Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 19 LISTIR Leiklist hjá Námsflokk- unum VALA Þórsdóttir verður um helgina og þá næstu með tvær leiksýningar í samvinnu við Námsflokka Reykja- víkur. Frumsýnd verða verkin „Eða þannig...“ eftir Völu, sem er hugs- anaflæði einstaklings í Reykjavík, og svo Öskubuska Grimmsbræðra, í nýrri leikgerð Völu og heitir sú uppsetning „Öskubuska - hryllings- saga“. Sýningarnar verða í dag, laugar- daginn 17. september kl. 17 og sunnudaginn 25. september kl. 20 í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Kaffí og kökur verða á eftir. Miða- verð er kr. 1.000, en ágóðinn rennur í skólagjöld. -----» ♦ ♦ Ríkey heldur sölusýningn LISTAKONAN Ríkey Ingimundar- dóttir heldur sölusýningu á verkum sínum um helgina. Ef veður leyfir verður sýningin að hluta til baka til við verslun hennar og vinnustofu á Hverfisgötu 56, sem og í versluninni sjálfri. Ríkey hefur haldið margar sýn- ingar hér heima og erlendis. Á boð- stólum verða höggmyndir, grafík- myndir, olíumálverk og ýmislegt fleira og er fólki boðið að koma og prútta við listakonuna. ------»■■».4--- Eggert í Galleríi Sævars Karls EGGERT Pétursson opnar mál- verkasýningu í Galleríi Sævars Karls í dag föstudag kl. 16. I fréttatilkynningu segir: „Eggert býr í Englandi og hefur hann frá barnæsku verið heillaður af íslensk- um plöntum. Hann safnaði þeim og skoðaði liti þeirra og áferð. Á sl. sjö árum hefur hann einbeitt sér að gerð málverka þar sem hann sækir innblástur sinn til íslenskra plantna." Verkin á sýningunni eru máluð með nokkrum lögum lita og olíu á striga á undanförnum þremur árum. Sýningin stendur til 6. október og er opin á verslunartíma á virkum dögum frá kl. 10-18. -----♦ ♦ ♦----- Sýning á úrvals- verkum barna og unglinga í Keflavík SÝNING á 120 úrvalsverkum úr myndlistarverkefni barna og ungl- inga á vegum ferðaátaksins Islands — sækjum það heim hefur verið opnuð í húsakynnum bókasafnsins í Keflavík á Hafnargötu 57 (við Flughótel). Sýningin er farandsýning og stendur til 25. september. Hún er opin alla virka daga frá kl. 10 til 20 en frá kl. 10 til 16 á laugardög- um. Fyrsta sýningin var opnunar- atriði Listahátíðar í Reykjavík, en hátt í tíu þúsund gestir sóttu þá sýningu sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur. -----♦ ■♦ ■♦--- Síðasta sýning- arhelgi Duru SÝNINGU Hildar Ingu Björnsdótt- ur, Duru, í Portinu, Hafnarfirði, lýk- ur á morgun, sunudaginn 18..sept- ember. Verkin á sýningunni, sem ber heitið „Um konu, frá konu“, eru unnin með akríl og blandaðri tækni. Síðastliðin tvö ár hefur Hildur stund- að nám á Ítalíu. Sýningin er opin frá kl. 14-18. °/og/ð ver&vt Sölukerfið lokar kl 20:20 GRAFlSK HONNUN: MERKISMENN HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.