Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 31 FRÉTTIR HAUKUR Snorrason með verðlaunin. Keppt um Silfur- Jodelinn Skógardagur í Skorradal Á OPNUM skógardegi Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. á Stálpa- stöðum í Skorradal í dag, laugardag, verður gestum m.a. boðið upp á gönguferðir um mismunandi rækt- unarsvæði undir leiðsögn Ágústs Árnasonar, skógarvarðar. Sýnd verður vinnsla borðviðar úr skóginum með notkun á nýrri fletti- sög og útskurði á efni úr skóginum. Þá verður sýnt hvernig safna á, geyma og meðhöndla fræ og harm- onikkan verður þanin í skóginum. Rolf Johanes & Co. býður upp á ketilkaffi, kex, súpur og brauð og börnin fá ýmislegt léttmeti. Fjöl- breytt dagskrá skógardagsins hefst kl. 14 og lýkur kl. 17. Skógrækt á Stálpastöðum í Skorradal hófst 1952. A þeim árum sem liðið hafa hafa rúmlega 600.000 skógarplöntur verið gróðursettar í meira en 100 hektara lands. I skóg- inum vaxa nú um 30 tegundir trjá- i plantna frá 70 stöðum víðs vegar í heiminum. Á Stálpastöðum gefur að líta mis- munandi gerðir skógræktar s.s. landgræðsluskógrækt, nytjaskóg- rækt, jólatijárækt og fjölbreytt tijá- tegundasafn. Samkvæmt nýjustu tijámælingum er vöxtur sitkagrenis t.d. mjög góður og er viðarvöxtur 8,14 rúmmetrar þar sem best lætur á hektara á ári. Gerðir hafa verið göngustígar um svæðið og settar ítarlegar merkingar víða við lundina og við einstök tré. í TILEFNI 40 ára afmælis Merced- es-Benz á íslandi heldur Ræsir hf., umboðsaðili Mercedes-Benz, bíla- sýningu um helgina. Nýja C-línan verður þar til sýnis, C 180 bensín- bíll og C 200 díselbíll, árgerðir í TILEFNI af frumsýningu hasar- myndarinnar „Speed" sem tekin hefur verið til sýninga í Sambíóun- um býður símafyrirtækið AT&T bíó- gestum upp á afslátt á GSM-farsím- um. Þeir sem koma á myndina geta tekið þátt í magnkaupa-afslætti hjá útsöluaðilum AT&T á íslandi og sparað sér þúsundir króna. Gegn LENDINGARKEPPNI Flugklúbbs Mosfellssveitar um Silfur-Jodelinn var haldin laugardaginn 10. sept- ember sl., síðari hluti, en fyrri keppnin var haldin í vor. Keppni þessi er ný af nálinni og gefur besti árangur úr annarri hvorri keppninni verðlaun, fluglíkan af Jodelflugvél á tréplatta, önnur og þriðju verðlaun eru einnig veitt auk þess sem verðlaunahafi fær nafn sitt á stöpul undir Silfur-Jodel- inn sjálfan. Þátttaka var mjög góð, 31 þátttakandi í báðum þessum 1995. Þá verða tveir bílar úr S-lín- unni, S 280 og flaggskipið S 600 coupé, árgerðir 1994, á sýning- unni. Einnig mun Fornbílaklúbbur íslands sýna nokkrar eldri gerðir Mercedes-Benz-bíla. framvísun bíómiðans er viðkomandi skráður á magnkaupalistann og hveijir 50 þátttakendur sem stað- fest hafa þátttöku með innágreiðslu fá símann á frábæru verði, eða 63.920 krónur. Tilboð þetta gildir á meðan sýningar á Speed standa yfir í Sambíóunum en í myndinni má einmitt sjá AT&T GSM-farsíma í lykilhlutverki. keppnum. Var áberandi hvað menn stóðu sig betur í síðari hluta keppn- innar, má þar um þakka ágætri æfingu í sumar. Sigurvegari var að þessu sinni Haukur Snorrason á Jodel flugvél- inni TF-ULV með 55 refsistig eftir 4 lendingar. Aðrir er langt komust voru m.a. Jón Karl