Morgunblaðið - 29.09.1994, Side 1

Morgunblaðið - 29.09.1994, Side 1
80 SÍÐUR B/C/D 221. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rúmlega 800 manns farast í Eystrasalti í einu mannskæðasta sjóslysi sögunnar Oryggisbúnaði áfátt og siórínn fossaði inn Þyrluflugmenn gátu ekki bjargað öllum úr björgunar- bátum - 139mannslifðuaf Stokkhólmi, Turku, Tallinn, Kaupmannahöfn. Reuter, Morgunblaðið. VÍSBENDINGAR hafa komið fram um að skuthlerar hafi ekki verið luktir til fulls í eistnesku feijunni Estoniu, sem fórst í Eystrasalti, um miðnætti að íslenskum tíma í fyrrinótt og rúmlega 800 manns með henni. Ekki er þó fullljóst hvort þetta var orsök þessa mesta sjóslyss sem orðið hefur í Evrópu á friðartímum. Fundist hafa 58 lík og 781 er saknað en tala þeirra sem björguðust er komin upp í 139. Reuter Leitað að lífsmarki BJÖRGUNARMAÐUR kannar hvort lífsmark leynist með þeim sem komust í þennan gúmbát úr feijunni Estoniu sem rak á Eystrasalti í gær. Fæstum tókst að komast um borð í bátana, fjölmarg- ir komust ekki upp á dekk og margir þeirra sem stukku í sjóinn króknuðu eða drukknuðu. Leit verður haldið áfram í dag þó að lítil von sé talin til þess að fleiri finnist á lífi. Leit úr lofti var frestað undir kvöld í gær en finnska strandgæslan hefur lýst því yfir að reyna eigi að finna lík allra þeirra sem fórust. Sagði talsmaður strandgæslunnar að afar lítil von væri til að finna fleiri á lífí. Þyrluflugmenn kváðust í gær hafa flogið yfir björgunarbáta og hefði fólk verið á lífi í sumum þeirra. Þeir hefðu ekki getað bjargað öllum og því hefðu þeir orðið að velja úr bátun- um. í samtaii við sænska sjónvarpið sögðust þeir hafa látið þá ganga fyrir sem verst virtust haldnir en látna farþega ferjunnar hefði verið að finna í mörgum bátanna. Skuthlerar í ólagi Að sögn Anders Lindströms, for- manns sænsku sjómannasamtak- anna, var gerð athugun á ferjunni í Tallinn daginn áður en hún fórst og var niðurstaðan sú að frágangur skuthlera væri ófullnægjandi. Voru tveir sænskir eftirlitsmenn að kenna eistneskum starfsbræðrum að kanna búnað skipa er þetta kom í ljós. Þetta var borið undir starfsmann Meira en 500 Svíar fórust með ferjunni n.inmannolinfn uni’minklaAwl Kaupmaiinulilifn. Morgunblaðið. ÞJÓÐARSORG er nú í Svíþjóð og Eistlandi eftir ferjuslysið mikla í Eystrasalti sem er hið mannskæð- asta í sögu Svíþjóðar og Norður- Evrópu eftir stríð. Hefur fjöldi lækna, sálfræðinga og hjúkrunar- fólks, sem sérþjálfað er í áfalla- hjálp, verið aðstandendum þeirra sem voru með feijunni til hjálpar í Svíþjóð en um 500 Svíar fórust með feijunni Estoniu. Óslitin dag- skrá var í sjónvarpi og útvarpi í Svíþjóð í gær. Frá hádegi runnu yfir skjáinn nöfn þeirra sem kom- ust af og leiknir voru sálmar og sorgarlög á milli þess sem fluttar voru fréttir af slysinu. Fjölmargir sænskir starfs- mannahópar voru í feijunni, m.a. lögreglumenn frá Stokkhólmi, elli- Þjóðarsorg ríkir og áfallahjálp skipulögð lífeyrisþegar, starfsfólk bæjarfé- laga og hópur úr biblíuskóla. Líkt við Palme-morðið Skipið átti að koma til hafnar klukkan níu í gærmorgun og marg- ir höfðu komið að bryggju til að taka á