Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Minna útlánatap hjá Landsbankanum Stöðum fækkað um200 Akranesi. Morgunblaðid. LANDSBANKA íslands hefur á síðustu fjórum árum tekist að fækka stöðugildum innan bank- ans um 189. Bankinn hefur á þessum árum farið í gegnum rót- tæka endurskipulagningu, þar sem kostnaður hefur verið skorinn niður, bæði með fækkun stöðu- gilda og lækkun annars rekstrar- kostnaðar. Stöðugildi voru 1.140 árið 1990 en nú 1. september sl. voru þau 951 talsins. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem haldinn var eftir árlegan landsbyggðarfund bankaráðs Landsbankans, sem að þessu sinni var haldinn á Akranesi. Launakostnaður lækkar Launakostnaður hefur á þessum sama tíma lækkað úr 2.367 milljón- um árið 1990 í 2.187 milljónir í lok ársins 1993. Þessar tölur eru á verð- lagi hvers árs, beint úr bókhaldi og ekki uppfærðar. Annar rekstrar- Landsbanki íslands: Stöðugildi 1991-1.9.'94 fi L-I4Ö 1.134 / / 1.066 ' ’ 1990 1991 1992 1993 1.9.'94 kostnaður hefur einnig lækkað verulega. Vaxtamunur bankans hefur lækkað úr 3,9% 1990 í 3,4% í ár. 0,1% þýðir um 100 milljónir í tekjumissi. Landsbankinn skilaði á síðasta ári rösklega 40 milljóna króna hagnaði. Á sama tíma hefur bank- inn verið að afskrifa mikið af lánum sem telst aukinn rekstrarkostnaður. Á síðasta ári námu afskriftirnar röskum 2.000 milljónum og á því sést hver staða bankans gæti orðið í eðlilegu árferði. Bankastjórar telja að útlit sé fyrir að mun minna tap verði á útlánum á þessu ári en ver- ið hefur undanfarin ár. Skuldabréfaútboð FAmskip býður út 250 milljóna skuldabréf EIMSKIP hefur ákveðið að ganga til samninga við Landsbréf hf. um að annast fyrsta skuldabréfaútboð sitt á íslenska verðbréfamarkaðn- um. Bréfin verða að fjárhæð 250 milljónir með átta ára lánstíma og verður útboðsfjárhæðinni skipt til helminga í íslenskar krónur og evr- ópsku mynteininguna ECU. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt einkafyrirtæki býður út skuldabréf í ECU. Fjármagnið til fjárfestinga Fjármagninu verður ráðstafað til ýmissa fjárfestinga Eimskips á næstu mánuðum þ. á m. byggingar nýrrar þjónustumiðstöðvar frys- tivöru á athafnasvæði félagsins í Sundahöfn en framkvæmdir við hana hefjast í næsta mánuði. Fram kemur í frétt frá Eimskip að skulda- bréfaútgáfa hafi verið í skoðun í talsverðan tíma. Aðstæður á fjár- magnsmarkaði séu mjög hagstæðar um þessar mundir og kjör fyllilega sambærileg við það sem gerist á erlendum lánamörkuðum. Útboðsgögn voru send öllum ís- lensku verðbréfafyrirtækjunum þ.e. Verður fyrst einkafyrirtækja til að gefa út bréfíECU Fjárfestingarfélagsins Skandia, Handsals, Kaupþings, Landsbréfa og Verðbréfamarkaðs íslands- banka. Byggðist mat á tilboðunum á ávöxtunarkröfu skuldabréfanna og þóknun verðbréfafyrirtækjanna vegna viðskiptanna. Tilboðum var skilað inn á fimmtudag og reyndist hagstæðasta tilboðið vera frá Landsbréfum, bæði í íslenskum krónum og ECU. Fonnleg sala bréf- anna mun hefjast 27. september nk. Skuldabréfaútboð stórfyrirtækja hafa verið talsvert áberandi undan- farna mánuði og má þar nefna út- boð Granda, Olíufélagsins, Sem- entsverksmiðjunnar, Skeljungs og Útgerðarfélags Akureyringa. M * Ný gámaskip í flota Eimskips EIMSKIP hefur keypt Bakkafoss en skipið hefur undanfarin ár verið leiguskip í Norðurlanda- siglingum. Kaupverð er um 530 milljónir króna. Jafnframt hefur nýtt skip verið tekið á leigu til Ameríkusiglinga. Það skip er systurskip Bakkafoss og verður gefið nafnið Goðafoss. Dettifoss, sem fyrirtækið keypti árið 1991, er einnig sömu gerðar og Bakka- foss og Goðafoss. Systurskipin þrjú voru öll smíðuð í Sietas- skipasmíðastöðinni í Hamborg árið 1982. Burðargeta skipanna er 413 gámaeiningar. Á mynd- inni er Bakkafoss að leggja úr höfn í Reykjavík. Hlutabréf Þingvísitalan upp um 1,6% ÞINGVÍSITALA hlutabréfa hækkaði um 1,56% í viðskiptum á hlutabréfa- markaði í gær sem samtals námu 13,4 milljónir krónum að markaðs- virði. Alls áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í 10 hlutafélögum, þar af átta sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands, og hækkaði gengi hlutabréfa í öllum tilvikum nema tveimur. Af þeim átta