Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
ÓÐFLUGA styttist í
þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur í Finnlandi, Svíþjóð
og Noregi um aðild ríkj-
anna að Evrópusam-
bandinu (ESB). Þar til
talið verður úr kjör-
kössunum er óvíst
hvemig fer. Ymsir
minnast þess þó, að í
Austurríki snerist
meirihluti hinna óráðnu
á sveif með stuðnings-
mönnum aðiidar. Um
66% Austurríkismanna
samþykktu aðild að
lokum. Færi á sömu
leið á Norðurlöndunum
þremur yrðu þau öll
aðilar að ESB um áramótin.
í atkvæðagreiðslum sem þessum
kann að verða afdrifaríkara að neiat-
kvæðin séu fleiri en hin, sem segja
já. Ástæðan er sú, að í nei-hópnum
er ekki samstaða um annað en að
vera á móti. Andstæðingarnir hafa
enga fastmótaða stefnu um fram-
haldið. í Noregi er málum til dæmis
þannig háttað, að þar hefur alls
ekki náðst sami friður um aðildina
að Evrópska efnahagssvæðinu
(EES) og hér á landi. Ýmsir and-
stæðingar ESB-aðildar vilja einnig
að Norðmenn fari úr EES. Aðrir eru
þeirrar skoðunar, að með EESsamn-
ingnum hafí komist á viðunandi
samband Noregs við ESB.
Árið 1972 höfnuðu Norðmenn
aðild að þáverandi Evrópubandalagi.
Tæplega er gróið um heilt enn vegna
hinna hatrömmu deilna, sem þá urðu
vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Margt bendir til að sár-
indin yrðu ekki minni
núna, ef nei-atkvæðin
yrðu fleírí. Ef já-
atkvæðin yrðu fleiri,
biði Noregs þátttaka í
ESB með réttindum og
skyldum, sem allir yrðu
að sinna, hvort sem
þeir hefðu verið með
eða á móti. Stefnan og
verkefnin lægju skýr og
augljós fyrir. Höfnuðu
Norðmenn aðild, tækju
við átök um framhaldið.
Hagsmunir íslands
Eftir virka þátttöku
í afgreiðslu EES-máls-
ins á Alþingi er ég sannfærður um
að aðild íslands að EES hefði verið
stofnað í hættu, ef ríkisstjórn Is-
lands hefði kosið að feta í fótspor
annarra EFTA-ríkja og sækja um
aðild að ESB á árinu 1992, eins og
þau gerðu. Við hefðum hæglega
getað lerit í sömu stöðu og Svisslend-
ingar, sem höfnuðu í senn aðild að
EES og að stefnt yrði að þátttöku
í Evrópusambandinu.
í stað þess að stofna til átaka um
ESB-aðild samhliða ákvörðun um
þátttöku í EES, tók Alþingi stefnu-
markandi ákvörðun eftir deilurnar
um EES, sem miðar að framtíðars-
amskiptum íslands og Evrópusam-
bandsins, ef fjögur EFTA-ríki gerast
aðilar að ESB. I þessari ákvörðun
felst, að stofnað verði til tvíhliða
samskipta við Evrópusambandið á
grundvelli EES-samningsins. Fari
svo, að Norðmenn, Svíar eða Finnar
Þegar líður að þjóðar-
atkvæðagreiðslunum
um ESB-aðild í ná-
grannalöndunum, þurf-
um við íslendingar að
huga að hagsmunum
okkar, segir Björn
Bjarnason. Hann telur
okkur geta gætt þeirra
á grundvelli EES-samn-
ingsins, enda verði náið
fylgst með framvind-
unni innan ESB.
segi nei við aðild, munu þessar þjóð-
ir eða þær, sem hafna aðild, væntan-
lega einnig treysta á EES-samning-
inn áfram.
Hagsmunum Íslands gagnvart
ESB er vel borgið á grundvelli EES-
samningsins. Fari Finnar og Svíar
inn í ESB, þarf sérstaklega að huga
að tollum á síld. Fríverslun er með
fisk milli EFTA-ríkjanna, en gagn-
vart ESB er tollur á síld, sem ekki
fékkst lækkaður nægilega mikið
með EES-samningnum.
