Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FERJUSLYSIÐ I EYSTRASALTI
Margir í koju
er feijan fórst
Óttast að á níunda hundrað manna hafi farist
í einu mannskæðasta sjóslysi sögunnar -
Tekist hafði að bjarga á annað hundrað manns
Lýsingar nokkurra sem komust lífs af
Braust upp á
dekk og kastaði
sér í sjóinn
Moskvu. Reuter.
EINUM þeirra, sem komust lífs af eftir feijuslysið á Eystrasalti,
var bjargað eftir að hafa verið fimm klukkustundir um borð í björg-
unarbáti í stórsjóum og nístingsköldu veðri. Segist hanrí hafa vakn-
að við, að komin var mikil slagsíða á skipið og brotist þá upp á
dekk og kastað sér í sjóinn. Komst hann síðanum borð í bát.
Neeme Kalk sagði í viðtali við
eistnesku fréttastofuna ETA, að
hann hefði vaknað við, að skipinu
hallaði mjög á bakborða og hefði
hann þá ekki beðið boðanna en
farið strax upp á dekk. Þar hefði
hann og aðrir fundið björgunar-
vesti og spennt á sig.
„Skipið var farið að sökkva og
það var ekki hægt að vera þar
lengur," sagði Kalk, sem kastaði
sér í sjóinn og komst í bát ásamt
þremur Svíum. „Það síðasta, sem
ég sá til feijunnar, var þegar kjöl-
urinn hvarf í djúpið.“
Kalk er nú til aðhlynningar í
Hanko í Finnlandi en í viðtali við
ffeuíers-fréttastofuna sagði ann-
ar, sem af komst, maður á þrítugs-
aldri, að allt hefði verið um garð
gengið á hálftíma.„F!estir farþeg-
anna voru áreiðanlega í klefa sín-
um og ég held, að margir hafi
ekki verið komnir út úr honum
þegar feijan var sokkin.“ Það kom
einnig fram hjá sumum, að ýmsir
hefðu verið að skemmta sér og
kannski nýgengnir til náða þegar
slysið varð.
Komust ekki út
Aðrir sem komust af sögðu að
algör ringulreið hefði ríkt á þilfari
feijunnar, margir hefðu ekki kom-
ist gegnum dyr vegna þess hversu
mjög skipið hallaðist og björgunar-
bátum hefði hvolft.
„Ég skil ekki hvað gerðist, þetta
var mjög gott skip,“ sagði Silver
Linde, háseti á Estonia. „Það var
hins vegar enginn tími til að
hugsa.Ég bara hljóp og hljóp.“
Linde og margir þeirra, sem kom-
ust af, voru meðhöndlaðir við of-
kælingu og vatni í lungum og lík-
amshiti eins var kominn niður í
26 gráður þegar hann var dreginn
úr sjónum.
I sex klukkustundir
á bátskili
„Ég vaknaði við hávaða og fann
að skipinu hallaði. Ég hljóp upp á
dekk og fór í björgunarvesti og
fór síðan að ýta bátunum í sjó-
inn,“ sagði Einar Kukk, einn úr
áhöfninni á Estonia.
„Það voru margir bátar fyrir í
sjónum og einn á hvolfi og á kilin-
um lágu þrír menn. Einn þeirra,
maður á sextugsaldri, var kvik-
nakinn. Við vorum þarna í sex
klukkustundir.“
Viljho Itaranta frá Borlangen í
Svíþjóð var nýlagstur í koju. „Ég
rauk fram úr og kallaði á félaga,
að við yrðum að koma okkur buit
og þegar upp kom kastaði ég mér
í sjóinn frá skutnum. Fyrsta aldan
skellti mér utan í skipið en mér
tókst að ná taki á gúmmíbát og
tveir aðrir héngu utan í mér. Okk-
ur var svo hjálpað upp í bátinn,"
sagði Itaranta.
Helsinki. Morgunbladið.
ÓTTAST var að rúmlega 800 manns hefðu farist er eistneska bílfeij-
an Estonia sökk í fyrrinótt miðja vegu milli Tallin í Eistlandi og Stokk-
hólms, en þá var hún stödd um 35 kílómetra suðvestur af finnsku
eynni Utö. Stór hluti farþega var í koju þegar slysið varð og átti litla
eða enga möguleika á að komast upp á þilfar í björgunarbáta. Skip-
veiji sem bjargaðist segir að skuthlerum skipsins hafí ekki verið nóg-
samlega lokað er feijan lét úr höfn. Láta mun nærri að 964 manns
hafi verið um borð í feijunni er henni hvolfdi en einungis rúmlega
eitt hundrað björguðust. í gærkvöldi fundust þó 15 manns á lífi
skömmu áður en leit úr lofti var hætt.
