Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Kristján Jóns- son bóndi á Ós- landi í Skagafirði fæddist á Víðivöll- um í Fnjóskadal 27. desember 1905. Hann lést á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki 8. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðs- son, smiður og bóndi, f. I Gríms- gerði í Fnjóskadal 1870, og Níelsína Kristjánsdóttir kona hans frá Ytra-Krossanesi við Eyjafjörð, f. 1881. Þau fluttu til Skagafjarðar 1910 og bjuggu þar, síðast í Stóragerði í Oslandshlíð. Yngri systkini Kristjáns voru: Þóra, húsmóðir á Höfða, Höfðaströnd, d. 1937, g. Friðrik Guðmundssyni; Gest- ur, gjaldkeri í Reykjavík, d. 1989, g. Kristínu Jónsdóttur. Fóstursystir og frænka er Aðal- björg Guðmundsdóttir húsmóð- ir í Bessastaðagerði í Fljótsdal, nú á Egilsstöðum, g. Pétri Þor- Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni. (Sig. Friðjónsson frá Sandi.) í dag er til moldar borinn afi minn, Kristján á Óslandi. Ósjálf- rátt leitar hugurinn aftur til fyrstu bemskuminninganna á Óslandi, en þar fæddist ég árið 1955, sama ár og afi missti ömmu úr krabba- meini langt fyrir aldur fram. Það fyrsta sem ég man eftir mér, var 'með afa niður í ijósi, þar sem ég sat á skammeli og raulaði á meðan hann mjólkaði kýrnar. Ég man líka eftir því, að færi hann út á Hofs- ós, fékk ég alltaf eitthvað gott þegar hann kom til baka. Þegar ég var á fimmta ári, fluttu foreldr- ar mínir frá Óslandi, en Þóra móð- ursystir mín og Jón Guðmundsson hófu þar búskap með afa. Þá tóku við beiðnir frá mér að fá að fara og sofa eina nótt hjá afa. Ég man vel eftir þegar hann klappaði mér á kollinn, hló við og sagði „blessað- ur minn“. Hann var þó fremur al- vörugefinn, en hló mjög hjartan- lega. Afi hafði gaman af að tala við fólk og gaf sér góðan tíma í það. í fjölmenni tók hann fólk gjarnan afsíðis, svo hann gæti rætt við það í næði. Hann ræddi helst um lands- ins gagn og nauðsynjar, en var steinssyni. Kristján giftist 1932 Ingi- björgu Jónsdóttur frá Marbæli í Ós- landshlíð, f. 1907. Hún lést 1955. Börn þeirra eru fjögur: 1) Margrét, f. 1933, vinnur við aðhlynn- ingu aldraðra í Kópa- vogi, var gift Snorra Jónssyni, þau eignuð- ust sjö börn og eru sex á lífi. 2) Þóra, f. 1936, húsmóðir á Ós- landi, nú á Hofsósi, gift Jóni Guðmunds- syni, þau eiga sjö börn. 3) Jón, f. 1942, alþingismaður, Egils- stöðum, giftur Margréti Einars- dóttur, eiga þau þrjú börn. 4) Svava, f. 1949, skrifstofumað- ur, Hvanneyri, g. Pétri Jónssyni og eiga þau þijú börn. Á heim- ili Krisljáns ólst upp í umsjá ömmu sinnar systursonur hans, Þórir Friðriksson, f. 1937, húsasmiður í Reykjavík, giftur Þórdísi Þorbergsdóttur. Útför Kristjáns fer fram frá Viðvík- urkirkju í dag. fráhverfur dægurþrasi og nei- kvæðni gagnvart náunganum. Hann var alla tíð mikill samvinnu- maður, var trúr samvinnuhugsjón- inni og ungmennafélagsandanum og studdi ávallt Framsóknarflokk- inn. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í héraði, var oddviti Hofs- hrepps um árabil, í stjóm Kaupfé- lagsins og sat lengi í sýslunefnd. Pólitísk viðhorf byrgðu afa ekki sýn gagnvart öðrum skoðunum og hann dró fólk ekki í dilka eftir stjórnmálaskoðunum, enda voru margir af hans bestu vinum með aðrar stjórnmálaskoðanir. Hann vildi gjaman heyra álit manna á ýmsum þjóðmálum og spurði margs. Ef honum þótti eitthvað ótrúlegt sem viðmælandinn sagði, svaraði afi gjarnan: „Nú, það var skrýtið!" Hann hafði mjög gaman af að fá gesti og lagði mikla áherslu á, að allir fengju nóg að borða og drekka. Hann var bindindismaður, en hafði gaman af að bjóða mönn- um