Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 21 AÐSENDAR GREINAR Til athugnnar fyrir Friðrik Sophusson FJÁRMÁLARÁÐHERRA góður: Fyrir nokkrum dögum hitti ég hér á ganginum á skrifstofu Dagsbrúnar gamlan vin minn og félaga sem nú hefur hætt störfum. Hann stóð þar í biðröð þeirra sem komnir voru til að hitta lögmann Dagsbrúnar og sagðist þurfa að kæra álagðan skatt á sig. Eg varð hvumsa við. Hvers vegna þurfti rösklega sjötugur mað- ur sem kominn er á eftirlaun að kæra álagðan skatt, maður sem erf- iðað hefur langa starfsævi og alltaf staðið í skilum með allt sitt? Gat verið að einhver mistök hefðu hér orðið? Hafði persónufrádrátturinn gleymst? Þurfti maður með 64 þús- und króna lífeyristekjur virkilega að borga um þrjú þúsund krónur í skatt á mánuði? I upphafi voru iðgjöld í lífeyris- sjóði dregin frá skatttekjum manna. enda hefðu lífeyrissjóðir ekki komist á fót hefðu iðgjöldin reiknast með skatttekjunum. En þetta fyrirkomu- lag var afnumið og þessi vinur minn og aðrir lifeyrisþegar hafa um nokk- urt skeið greitt af launum sínum í sjóðinn eftir að hafa greitt af þeim skatta. Þarna er um tvísköttun að ræða sem er skattasiðleysi. Nú eru þeir krafðir um skatt af þessum pen- ingum aftur þegar þeir eru hættir störfum. En ekki nóg með það: Á sínum tíma var því lofað að skattleysis- mörk yrðu við 62 þús- und króna mánaðar- tekjur. Það loforð var ekki haldið. Þau voru færð niður í 57 þúsund og látið er í veðri vaka að þau lækki enn frek- ar, jafnvel niður í 52 þúsund kr. Á sama tíma og skattar á gróða fyr- irtækja eru stöðugt og markvisst lækkaðir þá er skattbyrði aukin meir og meir á láglaunafólki og lífeyrisþegum. En það hefur ekki verið lát- ið þar við sitja að lækka skattleysismörkin heldur hefur skatt- prósentan stöðugt verið að stíga og er nú 41,86%. Áður en staðgreiðslukerfi skatta var komið á fót þá voru í gildi þijú skattþrep. Það var afnumið þegar staðgreiðslukerfið gekk í gildi og skattar innheimtir samkvæmt einu skattþrepi. Því var lofað að þetta fyrirkomulag yrði aðeins til bráða- birgða en ekkert bendir til þess að skattþrepum verði fiölgað. Þvert á móti hefur þú nú sagst ætla að af- nema svonefndan hátekjuskatt og þú veist það vel að ekki mun það draga úr ijárlagahallan- um. Þú telur þig kannski vita að það sé meiri peninga að finna hjá lágtekjufólki og líf- eyrisþegum. Vel veit ég það að Verslunarráð öskrar á þig og heimtar frekari skattalækkanir á gróða fyrirtækjanna. Ég veit það líka að öflugur hóp- ur hátekjuinanna krefst þess að hátekjuskattur verði aflagður og mér virðist að þú sért hlynntur hvoru tveggja. Ég hef ekki orðið þess var að þú sért hlynntur því að frítekjumarkið sem er 57.227 krónur á mánuði en var áður 62 þúsund, þurfi að hækka. Kannski fínnst þér eðlilegt að maður með milljón á mánuði borgi sama pró- sentuhlutfall í skatt eins og maður með 75 þúsund á mánuði. „Af ávöxt- unum skuluð þér þekkja þá.“ En þar sem ég veit að þú hefur snoturt hjartalag þá vil ég mælast til þess að þú snúir af þeirri braut að lækka stöðugt skatta á gróða fyrirtækja og hátekjumanna og að leggja stöðugt þyngri byrðar á lág- tekjufólk og lífeyrisþega. Ég mælist Guðmundur J. Guðmundsson En þar sem ég veit að þú hefur snoturt hjarta- lag þá vil ég mælast til þess að þú snúir af þeirri braut að lækka stöðugt skatta á gróða fyrir- tækja og hátekju- manna, segir Guð- mundur J. Guðmunds- son, og að leggja stöðugt þyngri byrðar á lágtekjufólk og lífeyrisþega. til þess að þú þess í stað hækkir frí- tekjumarkið upp í 65-70 þúsund krónur og að þú afnemir tvísköttun á lífeyri. Það skal að vísu viðurkennt að fyrrverandi ríkisstjórn átti sinn þátt í því því að hækka skattana á lágtekjufólki með því að lækka frí- tekjumark og hækka skattaprósent- una og þáverandi fjármálaráðherra réttlætti það sem bráðabirgðaráð- stöfun. Verði þessu óréttlæti ekki breytt er ég ansi hræddur um að komandi kjarasamningar verði þér erfiðir. Höfundur er formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Fjölskyldan í Hewlett- Packard geisla- prenturum HP LaserJet 4L & 4ML Tilvalinn geislaprentari fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. 