Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 6

Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FISKVEIÐIDEILAN Norskur kaupsýslumaður fylgdist með löndun tveggjatogarasem voru í Smugunm Neitar því að eiga eitthvað í togaranum Húsavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Rúnar Þór NORSKI kaupsýslumaðurinn Arvid B. Brevik fylgdist með þeg- ar landað var úr tveimur togurum, KuII og Pistrik, í Húsavíkur- höfn í gær, samtals um 140 tonnum af saltfiski. lega rangt við þetta,“ sagði hann TVÖ skip, Pistrik og Kull, sem skráð eru á eynni Mön en sigla undir eistneskum fána, lönduðu afla sinum á Húsavík í gær úr veiðiferð sinni í Smuguna. Arvid B. Brevik, eigandi Nordica Foods A/S í Ála- sundi í Noregi, fylgdist með upp- skipun í Húsavíkurhöfn í gær en í norska blaðinu Aftenposten er leitt að því getum í grein í fyrradag að hann sé eigandi togaranna tveggja. „Það er ekki rétt, togararnir eru í eigu fyrirtækisins Dagomar í Eist- landi,“ sagði Arvid B. Brevik, en hann fullyrti að hann væri einungis umboðsmaður fyrirtækisins og væri hér á landi til að fylgjast með þess- ari fyrstu löndun á Islandi. Eignar- hald togaranna væri sér algjörlega óviðkomandi. Togaramir tveir voru nýlega keyptir frá Kanada, þaðan sigldu Til Svalbarðaeyjaklasans telj- ast níu megineyjar. Spits- bergen er þeirra stærst og þar er norski bærinn Longyearbyen. 200 mílna fískvemdarsvæði Norð- manna er ákvarðað út frá eyjaklas- anum og þar með töldum Bjarnarey sem er langt sunnan við Spitsbergen og Vonarey sem er óbyggð eyja lið- lega 50 mílur suðaustur af stóm eyjunum. Ræðst af túlkun Hafréttarsáttmálans í Hafréttarsáttmálanum era ákvæði sem heimila að beinar grannlínur séu dregnar milli viðeig- andi staða til að ákvarða víðáttu landhelgi þegar strandlengjan er mjög vogskorin og óregluleg, eða ef strandeyjaröð er í næsta ná- grenni hennar. Beinar grannlínur má ekki draga þannig að þær víki að sýnilegu leyti frá almennri stefnu strandarinnar og hafsvæðin, sem era innan línanna, verða að vera nægilega nátengd landsvæðinu til að falla undir reglur um innsævi. Beinar grunnlínur n.á í fæstum til- vikum draga frá flæðiskerjum. Vafamál er talið að Norðmenn geti notað umræddar tvær eyjar til að ákvarða fiskverndarsvæðið á þess- um grandvelli. Skip íslendinganna tekin á gráu svæði í reglum Hafréttarsáttmálans um eyjar, þar sem kveðið er á um skil- yrði fyrir efnahagslögsögu eyja, segir að eyja sé náttúrulega mynd- að, umflotið landsvæði sem er upp úr sjó á stórstraumsflóði. Tekið er fram að klettar, sem ekki geti borið mannabyggð eða eigið efnahagslíf, skuli ekki hafa nokkra sérefnahags- lögsögu né ’.andgrunn. Túlkun þessa ákvæðis Hafréttarsáttmálans er ekki á hreinu og búast má við að á það reyni í væntanlegum málaferl- um vegna töku íslensku togaranna fyrir meintar ólöglegar veiðar á Svalbarðasvæðinu. Ef Vonarey þeir til Færeyja og tóku veiðarfæri og annan útbúnað áður en haldið var í Smuguna. Farmi úr fyrstu veiðiferðinni var síðan landað á Húsavík í gær. Brevik sagði togar- ana tvo í eigu fyrirtækisins Dagom- ar í Eistlandi, sem síðan ætti annað fyrirtæki, Dag Trawl Ltd., á eynni Mön. Skipstjórar skipanna tveggja era kanadískir, vélstjórar frá Fær- eyjum en aðrir í áhöfninni eru Eist- lendingar. Skipin sigla undir eist- neskum