Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 15 I || I » ?" ’ 3 | i ______________________MEYTEMPUR__________ Islenskt grænmeti telst lífrænt ræktað samkvæmt alþjóðlegum staðli Þörungamjöl í stað eiturs og tilbúins áburðar Reiðhjól og fylgi- hlutir á tilboðsverði GRÆNMETI frá Dyrhólum í Mýr- dal stenst kröfur alþjóðlegu samtak- anna Soil association og er ræktað í samræmi við staðla IFO, sem eru alþjóðleg samtök þeirra sem stunda lífræna ræktun. Þetta var vottað nýlega og hafa ræktandi og dreif- ingarfyrirtækið Ágæti nú leyfí til að selja afurðirnar sem lífrænt ræktaðar. Ágæti annast dreifingu á græn- meti frá Dyrhólum og segir Matthí- as H. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ágætis að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskir aðilar fái vottorð um að þeim sé heimilt að markaðs- færa lífrænt ræktað grænmeti. Til að byija með verður selt lífrænt ræktað blómkál, rauðkál, spergilkál og hvítkál og ennfremur lífrænt ræktaðar gulrófur. Aðskilið og auðkennt „Til að fá vottorð um að ræktun sé lífræn, má ekki nota tilbúinn áburð, skordýraeitur eða illgresislyf við rætkun. Einnig er gerð krafa um að lífrænt ræktað grænmeti sé ekki á sama stað í verslunum og það sem ekki er ræktað lífrænt. Þeir sem selja þetta grænmeti þurfa að ganga þannig frá merkingum á geymsluplássi að neytendur sjái greinilega að þar eru lífrænt rækt- aðar afurðir.“ Matthías segir að í stað eiturs og tilbúins áburðar hafi verið notað þangmjöl, sem unnið er hér á landi úr íslensku þangi. „Víða erlendis eru lífrænt ræktaðar afurðir 10-20% dýrari en aðrar, en til að byija með ætlum við að selja grænmetið á sama verði og það sem ekki er rækt- að lífrænt. Ástæðan fyrir því að lífrænt ræktaðar afurðir eru dýrari, er fyrst og fremst sú að ræktunarkostnaður er ívið meiri og afrakstur ekki jafn mikill og þegar notaður er tilbúinn áburður og ýmis eiturefni. Ég geri fastlega ráð fyrir að innan tíðar bætist fleiri ræktendur í hópinn og úrval af lífrænt ræktuðu íslensku grænmeti aukist verulega þegar fram líða stundir.“ Vottunarstofan Tún var stofnuð fyrr í þessum mánuði og að sögn Matthíasar annast hún vottun líf- rænnar framleiðslu. Hún kemur einnig til með að sjá um eftirlit með henni í framtíðinni. HJÓLREIÐAMIÐSTÖÐIN Týndi hlekkurinn gaf nýlega út vörulista um reiðhjól og fylgihluti. Listinn er jafnframt fréttabréf áhugafólks um hjólreiðar og þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafí nú sam- þykkt að stæðið fyrir fram verslun- ina við Hafnarstræti verði hjóla- stæði en ekki bílastæði. „Þetta er vonandi fyrsta hjólastæðið af mörg- um í Reykjavík. Þetta mun auðvelda hjólreiðafólki geymslu hjóla sinna og gangandi vegfarendur losna við óþægindi þar sem gangstéttin fyrir framan verslunina hefur oft verið þéttskipuð hjólum,“ segir í fréttinni. í vörulistanum koma fram tilboð sem nú eru á ýmsum vörum. 21 gíra Montana Trail-hjól með Alviro- gírabúnaði kosta til dæmis 29.900 krónur núna, en kostuðu áður tæp- lega 35 þúsund kr. 18 gíra krakka- hjól kosta nú 19.900 krónur en kostuðu áður tæplega 25 þúsund krónur. Af öðrum tilboðum má nefna hjólabuxur, hjólaskó og nokkrar gerðir af töskum. í Týnda hlekknum er meðal ann- ars seldur hjólabúnaður sem er sér- hannaður fýrir konur. Þar á meðal eru hnakkar og kosta þeir um 1.900 krónur. í frétt frá Týnda hlekknum segir m.a. „Konur hafa verið minni- hlutahópur hjólreiðamanna og liðið fyrir það að í hönnun er fyrst og fremst tekið tillit til líkamsbygging- ar karla. Þetta hefúr leitt til þess að þær finna fremur til óþæginda en karlar þegar þær hjóla. Því hafa nokkur fyrirtæki erlendis sérhæft sig í kvenbúnaði og kvenhjólum. Leiðtogi á þessu sviði er fyrirtækið Terry og hefur Týndi hlekkurinn tekið upp samstarf við Terry.“ Varað við baðsætum fyrir böm HOLLU STU VERND ríkisins hefur sent út aðvörun tii for- eldra um barnabaðsæti. Að sögn Sigríðar Jansen hefur Hollustuvernd borist tilkynning um baðsæti sem eru hættuleg vegna rangrar notkunar. „Bað- sæti þessi eru af mörgum gerð- um og ýmist með föstu sæti eða lausum sætispúða. Á botni sæt- anna eru sogskálar úr gúmmíi eða plasti, sem festa sætið við botn baðkara. Sogskálarnar eru alls ekki nægilega traustar og þær losna auðveldlega við hreyfingu bama sem sitja í sætunum.“ Tilkynning hefur borist er- lendis frá um að 15 ungböm hafi drukknað í baðkömm eftir að hafa verið skilin ein eftir í slíkum sætum. „Við athugun í verslunum í Reykjavík kom í ljós að margar mismunandi gerðir af þessum baðsætum em á markaði hér. Merkingar em ófullnægjandi og aðeins ein teg- und var með skýrri aðvömnar- merkingu á ensku. Notkunar- lei’ðbeiningar á íslensku fylgdu ekki neinum baðsætum og ekki heldur aðvömn um að skilja börn aldrei ein eftir í þeim. „Brýn ástæða er til að vara alla foreldra og umsjónarmenn ungbarna við notkun þessara baðsæta," segir Sigríður. § + Mercedes-Benz í 40 ár á íslandi Verið velkomin á sýningu í tilefni afmælisins laugardag 17.9. eða sunnudag 18.9. 16.00. < U) Mercedes-Benz Opíð kl. 12.00 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.