Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mókollur áferð ogflugi MÖGULEIKHÚSIÐ ferð um landið og sýnt skólabörnum leikritið um umferðarálfinn Mókoll. Eftir að hafa komið víða við á Austurlandi lá leiðin á Norðurlandið þar sem leik- húsmenn hafa verið síðustu daga, en fyrir helgi sýndu þeir akureyrskum skólabörnum leikritið og ekki annað að sjá en þeim hafi vel líkað. í gær fengu krakkar úr Síðuskóla að fylgjast með umferðarálfinum, en 110. sýning á verkinu verður á Dalvík í dag, laugardag. ----♦ ♦ ♦--- Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri á morgun kl. 10.00. Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 11.00. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Glerárkirkju á morgun kl. 14.00. Fundur æskulýðsfé- lagsins verður kl. 18.00, skráð verður á landsmót æskulýðsfé- laga í Vatnaskógi um næstu helgi. Bænastund kvenna á mánudagskvöld kl. 20.30. Kynn- ing á systradögum í Skálholti 22. -23. september. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Vakningasamkoma kl. 15.30 á sunnudag, ræðumaður Rúnar Guðnason. Kristileg krakkasamtök Hvítasunnukirkj- unnar kl. 17.15 næsta föstudag. Bænavika/bænaganga frá mánu- degi 19. september til föstudags 23. september. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14.00 á morgun, hjálpræðissamkoma kl. 20.00, Imma, Óskar og Daníel tala. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í kvöld kl. 18.00 og á morgun sunnudag kl. 11.00. Lægð í þjóðfélaginu og innkaupaferðir til útlanda NETAGERÐAMENN hjá Nóta- stöðinni Odda eru önnum kafnir þessa dagana við að gera við flott- roll Hágangs II. Þeir byijuðu á því að greiða úr trollinu og var það dagsverk en síðan var hafist handa við að bæta. Þeir eru fimm karlarnir sem sjá um það, bytjuðu á fimmtudag að grciða úr og síðan tók viðgerðin við en þeir verða að klára á morgun því skipið á að fara út á mánudaginn. Það er því um að ræða fjögurra daga verk fyrir fimm manns og ekki sveik veðrið þessa vösku pilta niðri á Fiskihöfn í gærmorgun, margrómuð akureyrsk haustblíða. „Svona flottroll hafa ekki verið notuð í mörg ár, svo fóru menn að hirða þetta upp hingað og þangað þegar þeir fóru að sækja í Smuguna," sagði Frímann Hauksson sem er til vinstril en til hægri er Helgi Sigfússon. Yöruverð hefur lækkað um helming RAGNAR Sverrisson, formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar, segir að verð á fatnaði og öðrum varningi hafa á síðustu íjórum, fimm árum lækkað um helming hér á landi. Lækkunina segir hann m.a. til komna í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu síðustu ár og tíðra verslunarferða landans til erlendra borga en til að mæta þeirri samkeppni hafí kaup- menn leitað hagstæðari innkaupa og lækkað álagningu. Gera má ráð fyrir að um tvö þús- und manns fari í beinu flugi frá Akureyri til borga í Skotlandi og írlandi í haust, en slíkar ferðir hafa átt vaxandi vinsældum að fagna á liðnum árum. „Mér fínnst yfírbragð þessara ferða hafa breyst mikið, kaupæðið er runnið af mönnum," sagði Birkir Skarphéðinsson hjá Amaro á Akureyri. „I fyrstu var eins og átthagafjötrar brystu af mönnum, en nú er fólk sjóaðra. Ég held að það sjái líka að í mörgum tilfellum er verðið ekki hærra hér á landi, það hefur lækkað umtalsvert á síðustu árum. Með því að kaupa einungis góða vöru beint inn og sleppa millilið- um getum við boðið hagstætt verð og fólk er farið að átta sig á að það er ekkert ódýrara að versla úti. Það er mikið um að fólk sem er á leið til útlanda komi í verslunina og at- hugi hvaða verð er í boði hér. Við vitum til þess að þegar heim er kom- ið hefur fólk komið hingað til að versla, þetta á t.d. við um snyrtivör- ur sem eru síst ódýrari erlendis," sagði