Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir MAGNÚS Gunnarsson, formaður atvinnumálanefndar Hafnar- fjarðar (l.t.v.), og Magnús Jón Amason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ásamt Gunnari Svavarssyni, stjórnarformanni Aðalskoðunar hf. Bifreiðaskoðunarstofa Aðalskoðunar hf. Keppt á grundvelli þjónustu og verðs AÐALSKOÐUN hf., nýtt hlutafélag sem áætlar opna bifreiðaskoðunar- stofu í Hafnarfírði eftir áramót, hyggst hasla sér völl á markaði með því að keppa á þjónustugrundvelli og samkeppnisfæru verði. Ekki kem- ur til greina að keppa á gæðum skoð- unar. Aðdragandinn að stofnun fé- lagsins og starfsskilyrði voru kynnt á blaðamannafundi á fímmtudag. í máli Gunnars Sverrissonar, stjórnarformanns Aðalskoðunar hf., kom fram að með afnámi einkaleyfís á almennri skoðun ökutækja 1. jan- úar sl. hafí nýjum fyrirtækjum verið gert kleift að hasla sér völl á þessu sviði. Þau þurfi þó að uppfylla ákveð- in skilyrði sem feli í sér m.a. kröfu um faggildingu, gæðakerfi, hlut- leysi, tækjabúnað og aðstöðu. Faggilding forsenda starfsleyfis Gunnar segir að fyrirtæki sem hasli sér völl á sviði almennrar skoð- unar þurfi að bjóða lögbundna aðal- skoðun ökutækja, lítilla og stórra, og endurskoðun sömu flokka. Krafa sé einnig gerð um ýmsan tækjabún- að. Einnig verði nauðsynlegt að setja upp tölvukerfi sem geti kallað fram dagréttar upplýsingar um t.d. tryggingar, bifreiðagjöld og síðustu skoðun ökutækjanna. Gunnar segir að stofnkostnaður við fyrirtækið sé um 30 milljónir. Nýsköpun í bæjarfélaginu fagnað Magnús Gunnarsson, formaður atvinnumálanefndar Hafnarfjarðar, sagðist á fundinum fagna því þegar þjónusta á borð við þessa sem í vændum er, liti dagsins ijós. Hann segir að atvinnumálanefndinni hafi borist erindi félagsins um styrk upp á 1.900 þúsund. Það hafi hlotið já- kvæða umfjöllun nefndarinnar en eigi eftir að fara fyrir bæjarráð. Hann sagðist vænta þess að ráðið myndi taka vel í samþykkt nefndar- innar, hvort sem aðstoðin yrði í formi styrks eða hlutafjár. Magnús Jón Ámason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði að það væri langt síðan hann hefði séð jafnvel undirbúið verkefni og þetta koma inn á borð bæjarstjórnar. Hann sagðist hafa fulla trú á að það yrði að veruleika og að bæjarfélagið myndi styðja það eins og því væri frekast unnt. HU5GAGNA- UTSALA Seljum næsfu daga mikið úrval af húsgögnum méb 20-60% afslætti Td. vatnsrúm - vegghúsgöan eldhúsborö - boröstofuboro eldhússtóla - borbstofustóla unalingahúsgögn - sófasett sófaboró og m.fl. OpiS til kl. 16.00 í daa Visa og Euro raðgreiSsfur □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 654 100 Ný sljórn Málræktar- sjóðs AÐALFUNDUR Málræktarsjóðs var haldinn 23. júní sl. og var þar kosin ný stjórn. Baldur Jónsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðv- ar, sem verið hefur stjórnarformað- ur frá því að sjóðurinn var stofnað- ur, baðst undan endurkjöri. Guð- mundur Magnússon, prófessor, var kosinn í hans stað. Aðrir í stjórn eru Kristján Árna- son, prófessor, og Sigrún Helga- dóttir, reiknifræðingur. Varamenn eru Bergur Jónsson, verkfræðingur, og Ólöf Kr. Pétursdóttur, þýðandi. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Kári Kaaber. Alþingi samþykkti á hátíðarfundi sínum á Þingvöllum 17. júní sl. að efla Málræktarsjóð, þannig að í honum verði ekki minna en 100 milljónir króna að fimm ámm liðn- um. Úthlutun mun hefjast þegar féð tekur að berast sjóðnum. Athygli skal vakin á því að Málræktarsjóður selur minningarspjöld og barmnælu með merki íslenskrar málræktar. Hvort tveggja fæst í íslenskri mál- stöð, Aragötu 9, 101 Reykjavík. Nýjar franskar stretchbuxur og grófar peysur TESS Neðst við Dunhaga, sími 622230 OpiS virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 Ný kjólasending Samkvæmiskjólar, Brúðarkjólar, smókingar og kjólföt í miklu úrvali. Fataviðgerðir - fatabreytingar. Fataleiga Garðabæjar Opið lau. frá kl. 10-14 Garðatorgi, sími 656680. og virka daga frá kl. 9-18. KOMUR - LOKAÚTSALA Chantelle/Passionata undirföt verða seld á 50-70% afslætti laugardag og sunnudag milli kl. 11-18 á Hótel íslanai, 2. hæð. Ótrúlegt verð fyrir þessi gœðanœrföt. - HAUSTLAUKAR- HELGMTHJMW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.