Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. SAMVINNA, EKKIÁTÖK AKVEÐIÐ hefur verið að hefja viðræður embættismanna Noregs og íslands um fiskveiðideiluna í Smugunni í Barentshafi og önnur fiskveiðimál. Viðræðurnar munu hefj- ast 11. október. Jafnframt náðu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og Andrej Kozyrev, rússneskur starfsbróðir hans, samkomulagi á fundi sínum í Trómsö í fyrradag, að stofna sameiginlegan starfshóp embættismanna til að ræða sameig- inleg mál í sjávarútvegi, þar á meðal Smugudeiluna. Haft var eftir Kozyrev í Morgunblaðinu í gær að fiskveið- ar íslendinga í Smugunni væru Rússum áhyggjuefni. „Það verður að draga úr veiðunum, en ekki með átökum, heldur samvinnu,“ sagði Kozyrev. „Ég tel að íslendingar átti sig á eigin hagsmunum. Ef auðlindirnar eru þurrausnar veiðir enginn neitt.“ Það er ánægjuefni að Rússar og íslendingar ætla nú að ræða saman um Smugudeiluna og önnur fiskveiðimál. Morg- unblaðið hefur áður hvatt til þess að fiskveiðideilan í Bar- entshafi verði leyst með heildarsamningum fiskveiðiþjóð- anna við Norður-Atlantshaf. Þar eru Rússar mikilvægur viðsemjandi. Jafnframt eru áherzlur Kozyrevs utanríkisráð- herra jákvæðar. Rússar hafa beitt hörku á umdeildum fiski- miðum í Kyrrahafi, en í samskiptum sínum við íslendinga leggja þeir áherzlu á samvinnu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir í við- tali við Morgunblaðið í gær að embættismannaviðræður við Rússa og Norðmenn séu einna helzt gagnlegar til að ræða þær hugmyndir, sem fyrir liggi á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, og reyna að ná saman um þau atriði, sem enn sé ágreiningur um. Vonandi skila embættismannavið- ræður árangri hvað þetta varðar. Hitt er annað mál að varla kemst skriður á að lausn á Smugudeilunni verði fund- in fyrr en íslenzkir og norskir stjórnmálamenn setjast að samningaborði. .Það er rétt, sem utanríkisráðherra segir einnig í viðtal- inu, að úthafsveiðireglurnar vísa á framtíðarlausn í fiskveiði- deilum af því tagi, sem nú hafa hafizt í Barentshafi. Morgun- bjaðið hefur hvatt til þess að heildarsamkomulag um fisk- veiðar á Norður-Atlantshafi verði í samræmi við þær tillög- ur, sem fyrir liggja á úthafsveiðiráðstefnunni. Grundvallaratriðið í þessum tillögum er einmitt það, sem rússneski utanríkisráðherrann segir; draga skal úr ofveiði á fiskstofnum, sem ganga inn og út úr lögsögu strandríkja með samvinnu og viðræðum, en ekki með átökum. Ofveiði á úthafinu er eitt af mörgum vandamálum, sem ekki verða leyst nema með alþjóðlegu samstarfi. HEIMSMEISTARI ÍSKÁK HELGI Áss Grétarsson, sautján ára skákmaður, varð á fimmtudag heimsmeistari skákmanna 20 ára og yngri. Með sigrinum á heimsmeistaramótinu, sem haldið var í Brazilíu, hlaut hann aukinheldur titil alþjóðlegs meistara og stórmeistara á einu bretti. Þetta er mikið afrek hjá þessum unga skákmanni og sýnir að Islendingar eru enn sem fyrr í fremstu röð skák- þjóða. Ungir íslenzkir skákmenn hafa unnið mörg afrek á undanförnum árum. Þannig má nefna heimsmeistaratitil Jóns L. Árnasonar í flokki skákmanna 16 ára og yngri árið 1977 og sama titil Hannesar Hlífars Stefánssonar tíu árum síðar. Þá varð Héðinn Steingrímsson heimsmeistari 12 ára og yngri 1987. Helgi Áss er yngsti íslendingurinn sem hefur hlotið stór- meistaratitil. „Reynslan hefur sýnt að þeir skákmeistarar sem náð hafa þeim titli yngri en tvítugir hafa venjulega orðið í fremstu röð meðal skákmanna veraldarinnar," segir Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Skáksambandsins, í Morgunblaðinu í dag. Helgi Áss Grétarsson er upprennandi skákmeistari, sem á áreiðanlega eftir að geta sér gott orð á alþjóðavettvangi og vera landi sínu og skákíþróttinni til sóma. Morgunblaðið óskar honum tii hamingju með heimsmeistaratitilinn og velfarnaðar á skákbrautinni. ÚTGEFENDUR UNDIRBÚA JÓLABÓKAVERTÍÐII MÁNUÐIRNIR fyrir jól eru annasamir í prentsmiðjum um allt land. Nú er útlit fyrir að útgáfa ji Útgáfa dregst sa og bækur hæk Bókavertíð er að hefjast þótt útgefendur hafí ekki allir gert upp við sig hvað kemur út að þessu sinni. Ljóst er þó að um töluverða út- gáfu verður að ræða þrátt fyrir samdrátt. Jóhann Hjálmarsson ræddi við útgefendur og fulltrúa þeirra um