Skömmu eftir að neyðarkall
barst frá Estonia klukkan 23:24
að íslenskum tíma í fyrrakvöld,
01:24 að staðartíma, hófst um-
fangsmikil björgunaraðgerð þar
sem við sögu komu 26 þyrlur og
tugir skipa, þar á meðal farþega-
feijur sem sigla milli Svíþjóðar og
Finnlands.
Estonia var í venjubundinni
áætlunarferð milli Tallinns og
Stokkhólms er hún sendi út neyð-
arkall. Þar sagði að 20-30 gráðu
slagsíða væri komin á skipið og
það væri myrkvað með öllu sakir
rafmagnsleysis. Meira heyrðist
ekki frá skipinu en menn sem
komust lífs af sögðu að skipið
hefði sokkið á örfáuum mínútum
eftir að það lagðist á hliðina. Öldu-
hæðin var sjö metrar og vindur
fimm til sex stig.
Drapst á vélunum
Sænska fréttastofan TT hafði
eftir skipveijanum Henrik Sillaste,
að annar skuthlerinn hefði verið
illa lokaður og sjór fossað þar inn
í skipið. „Ytri hlerinn var lokaður
en ekki sá innri. Við sáum að eitt-
hvað var að því sjórinn fossaði inn.
A skammri stundu stóðum við í
hnédjúpu vatni á neðra dekkinu,“
sagði Sillaste. Skömmu síðar lagð-
ist skipið á hliðina, að hans sögn.
Talsmaður hafnaryfirvalda í
Tallinn sagði að svo virtist sem
drepist hefði á aðalvélum feijunn-
ar af einhverri ókunnri ástæðu.
Eftir það hefði skipið verið eins
og Ieiksoppur öldunnar og hvass-
viðris.
552 Svíar um borð
Mikill viðbúnaður var hafður á
sjúkrahúsum í Svíþjóð og Finn-
landi. Sérstakir neyðarhópar voru
myndaðir til þess að sinna að-
standendum farþega sem fórust
en í þessum hjálparsveitum voru
prestar, sálfræðingar og fólk úr
heilbrigðisstétt. Um borð í feijunni
•voru 552 Svíar og 163 Eistar auk
Finna, Norðmanna, Úkraínu-
manna, Letta, Litháa, Þjóðveija,
Dana, Hollendinga, Breta og
Spánveija.
Hermt var að Estonia hafi verið
í góðu ásigkomulagi en hún var
14 ára gömul, smíðuð í Þýskalandi
1980. Hún var 15.500 tonn og
skráð fyrir allt að 1.400 farþega
og 460 bíla. í fyrstu var hún í
eigu skipafélagsins Silja Line og
í siglingum milli Svíþjóðar og
Finnlands. Síðar komst hún í eigu
Eistneska ríkisins en ásamt því
átti sænskt útgerðarfyrirtæki,
Nordström og Thulin, hlut í feij-
unni.
Reuter
Lík látinna
flutt í land
BJÖRGUNARMENN úr
finnsku strandgæslunni fluttu
mörg líkanna, sem þeir fundu
í sjónum og í björgunarbátum,
í land á lítilli eyju, Uto, skammt
undan finnsku ströndinni. í
gærkvöldi hafði tekist að
bjarga 141 manni og 15 fund-
ust þegar allt að 18 klukku-
stundir voru liðnar frá því
Estonia fórst. Var þá verið að
hætta leit sökum myrkurs.
Kafað að Estonia
Tallinn. Reuter.
RANNSÓKNARNEFND, sem
eistnesk yfirvöld hafa skipað til
að kanna Estonia-slysið, sagði
í gær, að allt of snemmt væri
að geta sér til um ástæður slyss-
ins. Ekki væri hægt að slá neinu
föstu fyrr en kafað hefði verið
niður að skipinu.
Haft var eftir sænskum sér-
fræðingi í öryggisbúnaði skipa
í gær, að skuthlerar Estonia
hefðu verið í ólagi og líklega
ekki lokast alveg. Ande Meist-
er, samgönguráðherra Eist-
lands, sagði, að það væri eitt
af þeim atriðum, sem yrðu
könnuð, en gaf þó í skyn, að
hann tryði ekki á þá skýringu.
Kafað verður niður að skipinu
og líklegast er talið, að síðar
verði reynt að ná því upp. Það
liggur á um 80 metra dýpi.
Neyðarkall frá Estonia heyrðist
aðeins tvisvar sinnum og er það
eitt af verkefnum nefndarinnar
að kanna hvers vegna þau þögn-
uðu svo fljótt.
H
i
í
'I
f
I
I
I
[
I
I
*
i
I
I
»
1
i