Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landgræsluverðlaun Landgræðslu ríkisins afhent í gær Sjálfboða- liðar verð- launaðir ÁRNI Gestsson framkvæmda- stjóri, Böðvar Jónsson, bóndi á Gautlöndum, og Skógræktarfélag Garðabæjar hlutu landgræðslu- verðlaun Landgræðslu ríkisins í ár. „Hlutverk landgræðsluverð- launanna er að efla enn frekar það sjálfboðaliðastarf sem unnið er víðsvegar um land,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Viðurkenningin að þessu sinni er skjöldur skorinn út af Sigríði Jónu Kristjánsdóttur á Grund í Villinga- holtshreppi. Davíð Oddsson forsætisráð- herra afhenti viðurkennipguna og sagði meðal annars að Árni hefði um langt árabil verið einn helsti hvata- og stuðningsmaður land- græðslustarfsins hér á landi. Af- skipti hans af landgræðslu hófust þegar hann stóð fyrir ræktun byggs á örfoka landi á Rángárvöll- um árið 1960. Síðar stóð hann fyrir Átaki í landgræðslu sem var fjársöfnun meðal verslunarmanna og þeirra sem standa í viðskiptum til styrktar landgræðslu. Alls söfn- uðust þá 27 milljónir á verðlagi þess tíma. Um Böðvar Jónsson sagði Dav- íð, að hann hafí um árabil verið landgræðslubóndi í orðsins fyllstu merkingu. Böðvar hafi unnið ötul- lega að uppgræðslu jarðar sinnar um langt skeið bæði á eigin vegum og í samstarfi við Landgræðsluna. Hann hafi einnig verið brautryðj- andi í gróðurvernd og sýnt fram á að uppgræðsla og markviss stjóm á beit yki arð af búrekstri. Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir ÁSGEIR Böðvarsson, sem tók við viðurkenningu Landgræðslunn- ar fyrir hönd föður síns Böðvars Jónssonar, Erla Bil Bjarnadótt- ir, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar, og Árni Gestsson. SVEINN Runólfsson landgræðslustjóri sýnir Davíð Oddsyni for- sætisráðherra og eiginkonu hans, Ástríði Thorarensen, fræ úr fræverkunarstöð Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Skógræktarfélag Garðabæjar hlaut viðurkenningu fyrir framúr- skarandi árangur af starfi sjálf- boðaliða félagsins við gróðursetn- ingu tijáplantna og sáningu gras- fræs á lítt gróna mela. Síðastliðið sumar unnu 120 ungmenni að skógrækt, landgræðslu og stíga- gerð ofan við byggðina í tvo mán- uði. Þá voru meðal annars stungin niður rofabörð og sáð í um 100 hektara svæði. Ritari Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um fullyrðingu félagsmálaráðherra Atburðarásin ekki hönnuð VILHJÁLMUR Þorsteinsson, ritari Félags fijálslyndra jafnaðar- manna, vísar því algerlega á bug að ályktun félagsins vegna upplýs- inga um embættisfærslu Guðmundar Áma Stefánssonar og að honum sé ekki sætt í trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn, fáist ekki við- hlítandi skýringar, sé „hönnuð atburðarás" eins og Guðmundur Árni sagði í Morgunblaðinu í gær. Stjórn Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík samþykkti á miðvikudag samhljóða að skrifa bréf, sem sent hefur verið Guð- mundi Oddssyni, formanni fram- kvæmdastjómar Alþýðuflokksins. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er innihald bréfsins að miklu leyti á sama veg og ályktun FFJ. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði og stjórn fulltrúa- ráðs alþýðuflokksfélaganna í bæn- um hafa sent frá sér ályktun, þar sem lýst er yfir fyllsta trausti við störf Guðmundar Árna Stefánsson- ar félagsmálaráðherra í ríkisstjóm- inni og skelegga baráttu hans fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar hér á Iandi. Vilhjálmur sagði að ákvörðunin hefði verið tekin sjálfstætt af stjórn félagsins og það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að þessu félagi renni blóðið til skyldunnar þegar svona mál séu annars vegar. Félagið hefði lengi haft áhyggjur af siðferðismál- um í íslenskum stjórnmálum og hefði flutt tillögu í flokksstarfs- nefnd 1991 að setja á fót siðanefnd og samþykkja siðareglur í flokkn- um. Enginn forystumanna Alþýðu- flokksins hefði komið nálægt þess- ari ályktun með einum eða neinum hætti. „Það eru bara þessi málefni sem valda því að við tökum þetta skref, að samþykkja þessa ályktun og Guðmundur Árni kemur sér í þessi mál sjálfur auðvitað," sagði Vilhjálmur. Strangari kröfur Hann sagði að sér fyndist per- sónulega eðlilegt að gera strangari kröfur í þessum efnum til forystu- manna Alþýðuflokksins en annarra, þar sem flokkurinn gerði kröfu til þess að beijast fyrir jafnrétti, rétt- læti og hagkvæmni í opinberum rekstri og atvinnulífí. „Þess vegna er fljótt að koma upp ósamræmi ef Alþýðuflokksráðherrar síðan fara illa með almannafé eða eitthvað slíkt og eðlilegt að það verði fljótt trúnaðarbrestur milli þeirra og kjós- enda,“ sagði Vilhjálmur einnig. Ályktun FFJ „fáheyrð" í ályktun bæjarfulltrúanna í Hafnarfirði og stjórnar fulltrúa- ráðsins er fordæmd „áróðursherferð íjölmiðla sem í gangi hefur verið“ gegn Guðmundi Árna. Þá er lýst furðu á því að félag innan Alþýðu- flokksins taki þátt í atlögunni. Al- þýðuflokksmenn í Hafnarfírði segja um ályktunina að slíkt sé „fá- heyrt". Jafnframt kemur fram að í bæjarstjóratíð Guðmundar Árna hafi Hafnarfjörður tekið stakka- skiptum og bæjarbúar hafi sýnt að þeir kunni að meta störf hans. Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna nokkuð óvæntar Jóhanna ógnar krötum — en ekki eingöngu Alþýðuflokksmenn hafa ástæðu til að óttast Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún gæti einnig gert Alþýðubandalaginu skráveifu og höggv- ið úr fýlgi Sjálfstæðisflokksins. Oiafur Þ. Stephensen skrifar um niðurstöður þjóð- málakönnunar á fylgi stjómmálaflokkanna. FYLGI við hugsanlegt framboð Jó- hönnu Sigurðardóttur í komandi þingkosningum telst helzt til tíðinda í niðurstöðum þjóðmálakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands, sem Morgunblaðið birti á miðvikudag. Jóhanna fékk þar stuðning 10,1% svarenda, en gamli flokkurinn hennar, Alþýðuflokkur- inn, fékk 5,8%, sem er versta út- koma krata í skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar á kjörtíma- bilinu. Tvisvar sinnum hefur fylgi Al- þýðuflokksins farið niður í 6,8%, í febrúar 1993 og aftur í maí á þessu ári. Flokkurinn var hins vegar kom- inn upp í 10,4% í júní síðastliðnum og fylgistapið er þess vegna slá- andi. Miðað við kjörfylgi Alþýðu- flokksins í seinustu kosningum, sem var 15,5%,. er útlitið heldur ekki sérstaklega bjart. Aukin trú á félagshyggju- framboði Jóhönnu? Alþýðuflokksmenn hafa nú fulla ástæðu til að óttast Jóhönnu. Fylgi hennar er nærri helmingi meira en þeirra sjálfra og það þrátt fyrir að ekki hafi sérstaklega borið á henni