300 dpi + RET*. 4 síður á mínútu. HP LaserJet 4L á einstöku tilboði kr.69.900 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4P & 4MP Hágæða 600 punkta útprentun i fyrirferðalitlum geislaprentara. 600 dpi + RET*. 4 síður á mínútu. HP LaserJet 4P SÓKNARBÖRN á Selfossi og víðar hafa látið í ljós vilja sinn með ótvíræðum hætti í mál- um sem fjölmiðlar fluttu inn á hvert heimili í landinu. Ekki er um sambærileg mál að ræða að öðru leyti en því að ósamræmis gætti í þess- um tilvikum milli þess sem trúnaðarmenn kirkjunnar lögðu áherslu á og þess sem sóknarbörn vildu. Og nú telja kirkjuyfirvöld nóg komið. Öllum hljóti að vera ljóst að það sem gerðist á Selfossi sé kornið sem fyllti mælinn og nú verði að hverfa til betri siða. Ráðning sókn- arpresta sé best komin í höndum biskups og ráðherra kirkjumála og leggja beri til grundvallar menntun og reynslu. Ég get vel ímyndað mér að það sé fylgi við þessa skoðun innan prestastéttarinnar, en ég fyrir mitt leyti vil lýsa vantrausti á slíka tilhögun. Ég get ekki séð að mikil menntun og reynsla prests skipti nokkru máli fyrir sókn- arbörn hans. Prest- lærður maður getur varið áratugum í lær- dóm og rannsóknir án þess að vera vitund betur til þess fallinn að vera sóknarprestur. Aftur á móti gerir það hann eflaust að eftir- sóttum háskólakenn- ara. Mikill lærdómur umfram hefðbundið guðfræðinám er fyrst og fremst fyr- ir guðfræðinginn sjálfan. Það gerir hann auðugan að þekkingu og dýpk- ar væntanlega skilning hans á fræð- unum en það eykur ekki endilega mannvit hans, kærleik og umburðar- lyndi. Góði hirðirinn er $á sem ann- ast vel sína sauði, en ekki sá sem Daginn sem það verður sett í lög að ráðning sóknarpresta sé í hönd- um yfirvalda einna, seg- ir Jónína Michaels- dóttir, segi ég mig úr þjóðkirkjunni - ogþað munu fleiri gera. hefur varið lengstum tíma í landbún- aðarháskóla. Sama má segja um starfsreynslu. Hún er aðeins ávinningur ef hún hefur nýst viðkomandi til þroska. Það gerir reynslan hreint ekki alltaf og áreiðanlega síst þar sem menn þurfa ekki að gera annað en bíða í röðinni þar til kemur að þeim. Kona sem hefur alið tíu börn þarf ekki að vera betra foreldri en sú sem hefur alið tvö, þó að hún hafi farið fleiri ferðir á fæðingardeildina. Nýútskrifaður guðfræðingur með manndómsiund, guðsneista í bijóstinu, samkennd með öðru fólki og vilja til að verða að gagni er eftirsóknarverður sókn- arprestur. Það getur sá sem hefur þjónað mörgum sóknum og skrifað lærðar ritgerðir sannarlega verið líka, en það eru áreiðanlega hvorki ritgerðirnar né fjöldi sóknanna sem gera hann að góðum presti. Sóknarprestur er sá sem bankar upp á hjá manni þegar sorgin vitjar manns. Hann er sá sem tengist við- kvæmustu stundum fjölskyldunnar, bæði þeim björtustu og þeim erfið- ustu. Þetta er ekkert venjulegt starf og það er undarlegt viðhorf að sókn- arbörnin varði ekkert um hver skipar þessa stöðu. Nú er heimild til að við- hafa kosningu ef tiltekinn fjöldi sókn- arbarna fer fram á það. Þetta nýttu Selfyssingar sér þegar átti að skammta þeim starfsreynslu og menntun í staðinn fyrir prest. Þess vegna er nú rætt um að afnema þessi lýðréttindi. Til að hlífa prestum við því að hlíta vali sóknarbarna! Daginn sem það verður sett í lög að ráðning sóknarpresta sé í höndum yfirvalda einna, segi ég mig úr þjóð- kirkjunni - og