Alþýðublaðið - 25.11.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 25.11.1920, Page 1
Alþýðublaðlð Gefið út al Alþýðuliokkn nnsu 1920 Fimtudagina 25 nóvember. 272 tölubl. Vöruskýli við höfnina. A siðasta bæjarstjórnaríundi bar Jón Baldvinsson fram áskorun um það til hafnarnefndar, að hún setti á fjárhagsáætlun 1921 hæfilega upphæð til þess að reisa vöruskýli á hafnarbakkanum Áskorunin mætti nokkrum and- mælum, einkum Jóns Ölafssonar, sem taldi skýlið þó bráðnauðsyn- legt, en sagði ekkert fé til, til þess að þetta yrði framkvæmt. Sjálfstjórnarar sögðu lika, að ekki væri hægt að fá lán til framhalds hafnaruppfyllingarinnar við Ingólfs- garð, nema með því móti að selja lóðir hafnarinnar. En hvernig fór. Alþýðuflokksmennirnir í bæjarstj. afstýrðu þvf, að lóðirnar væru seldar og bentu á þá leið, sem farin var, til þess að fá það lán sem þurfti. Og alt fór eins og þeir sögðu. Lánið fékkst, án þess að lóðirnar væru seldar, og fyrir vikið hefir nú bærinn stórtekjur af þeim. Og hagur hafnarsjóðs er auðvitað miklu betri eftir en áður. öllum, sem hafa einhver afskifti af vörum, sem fermt er og afifermt hér á hafnarbakkanum, kemur saman um það, að bakkinn sé ófsr eins og hann er, og nauðsyn krefji að smfðað verði hið allra bráðasta skýli, helzt eftir honum endilöngum, svo taka mætti við vörum svo að segja af skipsfjöl Og geyma þær í skýh'nu eftir hentugleikum, um lengrí eða skemri tíma. Eins og nú er í pottinn búið, iiggur við skemdum á vörum svo að segja í hvert sinn er skip ber að landi, er þarf að afferma hér. Forin á hafnarbakk- anum er landskunn, ef svo mætti að orði kveða, og það stoðar Iftið þó breidd séu segl yfir vör- urnar, þegar rigningar ganga vik- um og mánuðum saman. Auk ails annars, sem unnið er við það að slíkt skýli væri reist, er vinnusparnaður og minni kostn- aður við þær vörur, er menn utan Reykjavíkur eiga, og sem settar eru hér á land og geymdar í vörugeymsluhúsum víðsvegar um bæinn (ökulaunin mundu falla úr sögunni). Allmiklu af siikri vöru er altaf til að dreyfa, og mundu menn vafalaust verða þeirri stundu fegnastir, er þeir losnuðu við nokkuð af þeim aukakostnaði, er legst á vöruna, sem þeir þurfa að láta skifta hér um skip og bfða eftir skipum. Slikt vöruskýli mundi beinlínis verða hafnarsjóði tekjulind, og ætti þvf öllum bæjarfulltrúunum, er bera hag bæjarins fyrir brjósti, að vera það áhugamál, að það yrði reist þegar á næsta ári. Að ekki séu til peningar til þess að ráðast í fyrirtækið, hygg eg að sé bara fyrirsláttur. Og ætti að minsta kosti ekki að svæfa málið að óreyndu. Bænum veitir sannarlega ekki af að hafa úti all- ar klær til þess að auka tekjur sínar og styrkja fjárhag sinn, en það verður ekki gert með því, að andæfa að óreyndu öllum þeim uppástungum, er til bóta horfa, og það getur varla talist sæmandi að kvarta stöðugt um féleysi, þeg- ar ráðast þarf f arðvænleg fyrir- tæki fyrir bæinn. Eða til hvers er þarfara að nota 200 þúsund kr. tekjuafgang Hafnarsjóðs, en ein- mitt til þess að gera höfnina vist- legri og jafnframt arðvænlegri. Við sjáum nú til hvað Sjálf- stjórnarliðið gerir í má!i þessu. Kvásir. Vitnr íhaldsmaðtm Senor la Cierva, foringi spánskra íhaidsmanna, hefir fastlega Iagt til að járnbrautir á Spáni verði allar reknar af ríkinu framvegis. Matsala (Pensionat) er byrjuð á Skólavörðustíg 19 (Litla Holti), neðstu hæð. Fæði yfir lengri eða skemri tíma. 122 alðaraðirl! ,Ekki er kyn þó að keraldið leki, því botninn er suður f Borg- arfirði,* er haft eftir Bakkabræðr- um. S. Þ., þessi makalausi „dellu- makari*,. ritar greinarspotta i Mogga sinn í fyrradag, og nefnir hann: „Skrítin ætt.“ Kemst hann þar að þeirri vit- urlegu niðurstöðu, að hann hljóti að vera hórgetinn, ef einhver for- faðir hans hafi verið það! Og telur sig verri mann fyrir 11 í sambandi við £að, að eg f grein um Saint-Simon sagði, að hann helði rakið ætt sína tii Karla- Magnúsar, slær S. b. þvf föstu, að eg telji hann kominn af hon- um. Kallar hann Karla-Magnús botnlanga mannkynsins og gengur þar feti framar en Alþbl., þvf það hefir einhvern tíma nefnt konunga nútímans því nafni, og sýnt fram á við hvað það átti með því orðatiltæki. En S. Þ. virðist ekkert orð geta tekið upp eftir öðrum nema með þvf að rangfæra það, Um ritstörf Saint Simon er engu við sð bæta, það sem áður hefir sagt verið. Aðeins vildi eg benda S. Þ. á að athuga, þó ekki væri nerna eftirtaldar alfræðisorðabækur og sjá hvað þær segja um Saint Simon; en hann má ekki viliast á frænda hans með sama nafni, er reit „Minningarnar", er eg gat um í greininni um Saint Simon: „Salomonsens Konversationsleksi* kon“ XV bindi, síðu §07—gog,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.