Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skemmtilegir opnunartónleikar Gallerí Art-Hún Sýning á þrívíddar- verkum VESTUR-íslenska listakonan Móa Romig Boyles mun halda sýningu á verkum sínum í Gallerí Art-Hún, Stangarhyl 7, dagana 17. septem- ber til 2. október. Verk Móu eru óvenjuleg og vinnur hún úr ýmsum efnum, t.d. tuskum, leir, pappa, tré o.fl. Móa er þekkt vestan hafs fyrir óvenjulegan stíl en í þrívíddarverk- um hennar kemur fram mikil sköp- unar- og lífsgleði og gagnrýnendur eru á einu máli um það að hún feti ekki troðnar slóðir í list sinni, segir í fréttatilkynningu. Sjálf segir Móa að listsköpun veiti henni gleði, en mesta gleði fái hún þegar hún sér listunnendur brosa á sýningum hennar. Art-Hún er sameiginlegur vinnu- og sýningarsalur fimm listkvenna, en þær hafa starfað saman um fímm ára skeið. Þær eru Elínborg Guðmundsdóttir, Erla Axelsdóttir, Helga Ármanns, Margrét Gunnars- dóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 12-18 en frá kl. 14-18 um helgar. -----♦ ♦ ♦----- Lísa K. sýnir á Akureyri LÍSA K. Guðjónsdóttir opnar sýn- ingu á grafíkverkum í Gallerí Allra- Handa, Grófargilinu Akureyri, í dag, laugardag kl. 13. Þetta er fjórða einkasýning Lísu, en hún hefur tekið þátt I fjölda samsýninga hér heima, á Norður- löndunum, víða í Evrópu og Banda- ríkjunum. Flest verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 2. október. TÓNLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Einleikari: Þorsteinn Gauti Sigurðs- son. Hljómsveitarstjóri: Rico Sacc- ani. Tónverk eftir Shostakovitsj, Rakhmaninov, Dvorák, Borodin, Chabrier og Stravinslqj. Kynnir var Edda Heiðrún Backman leikkona. Fimmtudagur 15. september, 1994. SAMKVÆMT venju hóf Sinfón- íuhljómsveit íslands vetrarstarf sitt með kynningartónleikum og að þessu sinni var efniviður tón- leikanna að mestu rússneskur að uppruna, utan tvö verk, það fyrra eftir Dvorák og seinna eftir franska tónskáldið Emmanuel Chabrier. Fyrsta verk tónleikanna var Hátíðarforleikur eftir Shos- takovitsj, hressilegt verk, sem var vel leikið undir stjórn Saccini. Pag- anínitilbrigðin, eftir Rakhmaninov, eru tæknilega vel gerð, bæði fyrir píanóið og hljómsveitina en með þeim annmarka, að vera mjög laus í formi, sérstaklega um miðbikið, er Rakhmaninov leikur sér með stef, sem nýtur mikillar frægðar en tekur of mikið frá formheild verksins og er því eins og nýtt tónverk, af allt annarri gerð en tilbrigðin sjálf. Þorsteinn Gauti lék verkið af miklu öryggi en hljóm- sveitin í heild hljómaði á köflum allt of sterkt, á móti hófstilltum leik Þorsteins. Forleikurinn að Karnivalsvít- unni, eftir Dvorák, var næst á efnisskránni og var þetta glaðlega verk á stundum svolítið laust bund- ið í hryn. Eitt fallegasta verk tón- leikanna var næturljóðið úr öðrum strengjakvartettinum, eftir Borod- in (í aðalefnisskrá tilgreint sem strengjasvíta). Þrátt fyrir sársauka í einstaka háu tóntaki fíðlanna, var leikur sveitarinnar gæddur djúpri og tilfínningaþrunginni íhugun. í Espagna, eftir Chabrier, er að fínna andstæðu íhyglinnar hjá Borodin. Þar blómstrar alvörulaus leikurinn, skemmtilegur og mjög vel útfærður fyrir hljómsveitina, sem skilaði þessari leikandi tónlist með glæsibrag. Síðasta verk tónleikanna bar af öllu því sem gat að heyra á þessum tónleikum, hvað snertir reisn og snilld, en hér er um að ræða svítu nr. 2, úr ballettinum Eldfuglinn, eftir Stravinskíj. Svítan er í fímm þáttum og hefst á dulúðugum inn- gangi og er inngangsstefið byggt á sérkennilegu trítónus-ferli. Ánn- ar þátturinn er kraftmikill dans eldfuglsins en á eftir honum er einn fegursti kafli nútímatónlistar, dans prinsessunnar, og þar áttu einstaka hljóðfæraleikarar hljóm- sveitarinnar afburða fallega leikn- ar tónlínur. Tónverkinu lýkur á baráttu myrkrahöfðingjans Karstei og Invans prins, sem nýtur hjálpar frá eldfuglinum og endar þessi barátta með tortímingu Karsteis og því að álagaljötramir hrynja af prinsessunni, kastali illskunnar hverfur og Invan prins fær hönd prinsessunnar förgu. Við frumflutning verksins varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu, þvílík var hrifning áheyr- enda og rússneski ballettinn og Fogin, sérstaklega, var rómaður fyrir einstaklega fmmlega sýn- ingu. Hljómsveitin lék þetta meist- araverk mjög vel undir lifandi stjórn Saccini og ef þessi flutning- ur gefur tóninn varðandi tónleika vetrarins, er góðs að vænta um framhaldið. Jón Ásgeirsson Nöturleg náttúra MYNPLIST Álafosshúsið MÁLVERK Haukur Dór. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-17 út september. Aðgangur ókeypis FTRIR fáum árum tók að mynd- ast óformleg listamiðstöð í yfirgefn- um húsum klæðaverksmiðju Ála- foss í Mosfellsbæ, og á skömmum tíma kom nokkur fjöldi listamanna sér þar fyrir með því að innrétta vinnustofur og aðra aðstöðu í nokkmm byggingum. í fyrstu var nokkuð við haft, og listamenn samtaka um að hafa opið fyrir almenning um helgar yfir sum- arið, en í ár hefur einhverra hluta vegna heyrst minna af slíku. Lista- fólkið er þó þarna enn, og nú stend- ur einmitt yfir sýning í vinnustofu Hauks Dórs, en hann hefur haft aðstöðu á þessum stað í rúm þrjú ár. Haukur Dór hefur sett upp nokk- um fjölda myndverka í vinnustof- unni, sem er einnig rúmgóður og bjartur sýningarsalur, með ákjðs- anlegri lýsingu. Hér em bæði stórar og litiar myndir, flestar unnar með akrýl og bleki á pappír og striga. Aferðin er mikilvægur þáttur f verkum listamannsins, og þar skipt- ir efnisnotkunin miklu; í mörgum myndanna er pappír lagður ofan á strigann, og aðalmyndefnið unnið á hann, en striginn sjálfur gerður að eins konar ramma um ímyndina. Handgerður pappírinn (sem m.a. er frá Nepal) lifnar allur undir lit- unum, herpist upp og magnar þau form sem listamaðurinn setur þar niður. Þetta er einkum áberandi í rninni verkunum, þar sem rammi strigans verður áberandi og oft drungaleg- ur þáttur heildarinnar, en er einnig til staðar í mörg- um hinna stærri, þó með örlítið öðrum hætti sé. Viðfangsefni Hauks Dór Ijalla nú með öðrum hætti en áður um það umhverfí sem mótar manninn. í sýn- ingarskrá bendir Aðal- steinn Ingólfsson á að þau beinist nú helst að „... tengslum manneskjur.nar hér á norðurhjara við harð- hnjóskulega náttúruna allt um kring, óendanlega ríka að þjóðsögum og munn- mælum. Upp úr villtu landslagi málverka hans spretta verur sem eru í senn ofur mannlegar og grimmilega ómennskar." Þessi nöturlegi heimur blasir hvarvetna við í stærri málverkun- um, sem oftar en ekki tengjast ósigrum mannsins fyrir aðstæðum, hvort sem þær mótast af völdum manna eða náttúrunnar. „Ferðalok Eyvindar“ sýnir óumflýjanleg örlög útlagans, og „Döpur er Halla“ kall- ar til fyrri myndarinnar frá hinum enda veggjarins; í „Dýrið deyr“ er blóði roðið yfir útlínur skepnunnar, sem náttúran hefur lagt að velli. „Fórnað“ vísar til hinnar eilífu fórn- ar kristninnar, en hér er það ekki upphafin drottinsdýrð sem er við- fangsefnið, heldur angist hinnar mannlegu þjáningar; innrömmun flatarins verður til að einangra hana enn frekar. I minni verkunum er efnisgildi pappírsins áberandi, og ímyndirnar oft á jákvæðari nótum. „Riddarinn á hvíta hestinum" minnir um margt á hinn fræga riddara Marino Mar- ini, og liturinn færir hann yfir á annað tilverustig; „Ilmandi" er eilít- ið ögrandi samsetning vegna óvissu um hveiju er lyktað af, og „Kona og höfuð“ sýnir vel hversu ríkan þátt pappírinn á í verkinu. í öllum þessum myndum er rammi málaður utan um ímyndina, og mismunandi grámi og grófleiki hans á sinn þátt í að skapa hér magnaða heild. Hér er á ferðinni góð sýning frá hendi vandvirks listamanns, sem lætur ekki að hafa hátt um sig; sýningin er þannig einvörðungu opin um helgar (eða eftir samkomu- lagi), og er rétt að hvetja listunn- endur til að koma við í vinnustof- unni við Álafossveg við fyrsta tæki- færi. Eiríkur Þorláksson ATRIÐI úr frönsk/rúmensku myndinni Svikum. Nöturlegur harm- leikur skálds KVIKMYNPIR Kvikmyndahátíð A m n cs ty REGNBOGINN SVIK - „TRAHIR" Leikstjóri: Radu Mihaileanu. Aðal- hlutverk: Jean-Pierre Laforce og Dominique Wamier. Frönsk/rúm- ensk. Franskt tal. Enskur texti. 