Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ★ ★★ S.V. MBL NICHOLSON PFEIFFER ★★★ Ó.T Rás2 OLF íjy I *** Eintak Éii;: (,'ilnmlii.i Pirluii ■ '■■NSSjSSð^^^1' '"" ' Ni« !i‘*|.4 iii» Jark Nirhol'fin Miilii llc l'frifírr "Wolí” Jainfa .S|iailrr Kalr \rlli"an KkJ|ÍÍ^^8^£^,.:'J«Íil"|!lirr l'liuiiiui r .\itn ft'Mrrii 1 *. l!»Wr|.li , . ’0iuv'|i|h'I(oIiiiiiiii ' * Kirkliakn • •:$ÍÍÍ^ÍÉÉ:Éií? • Rnlirrl lilrriilnil " lim IUrri«m ,.Wi *lry Slruk " .'l)nii;|j. Wirk '1 Mlkr Nitiiolj. Stórmyndin ÚLFUR (Wolf) DÝRIÐ GENGUR LAUST. Vald án sektarkenndar. Ást án ski- lyrða. Það er gott að vera ... úlfurl Jack Nicholson og Michelle Pfeiffer eru mögnuð í þessum nýjasta spen- nutrylli Mike Nichols (Working Girl, The Graduate). Önnur hlutverk: James Spader, Kate Nelligan, Christopher Plummer og Richard Jenklns. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.20. B.i. 16 ára. Einnig sýnd í Borgarbíói, Akureyri. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Sími 991065. Verð kr. 39,90 mínútan.Taktu þátt í spenn- andi kvikmyndagetraun! Verðlaun: Bíómiðar og Wolf hálsmen og bolir. AMANDA VERÐLAUNIN 1994 BESTA MYND NORÐURLANDA MIÐAVERÐ KR. 500 FYRIR BÖRN INNAN 12 ÁRA. SÝND KL. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 2.50 GULLÆÐIÐ Sýnd kl. 11. Sýnd kl. 3. 3 NINJAR SNÚA AFTUR í sjónvarpssal hveiju sinni eru líka tveir gestir, sem eru valdir úr hópi þeirra sem hafa keypt miða vikuna áður, og þeir komast einnig í þennan pýramída, á sama hátt og þeir sem hringja inn. Þar að auki er svokallað lukkuhjól, sem einn mað- ur, sem valinn er á sama hátt og hinir tveir, fær að snúa. Þar er líka hægt að vinna bíl, allt að 1.200 þús- und króna virði. Síðan er fjórði aðilinn, sem dreginn er út úr bingólottómiðunum, sem kemst i svokallaðan bíla- stiga. Þar eru bensínúttektir og bílar að verðmæti 16 millj- ónir á hveiju kvöldi. Sá sem kemst í bílastigann fær örugg- —««j n inox —“imiia 'eSa bensínúttekt að verðmæti onnuiti í ntVnit san.istarfs. 100 þúsund krónur og bíl, sá Verinu. ódýrasti að verðmæti 400 þús- und krónur, en sá sem kemst efst í bílastigann fær bíl að veðmæti 2,6 milljónir. Fyrir utan þetta eru dregin út svokölluð lukkunúmer, það eru vöruúttektir að verðmæti frá 10 og upp í 60 þúsund krónur. Þeir sem fá bingó heima, en ekki ná sambandi við þáttinn, fá engu að síður 1.000 króna vinning. Svona gengur þetta fyrir sig í upphafi, á meðan verið er að byggja þáttinn upp og ef hann gengur eins og vonir standa til geta orðið, þegar fer að líða á veturinn, ævintýralegir vinningar vegna þess að vinnings- upphæð er alltaf lámark 40% af and- virði seldra miða og eftir því sem meira selst þeim mun stærri, glæsi- legri og fjölbreyttari verða vinning- arnir. Ef dýrustu vinningarnir ganga ekki út þá einfaldlega færist upp- hæðin yfir á næsta þátt og verð- mæti vinninga hækkar að sama skapi. Þá gæti þriggja milljóna króna bíll orðið fjögurra milljóna króna virði, eða fleiri bílar í pottinum. Sem dæmi má nefna að í jólaþættinum í Svíþjóð í fyrra var upphæðin svo uppsöfnuð að dregnir voru út 50 Volvobílar. Við þetta má svo bæta að við verðum með tónlistaratriði í hvetjum þætti og bytjum í kvöld með þrjú atriði úr Grease. Seinna er von á Bogomil Font og Agli Ólafssyni svo einhvetjir séu nefndir." — Óg þú ert bjartsýnn? „Já, ég hef mikla trú á að þetta gangi upp. Það verður mikill hraði í þessu, allt í beinni útsendingu og ég hef engin blöð í höndunum heldur bara stend þama og leik af fíngrum fram. Við finnum ótrúlega jákvæðar viðtökur og miðasalan gengur mjög vel. Handknattleiksdeildir íþróttafé- laganna á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og í Vestmannaeyjum eru helstu söluaðilar, en auk þess er hægt að fá miða á bensínstöðvum og á lottóafgreiðslustöðum um allt land. Svona þáttur hefur aldrei verið á Islandi áður og ég er mjög bjart- sýnn á að þetta gangi upp.