það munu fleiri gera. Höfundur er rithöfundur og starfar að markaðsmálum. Góði hirðirinn Jónína Michaelsdóttir Forvamir Að ná tökum á tilverunni UNDANFARIN sjö ár hefur menntamálaráðuneytið í samvinnu við Lionshreyfinguna unnið mark- visst að því að gera grunnskólum kleift að nýta námsefnið Að ná tök- um á tilverunni, Lions-Quest, í upp- eldis- og forvarnarstarfi. En Lions- hreyfingin kynnti efnið fyrir stjórn- völdum árið 1987. Foreldrasamtökin Vímulaus æska eiga einnig aðild að samstarfinu. Tilefni þess að á þetta er bent hér er sú umræða sem verið hefur nokkuð áberandi í fjölmiðlurn að undanförnu um forvarnir í áfeng- is- og fíkniefnamálum. Námsefnið Að ná tökum á tilver- unni er ætlað 12-14 ára nemendum. í því er kennd „lífsleikni" (life skills) þar sem áhersla er lögð á að kenna nemendum ýmsa fæmi sem eflir fé- lags- og persónuþroska þeirra. Nem- endur fást við þætti eins og sam- skiptahæfni, sjálfstraust, ábyrgð, dómgreind og samvinnu svo fátt eitt sé nefnt. Slik kennsla er nú talin sá kostur sem helst gæti skilað árangri í forvarnarstarfi á mörgum sviðum Þátttaka foreldra í máli barnanna er, að mati Aldísar Yngvadóttur og Þórunnar Gests- dóttur, veigamikill þáttur í kennslu efnisins „Að ná tökum á tilverunni“. mannlegrar tilveru. Foreldrar þera höfuðábyrgð á upp- eldi bama sinna. Skólinn á ekki og getur ekki sinnt því hlutverki án samvinnu við heimilin. Samstarf for- eldra og skóla er því lykilatriðið í forvarnarstarfi. Þátttaka foreldra í námi barna sinna er veigamikill þátt- ur í kennslu efnisins Að ná tökum á tilverunni og fer hún fram með ýms- um hætti. Kennarar þurfa að sækja nám- skeið til kynningar og undirbúnings fyrir kennslu efnisins. Slík námskeið hafa verið haldin á vegum Lions- hreyfingarinnar og menntamála- ráðuneytisins síðan 1988 og hafa samtals um 800 kennarar sótt þau. Menntamálaráðuneytið heldur uppi þjónustu við þessa kennara til að styrkja þá í starfi. Námsefnið er kennt á skipulegan hátt í nokkrum stærstu sveitarfélög- um landsins, þar á meðal í Reykja- vik. Skólaárið 1993-94 fengust um 4.500 nemendur við námsefnið. Að ná tökum á tilverunni hefur hlotið viðurkenn- ingu á alþjóðavett- vangi. í fréttabréfi á vegum deildár inn- an Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinn- ar (WHO) er farið afar lofsamlegum orðum um það.1 Á þessu ári hlaut námsefnið viður- kenningu samtaka í Kanada sem vinna að þróun mennta- mála (OACD - The Ontario Association for Curriculum De- velopment).2 Þessum upplýs- ingum er komið á framfæri í ljósi þess að af og til gerist það að ýmsir aðilar hefja átak í nafni forvarna. Slíkt varpar oft skugga á það starf sem verið er að vinna af fagfólki samkvæmt þeim leiðum sem taldar eru líklegastar t.il að skila árangri. Forvarnarstarf krefst faglegra vinnubragða. 'Skills for Lifc. Newsletter. WllO/MNH/NLSL/92.1. No. 1. ágúst 1992. 'Timaritið Lion. Júli-ágúst 1994. Blaðnr. 166. Aldis Yngvadóttir er vcrkefnisstjóri Lions-Quest. Þórunn Gestsdóttir er ritstjóri og félagi í Lionslireyfingunni. kr. 137.500 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4 PLUS &4M PLUS Nýr HP geislaprentari með hágæða 600 punkta útprentun. Hraðvirkur. 600 dpi + RET*. 12 síður á minútu. HP LaserJet 4 PLUS kr.209.900 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4Si & 4Si MX Hraðvirkur alhliða geislaprentari fyrir meðalstór og stór netkerfi. 600 dpi + RET*. 16 siðurá mínútu. HP LaserJet 4Si kr.414.900 stgr. m. vsk. Kynntu þér heila fjölskyldu af Hewlett-Packard geislaprenturum hjá Tæknivali. * dpi = Upplausn ^ punkta á tommu. RET = HP upplausnaraukning. Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 Fax (91)680664 BRYNJAR - HÖNNUN /1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.