1992. OPNUNARMYNDIN á kvik- myndahátíð íslandsdeildar mann- réttindasamtakanna Amnesty Int- emational er frönsk/rúmensk og heitir Svik eða „Trahir". Hún ger- ist í Rúmeníu á árunum eftir stríð og fram undir 1980 og segir frá ljóðskáldi sem stungið er í fangelsi eftir að hafa andmælt Stalín á prenti. Þar má hann dúsa í 11 ár en sleppur þegar hann selur sál sína alræðisvaldinu, gefur reglu- legar skýrslur um félaga sína og vini og heldur sig frá pólitískum kveðskap. Árin líða og hann verður þjóðskáld Ceaucescu-stjórnarinnar en samviskan nagar hann alla tíð og jafnvel eftir að hann sleppur úr landi hefur leynilögreglan ekki sagt sitt síðasta. Myndin er á frönsku með frönsk- um leikurum en tekin í Rúmeníu og er áhrifamikil lýsing á þeim ofsóknum og andlega ofbeldi sem ljóst er að margir hafa mátt þola í austantjaldslöndunum. Hún er lýsing á þjóðfélagi þar sem engum er að treysta, allir geta verið á mála hjá hugsunarlögreglunni, besti vinur þinn er notaður til að segja leyndarmál þín yfirvöldum, eiginkonan gæti verið ein af þeim sem kjaftar frá. En sterkust er hún þó í útlistun á hinni kaldhæðnislegu tvíræðni sem þjóðskipulag er byggist á ótta, fangelsun og dauða þegnanna fyr- ir minnstu frávik, getur útdeilt fólki eins og aðalpersónunni, Jorge Vlaicu. Hann er þjóðskáld í landi sem setur hann í fangelsi ef hann yrkir sannfæringu sína og vinnur ekki sem uppljóstrari. Og ef hann hættir eða flýr úr landi er hann strax útmálaður sem uppljóstrari er kom fjölda manna í fangelsi. Þannig er engin leið úr klemmunni eftir að þú situr einu sinni fastur í netinu. Líf þitt er eign ríkisins og þar er mannúðin handahófs- kennd. Svik er fjarska vel leikin undir hófsamri og stilltri leikstjórn Radu Mihaileanu sem dregur skýrum dráttum upp nöturlega mynd af persónulegum harmleik og sam- viskustríði skáldsins sem í engu fékk ráðið örlögum sínum. Vitnisburður — „Testament" „Testament“ er bresk heimildar- mynd frá 1988 eftir John Akomfrah. Hún segir frá útlaga frá Ghana, Abenu að nafni, sem snýr aftur eftir 20 ára útlegð og rifjar upp sögu landsins í kringum 1966 þegar marxistastjóm Kwame Nkrumah var steypt af stóli og Abene flýði land. Frásögnin er slitrótt mjög og blandað er í hana fréttamyndum, þjóðsöngvum, svið- settum atriðum og goðsögulegum þáttum úr sögu Ghana. Einnig ræðir Abena, sem búsett er í Bret- landi, við samtímamenn sína í land- inu á milli þess sem hún reynir að ná tali af þýska leikstjóranum Werner Herzog sem staddur er í Ghana við kvikmyndun Þræla- strandarinnar. Hér er á ferðinni einkar persónulegur leiðangur um pólitíska fortíð landsins en Akomfrah veður úr einu í annað — hvað kemur Herzog þessu við? — og markmiðið er ekki alltaf ljóst. Arnaldur Indriðason Kvikmyndahátíð Amnesty í dag A KVIKMYNDAHATIÐ Amnesty í Regnboganum verða sýndar þijár myndir í dag, laugardag. Bandaríska myndin Defending our lives verður sýnd kl. 17. Þetta er heimildarmynd sem fjallar um konur sem fangelsaðar hafa verið fyrir að bana karlmönnum sem misþyrmdu þeim. Hrikalegar frá- sagnir þeirra afhjúpa bæði umfang og vægðarleysi ofbeldis sem á sér stað á bandarískum heimilum. Reporting on Death frá Perú verður sýnd kl. 19 og kl. 23. Mynd- in er byggð á mannskæðri upp- reisn sem gerð var í fangelsinu E1 Sexo í Perú 1984. í beinni út- sendingu horfðu milljónir áhorf- enda á hvernig æstir fangar pynd- uðu gísla sína. Argentíska myndin Tango Feroz verður sýnd kl. 21. Hún segir sögu nokkurra ungra hug- sjónamanna í Buenos Aires í lok sjöunda áratugarins og kynna þeirra af alþjóðlegum mótmælum gegn stríðinu í Víetnam og tónlist- arbyltingunni í kjölfar Bítlanna. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.