Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aiþingi starfi til 24. feb. ALÞINGI kemur saman laugardag- inn 1. október og samkvæmt drögum að starfsáætlun þingsins í vetur sem rædd hafa verið í ríkisstjórn er gert ráð fyrir að fram að jólum starfi þingið til 17. desember. Alþingi komi svo saman að nýju eftir jólaleyfi með venjubundnum hætti upp úr 20. jan- úar og starfi í rúmar ijórar vikur eftir áramót vegna alþingiskosning- anna næsta vor eða til 24. febrúar. Þá heíst þing Norðurlandaráðs sem stendur í eina viku. Stefnt er að því að alþingiskosningar fari fram 8. apríl. Skv. upplýsingum Morgun- biaðsins er ekki búið að ákveða end- anlega allar dagsetningar í starfs- áætlun þingsins í vetur en gert er ráð fyrir að hún verði fullfrágengin næstkomandi þriðjudag. -----» ♦ ♦ Bingólottó hefst í kvöld BINGÓLOTTÓ hefst í beinni útsend- ingu í ólæstri dagskrá á Stöð 2 í kvöld og verður framvegis á laugar- dagskvöldum kl. 20.30. Lottóið er á vegum Happdrættis DAS og rennur ágóði til Hrafnistuheimilanna. Spiluð eru þrjú bingó, dregin út lukkunúmer, lukkuhjóli snúið og gæfunnar freistað í þrenns konar vinningahólfum. Á hveijum bingó- lottómiða sem hægt er að kaupa á sölustöðum eru 25 vinningsmögu- leikar og verða tölurnar sem dregnar eru út birtar í Morgunblaðinu á þriðjudögum. Allir þeir sem fá bingó fá vinning, en þrír þeir fyrstu sem fá bingó í hverri og hringja í þáttinn í síma 996060 og ná sambandi við stjórnanda hans, Ingva Hrafn Jóns- son, eiga möguleika að halda áfram í Píramítanum. Sophia Hansen hitti eldri dóttur sína SOPHIA Hansen hitti eldri dóttur sína, Dagbjörtu, í gær. Hún er hér (t.v.) ásamt yngri systur sinni Rúnu. Myndin var tekin 1992. • • Orvæntingin skein úr augum hennar „MÉR BRÁ mjög að sjá hana. Hvernig örvæntingin skein úr augunum. Mig langaði svo að taka hana í fangið og fara með hana heim. Ég held að þetta hafi verið erfiðasta stund lífs míns,“ sagði Sophia Hansen eftir að hún hitti Dagbjörtu, eldri dóttur sína, á heimili föður hennar í Istanbúl í gær. Sophia sagði að Dagbjört hafi fátt sagt. Hún hafi verið tötraleg til fara og ekki þorað að fara með henni. Rúna, yngri dóttir Sophiu, var fjarri ásamt föður sínum. Hann kom skömmu eftir að Sophia komst inn í íbúð hans með aðstoð lásasmiðs og hrakti hana og fylgdarmenn hennar á brott. Sop- hia hafði ekki hitt Dagbjörtu í tvö ár og átta mánuði þegar hún komst inn á heimilið í gær. „Mér var um síðustu helgi lofað að lásasmiður færi með okkur næst. Við fórum saman, ég, hann, löglærð kona og lögreglan og hurðin var opnuð. Á móti okkur kom þungt loft, hlerar voru fyrir gluggunum og enginn sjáanlegur í íbúðinni. Þau fóru á undan mér inn í síðasta herbergið, sjónvarps- herbergið, og kölluðu í mig. Dag- björt var í hnipri með konu Ha- lims og stelpunni þeirra úti á svöl- um. Við brustum báðar í grát. En hún harkaði fljótlega af sér enda hefur hún líklega strax far- ið að hugsa um að kona Halims myndi segja frá því að hún hefði sýnt einhver tilfinningaleg við- brögð við að sjá mig. Ég spurði hana hvar Rúna væri og hún sagðist ekki vitað það. Eftir smám stund samþykkti hún að koma með mér inn af svölunum og ég hélt í hendumar á henni og talaði við hana. En kona Ha- lims yfirgaf okkur aldrei og Dag- björt þorði ekki að tjá sig. Hún þorði heldur ekki að koma með mér eins