Birkir. Neyðin kennir mönnum Ragnar Sverrisson sagði að verð á fatnaði og fleiru hefði lækkað um helming frá því sem var, kreppu- ástand í þjóðfélaginu síðustu ár og verslunarferðir til útlanda hefðu leitt til samdráttar í verslun sem kaup- menn hefðu brugðist við með því að leita hagstæðari innkaupa og leggja minna á vöruna en áður tíðkaðist. Peysur sem „í gamla daga“ eins og hann orðaði það hefðu verið seldar á um 8.000 krónur kostuðu nú tæp- ar 4.000 krónur. „Það er eins hjá okkur kaupmönnum og bændum og útgerðarmönnum, neyðin fær menn til að leita leiða og bregðast við sam- keppni, þetta er allt spuming um að lifa af,“ sagði Ragnar. Hann sagði að fólk væri farið að átta sig á því að það væri þjóðhags- lega hagkvæmt að versla heima og því þætti kaupmönnum skondið að sveitarfélög og félagasamtök versl- unarfólks greiddu niður innkaupa- ferðir til útlanda en hann vissi dæmi þess. „Þetta fínnst okkur öfugþróun, fólk vinnur á móti eigin hagsmun- um,“ sagði Ragnar. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Flottrollið bætt við Fiskihöfnina lörð til sölu Jörðin LiHi Dunhagi I i Arnarneshreppi er Hi söiu. Á jörðinni er ibúðarhús byggt 1985 ca 125 m2, geldneytafjós 200 m2, byggt 1983, hesthús fyrir ca 40 hross og hlaðo 1.325 m. Ástand húsa er gott. Ræktun 1 8,5 ha og ræktunarmöguleikar ca 20 ha. Fullvirðisréttur enginn. Fjarlægð frá Akureyri 12 km. Tilboð þar sem fram komi verð og greiðslufyrirkomulag sendist til Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Óseyri 2, 600 Akureyri, merkt: „Jörð 94", fyrir 28. september nk. Frekari upplýsingar gefnar þar í síma 96-24477 á skrifstofutíma. Atvinnumála- skrifstofu Hallgrímur Guðmunds- son ráðinn HALLGRÍMUR Guðmunds- son fyrrverandi bæjarstjóri í Hveragerði hefur verið ráðinn forstöðumaður atvinnuskrif- stofu Akureyrarbæjar og mun hann hefja störf 1. októ- ber næstkomandi. Hallgrímur er fæddur á Akureyri árið 1948, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1970, prófi í stjórnmálafræð- um frá Háskóla íslands 1974 og var við framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu sveitar- félaga við Háskólann í Manc- hester á árunum 1976-1978. Unnið að sérverkefnum Hallgrímur hefur unnið að ýmsum sérverkefnum fyrir opinberar stofnanir og ráðu- neyti og lagt stund á kennslu m.a. við Kennaraháskóla ís- lands og Háskóla íslands. Hann var ráðinn sveitarstjóri í Nesjahreppi í Austur- Skaftafellssýslu 1985, 1986 var hann bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði og 1990 bæjar- stjóri í Hveragerði. Hallgrímur er kvæntur Helgu Pálsdóttur og eiga þau þijú börn. Lóðir myndi eina heild Á PUNDI bæjarráðs Akur- eyrar í gær var tekið fyrir erindi frá bygginganefnd Menntaskólans á Akureyri þar sem hreyft var þeirri hug- mynd að lóðir skólans, Fjórð- ungssjúkrahússins og Lysti- garðsins myndi eina heild og mælst til þess að stjórnendur þessara stofnana skipi full- trúa í nefnd þar sem þessi mál verði rædd með það í huga að samstarf geti tekist um hönnun og rekstur lóð- anna. Bæjarráð samþykkti að ráða Árna Steinar Jóhanns- son umhverfisstjóra Akur- eyrarbæjar í viðræðunefnd- ina. Atvinnu- átaks- verkefni BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi í gær að sækja um til Atvinnutryggingasjóðs heim- ild til 35 starfa, samtals 105 mannmánuði í atvinnuátaks- verkefni fyrir atvinnulaust fólk á tímabilinu 1. október til 31. desember 1994. Áætl- að er að heildarlaunagreiðslur vegna þessa atvinnuátaks nemi tæplega 7,8 milljónum króna en þar af er hlutur Akureyrarbæjar rúmlega 2,5 milljónir króna. Fjárveitingu til þessa verkefnis var vísað til endurskoðunar fjárhags- áætlunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.