli'ka sérþjón- ustu, sem veitt er einstaklingum og fyrirtækjum, til þess verðs sem hún raunverulega kostar," segir Magnús. Magnús sagði að á þessum tím- um, þegar verið væri að reyna að hagræða og láta enda ná saman hjá stofnunum, skera niður og halda ríkisútgjöldum í horfinu, verði menn að grípa til þeirra úrræða sem í sjálfu sér séu eðlileg. „Ég held að það hljóti að teljast mjög eðlilegt að fyrir svona sérþjónustu sé borg- að það sem hún kostar." Gamla verðskráin ekki raunhæf Guðmundur segir að hækkun gjaldskrárinnar nú sé um 30% að meðaltali. Þegar hún hafi verið hækkuð í fyrra hafí hún ekki verið hreyfð frá 1988. „Þá var hún leið- rétt til þess verðlags sem þá var yfírleitt í gildi." Aðspurður um það hvers vegna hafí þurft að hækka um 30% til viðbótar nú, þar sem það sé mun meiri hækkun en al- mennt hafi orðið á verðlagi á því ári sem liðið er, sagði Guðmundur að gamla verðskráin hafí ekki verið raunhæf. „Þetta á að vera raunhæf- ara. Forsendurnar fyrir þessari verðlagningu voru endurskoðaðar frá grunni." Hjólastóla- bátur á Reynisvatni JÓHANNES Þór Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar í Reykjavík, Ólafur Skúlason, umsjónarmaður Reynisvatns, og Guðmundur Jónasson, verkfræð- ingur Sjálfsbjargar, skoðuðu í gær aðstöðu fyrir fatlaða við Reynisvatn ofan við Grafarholt í Reykjavík. Ólafur Skúlason efndi til dorgveiðikeppni fatlaðra á Reynisvatni í fyrravetur og gaf farandbikar fyrir stærsta fisk- inn. Erfiðara var um vik fyrir fatlaða þegar ísa leysti, en nú hefur verið ráðin bót á því. Magn- ús bóndi Hjaltested á Vatnsenda við Elliðavatn átti sérbúinn bát fyrir hjólastóla og bauðst til að lána hann á Reynisvatn. Fatlaðir fá bátinn og veiðileyfi endur- gjaldslaust á Reynisvatni fyrst um sinn. Á næsta ári er ætlunin að leigja bátinn út og rennur þá leigan til Sjálfsbjargar. Veiði- tíminn óstyttur UMHVERFISRÁÐHERRA hefur ákveðið að ijúpnaveiði- tíminn í ár verði frá 15. októ- ber til 22. desember, eða líkt og gilti áður en hann var stytt- ur um einn mánuð í fyrra. Gripið var til verndaraðgerða vegna fækkunar sem orðið hafði í stofninum. Talningar Náttúrufræði- stofnunar sýna nú að stofninn er ekki lengur á niðurleið og hlutföll ungfugla í varpstofn- inum benda til hins sama. Best er fylgst með ijúpunni í Þingeyjarsýslum. Samkvæmt talningu á sex svæðum mæld- ist þar engin fækkun í ár, en um fimmtungsfækkun í fyrra. Aðalfundur SSS Nýi bærinn í minnihluta Keflavík. Morgunblaðið. SAUTJÁNDI aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hófst í Keflavik í gær og þar var samþykkt tillaga stjórnarinnar um að hið nýja sameinaða sveitarfélag, Keflavík, Njarðvík og Hafnir, skuli eiga 3 menn í stjórn en hin sveitarfélögin, Gerða- hreppur, Grindavík, Sandgerði og Vatnsleysustrandarhrepp- ur,_ 4 menn. I hinu nýja sameinaða sveit- arfélagi búa nú 66,2% íbúa á Suðurnesjum á móti 33,8% í hinum fjórum. Ellert Eiríksson bæjarstjóri í Keflavík sagði að samkomulag hefði orðið um þessa skipan mála að sinni. Fíkniefna- lögregla fann brugg LÖGREGLAN lokaði stórri bruggverksmiðju við Suður- landsbraut í fyrrakvöld og lagði hald á 137 lítra af eimuð- um landa og 200 lítra af gambra, auk bruggtækja. 22 ára maður, sem ekki hefur áður komið við sögu mála af þessu tagi, var hand- tekinn vegna málsins og hefur játað á sig bruggun og sölu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vann fíkni- efnalögreglan að þessu máli en henni hefur nú verið falið að rannsaka bruggmál. ísafjörður Skíðasvæði endurbyggt ENDURUPPBYGGING skíða- svæðis ísfirðinga hefst með formlegum hætti í dag með því að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra tekur fyrstu skóflu- stunguna. Athöfnin hefst klukkan 11.30 á Seljalandsdal. Skíðasvæðinu verður nú skipt í tvennt og verður ann- ars vegar á Seljalandsdal og hins vegar í Tungudal. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skíða á milli svæðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.