opinberlega að undanförnu. Spyija má hvernig Jóhönnu gangi að manna framboðslista í öllum kjör- dæmum með frambærilegu fólki og halda dampi út kosningabaráttuna. Hins vegar má búast við að þessi góða útkoma hennar verði til þess að ýmsir, sein velkzt hafa í vafa um hvort þeir ættu að styðja hana, öðlist aukna trú á félagshyggju- framboði undir merkjum Jóhönnu. Sialfstæðisflokkur Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1991 og í skoðanakönnunum frá þeim tíma Alþýðuflokkur ----1-----1----1 I I t|l I M u '01 'OO '00 100,1 'OK Framsóknarflokkur r+^rh , , -|—M 4 I 14 1 I '91 ’92 '93 1994 95 ’91 Jóhanna Sigurðar- (vennalisti dóttir Þetta fólk gæti meðal annars komið úr Alþýðubandalaginu. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins vonast Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, til þess að stofnun nýja Alþýðubanda- lagsfélagsins í Reykjavík, Framsýn- ar, verði til þess að halda í þá flokksmenn, sem líklegir væru til að renna hýru auga til Jóhönnu. Þriðjungur fylgis Jóhönnu frá Sjálfstæðisflokknum Þegar niðurstöður skoðanakönn- unar Félagsvísindastofnunar eru greindar nánar og skoðað hvaða flokka fólk kaus í seinustu alþingis- kosningum, kemur ýmislegt athygl- isvert í ljós. Hafa ber í huga að með slíkum aðferðum er verið að bijóta úrtakið niður í nokkuð smáa hópa og samanburðurinn er ekki tölfræðilega mjög marktækur, en hann gefur þó einhvetjar vísbend- ingar. Þegar skoðað er með þessum hætti hvað þeir, sem nú styðja Jó- hönnu, kusu í seinustu alþingis- kosningum, kemur í ljós að um 30% kusu Alþýðuflokkinn, sem kemur ekki á óvart. Af stuðningsmönnum Jóhönnu kusu nánast engir kvenna- listann í seinustu kosningum og í kringum 10% kusu Alþýðubandalag og Framsóknarflokk. Það, sem hins vegar kemur á óvart, er að 30% stuðningsmanna Jóhönnu Sigurðar- dóttur segjast hafa kosið Sjálfstæð- isflokkinn í seinustu kosningum. Ekki er þar með sagt að félags- hyggjuboðskapur Jóhönnu höfði til þeirra einn og sér; óánægja með eigin fiokk eða ríkisstjórnina gæti spilað inn í. Þegar heildarniðurstöður könn- unarinnar eru skoðaðar, er þetta reyndar ekki ólíklegt, því að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokk- uð frá seinustu könnun, um rúm- lega fjögur prósentustig. Hafa ber í huga að aldrei er hægt að aihæfa að fylgisaukning eins flokks komi „beint“ frá einhveijum öðrum. Und- anfarna tvo áratugi hefur verið meiri lausung á fylgi flokkanna en áður, og „nettó“ breytingar á fylgi segja ekki til um „brúttó“ flokka- flakk kjósendanna. Tekur af Alþýðubandalagi og Sjálfstæðisflokki í Reykjavík Það, sem Jóhanna tekur af Al- þýðubandalaginu, tekur hún mjög sennilega að mestu leyti í Reykja- vík. Það gæti einnig átt við um Sjálfstæðisflokkinn. í seinustu könnun Félagsvísindastofnunar höfðu Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur rúmlega 10% stuðning í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkur 48,3%. Nú fær Alþýðuflokkurinn 4,6% í borginni, Alþýðubandalag 6,9% — og Sjálfstæðisflokkur 42,3%. Úti á landi heldur Alþýðu- bandalagið sínu og Sjálfstæðis- flokkur sömuleiðis, miðað við sein- ustu könnun, en Alþýðuflokkur missir fylgi. I > l i í I I I t I I I > t t I I t I' I > f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.