væntanlegar bækur. Bókaútgáfan á þessu hausti og jólabókaútfgáfan á í vök að veijast, ekki síst vegna virðisaukaskattsins. Bæk- ur munu líklega hækka um tfu pró- sent í verði. Einn bókaútgefenda tal- aði um „þungan róður hjá bókaútgef- endum“, annar orðaði það svo: „Ár- ferðið leyfir engan glannaskap." Hann sagði að annar hver útgefandi væri gjaldþrota, það að bækur hefðu ekki hækkað bitnaði á útgefendum og líka höfundum sem flestir semdu um prósentur. Sá þriðji sagði að allt væri á huldu um útgáfuna, verið væri að leggja síðustu hönd á nokkur handrit. Engu að síður verður um töluverða útgáfu að ræða. Ekki er enn alveg ljóst hvaða bækur koma út, en sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði sér hjá útgefendum og fulltrúum þeirra verður ýmislegt for- vitnilegt á markaði eins og oft áður. AthygH vekur áframhaldandi gróska í íslenskri skáldsagnagerð og þó nokkurt líf í ljóðlist. Heildarsafn ljóða Jóhanns Sigurjónssonar Almenna bókafélagið gefur út Ljóðabók Jóhanns Sigurjónssonar sem er heildarsafn ljóða skáldsins að æskuljóðum slepptum. í sömu ritröð sem nefnist Sólstafir kemur Sagna- brunnur íslendinga. Fleyg orð úr ís- iendingasögum valin af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Ný útgáfa er væntanleg af Staf- setningarorðabók Halldórs Halldórs- sonar. Orðaforði hefur verið aukinn. Saga mannkyns er 16. og síðasta bindið í samnefndri ritröð. I þessu bindi, Veröldin breytist, er fjallað um heimsmálin 1985-1993. Þú misskilur mig eftir Deborah Tannen snýst um hvernig mismun- andi viðhorf kynjanna koma fram í ólíkri tjáningu. Fyrr á árinu kom út Af blöðum Jóns forseta, safn greina eftir Jón Sigurðsson um verslunar-, skóla- og heilbrigðismál. Sverrir Jakobsson valdi og skrifaði inngang. Þýddar skáldsögur og ljóð Bjartur gefur einkum út þýddar bækur. Eftirfarandi skáldsögur eru væntanlegar: NP eftir japanska höf- undinn Banana Yoshimoto (höfund Eldhúss) sem Elísa Björg Þorsteins- dóttir þýðir; Draugar eftir Banda- ríkjamanninn Paul Auster, önnur bók New York trílógíu hans í þýðingu Snæbjörns Arngrímssonar. Banda- rískur er einnig Philip Roth, en skáld- saga hans nefnist Vertu sæll, Kólum- bus og er í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Óskar Árni Óskarsson þýðir Skuggann í tebollanum, 200 hækur eftir japanska fornskáldið Kobyashi Issa. Sigurður A. Magnússon þýðir eitt víðfrægasta ljóð Bandaríkja- mannsins Walts Whitmans: Söngur- inn um sjálfan mig. Luktur heimur og erótík Hjá Forlaginu koma út fjórar ís- lenskar skáldsögur. í luktum heimi er ný skáldsaga eftir Norðurlanda- ráðsverðlaunahafann Fríðu Sigurðar- dóttur. Sagan fjallar um karlmann um fímmtugt og er talin líkleg til að koma á óvart fyrir það að hún er húmorísk- ari en aðrar skáldsögur Fríðu. Nýjar skáldsögur eru væntanlegar eftir Guðberg Bergsson, Ævinlega, og Þórunni Valdimarsdóttur, Höfuð- skepnur. Ástarbréfaþjónusta, og stutt BLINDUR er bóklaus i skáldsaga eftir Pál Pálsson sem hann kallar Vesturfarann. Músin sem læð- ist, fyrsta skáldsaga Guðbergs, verður gefin út endurskoðuð. Bók mánaðarins í október verður Tundur dufl, erótískt smásagnasafn eftir marga kunna höfunda. Stórbók með sögum Svövu Jakobsdóttur kem- ur út og skáldsagan Söngur Salómons eftir Toni Morrison, Nóbelsverðlauna- höfund frá í fyrra, í þýðingu Úlfs Hjörvars. Hvergi óhult eftir breska konu, Susan Francis, greinir frá of- sóknum gegn Kúrdum í írak eftir Persaflóastríðið. Jónas Þorbjarnarson og ísak Harð- arson verða með nýjar ljóðabækur. Bók Jónasar nefnist Á bersvæði, ísak yrkir Stokkseyri, ljóð „á flæðarmáli". Ljóðasafnið Maístjarnan kom út í sum- ar. Gullregn með ljóðum þjóðskálda verður endurvakið. Gylfí Gröndal skrifar ævisögu Sveins Björnssonar forseta og Þor- valdur Kristinsson skráir minningar Aðalheiðar Hólm Spans sem segir aðallega frá lífinu í Reykjavík, en Aðalheiður giftist til Hollands. Ég man eftir Þórarin Eldjám eru eins konar minningabrot. Birgir Sig- urðsson rifjar upp sögu Korpúlfsstaða. Barnabækur eru Syngjandi beina- grind eftir Sigrúnu Eldjárn; Talnakver eftir þau systkin, Þórarin og Sigrúnu, og Gamlar vísur handa nýjum börnum sem Guðrún Hannesdóttir velur og myndskreytir. •1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.