og ég bað hana um. Ég var með pappírana og sýndi henni fram á að ég mætti hafa hana frá föstudegi fram á sunnudag. Hún sagðist ekki vita hvaða refsingu hún fengi ef hún færi. Kannski myndi hún ekki lifa hana af. Ég sagði henni að ég væri búin að vera héma í þrjá mánuði og koma um hverja helgi. Ég væri búin að gera allt sem ég gæti til að fá þær til baka. Við værum að vinna, það væri stuttur tími eftir,“ sagði Sophia. „Ég er múhameðstrúar“ Hún rifjaði upp að Dagbjört hefði sagt að hún væri orðin múhameðstrúar. Ég sagði: „Það skiptir ekki máli. Ég get orðið múhameðstrúar líka. Þú kennir mér.“ Þá birti yfir henni í skamma stund. En svo sagði hún: „En hvað með alla aðra á Islandi. Hvað með bróðir þinn, systur þína, og alla hina á Islandi. Vilja þau mig?“ Ég sagði henni að það myndi eng- inn skipta sér að því. Allt yrði eins. Ég sagði: „Herbergið ykkar er alveg nákvæmlega eins, barna- vagninn, dúkkurnar, pakkarnir. Það er allt alveg nákvæmlega eins og það var þegar þið fómð.“ Hún var mjög undrandi en við gátum mjög lítið talað saman. Síminn hringdi stanslaust og eftir smá stund birtist Halim alveg bijálað- ur og skítugur upp fyrir haus því hann er að byggja. Þegar ég spurði hann hvar Rúna væri sagði hann: „Hvað kemur þér það við. Hvar hefur þú verið síðustu fjögur árin. Ég er búinn að hugsa um þessi börn í fjögur ár. Þú sem ert eiturlyfja- neytandi, o.s.frv. Svona hélt hann áfram og talaði í bland tyrknesku og íslensku. Hann sagði t.a.m. á íslensku: „Ef ég léti þig hafa börn- in værir þú búin að selja þau eft- ir klukkutíma eins og þú hefur selt sjálfa þig.“ Ég þýddi það sem hann sagði og eftir á þegar við komum út í bíl vora við öll sam- mála um að hann væri mjög sjúk- ur,“ sagði Sophia. Hún sagði að Dagbjört hefði verið tötraleg til fara. Hún hefði verið í síðerma bol, pilsi og með slæðu. Sljúpa hennar hefði verið klædd á svipaðan máta. En barn hennar liti ágætlega út.“ Helgi Áss Grétarsson heimsmeistári 20 ára og yngri í skák kemur úr mikilli skákfjölskyldu Áhuginn frá skaparanum „ÉG HUGSA að áhuginn sé kominn frá skaparanum og taflfélagið skáp- aði umgjörðina. Helgi er yfírvegaður um leið og hann er mikill keppnis- maður. Hann tekur áhættu en er ekki óraunsær," segir Grétar Áss Sigurðsson viðskiptafræðingur og faðir Helga Áss Grétarsonar, 17 ára nýbakaðs stórmeistara og heims- meistara í flokki skákmanna 20 ára og yngrl Helgi Áss er ekki eini skákmaður- inn í fjölskyldunni því systkini hans þrjú hafa öll stundað skák af kappi. Elstur er Sigurður Áss, 29 ára bygg- ingarverkfræðingur, en hann hefur að mestu lagt skákina á hilluna. Næstur er Andri Áss, 25 ára við- skiptafræðingur og Fide-meistari. Þriðja í röðinni er Guðfríður Lilja, 22 ára nemi í sagnfræði og stjóm- málafræði við Harvardháskóla og íslandsmeistari kvenna í skák frá 13 ára aldri að frátöldu einu ári þegar hún tók ekki þátt í keppni um titilinn. Helgi Áss rekur síðan lest- ina. Hann er 17 ára nemi í Verslun- arskóla íslands og, eins og áður sagði, nýbakaður heimsmeistari í flokki skákmanna 20 ára og yngri. Helgi Áss er jafnframt áttundi stór- meistari Islendinga. Grétar segir að krakkarnir hafi lært mannganginn af föðurömmu sinni og móðurafa. „Þau sýndu öll strax mikinn áhuga. Þótti gaman að gh'ma við eitthvað og ná árangri. En vegna aldursmunar tefldu þau ekki mikið hvert við annað heldur fengu sína þjálfun hjá Taflfélagi Reykjavíkur," sagði hann og rifjar upp að Helgi hafi ekki verið nema fimm eða sex ára þegar hann hafi verið farinn að hafa mjög gaman af skákinni. „Helgi tefldi mikið og þótti gaman að vinna. En hann læt- ur tap ekki bitna á andstæðingnum. Fremur lítur hann í eigin barm og athugar hvað hefur farið úrskeiðis.