Snorrason, Orri Eiríksson, Ragnheiður Arngríms- dóttir, Kári Kárason, Ágúst Ög- mundsson og Magnús Víkingur. Refsistigagjöf lá á milli 55 stiga og 1890 stiga. Merki til styrktar bágstödd- um börnum HAFIN er sala á merkjum til styrktar bágstöddum börnum á öllum pósthúsum landsins. Styrkt- armerkin, sem seld eru á 50 kr., er hægt að líma á póstsendingar og rennur ágóði af sölu þeirra til hjálpar börnum á vegum Rauða krossins. Emil Als læknir hannaði merkin en þau eru til í tíu gerðum merkt mismunandi ríkjum eftir því hvert póstsendingin á að fara. Einnig er á merkjunum mynd af viðkomandi landi og þjóðfána þess. Síðar er fyrirhugað að bæta við fleiri lönd- um. Styrktarmiðarnir eru sjálflím- andi og framleiddir af Vörumerk- ingu hf. -----»■» 4--- Fyrirlestur um fóðrun hunda FYRIRLESTUR um fóðrun hunda verður haldinn í dag, laugardag, í Sólheimakoti við Hafravatnsveg, sem erskólahúsnæði Hundaræktar- félags Islands. Kanadíski dýralækn- irinn Lotte Davis heldur fyrirlestur- inn og hefst hann kl. 14. Auk þess að fjalla um grundvall- aratriði í fóðrun hunda, fjallar Lotte Davis sérstaklega um þarfir hvolpa, hvolpafullra tíka, vinnuhunda og einnig um sjúkrafæði hunda. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. -----♦------- Bronstein teflir fjöltefli EINN þekktasti stórmeistari heims, Davíð Bronstein, teflir fjöltefli við börn og unglinga 14 ára og yngri í dag klukkan 14. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavík- ur, Faxafeni 12. Taflfélagið útvegar töfl og klukkur. Allir eru velkomnir. Fræðslu- fundur um dyslexíu FYRSTI fræðslufundur íslenska dyslexíufélagsins verður í Norræna húsinu mánudaginn 19. september og hefst kl. 20.30. Sara Jónsdóttir heldur fyrirlest- ur, en hún hefur unnið með fólki með dyslexíu i Bandaríkjunum og á Islandi. Dylexía er það sem stund- um hefur verið kallað les- eða staf- blinda. íslenska dyslexíufélagið var stofnað 23. ágúst sl. og voru stofn- félagar 150. Myndatextar víxluðust Þau leiðu mistök urðu í Morg- unblaðinu í gær, föstudag, að myndatextar undir myndum af formanni Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og formanni Flugvirkjafélags íslands víxl- uðust. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi afsökunar á mis- tökunum. Hálfdán Hermannsson Tryggvi Baldursson Grein Þórleifs Jónssonar - höfundarmynd í Morgunblaðinu í gær, föstudag, birtist grein eftir Þórleif Jónsson, viðskiptafræð- ing hjá Samtökum iðnaðarins, með yfirskriftinni: Hvernig á að tryggja gæði starfsnáms í framhaldsskólum? Greinin var svar við grein Friðriks Ey- steinssonar, lektors, um sama efni. Röng höfundarmynd birt- ist með greininni. Rétt mynd fylgir hér með. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Þórleifur Jónsson BRIDS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Úrslit í Sumarbrids 1994 ÚRSLIT síðasta spilakvölds í Sum- arbrids (28 pör) urðu: N/S: Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 329 Baldur Bjartmarsson - Valdimar Sveinsson 301 Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 300 A/V: Anna ÞóraJónsdóttir - Ragnar Hermannsson 349 Ásgeir Sigurðsson - Andrés Ásgeirsson 291 BjömBjömsson-NicolaiÞorsteinsson 