“ Átímamótum í KVÖLD fá sjónvarpsáhorfendur að sjá fréttamanninn þjóðkunna, Ingva Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóra Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins, í nýju hlutverki. Hann mun þá stjóma fyrsta Bingó-Lottó-þættinum, sem flestir hafa væntanlega heyrt um, og unninn er í samvinnu Happdrætt- is DAS, Stöðvar 2 og Saga Film, en þátturinn verður sýndur í beinni út- sendingu frá myndveri Saga Film í Vatnagörðum á hvetju laugardags- kvöldi klukkan 20.30, í óruglaðri dagskrá. Þáttur þessi er upprunninn í Svíþjóð, þar sem hann hefur notið fádæmra vinsælda, og skilað sænsku íþróttahreyfingunni í tekjur á síðasta ári um 12 milljörðum íslenskra króna. En hvað kemur til að frétta- maður eins og Ingvi Hrafn, sem hef- ur í 28 ár unnið við. fréttamennsku, tekur að sér svona hlutverk? „Það má kannski segja að upphaf- ið hafí ekki komið til af góðu, því hreint út sagt hraktist ég frá Stöð 2 í þeim einstæðu hremmingum sem þar gerðust í upphafi ársins. í þeim sviptingum virtist sem grandvarir heiðursmenn misstu skyndilega fót- anna, haldnir einhvers konar veru- leikafirringu, eins og einn stjóm- málamaður komst að orði ekki alls fyrir löngu, af öðru tilefni. Ég var afskaplega ósáttur við þau vinnu- brögð sem þá voru viðhöfð, svo vægt sé til orða tekið, þegar menn af ótrú- legri harðneskju léku sér með líf og örlög tuga starfsmanna Stöðvar 2 og gripu til aðgerða, sem ollu fyrir- tækinu miklurr. erfíðleikum og tjóni. Ég sagði þessum piltum tæpitungu- laust, á mjög sérstökum yfirstjómar- fundi, hvert mitt álit væri á siíkum vinnubrögðum og má segja að trún- aðarbrestur hafi þá orðið á milli okk- ar, einkum mín og Páls Magnússon- ar, fyrrum sjónvarpsstjóra. Seinna kom upp hugmyndin að þessum þætti og þótt ég hafi verið efíns í fyrstu, að skipta svona um hlutverk, fannst mér þetta góð leið út, kannski fyrir báða aðila, ekki síst vegna þess að mér þótti vænt um starfsfólkið, fyrirtækið og framar öllu fjölskylduna mína. Ég kærði mig ekki um sprengingu innan fyrirtæk- isins, enda nóg komið. Það sem réð úrslitum að ég ákvað að hella mér út í þetta á fullu voru eigendaskipt- in og þar með stjómarskiptin sem urðu í fyrirtækinu. Ég tel að Ja- fet Ólafsson sé mjög hæfur mað- ur í þetta starf að nýir stjómend- ur fyrirtækisins muni halda áfram því uppbyggingarstarfi sem mér finnst að Stöð 2 hafi verið og eigi að vera. Hins vegar veit ég, og allir sem mig þekkja, að ég er og verð alltaf fréttamaður og aldrei að vita hvenær hann sýnir sig.“ — En snúum okkur þá að nýja verkefninu, Bingó Lottóinu? „Ég held að þátturinn geti orðið mjög vinsæll, þar sem fjölskyldur geta sameinast um að hlusta á góða tónlist, taka þátt í bingói og alls konar öðrum leikjum, sem þessum þætti fylgja, og vinna um leið glæsi- iega vinninga. Það hefur valist til þessa samstarfs afburða skemmti- legur hópur, sem ég hef haft mikla ánægju af að starfa með. Það er öllu til kostað sem þarf til að gera þátt- inn sem bestan úr garði, bæði hvað varðar sviðsmyndina og vinninga. Og sem gömlum sjómanni er mér sérstök ánægja að taka þátt í svona leik, þar sem hagnaður rennur til góðs málefnis, sem uppbygging Hrafnistu-heimilanna er og hefur verið.“ — í hvetju felst svo leikurinn, í stuttu máli? „Hver Bingó-Lottó-miði, sem menn kaupa, felur í sér 25 vinnings- möguleika. Kjarninn í þættinum er, að það eru spilaðar þtjár bingóum- ferðir, þar sem menn geta unnið allt frá 50 þúsund króna vöruúttektum upp í 3 millljóna króna bíla. Ef fólk er heppið þá gætu unnist á hvetju laugardagskvöldi þrír bílar. Grunnur- inn byggist á því, að þeir sem spila með heima og fá bingó, geta hringt í þáttinn í beinni útsendingu, og þá er aðalatriðið að ná sambandi sem fyrst. í fyrstu tveimur umferðunum ná þrír bingóvinningshafar inn í þátt- inn og halda þá áfram að spila í svokölluðum pýramídum, þar sem eru veglegir vinningar, svo sem mat- arúttektir, fatnaður, heimilistæki, ljósmyndavörur, ferðavinningar og fleira. í þessum pýramída er eitt hólf þar sem er svokallaður stigi og þar geta menn klifrað upp, byijað neðst með öruggan vinning, en þurfa síðan að velja númer og eftir því sem ofar dregur í stiganum verða vinn- ingar verðmætari. Ef menn komast í efsta þrepið geta þeir unnið bíl. Ingvi Hrafn Jóns- son, fyrrum fréttastjóri, urfyrir sjónir sjónvarps- áhorfenda í nýju hlut verki í kvöld Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.