hlutafélögum á Verðbréfaþingi sem viðskipti með hlutabréf voru skráð hjá í gær varð mest hækkun hjá íslandsbanka. Þar fór gengi hlutabréfa í 1,10 úr 1,05 eða upp um 4,8%. Hlutabréf í Olís hækkuðu um 4,5% úr 2,45 í 2,56. Viðskipti með hlutabréf í Granda námu rúmum fjórum milljónum króna í gær og hækkaði gengi bréf- anna úr 1,93 í 2,0 eða um 3,6%. Hjá Eimskipi hækkaði gengi hlutabréfa í gær um 1,5% í 4,68 í viðskiptum sem námu 1,6 milljónum. Viðskipti með Skeljungsbréf námu 2,3 milljónum og hækkaði gengi bréfanna um 1,4% í 4,50. Mesta gengishækkunin í hluta- bréfaviðskiptum í gær var hjá Síld- arvinnslunni hf. sem skráð er á Opna tilboðsmarkaðnum. í milljón króna viðskiptum hækkaði gengið úr 2,70 í 2,85 eða um 5,6%. Lögbann verði tekið fyrir aftur NÚVERANDI meirihluti Stöðvar 2 hefur farið fram á að sýslumenn í Reykjavík og á Blönduósi endur- skoði kröfu um lögbann vegna eign- arhluta í Sýn. Ragnar H. Hall, lög- maður meirihlutans, segist gera ráð fyrir að krafan verið tekin fyrir fljót- lega eftir helgi. Jóhannes Torfason, bóndi á Torfalæk í Torfalækjahreppi, á umrætt hlutafé að nafnvirði 1,85 milljónir og er um að ræða 18,5% eignarhlut í Sýn. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið enn eiga hlutabréfin. „Á meðan málið var fyrir dómstólum gat ég lítið annað gert með bréfin en eiga þau. Eg gat í sjálfu sér nýtt mér atkvæðisrétt sem fylgdi þeim. En ekki hefði ver- ið varlegt að versla með þau meðan enn var beðið úrskurðar Hæstarétt- ar,“ sagði Jóhannes. Hann tók fram að næsta skref í málinu yrði væntanlega að höfðað yrði staðfestingarmál til að fram- fylgja lögbannskröfu. Hann sagðist myndi hlíta niðurstöðu dómstóla. Til hamingju OSIAOG SMJÖRSALAN SE með að vera komin í hóp fyrirtækja með vottað gœðakerfi. RÁÐGARÐUR hf. S17ÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF Fyrirtœki sem hafa áður byggt upp vottuð gœðakerfi með aðstoð Ráðgarðs hf Lýsi hf. ISO 9002,1992 Bakkavör hf. ISO 9002,1993 Borgarplast hf. ISO 9001,1993 Vesturland Landsbankinn lánar meira en nemur innlánsviðskiptum Ikrnnpiii Mnrcninhla/lúl Akranesi. Morgunbladið. IANDSBANKINN hefur lánað til einstaklinga og fyrirtækja á Vest- urlandi um 4,2 milljarða króna á þessu ári. Innlán á sama tíma námu 2.700 milljónum króna. Staða margra fyrirtækja á Vesturlandi hefur verið slæm, en horfur margra þeirra eru betri og vænst er að botn- inum sé náð og bjartari tímar fram- undan. Þetta kom fram hjá banka- stjórum Landsbankans á blaða- mannafundi. Mest útlán fara til sjávarútvegs, tæplega 1.500 milljónir, eða um 37% heildarútlána. Rösklega milljarður hefur farið til iðnaðar og 916 milljón- ir króna til einstaklinga. Aðrir aðilar hafa fengið minna. Á Akranesi lánar bankinn 2.800 milljónir króna en fær í innlán 1.750 milljónir kr. í Ólafs- vík nema innlán 450 milljónum en útlán 1.150 milljónum króna; svo nokkrar stærðir séu nefndar. 1 öðr- um útibúum bankans á Vesturlandi er mismunurinn jafnari. Athygli vek- ur hinn mikli munur á inn- og útlán- um. Þessi þróun virðist vera svipuð á landsbyggðinni. Reykjavík og ná- grenni skera sig úr, en þar eru inn- lán mun meiri en útlán. Erfið staða fyrirtækja Staða fyrirtækja á Vesturlandi er víða erfið um þessar mundir, en margt bendir til að ástandið sé að batna. Á svæðinu eru mörg fyrirtæki ágætlega rekin og önnur að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika. Lands- banki íslands hefur ekki farið var- hluta af erfíðleikum skipasmíðaiðnað- arins í landinu og orðið fyrir miklum skaða. í máli bankastjóranna kom fram að unnið sé að lausn vandans og vonir séu um varanlegar lausnir á næstu mánuðum eða misserum. Áföll í fyrirtækjarekstri á Vestur- landi eru meiri en víðast á öðrum stöðum og sum áföllin eru stór. Bankastjórarnir segja ótvíræð teikn vera á lofti um að íslendingar séu mikið að laga sig að breyttum hátt- um í sjávarútvegi, þar sem byggja þarf á öðru en hefðbundnum þorsk- afla. Menn hafa stórum bætt stöðu sína í rækjuvinnslu og almennt er aukning í verðmæti sjávarafurða. Veruleg teikn eru á lofti um botnin- um í efnahagsiægðinni sé náð og nýir tímar með breyttar áherslur séu að ganga í garð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.