í stofu, lokaði þá hurðinni og tók fram koníaksstaup og bauð þeim sem við átti. Hann átti alltaf eitthvað til að gefa niðjunum þegar þeir komu í heimsókn. Meira að segja á sjúkra- húsinu þegar heilsan fór að bila, hugsaði hann vel um að eiga eitt- hvað í skúffunni. Ég held að þetta hafi verið einn af stórum liðum í lífsviðhorfínu hjá honum, þannig að hann hugsaði alltaf fyrst um aðra, bömin, barnabörnin og síðan kom hann sjálfur alltaf síðastur. Honum var sannarlega sælla að gefa en þiggja. Afi var mjög vel lesinn og hafði mjög góða rithönd. Hann var í Hólaskóla og stundaði verklegt nám að Ási í Noregi. Mun hann hafa ætlað í framhaldsnám á þeim tíma, en aðstæður heima ekki leyft það. Hann fylgdist alla tíð mjög vel með þjóðmálaumræðunni og hélt dagbók allt til ársins 1989, en þá var hann 84 ára gamall. Mér er mjög minnisstætt að hann skrifaði á miða á efri árum, ef hann heyrði eitthvað merkilegt í útvarpinu, eða eitthvað annað sem honum fannst að hann yrði að muna. Afí fylgdist vel með okk- ur bamabörnunum í starfí og hann spurði mig alltaf náið um hvernig mér gengi í mínu starfi. Honum fannst hann ailtaf þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni og þegar kraftarnir þmtu, gat hann verið alveg friðlaus að komast ekki í fjósið eða gefa kindunum. Eins var, ef hann fór í ferðalög, honum fannst hann verða að drífa sig heim í Ósland sem fyrst, til að hugsa um skepnumar. Afí á Óslandi varð fyrir stómm áföllum á lífsleiðinni. Þóra systur sína missti hann af barnsföram 29 ára gamla, Ingibjörgu konu sína 47 ára gamla frá ungum bömum og Ingibjörgu dótturdóttur sína á fimmta ári. Þau era misþung ævi- sporin. Hann bar harm sinn ávallt í hljóði og var dulur um sín innstu mál. Mér finnst nú, þegar ég lít til baka, að ætti ég að finna eitt orð til að lýsa afa, væri það orðið mannbætandi. Hann lagði aldrei illt orð til náungans, eyddi nei- kvæðri umræðu og var maður sátta og umburðalyndis. Metorð og tild- ur vora hugsun hans víðs fjarri. Árið 1980 slitu foreldrar mínir samvistir eftir langan hjúskap. Ég var þá nemandi í Samvinnuskólan- um og því fjarri heimaslóðum. Mér er það í fersku minni að afí hringdi í mig og ræddi þetta mál við mig sérstaklega, vildi heyra mínar skoðanir og ræddi þetta fordóma- laust frá báðum hliðum. Þetta var háttur afa, hann vildi skoða málin frá öllum hliðum og leggja gott til. Slíks manns er gott að minnast. Að leiðarlokum viljum við systk- inin frá Ártúni þakka afa fyrir samfylgdina. Megi ljós friðar og kærleika lýsa honum á Drottins braut. Kristján Björn Snorrason. KRISTJÁN JÓNSSON ÓLAFÍA G. JÓHANNESDÓTTIR + Ólafía Guðríður Jóhannes- dóttir fæddist í Skálholt- svík í Hrútafirði 10. desember 1913. Hún lést á Landspítalan- um 3. september síðastliðinn og fór útför hennar fram í Kópavogskirkju 8. september. Hún var dóttir þeirra Sigur- rósar Þórðardóttur og Jó- hannesar Jónssonar. Fimm ára gömul fór hún i fóstur í Guðlaugsvík og var þar til sautján ára aldurs. Hún lauk gagnfræðaprófi árið 1934 og giftist Einari Júlíussyni, síðar byggingarfulltrúa Kópavogs, árið 1945 og voru þau ein af frumbyggjum Kópavogs þar sem þau bjuggu Iengst af á Álfhólsvegi 15. Þau eignuðust sex börn sem eru: Helga Sigurrós, f. 1947, Herdís Júlía, f. 1948, Sigríður Jóhanna, f. 1950, Sigrún Ólöf, f. 1952, Jón Magnús, f. 1955 og Ólöf, f. 1959. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin sex. ÞAÐ er komið stórt skarð í tilveru okkar sem ekki verður fyllt. Amma Lóa eins og hún alltaf var kölluð af okkur barnabörnunum var okk- ar stoð og stytta sem alltaf var hægt að leita til ef vandamál steðj- uðu að. Alltaf var hún reiðubúin að hlusta á okkur og gefa góð ráð þegar þess þurfti með. Amma Lóa átti mikinn þátt í uppeldi okkar þar sem við bjuggum hlið við hlið frá árunum 1970 til 1978. Eftir það fluttumst við til Danmerkur og ekki leið á löngu þar til við voram komin til ömmu á Álfhóls aftur. Frá árinu 1982 til ársins 1987 fengum við að vera hjá ömmu og afa á Álfhólsveginum og er það einn besti tími í lífí okkar. Amma var þannig gerð að henni þótti vænt um alla og voru vinir okkar og kunningjar alltaf vel- komnir. Þangað komu þeir, þáðu kaffi og ræddu málin, einnig eftir að við systkinin voram flutt út til Danmerkur aftur. Amma var mjög skiiningsrík kona og má segja með sanni að hún hafi verið brúin milli kynslóð- anna og hún hafði, þar sem marga vantar, alltaf aðgát í nærveru sál- ar. Amma, þessi góða kona, er nú látin og mun hennar verða saknað meira en orð fá lýst. Það verður tómlegt fyrir okkur að koma aftur til íslands og geta ekki farið að finna ömmu í Síkapú. Hjá þér hlaut inn snauði huggun marga stund; hærra heimsins auði hófst þú sál og mund. Þeir, sem þerra tárin, þjáðum létta raun, fá við farin árin fógur siprlaun. Hvíl, þín braut er búin. - Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín; hlý að hinzta blundi helgast minning þín. (Magnús Markússon.) Bragi og Greta. EMILÍA SIGFÚSDÓTTIR + Emilía Sigfús- dóttir fæddist á Rófu í Miðfirði 26. nóvember 1898. Hún lést 8. septem- ber síðastliðinn í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. For- eldrar hennar voru Sigfús Bergmann Guðmundsson, f. 22. ágúst 1845, d. 15. nóvember 1928, og Ragnheiður Ingibjörg Jónsdótt- ir Leví, fædd 31. mars 1861, d. 16. febrúar 1923, frá Egilsstöðum á Vatnsnesi í Katadal. Emilía var yngst sjö barna þeirra hjóna. Hin eru Karl; f. 1881, Jón Leví, f. 1885, Asta Mar- grét, f. 1890, Margrét Ingi- björg, f. 1891, og Olöf Ragn- hildur, f. 1894. Emilía bjó hjá foreldrum sínum á Rófu í Mið- firði þar til hún hóf búskap með Sigurði Magnússyni, f. 13. maí 1888. Sigurður var frá Kjartansstöðum í Langholti í Skagafirði. Börn þeirra eru: 1) Ingvar, f. 31. desember 1925, maki Ingibjörg Jónsdóttir, f. 28. október 1921, d. 8. október 1992, börn þeirra eru fjögur. 2) Sverrir, f. 21. janúar 1928, maki Erna Hallgrímsdóttir, f. ÞESSI orð Kahlils Gibrans komu upp í huga mér þegar ég frétti lát ömmu minnar, Émilíu Sigfúsdótt- ur: Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Amma var sannarlega gleði mín. í mínum augum var hún merkileg- asta kona sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Við sem þekktum hana vitum að hún var einstök. Mér varð stundum hugsað til þess að þótt aldursmunurinn á milli okkar væri mikill þótti mér oft eins og ég væri að tala við minn besta vin. Hún var ung bæði í hugsun og útliti. Hár hennar var sérlega þykkt og fallegt og hendur hennar svo fíngerðar þrátt fyrir mörg handtök og mikla vinnu á lífsleiðinni. Alla sína tíð þótti hún ósérhlífin í alla staði og vinnusöm. Það sýndi sig líka best hvað hún bjargaði sér vel á fullorðinsárum sínum. Amma bjó fyrri hluta ævi sinnar fyrir norðan eða þar til hún fluttist til Vest- mannaeyja þar sem hún vann við fiskvinnslu þar til hún lét af störf- um á sjötugsaldri. Það er mér minnisstætt bæði frá þeim stundum sem ég hitti hana eða talaði við hana í síma hve hún var alltaf þakklát fyrir allt sem gert var fyr- ir hana, hversu litið sem það var, þótt það væri ekki nema bara fyrir að hringja. Hún átti sjálf svo mikið að gefa en bað um ekkert í stað- inn. Hún gaf mikið