Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTEINIDUR Heilsuvörur unnar úr Bláa lóninu HEILSUFÉLAGIÐ við Bláa lónið hefur nú hafið framleiðslu á baðsalti, sem er að öllu leyti til eimað og unnið úr hráefnum, sem er að fínna í Bláa lónsvatninu sjálfu. Að sögn Kristins Benediktssonar, staðarhaldara Bláa lónsins, hófst framleiðslan um mitt sumar og síðan hefur varan ekki stoppað við í hillum baðhússins við lónið, þar sem það er einungis selt enn sem komið er að minnsta kosti. Þá eru uppi hugmyndir um frek- ari framleiðslu heilsuvara úr hráefn- um Bláa lónsins. Meðal annars eru uppi áform um pökkun kísils í lofttæmdar umbúðir enda markaður fyrir hendi, að sögn Kristins, en hingað til hafa eingöngu Samtök psoriasis- og exemsjúklinga haft kísilinn á boðstólum. Heilsufélagið áformar jafnframt framleiðslu á rakakremi, sem unnið verður úr hráefnum lónsins, en til- raunaframleiðsla á því hófst fyrir rúmu ári er þýskir psoriasis-sjúkl- ingar komu hingað til lands til með- ferðar, sem gaf mjög jákvæðar nið- urstöður. Meðferðin var byggð þannig upp að fyrst fóru menn í bað í lóninu, báru síðan á sig rakakrem- ið áður en þeir fóru í Ijósameðferð. Við það að nota kremið opnaðist húðin og var móttækilegri fyrir Ijós- unum. Rakakrems-framieiðslan hef- ur verið í samvinnu við Lyfjaverslun ríkisins. Að sögn Kristins er verið að skoða fleiri möguleile á þessu sviði og er eitt og annað á döfinni. Hvað baðsaltinu viðkemur aftur á móti, er það selt í 100 gramma pakkningum á 435 kr. í notkunar- reglum segir: „Hellið baðsaltinu, 50-100 grömmum, út í heitt bað- vatn. Látið það leysast alveg upp og liggið í baðinu í 15-20 mín.“ Þar með ættu menn að vera komnir með „lækningamátt“ Bláa lónsins út í baðið heima hjá sér. Morgunblaðið/BB ÞORBJÖRG Heidi Jóhannsen með pakka af baðsalti, sem eimað hefur verið úr Bláa lóninu. Hrönn Vilhelmsdóttir opnar verslun með sængurfatnað Ljósmynd/Jón Páll Vilhelmsson BARNARÚMTEPPI úr bómullarefni. Málar og þrykkir mynstur og texta á bómull og silki HRÖNN í vinnustofu sinni. DRAUMUR margra listamanna er efalítið að geta lifað af list- inni. Hrönn Vilhelmsdóttir textilhönnuður freistar þess nú að láta drauminn rætast. Ný- lega opnaði hún verslun og vinnustofu, Textílkjallarann, á Barónsstígnum þar sem hún selur einungis textílvörur eftir sjálfa sig. „Mér finnst ég eiginlega vera orðin sambland af Iista-, iðnað- ar-, og kaupmanni. Eg hef sér- hæft mig í hönnun á textílvörum í svefnherbergi; sængurverum, rúmteppum og náttfötum, auk ýmiss annars smávarnings. Allt flokkast þetta undir nytjalist, þ.e. listmunir sem hafa nota- gildi. Mér fannst tímabært að opna verslun, því eftirspurn eft- ir vörum mínum hefur aukist jafnt og þétt undanfarið. Þetta er ósköp þægilegt, ég bý á efri hæðinni og verslunin og vinnu- stofan er í kjallaranum.