Hagsmunir íslands krefjast þess
einnig, að sjálfstæð eftirlitsstofnun
og dómstóll fylgist með því, að EES-
samningurinn sé virtur. Þá þurfum
við að nýta rétt okkar eins og frek-
ast er kostur til að fylgjast með
málum á undirbúningsstigi innan
vébanda ESB. Aðiidin að EFTA hef-
ur auðveldað okkur það starf. Ef
EFTA hverfur úr sögunni, þarf að
fylla tómarúmið, sem skapast að því
er þetta samband við ESB varðar.
Loks er nauðsynlegt að sinna þeim
fríverslunarsamningum, sem gerðir
hafa verið af EFTA-löndunum við
ýmis ríki í Mið- og Austur-Evrópu,
Tyrkland og Israel. Ákvarðanir um
framtíð EFTA yrðu í höndum okk-
ar, Sviss og Liechtenstein, en þar
hafa stjórnvöld átt i erfiðleikum með
að fullnægja ákvæðurri EES-samn-
ingsins.
Óþarfur ótti
Það er ástæðulaus hræðsluáróður
að halda því fram, að ísland lendi í
óbærilegri stöðu gagnvart ESB, af
því að ekki verði unnt að gæta þeirra
hagsmuna gagnvart ESB, sem hér
hafa verið raktir. Þótt EFTA-ríkin
fjögur gangi öli í ESB, er EES:samn-
ingurinn áfram í gildi milli íslands
og ESB.
Fengist hafa ótvíræðar vísbend-
ingar um að ráðamenn ESB vilji
gera sitt til þess að aðlögun íslands
og EES-samningsins að stækkuðu
ESB verði eins auðveld og einföld
og kostur er. Reynslan segir okkur,
að í samskiptum við ESB skuli ríki
ætíð búa sig undir óvænta erfið-
leika. Annarlegar ástæður geta legið
að baki því hjá einhveiju ESB-ríki
að gera einföld mál óþarflega flókin.
Þeir starfshættir tíðkast innan ESB
að setja lausn mála í dramatískt Ijós,
sé þess nokkur kostur. Sambandið
er hins vegar sjálfu sér samkvæmt
og þar standa orð í samningum.
Á meðan beðið er úrslita í þjóðar-
atkvæðagreiðslum á Norðurlöndun-
um þremur, munu ráðamenn ESB
fara sér hægt í samskiptum sínum
við íslensk stjórnvöld. Ákvarðanir
verða ekki tímabærar fyrr en at-
kvæðagreiðslunum er lokið. Niður-
stöður kosninganna ráða einnig
miklu um það, sem ákveða þarf.
Forystumenn ESB vilja forðast að
verða dregnir inn í kosningabaráttu
í umsóknarlöndunum.
Engin tímaþröng
Þegar þessi staða er metin, er
ljóst, að ríkisstjórn íslands er ekki
í neinni tímaþröng varðandi ákvarð-
anir um samskiptin við ESB. Hana
skortir ekki heldur umboð frá Al- \
þingi til að bregðast við, ef fjögur ,
EFTA-riki ganga inn í ESB.
Umsóknarríkin vilja komast inn í )
ESB 1. janúar 1995 til að geta orð-
ið fullgildir þátttakendur í ríkis-
stjórnaráðstefnu Evrópusambands-
ríkja á árinu 1996, um stjórnar-
hætti innan ESB og skipan æðstu
stjórnar þess. Fleiri ríkjum verður
ekki veitt aðild að sambandinu fyrir
ráðstefnuna. Pólitískir forystumenn
innan ESB hafa þegar kynnt, að |
hvetju þeir vilja stefna á ráðstefn- ,
unni. Hugmyndimar hafa ekki verið
lagðar fram á ESB-vettvangi en eru I
til umræðu innan aðildarríkja.