móti ættmennum sínum og vissu þeir því ekki hvað gerst hafði. Harmi slegið fólk flykktist að skrif- stofu skipafélagsins í Stokkhólmi í gær en hugað var að sérstakri sálrænni aðstoð við aðstandendur. Er tilkynnt var um slysið í morgun- sjónvarpi í Svíþjóð sat prestur við hlið þularins. Sérstök dagskrá var send út á báðum rásum sænska sjónvarpsins og voru þulir allir dökkklæddir auk þess sem prestar voru með þeim. Um allt land var flaggað í hálfa stöng og verður svo fram yfir helgi. Opnaðar voru símalínur þangað sem fólk gat’hringt og létt á hjarta sínu vegna slyssins. Hafa sálfræð- ingar líkt ástandinu við það er Olof Palme forsætisráðherra var myrtur árið 1986. Töldu þeir að áhrif slyss- ins myndu um margt minna á þau áhrif sem Palme-morðið hafði en í mörg ár eftir það hefðu lítil börn teiknað myndir af útför hans. Reuter AÐSTANDENDUR biðu á milli vonar og ótta við höfn- ina í Stokkhólmi í gær eftir fréttum af því hvort ástvinir þeirra hefðu komist lífs af. skipafélagsins i Tallinn og sagði hann í samtali við sænska sjónvarpið að gerðar hefðu verið þrenns konar athugasemdir við búnaðinn. í fyrsta lagi hefðu þéttingar á skuthlerum ekki verið taldar fullnægjandi. í ann- an stað hefðu hleðsluleiðbeiningar ekki verið til staðar og í þriðja lagi virtist sem kaplar til að festa vörubif- reiðar hefðu annaðhvort ekki verið í lagi eða þá hefði vantað. Síðar í gærkvöldi hafði finnska fréttastofan FNB það eftir eftirlits- mönnunum tveimur, þeim Ake Sjö- blom og Gunnar Zahle, að festingar fyrir bifreiðar hefðu verið gamlar og slitnar og þéttingar einnig. „Þetta voru smáatriði og ekkert þeirra hefði átt að geta orðið til þess að ferjan sykki,“ sögðu þeir. Aðrir sérfræðing- ar létu í ljós þá skoðun að reynsla undanfarinna áratuga sýndi að fetjur sem þessar mættu aldrei við því að sjór kæmist inn í þær. Þeim sem komust af bar saman um að vatn hefði fossað inn í skipið og hölluðust nokkrir sænskir rann- sóknarmenn að því í gærkvöldi að þéttingar á skuthlerum hefðu gefið sig. Við það hefði komið slagsíða á skipið sem síðan hefði orðið til þess að bifreiðar á þilfari köstuðust til. Við það hefði enn meiri halli komið á skipið og það loks sokkið. Þetta er ekki óþekkt því skuthlerar gáfu sig þegar feijan Herald of Free Ent- erprise sökk undan Zeebrugge 1987. Þá benti einn skipveijinn á að drep- ist hefði á aðalvélum skipsins. Kom það heim og saman við tilgátu fram- kvæmdastjóra útgerðarfélags Esto- niu, sem sagði að væri sú raunin hefði skipið orðið stjórnlaust, tekið sjó inn á sig og það farið á hliðina. Eistlendingar stjórni rannsókn Carl Bildt forsætisráðherra Sví- þjóðar hélt í gær til Finnlands þar sem hann hitti að máli forsætisráð- herra Eistlands og Finnlands. Sagði Bildt að rétt væri að Eistlendingar stjórnuðu rannsókn slyssins en Finnar og Svíar tækju þátt í henni. Davíð Oddsson forsætisráðherra vottaði í gær, fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar, forsætisráðherrum Eist- lands, Finnlands og Svíþjóðar og þjóðum þeirra hluttekningu sína vegna sjóslyssins. ■ Ferjuslysið í Eystrasalti/16-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.