í orðum, var bæði hreinskilin og átti til að segja eitthvað fallegt í stuttu símtali sem sat lengi í huga manns á eftir. Þetta kennir manni að þakka hvað- eina, hversu lítilsvert sem það kann að virðast. Elsku amma, ég mun minnast þín í ljósi og fegurð alls þess sem lífið megnar að gefa. Ég kveð þig með söknuði og bið guð að leiða þig. Líkt og rótföst angan er ímynd þín í hjarta mér, minning þína þar ég geymi. Þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. (Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Linda Emilía Karlsdóttir og fjölskylda. Eftir einnar nætur legu, já, deg- inum áður, tölti hún í bankann og fór í búðarferðir með dóttur sinni 30. október 1933, og eiga þau fjórtán börn. 3) Magnús, f. 25. mars 1930, maki Anna Jóhannsdóttir, f. 14. maí 1936, þau eiga fjögur börn saman. 4) Elísabet, f. 13. maí 1933, maki Ásmundur Pálsson, f. 20. ágúst 1943, þau eiga fjögur börn. 5) Karl Bergdal, f. 12. mars 1935, maki Elín Ingólfsdóttir, f. 6. desember 1940, þau eiga eitt barn saman. Fyrri kona Karls er Ragnheið- ur Guðnadóttir, f. 12. nóvember 1933, þau eiga þijú börn sam- an, slitu samvistir 1979. 6) Lov- ísa, f. 2. nóvember 1941, maki Guðgeir Matthíasson, f. 14. des- ember 1940. Þau eiga fjögur börn saman. Emilía og Sigurð- ur hófu búskap á Gafli í Víði- dal og bjuggu þar í nokkur ár. Búskaparferil sinn fyrir norðan enduðu þau á Geirastöðum I Þingi og fluttu síðar eða um 1952 til Vestmannaeyja. Sig- urður lést í Vestmannaeyjum árið 1961, þá 73 ára að aldri. Emilía var búsett í Vestmanna- eyjum þar til hún lést 95 ára að aldri. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í dag. Lóu. Þannig var amma, dugleg fram á síðustu stundu. Hún lifði erfiða tíma, missti ung móður sína, bróður og föður, en yfír þeim sat hún og hjúkraði þeim þar til þau kvöddu þennan heim. Móðir hennar var hennar dýrasta djásn, minning- unni um hana hélt hún á lofti og sagði okkur hve yndisleg mann- eskja hún hefði verið. Hún amma okkar hóf búskap að Gafli í Víðidal með afa okkar heitnum Sigurði Magnússyni og eignaðist með honum sex börn og fjölmargir era afkomendur hennar orðnir. Hún sagði okkur margar sögumar frá þeim árunum og þeg- ar hún fluttist frá Gafli og endaði hér úti í Vestmannaeyjum. Hér vann hún í fiski til 74 ára aldurs eða þar til gaus á Heimaey. Amma fluttist afturtil Eyja 1974 ogkeypti húsið Hvamm þar sem henni leið best og þar bjó hún til dauðadags. Hún þvoði þvottinn sinn í potti upp á gamla mátann og hengdi út á snúrar, hún varð alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni og helst að gera allt sjálf. Amma okkar var sterk kona, hún lét engan vaða ofan í sig, reif kjaft þegar henni sýndist og hló svo kannski að öllu saman eftir á þeg- ar hún sagði frá því sem hún var að segja eða gera. Hún var þijósk og komst áfram á þrjóskunni eins og við sögðum oft við hana. Hún var kímin og þótti gaman að atast í okkur, en umfram allt var hún yndisleg manneskja sem gott var að vera hjá og faðma. Gaman var að hlusta á allar sögurnar sem hún hafði frá að segja. Um það væri hægt að skrifa heila bók. Nú ertu farin frá okkur, elsku amma, yfir móðuna miklu. Frá okkur, sem héldum að þú yrðir allt- af til vegna þess hversu sterk þú hafðir alltaf verið á líkama og sál. Þú gafst okkur svo mikið, þú gafst okkur mörg ár með þér og fyrir þau ár þökkum við þér og minning- arnar um þig verða eilífar í okkar huga. Nú iegg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. F.h. barnabarna Jþinna í Eyjum, Una Sigríður Asmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.