EFTA varð til, af því að sum
Evrópuríki vildu ganga skemur í þá
átt að stofna sambandsríki Evrópu
en önnur. EFTA hafði starfað í tiu
ár þegar ísland gerðist þar aðili.
Nú er að koma í ljós, að innan ESB
eru gömlu EFTA-ríkin enn treg til
að kyngja hugmyndum um sam- j
bandsríki. Evrópusamband með mis- ,
. munandi aðildarskyldum kann að '
vera í mótun. íslensk stjórnvöld eiga )
að fylgjast náið með þeirri þróun.
Það er breytt Evrópusamband,
sem við íslendingum blasti, ef þeir
ákvæðu að sækja um aðild. Ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar eða meiri-
hluti hennar á Alþingi hefur ekki
lagt neina hindrun í götu þeirra, sem
vilja ganga til nánara samstarfs við
ESB en felst í EES-aðild. Á Alþingi >
hefur hins vegar náðst víðtæk sátt .
um næstu skref til að gæta hags-
muna íslands gagnvart Evrópusam- )
bandinu á grundvelli aðildarinnar að
Evrópska efnahagssvæðinu.
Höfundur er þriðji þingmaður
Sjáifstæðisfiokksins í Reykja vík.
Hagsmunir íslands
gagnvart ESB
Björn Bjarnason
Dýrahald í atvinmiskyni
í NÝJUM dýravemd-
arlögum, er tóku gildi
1. júlí sL, er í 12. gr.
laganna fjallað um
dýrahald í atvinnuskyni.
Þar segir svo: „Leyfi
lögreglustjóra þarf til
hverskonar ræktunar,
verslunar, þjálfunar,
tamningar, geymslu og
leigu dýra í atvinnu-
skyni, sem ekki fellur
undir búfjárhald. Einnig
þarf leyfí lögreglustjóra
til setja á stofn dýra-
garða, halda dýrasýn-
ingar og efna til dýra-
happdrættis. Leyfi lög-
reglustjóra þarf til að
handsama villt dýr fyrir
dýragarða eða önnur söfn lifandi
dýra. Umhverfisráðherra setur í
reglugerð nánari fyrirmæli um leyf-
isveitingar samkv. þessari grein, þar
á meðal að leyfí megi binda þeim
skilyrðum, sem nauðsynleg þykja til
að tryggja góða meðferð dýranna,
svo sem aðbúnað þeirra, umhirðu
og viðhlítandi vistarverur og eftirlit
með starfsseminni. Undanþegnar
eru sýningar samkvæmt búfjárrækt-
arlögum." Ljóst er að í 12. gr. eru
ekki tæmandi talin öll þau tilvik, sem
falla undir dýrahald í atvinnuskyni
og að 12. greinin verður heldur ekki
slitinn úr samhengi við önnur ákvæði
laganna. I þeim segir t.d. i 6. gr.:
„Einungis má nota í keppni dýr, sem
eru heilbrigð og vel þjálfuð. Óheim-
ilt er að nota hormón, deyfílyf eða
hliðstæð efni til að hafa áhrif á af-
kastagetu dýra.“
Þar sem dýraverndarlögin ná til
allra dýra mætti ætla að auðvelt
yrði að framfylgja ákvæðum 12. gr.
um leyfisveitingar varðandi dýrahald
í atvinnuskyni en svo er ekki. I grein-
inni eru Ieyfísveitingar vegna dýra-
halds og dýrasýninga í landbúnaði
undanskildar, þar sem
þær falla nú þegar und-
ir ákvæði búfjárhalds
og búfjárræktarlaga. I
fljótu bragði virðast því
hverskonar leyfisveit-
ingar samkvæmt 12.
gr. ekki ná til hesta,
þar sem þeir eru taldir
falla undir lög um
búfjáhald enda þótt þeir
séu fyrst og fremst
ræktaðir sem reiðhest-
ar en ekki til fram-
leiðslu búfjárafurða.
