Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 27
AÐSENDAR GREINAR
NÚ ÞEGAR í móti
blæs, er líkt og margir
vakni af svefni. Eins og
landsmenn hafa hagað
sér í gegnum tíðina í
umgengni sinni um
landið okkar, hefði því
vegnað betur án þeirra.
Nú er svo komið að það
þarf á okkur að halda
vegna margra alda án-
íðslu.
Undanfarna áratugi
hefur nokkrum fram-
sýnum mönnum tekist
að opna augu þjóðarinn-
ar fyrir ægilegri eyði-
leggingunni. Nú er ört
vaxandi áhugi hjá þjóðinni fyrir land-
vernd og uppgræðslu. En þó virða
beri það, sem gert hefur verið, er það
í órafjarlægð frá því sem þarf til að
stöðva gróðureyðinguna.
Landið þarf fleiri eins og Ómar
Ragnarsson sem haft'hefur vakandi
augu með þvi og gert hefur þeim líf-
ið leitt sem á ökutækjum gera eyði-
leggingu gróðurs sér að leik. Svo er
Herdís Þorvaldsdóttir sem vakið hefur
athygli með skrifum sínum um óþarf-
an ágang búfjár, þar sem hægt er
öllum að meinalausu að komast hjá
því. íslandsbankafólkið
á heiður skilinn. Þessi
og fleiri eru manneskj-
umar sem elska landið
sitt. Eru ekki bara þiggj-
endur.
í borgarstjóratíð Dav-
íðs Oddssonar var tekið
til hendinni í sorp- og
frárennslismálum borg-
arinnar og ekki má
gleyma því sem snýr að
görðum borgarinnar og
gróðri, sem reyndar hef-
ur lengi verið til fyrir-
myndar. Ekki er minnsti
vafi á að í tveimur fyrr-
nefndu málunum átti að
gera svo vel sem hægt væri. En voru
ráðgjafarnir starfi sínu vaxnir? Skoð-
um málin og sjáum hvað hægt er að
gera.
Það er staðreynd að vinna má
áburð og lífræn jarðvegsefni úr frá-
rennsli og sorpi. Við eigum að leggja
drög að hvoru tveggja strax. Því þó
lenging skolplagna frá ströndinni eigi
að skila hreinni fjörum, heldur meng-
un sjávar áfram og þá auðvitað
fískimiðanna líka. Með því að koma
upp útbúnaði sem skilur ailan úrgang
úr frárennslum borgarinnar má koma
Skrítið að sumir svokall-
aðir umhverfissinnar,
segir Albert Jensen,
koma eins og „skrattinn
úr sauðarleggnum“
þegar eitthvað óvenju-
legtfer í undirbúning.
í veg fyrir mikla eyðileggingu. Hreinn
sjór þýðir góður fiskur og meiri sölu
á betra verði, fyrir utan allt annað.
Horfum til framtíðar.
Að bagga sorp í plast og grafa
síðan, er að koma samansöfnuðum
stórkostlegum vandamálum nútíðar,
yfir á afkomendur okkar til úrlausn-
ar. Vansæmd er að slíkri arfleifð.
Lausn á þessu máli er ekki einföld,
en vel framkvæmanleg. Þar færi sam-
an atvinnusköpun, förgun sorps og
uppgræðsla. Það er fjöldi manns á
atvinnuleysisbótum, sem mundi gleðj-
ast ef til þeirra yrði leitað í svo skap-
andi framtíðarstörf. Það þarf að vinna
skama úr því sorpi sem hæft er tii
þess og annað nýtt að undangengnum
rannsóknum. Með því að koma upp
slíkri framleiðslu í Reykjavík og ná-
lægum sveitarfélögum er leystur
stærsti og bráðasti vandinn. Það er
eyðing stærsta hluta sorps af landinu
öllu, um leið og framleidd eru jarð-
vegsefni. Síðan er að láta skarnan
borga 'sig og kem ég nánar að því.