290 Og lokastaða efstu spilara varð þessi: Lárus Hermannsson 710, Guð- laugur Sveinsson 556, Erlendur Jónsson 550, Páll Þ. Bergsson 540, Þórður Björnsson 426, Eggert Bergsson 388, Gylfi Baldursson 378, Óskar Karlsson 374, Sveinn R. Ei- ríksson 317, Dan Hansson 313, Kjartan Jóhannsson 296, Sverrir Ármannsson 293, Halldór Már Sverrisson 290, Sævin Bjarnason 284, Sigurður B. Þorsteinsson 280, Þröstur Ingimarsson 280, Björn Theodórsson 276, Jón V. Jónmunds- son 271, Þórður Sigfússon 267, Jón Stefánsson 262, Sveinn Þorvaldsson 243, Jacqui McGreal 231, Þórir Leifsson 231, Sveinn Sigurgeirsson 229, Jón Hjaltason 220, Aron Þor- flnnsson 210, Valdimar Elíasson 209, Guðmundur Baldursson 207, Ársæll Vignisson 206, Rúnar Ein- arsson 204 og Alfreð Kristjánsson 203. Sumarbrids gerði ekki meir en að standa undir þeim kostnaði sem til var efnt í sumar. Það hlýtur að vera íhugunarefni fyrir næstu stjóm BSÍ, hvernig verði staðið að framkvæmd Sumarbrids næsta ár, í nýjum húsa- kynnum sambandsins. Að mati um- sjónarmanns er eðlilegra að sam- bandið standi sjálft að framkvæmd- inni og veitingaaðstaða verði boðin út. Öllu spilafólki er þökkuð þátttak- an í sumar. Vonandi hafa menn haft gaman af þessu og sé svo, er tilganginum náð. Frá Skagfirðingum í Reykjavík Hauststarfsemi félagsins hófst síðasta þriðjudag. Yfir 30 spilarar mættu til leiks, í eins kvölds tví- menningskeppni. Úrslit urðu: Lárus Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 268 EinarGuðmundss. - Ingi Steinar Gunnlaugss. 244 Pétur Sigurðsson - Siguijón Tryggvason 240 Júlíus Sigurðsson - Gunnar Valgeirsson 238 Hjálmar S. Pálsson - Sævin Bjamason 226 Næsta þriðjudag verður aftur eins kvölds tvímenningur, en þriðjudag- inn 27. september hefst svo 3 kvölda haustbarómeter. Að þeirri keppni lokinni hefst svo aðalsveitakeppnin, sem spiluð verður með nýju sniði, 3 ieikir á kvöldi (x 10 spil) með Sviss- fyrirkomulagi (efstu sveitir mætast alltaf og geta því mæst oftar en einu sinni). Nánar síðar. Spilað er í Drangey til Stakkahlíð 17. Spilamennska hefst kl. 19.30. Allir velkomnir. Tvímenningur á Eskifirði 1. kvöld í vetrarstarfinu. Úrslit: AuðbergurJónsson-HafsteinnLarsen 130 GuðmundurMagnússon-JónasJónsson 117 Atli Jóhannesson - Jóhann Þórarinsson 116 Aðalsteinn Jónsson—Gísli Stefánsson ' 115 Afmælismót Bridsfélags kvenna Spilað verður í dag í Sigtúni 9, kl. 11.00. Silfurstig. 1. verðlaun kr. 40 þús., 2. verðl. kr. 30 þús., 3. verðl. kr. 20 þús., 4. verðl. kr.10 þús. — Frítt kaffi allan daginn og meðlæti í hléinu. Bridsfélag Suðurnesja Síðsumarbrids lauk sl. mánudag. Þrettán pör spiluðu eins kvölds tví- menning og urðu Birkir Jónsson og Heiðar Agnarsson efstir með 142 stig. í öðru sæti urðu Högni Odds- son og Gunnar Siguijónsson með 139 stig og Gísli ísleifsson og Guð- jón Jenssen þriðju með 131. Vetrarstarfið hefst nk. mánu- dagskvöld kl. 19.45 með eins kvölds tvímenningi en annan mánudag hefst væntanlega þriggja kvölda keppni. Spilað verður í Hótel Krist- ínu MERCEDES-Benz C 200 séður aftan frá. Mercedes-Benz afmæl- issýning hjá Ræsi Kvikmyndin „Speed“ frumsýnd Afsláttur af farsímum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.