Samkvæmt orðalagi
12. greinarinnar verður
því ekki hjá því komist
að reyna í örstuttu
máli að skilgreina nán-
ar, um hvað ofangreind lög fjalla,
hvað til landbúnaðar heyrir og hvort
hrossarækt fellur þar undir, enda
virðist það fyllilega tímabært. '
Landbúnaður er matvælafram-
leiðsla og skiptist með einfaldri
greiningu í akuryrkju og búfjárhald.
Með nútíma búskaparháttum er
óhætt að fulyrða að hestar eru ekki
lengur notaðir við neins konar akur-
yrkju (jarðrækt) hér á landi. En þá
er eftir að skilgreina þátt hestsins í
búfjárhaldi og búfjárrækt. Til eru
tvenn lög um búfjárrækt. I lögum
um búfjárrækt nr. 84/1989 segir:
„Tilgangur laga þessara er að
tryggja framfarir við ræktun búfjár
í landinu til hagsbóta fyrir bændur
og neytendur búíjárafurða.“ Þar er
mælt fyrir um skipan búfjárræktar
og mótun hennar og þátttöku ríkis-
sjóðs í stofnun og rekstri ræktunar-
stöðva fyrir búfé. Samkvæmt þeim
lögum er Búnaðarfélagi íslands skylt
að gefa búfjáreigendum kost á dóm-
um á búfé og/eða sérstöku mati á
búfjárafurðum eða úrvalsgripum.
Ekkert ákvæða þeirra lýtur sérstak-
lega að hrossarækt eða hestasýning-
um. Hinsvegar er í búfjárræktarlög-
um nr. 31/1973 mælt fyrir um
hrossarækt en þar er einungis fjallað
um vörslu og lausagöngu stóðhesta
og um spjöll, sem þeir kunna að
valda. Ekkert er þar að fínna annað
um hrossarækt, hestamennsku eða
hestaíþróttir. í þriðja lagi eru svo lög
um búfjárhald nr. 46/1991 en til-
gangur þeirra er að tryggja góða
meðferð búfjár til framleiðslu bú-
fjárafurða. Þar segir að með búfé
sé átt við alifugla, geitur, hross,
kanínur, loðdýr, nautgripi, sauðfé,
svín og önnur dýr, sem haldin verða
til nytja. Lögin fjalla um takmörkun
búfjárhalds og vörslu, aðbúnað og
meðferð búfjár og forðagæslu,
vegna framleiðslu búfjárafurða. I
þessum lögum er einnig sérstakt
ákvæði vegna vörslu graðhesta en
engin önnur ákvæði er þar að finna
um hesta sérstaklega. Nánar tiltekið
fjalla þessi þrenn framangreindu lög
um matvælaframleiðslu úr húsdýra-
afurðum til hagsbóta fyrir framleið-
endur og neytendur búfjárafurða.
í öllum ofangreindum lögum er
fjalla um dýravernd og dýrahald í
atvinnuskyni er gert ráð fyrir að
settar verði samræmdar reglugerðir
um hverskonar meðferð dýranna. í
lögum um búfjárhald segir: „Land-
búnaðarráðuneytið skal beita sér
fyrir samvinnu við Búnaðarfélag ís-
lands, viðkomandi búgreinafélag,
yfirdýralækni og dýraverndarnefnd
(nú -ráð) að fyrir hverja búfjárteg-
und verði gefnar út leiðbeinandi
reglur um, sem flesta þætti er lúta
að fóðrun, aðbúnaði, meðferð og
heilbrigði búíjár af viðkomandi teg-
und. Tryggt skal að slíkar reglur séu
endurskoðaðar reglulega í samræmi
við bestu þekkingu á hveijum tíma.“
(Leturbr. m.) Jafnframt segir einnig
í 5. gr. dýraverndarlaganna að:
„Umhverfísráðherra setur í reglu-
gerð, í samráði við landbúnaðarráð-
Nauðsynlefft er
að ströngu aðhaldi sé
beitt við tamningu og
þjálfun hesta, segir Sig-
ríður Asgeirsdóttir,
sem og við keppni og
sýningar á þeim.
herra, nánari fyrirmæli um vistar-
verur og aðbúnað dýra. Þegar búfé
á í hlut skal einnig farið eftir reglum
um búfjárhald."