“ Vers númer 510 og 511 Hrönn útskrifaðist úr textíl- deild Myndlista- og handíða- skólans 1990. Hún tók eitt ár til viðbótar í iðnhönnun; fram- haldsnámi sem þá var á til- raunastigi í skólanum. Hrönn málar ekki aðeins og þrykkir, heldur saumar allt sjálf. Hún er vön saumaskap, tók 100 tíma saumanámskeið sem valfag í MA og vann lengi á saumastofu. Aritaðan sængurfatnað segir Hrönn afar vinsælan og fólki finnist gaman að gefa persónu- legar gjafir í vöggu- eða skírn- argjöf. „Ég hef þróað aðferð til að rita nöfn eða texta á efni. Oftast er ég beðin um að rita nafn barns á sængurverið og síðan hef ég yfirleitt fijálsar hendur varðandi liti, myndir eða mynstur. Nýverið hringdi kona og pantaði sængurvera- sett með versi númer 510 og 511 og þá var vitaskuld ekkert annað fyrir mig að gera en ná í sálmabókina." Hrönn er búin að prófa þvottaþol litanna og segir þá ekki mást af, þrátt fyrir marga ára þvotta. Aðspurð um verð segist hún selja ungbarnasæng- urverasett úr bómull á 4.900 kr. og rúmteppi á hjónarúm, 250x200 cm, á um 25 þúsund krónur. Ef framtakið gengur vel ætl- ar Hrönn að fá aðstoð við saumaskapinn og hafa jafn- framt gardínur og dúka á boð- stólum. Kæliskápar með freoni á bannlista um áramót Morgunblaðið/Árni Helgason SESSELJA Pálsdóttir og Þórhildur Pálsdóttir í verslun sinni. Gjafavöruverslun opnuð í Stykkishólmi FRÁ OG með næstu áramótum verð- ur bannað að flytja inn og selja kæli- og frystiskápa með freoni. Freon er klórflúorkolefni, CFC, og er talið mjög skaðlegt ósonlaginu, sem ver lífríki jarðar gegn útfjólublá- um geislum sólar. Bannið er skv. reglugerð umhverfisráðuneytisins um varnir gegn mengun af völdum klórflúorkolefna og halóna frá 1. ágúst 1993, en allar þjóðir hins vest- ræna heims eru um þessar mundir að draga úr og hætta framleiðslu CFC skv. svokallaðri Montreal-bók- un. Framboð á kæli- og frystiskápum er gífurlega mikið hér á landi, en að undanförnu hefur sá markaður tekið miklum stakkaskiptum, eftir því sem Neytendablaðið komst að við gerð markaðskönnunar, sem birt var í maí sl. „Fyrir fáum misserum fengust ekki kæliskápar hérlendis nema með freoni en nú geta umhverfisvænir neytendur kæst yfir því að úrval freonlausra kæliskápa er orðið tals- vert og fer vaxandi. Mik- ið vantar þó á að allir geti boðið upp á freon- lausa skápa en um næstu áramót verður alfarið bannað að selja kæli- skápa með freoni hér- lendis,“ segir m.a. í samantekt Neytendablaðsins. í stað klórflúorkolefnis nota nú margir framleiðendur vetnisflúorkol- efni, HFC. Það er ekki talið skaða ósonlagið en er á hinn bóginn eitt þeirra efna sem stuðla að auknum gróðurhúsaáhrifum. Gera má ráð fyrir að á næstu árum verði því skipt út fyrir enn vænni kælivökva og þegar eru komnir á markað erlendis skápar, sem hafa hvorki CFC né HFC. Þynning ósonlagsins og aukin gróðurhúsaáhrif eru ekki aðskilin vandamál. Hluti þeirra lofttegunda, sem valda þynningu ósonlagsins, valda einnig gróðurhúsaáhrifum. Aukin gróðurhúsaáhrif gætu m.a. leitt til þess að eyðimerkur stækka og skógar eyðast, jarðræktarhéruð þorna upp, sjávarstaða hækkar, vi- skerfi raskast og ræktunarmörk færast til. Þeir, sem þurfa að losa sig við kæli- og frystiskápa með freoni ættu að leggja áherslu á að koma þeim í gámastöð, þar sem kælivökvanum er tappað af og hann endurnýttur. Sólhlíf jarðar í bæklingi, sem verið er að gefa út á vegum Hollustuverndar ríkis- ins og