fána, en era skráð í Mön. Fyrirtæki Breviks, Nordica Foods A/S, hefur greitt olíu, kost, veiðar- færi og útbúnað skipanna. Brevik sagði að allir reikningar varðandi útgerð skipanna tveggja væra send- ir til sín, hann sæi um að greiða þá en fengi síðar endurgreiðslu frá eistneska fyrirtækinu. Við slík .við- skipti væri ekkert að athuga. reynist ekki hafa skilyrði til að mynda sjálfstæða efnahagslögsögu myndi Smugan taka 50 mílna ræmu austan af fiskvemdarsvæðinu og stækka um 30 þúsund ferkílómetra. Norska strandgæslan tók Björgúlf EA og Óttar Birting fyrir meintar ólöglegar veiðar einmitt á þessu „gráa“ svæði. Ef sama gilti um Bjarnarey myndi Síldarsmugan svo- kallaða einnig stækka. Ekki lögbrjótar „Það er ekkert ólöglegt við þetta, við erum ekki að bijóta nein lög, hvorki norsk né alþjóðleg. Við eram engir lögbijótar, það er alveg ör- uggt, sagði Brevik og benti á að hann væri einungis að stunda við- skipti, hann sæi um margvíslega þætti er útgerðina varðaði, m.a. að selja aflann þangað sem hæsta verð fengjst hveiju sinni. „Ég get ekki séð neitt siðferði- Klettur eða eyja? í bók sinni um málefni Svalbarða koma þjóðréttarfræðingarnir Robin Churchill og Geir Ulfstein inn á þetta atriði. Telja þeir ekki vafa leika á því að stærstu eyjamar á Svalbarðasvæðinu séu ekki klettar í þessum skilningi og að sker og klettar sem liggi nálægt stærstu eyjunum myndu tvímælalaust einnig eiga fullan rétt til útfærslu efna- en bætti við að í Noregi þar sem byggju 4,5 milljónir manna væru skoðanir skiptar en hann gerði sér grein fyrir að vissulega gæti það hleypt illu blóði í sjómenn í Norður- Noregi að hann, Norðmaðurinn, stundaði þessi viðskipti með Smugufisk. Hann hefði um árabil átt viðskipti hér á landi, hingað væri styst að fara með aflann til löndunar og því hefði hann valið þennan kost. hagslögsögu. Hins vegar gæti ágreiningur risið varðandi Bjarnar- ey og Vonarey. Álitamál sé hvort- þær geti borið mannabyggð allt árið eða haft eigið efnahagslíf. Hins veg- ar telja þeir hvoruga eyjuna vera klett, Bjarnarey sé 178 ferkílómetr- ar og Vonarey 47 ferkílómetrar að stærð. Komast þeir að þeirri niður- stöðu að klettaákvæði Hafréttar- sáttmálans myndi enga þýðingu hafa fyrir Svalbarða og ekkert því til fyrirstöðu að Noregur lýsi yflr landgrunni og 200 mílna svæði á Svalbarðasvæðinu með Bjarnarey og Vonarey sem viðmiðun. Ákvarðanir um punkta sem við- miðun við útfærslu efnahagslögsögu geta verið pólitískar og valdið deil- um, eins og íslendingar þekkja varð- andi Kolbeinsey og Hvalbak sem Danir og Bretar viðurkenna ekki. Hins vegar viðurkenndu Norðmenn Kolbeinsey og íslendihgar ákveðinn rétt Jan Mayen í samningum um mörk efnahagslögsögu milli íslands og Jan Mayen. Viðurkennd var 200 mílna efnahagslögsaga íslands til Jan Mayen en Norðmenn höfðu krafist þar miðlínu en í samningun- um kveðið er á um sameiginlega nýtingu svæðisins, m.a. varðandi loðnuveiðar. Danir fyrir hönd Grænlendinga viðurkenndu hins vegar ekki efna- hagslögsögu við Jan Mayen og fór málið fyrir Alþjóðadómstólinn. Nið- urstaðan varð sú að Jan Mayen fær ekki efnahagslögsögu að miðlínu við Grænland en Grænland fær heldur ekki fulla efnahagslögsögu í áttina að Jan Mayen og byggist það á því að strönd Grænlands þar á móti telst óbyggð. Pétur Thorsteinsson, skrifstofustjóri