Af framangreindu er því ljóst að
vegna þeirrar sérstöðu sem hrossa-
rækt nýtur er fyllilega tímabært að
reyna að gera sér grein fyrir stöðu
hennar nú. Með breyttum búskapar-
háttum hefír notkun hesta við lan-
búnaðarstörf nánast horfið, nema
sem smalahestar. Hestar sem aldir
eru til nytja munu aðallega vera
folöld. Hinsvegar hefir hesta-
mennska og ræktun reiðhesta aukist
gífurlega og íslenski hesturinn er
orðinn vinsælt keppnis- og gæludýr,
sem flutt er út til fjölda landa. Til
nánari skýringa á aðal hlutverki ís-
lenska hestsins nú er rétt að benda
á eftirfarandi atriði: Hestamennska
er íþrótt sem stunduð er á hestum.
Alþjóðlegar keppnisgreinar eru
kappreiðar og reiðlist. Hér á landi
er hestamennsku skipt í hestaíþrótt-
ir, gæðingakeppni og kappreiðar.
Hestaíþróttir eru íslensk keppnis-
grein í hestamennsku. Þar reynir
einkum á hæfni knapans til að þjálfa
hestinn og stjórna honum, Hesta-
íþróttir eru tölt, fjórgangur, fimm-
gangur, gæðingaskeið, hindrunar-
stökk og hlýðnikeppni. Gæðinga-
keppni er góðhestasýning, sem
Sigríður
Ásgeirsdóttir
skiptist í tvo flokka. Annarsvegar
eru alhliða gæðingar, sem keppa í
fetgangi, brokki, tölti, stökki, skeiði, )
vilja og fegurð í reið. Hinsvegar t
keppa klárhestar í fetgangi, brokki, P
stökki, hægu tölti, greiðu tölti, vilja P
og fegurð í reið. Kappreiðar eru
kapphlaup hesta með knapa eða fyr-
ir kerru.
Af þessu má sjá að tilgangur nú
með ræktun hrossa í atvinnuskyni
er fyrst og fremst sá að ala reið-
hesta og keppnishesta. Sem fyrr
segir telst ræktun hesta til búfjár-
halds, enda þótt markmið hennar sé |
ekki ræktun búfjárafurða. Ræktun t
bænda og áhugamanna á reiðhestum j"
og meðfylgjandi hrossasýningar, I
hestamannamót, hestakeppnir og
hestaíþróttir er allt annars eðlis og
byggist á tamningu og langri og
strangri þjálfun hestsins. Miklar
kröfur eru gerðar til hæfni hestsins
og eru ofantaldar hestagreinar
hveiju nafni, sem þær nefnast mikið
álag og áreynsla, bæði líkamlega og
tilfinningalega fyrir hestinn. Ekki |
er hægt að greina á milli hrossa- t.
ræktar bænda annarsvegar og -
hrossaræktar áhugamanna hinsveg- I
ar og er nauðsynlegt að ströngu
aðhaldi sé beitt við hverskonar tamn-
ingu og þjálfun hesta, ekki síður en
við keppnir og sýningar á þeim. Því
er óeðlilegt að undanskilja hrossa-
rækt bænda ákvæðum 12. gr. dýra-
verndarlganna á þeirri forsendu, að
hrossarækt falli undir lög um búfjár-
hald eða búíjárrækt Og á sama hátt |
er fráleitt að telja að áhugamenn ;
sem stunda hrossarækt falli undir «
lög um búfjárhald eða búijárrækt |
og að þess vegna séu þeir und-
anskildir ákvæðum um hverskonar
eftirlit og leyfisveitingar samkvæmt
12. gr. Því er tvímælalaust rétt, að
hverskonar leyfisveitingar til þjálf-
unar, sýninga, keppni og kynbóta-
sýninga á hestum falli undir alla 12.
grein dýraverndarlaganna, hvort
sem þær fara fram á skipulagðri |
búfjársýningu, hestamannamóti eða |
einar sér.
Höfundur er lögfræðingur og
fulltrúi SDÍ í Dýravendarráði.