umhverfisráðu- neytisins, segir að óson- lagið sé sólhlíf jarðar- innar. Það verndi menn, dýr og gróður gegn skaðlegri útfjólublárri geislun frá sólu. „Óson er lofttegund, sem er að finna í lofthjúpi jarðar. Magn þess er mest í heiðhvolfinu í 20-50 km hæð frá jörðu í svonefndu óson- lagi. Óson myndast og brotnar niður í lofthjúpnum. Það, sem nú er að gerast, er að losun klórflúorkolefna og skyldra efna frá iðnaði og ann- arri starfsemi raskar eðlilegu jafn- vægi þannig að niðurbrotið er hrað- ara en mynduninrEftir því sem los- un CFC er meiri, þeim mun hraðar þynnist ósonlagið. Ef losun ósoneyð- andi efna verður stöðvuð næst jafn- vægi smám saman aftur. Það eru aðallega klórflúorkolefni sem valda þynningu ósonlagsins. Ein klórfrumeind getur eyðilagt mörg þúsund ósonsameindir. Önnur efni, sem stuðla að þynningu ósonlagsins eru t.d. halónar, sem notaðir eru í slökkvitæki og glaðloft.“ Ósongat hefur verið að myndast yfir Suðurskautslandinu sl. 15 ár og sömuleiðis hefur ósonlagið verið að þynnast yfir Norðurpólnum á undan- förnum árum. Afleiðingarnar Þynning ósonlagsins hefur í för með sér aukna útfjólubláa geislun til jarðar sem m.a. gæti veikt ónæm- iskerfi manna og fjölgað tilfellum augnsjúkdóma. Gert er ráð fyrir að þynning ósonlagsins um 1% gæti fjölgað tilfellum húðkrabbameins um 4%. Þetta þýðir að á næstu árum getur orðið hættulegra að vera úti í sól, einkum fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Mikil útfjólublá geislun skaðar jurtir og dregur úr vexti þeirra og röskun verður á vist- kerfi sjávar. Stykkishólmi - Nýlega opnuðu þær Sesselja Pálsdóttir og Þórhildur Pálsdóttir verslun í Stykkishólmi og er hún til húsa í hluta af því húsrými sem verslunin Hólmakjör rak starfsemi sína í. í viðtali við fréttaritara sögðu GAMLIR danskir eikarskápar, for- láta skrifborð úr hnotu, gamaldags lampar, sófaborð og borðstofusett í anda ömmu og alltaf heitt á könn- unni. Fyrir nokkru opnuðu hjónin Ágústa Karlsdóttir og Ásgeir Tóm- asson antíkverslunina Hjá ömmu við Gránufélagsgötu á Akureyri en það er fyrsta verslunin af því tagi þar um slóðir. „Við bjuggum í Danmörku í lið- lega íjögur ár. Þar sem við höfum áhuga á gömlum munum fórum við að líta í kringum ökkur eftir gömlum húsgögnum, aðallega á Fjóni. Við þær að þama myndi verða vandað val af gjafavörum allskonar, smá- vörur og ýmislegt annað sem kæmi fólkinu í bænum að gangi og eins myndu þær hafa á boðstólum íþrótta- og barnafatnað. sáum að það er áhugi fyrir þessu heima og engin búð á Akureyri sem selur slíkan varning. Ásgeir segir að í Danmörku sé fólk sem annist innkaupin fyrir þau. Til stendur að bjóða fólki að koma með sérstakar óskir og fá síðan aðila í Danmörku til að leita að hlut- unum. Viðbrögðin hafa verið góð, fólk hefur verið að koma og skoða og Ágústa og Ásgeir eru bara bjartsýn á að antíkverslunin Hjá ömmu eigi framtíð fyrir sér á Akureyri. Versl- unin er opin frá 13-18 virka daga. Freon er talift mjög skaftlegt ósonlaginu, sem ver lífríki jarftar gegn útfjólubláum geislum sólar. Heitt á könnunni hjá ömmu á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.