alþjóðadeildar utan- ríkisráðuneytisins, segir að mikil óvissa sé um réttarstöðuna á Sval- barðasvæðinu, meðal annars um þessar tvær eyjar/kletta. Hún ráðist af túlkun Hafréttarsáttmálans og bendir á niðurstöðuna í deilum Grænlendinga og Norðmanna um línuna við Jan Mayen. Norska dagblaðið Aftenposten Söguleg mótmæli NORSKA dagblaðið Aften- posten fjallaði á þriðjudag um formleg mótmæli íslensku ríkisstjórnarinnar vegna töku tveggja togara á verndar- svæði Norðmanna í Barents- hafi. Segir blaðið mótmælin „söguleg" og vísar til þess að það heyri til undantekn- inga að formlegum mótmæl- um stjórnvalda sé komið á framfæri. í frétt Aftenposten segir að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íslendingar beri fram formleg mótmæli við stjórnvöld í norrænu ná- grannaríki. Það var Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Ósló, sem kom mótmælun- um um á framfæri við norska utanríkisráðuneytið. Blaðið kveður það heyra til undantekninga að gripið sé til opinberra mótmæla. Það hafí Norðmenn einungis gert í stórpólitískum málum t.a.m. þegar komist hafi upp um erlenda njósnara. Þá sé þessi háttur hafður á þegar norsk stjómvöld vilji Ieggja sér- staka áherslu á sjónarmið sín hvað varðar stjórnmálaþró- unina í löndum á borð við ísrael, Kenýa, Kína, Líbýu og lýðveldum fyrrum Sovétríkj- anna. Þáttur út- gerðanna ekkirann- sakaður Tromsö. Morgunblaðið. ÁKVÖRÐUN yfirvalda í Trolnsö um viðurlög yfir skip- stjóram og útgerðum Óttars Birtings og Björgúlfs felur í sér að íslensku útgerðarfélög- unum er gert að greiða 2,5 milljónir íslenskra króna hvoru í fyrirtækjasektir vegna veiða skipanna í Smug- unni. Aðspurður hvort sérstak- lega hefði verið rannsakað í málinu hvort útgerðirnar hefðu vitað um eða haft áhrif á það að skipin vora á veiðum á Svalbarðasvæðinu sagði Trals Fyhn, lögreglustjóri í Tromsö, að svo hefði ekki verið. Þessum viðurlögum mætti, samkvæmt lögum, beita án tillits til sakar. „Þó tel ég að líta megi þannig á að ef allt sé með felldu þá eigi útgerðarfélög að tryggja að skipstjórar þeirra haldi sig á löglegum svæðum við veið- ar,“ sagði lögreglustjórinn. Flestir þeir íslensku sjó- menn á Öttari Birting og Björgúlfi sem Morgunblaðið hefur rætt við í Tromsö hafa látið í ljós furðu yfir fréttum að heiman um að skipstjórar hafi ekki samráð við útgerðir heima áður en farið sé til veiðar á Svalbarðasvæðinu. „Það hafa kannski ekki borist beinar skipanir um að fara á Svalbarðasvæðið, en það vita allir hvað yrði sagt ef við kæmum heim með tómt skip úr Smugunni á sama tíma og næsti togari kæmi með fullar lestir af fiski af Svalbarða- svæðinu,“ sagði skipverji á Björgúlfí í samtali við Morg- unblaðið í gær. Réttur Norðmanna til efnahagslögsögu við Vonarey dreginn í efa Smugan myndi stækka um 30 þúsund ferkílómetra Smugan í Barentshafi myndi stækka um nálægt 30 þúsund ferkílómetra og fiskverndarsvæði Norð- manna við Svalbarða minnka samsvarandi ef það verður reyndin sem skipstjórí og útgerð Björgúlfs halda fram að Yonarey (Hopen) verði ekki talin fullnægja skilyrðum eyja sem notaðar eru sem viðmiðun við ákvörðun efnahagslögsögu. í athug- un Helga Bjarnasonar kemur fram að vafi er talinn leika á um túlkun Hafréttarsáttmálans í þessu sambandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.