“ Helgi hefur að sögn Grétars ekki látið skákina bitna á öðrum skyldu- störfum og áhugamálum. „Hann hefur alltaf stundað skólann af sam- viskusemi og lék fótbolta í mörg ár með Fram. Hann var í marki og var meðal annars í drengjalandsliðinu,“ segir Grétar. Gríðarlega góður árangur „Árangur Helga Áss er gríðarlega góður. Hann er heimsmeistari í flokki 20 ára og yngri og yngsti íslendingur til að verða stórmeist- ari, aðeins 17 ára gamall. En reynsl- an hefur sýnt að þeir skákmeistarar sem náð hafa þeim titli yngri en tvítugir hafa venjulega orðið í fremstu röð meðal skákmanna ver- aldarinnar,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Skáksam- bands íslands, um árangur Helga. Hann sagði að þó Helgi Áss væri ungur tefldi hann glettilega hvasst. „Hann er mjög óragur, tekur oft á og yngri árið 1987, Hannes Hlífar Stefánsson varð heimsmeistari 16 ára og yngri sama ár og Jón L. Árnason hlaut sama titil tíu árum áður. Jafnframt nefndi Guðmundur að íslendingar hefðu ávallt staðið framarlega á norrænum skólaskák- mótum á síðustu árum. Guðmundur sagði að stofnun skákskóla árið 1990 ætti stóran þátt í þessari grósku. Óhætt að búast við miklu Jón L. Árnason, stórmeistari í skák, rifjaði upp sigur sinn árið 1977 í samtali við Morgunblaðið. „Ég man eftir að mikið var fylgst með mótinu og í rauninni miklu meira en sigri Helga núna. Ég held að mótið hafi að miklu leyti farið framhjá lands- mönnum enda var það fýrst og fremst glæsilegur endasprettur sem tryggði honum sigurinn," sagði Jón L. Hann sagði að mikil pressa hefði verið á sér árið 1977 og mikið gert úr sigrinum. Sér hefði þótt vænt um þá væntumþykju og stuðning sem hann fékk en þótt nóg um athyglina á sínum tíma. Hann sagði sigur Helga afar glæsilegan. „Og hann hefur mikla þýðingu. Það verður enginn heims- meistari í þessum aldursflokki nema hafa mikla hæfileika. Helgi skráir nafn sitt á spjöld sögunnar með þessu og mótshaldarar munu eflaust hafa augastað á honum,“ sagði Jón. Aðspurður sagði hann óhætt að búast við miklu af Helga í framtíð- inni. „Bæði vinnur hann titilinn óvenju ungur, ekki nema 17 ára, og er mikill keppnismaður. Hann hefur mjög margt til brunns að bera í þetta. Ég hef sagt að hann eigi margt eftir ólært en því fer fækk- andi. Það er mikilvægt fyrir hann að leggja sig allan fram á næstu árum ef hann ætlar að uppfylla þær væntingar sem við gerum til hans.“ HELGI Áss, II ára, með verðlaunagripi sína við skákborðið. SKÁKFJÖLSKYLDAN (efri röð f.v.); Sigurður Áss, Andri Áss og Helgi Áss. Sitjandi (f.v.) era Sigrún Andrewsdóttir, Guðfríður Lilja og Grétar Áss Sigurðsson. sig mikla áhættu og er geysilega mikill keppnismaður. Þegar á móti blæs harðnar hann fremur en hitt.“ Guðmundur minntist góðs gengis ungra íslenskra skákmanna á alþjóð- legum mótum á síðustu árum. Nefndi hann að Héðinn Steingríms- son hefði orðið heimsmeistari 12 ára I ) > > > í W >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.