ísland er víða þakið eyðimörkum í
orðsins fyllstu merkingu. Það má tala
um víðáttur uppblásins lands og illfær
hraunin sem mörg hver mættu hverfa
undir gróður. Sandauðnirnar austan
Víkur í Mýrdal eru víðáttumiklar
freistingar fyrir þau sem græða vilja
landið. Á þessum sandauðnum er
hægt að koma upp nytjaskógi eða
víðáttumiklum útivistarsvæðum með
margskyns gróðri. Það sem þarf er
þykkt jarðlag. I það eigum við að
nýta öll úrgangsefni sem til þess eru
nýtileg. Til að vatn hripi ekki strax
úr gróðurlaginu í sandinn og sand-
stormar tefy'i minna, verður jarðlag
að vera minnst tveir metrar á þykkt.
Á sumrin þarf að gróðursetja tré eft-
ir þörfum í svæðin sem þannig vinn-
ast. Lausn á sorp- og frárennslis-
vandamálum er að nýta það sem
hægt er að nýta en láta það ekki
eyðileggja umhverfið. Hér er um að
ræða framtíðariausn margra vanda-
mála á einu bretti.
Jámbraut, tvær samhliða leiðir, frá
Reykjavík austur á sanda væri lang-
tímalausn á mestum hluta flutning-
anna. Mögulegt er að knýja járnbraut-
arvagnana áfram með rafmagni. Öll
orka við framleiðslu jarðvegs yrði inn-
lend. Ef sandurinn er gott efni í
steypu, er hægt að nýta flutningaleið-
ina betur. Ef járnbrautarvagnar þykja
ekki góður kostur, eða dráttur yrði á
lagningu brautar eru flutningabílar
til staðar. Vörubílstjórar hafa oft
þurft að búa við atvinnuleysi, en aldr-
ei sem nú.
Hækkun lands í nálægð vega, er
auðleyst mál. Vegur í miðju tveggja
km breiðrar lænu, þar sem hefðbund-
in uppgræðsla yrði auðveld. Halli þar
frá, vel inná jarðvegshækkun.
Víðs vegar um landið eru fyrr-
nefndar aðferðir eina ráðið við jarð-
vegseyðingu og uppgræðslu sanda.
Hættum að losa okkur við spillingar-
efni til himins og sjávar. Vinnum úr
þeim smyrsl á jarðvegssárin.
Skrítið, hvað sumir svokallaðir
umhverfíssinnar geta komið eins og
skrattinn úr sauðarieggnum, þegar
eitthvað óvenjulegt fer í undirbúning,
hvort sem um er að ræða mannvirkja-
gerð eða uppgræðslu. Má þar nefna
hina bráðnauðsynlegu brú yfír Gils-
ijörð og uppgræðslu sanda við
Dimmuborgir. Við megum ekki láta
þröngsýni í náttúruvernd koma í veg
fyrir að við fegi'um landið á raunsæj-
an hátt. Að blanda góð mál ofstæki,
eyðileggur þau.
Höfundur er byggingameistari.
Horfum til framtíðar
Albert Jensen
Til varnar Flugleiðum hf.
MORGUNBLAÐIÐ
hefur ávallt talið skyldu
sína að fjalla um ís-
lenskt atvinnulíf. Um-
fjöllun blaðsins hefur
lengst af verið á vin-
samlegum nótum. Á
fimmtudögum kemur
blaðauki, sem eingöngu
fjallar um atvinnu og
viðskiptalíf. Stundum"
gengur lofið heldur
langt í umljöliun um
fyrirtæki, það hefur
borið við að fyrirtæki,
sem til umfjöllunar
hafa verið, hafa orðið
gjaldþrota innan
þriggja vikna frá há-
stemdu lofi viðskiptablaðs Morg-
unblaðsins.
En lofið er takmarkað. Lesendur
hafa tekið eftir því að heldur hefur
andað köldu til fyrirtækja eins og
Hf. Eimskipafélgs íslands og Flug-
leiða hf. Ekki ætla ég að bæta neinu
við til varnar Hf. Eimskipafélagi
íslands því athuga-
semdir mínar við skrif
Agnesar Bragadóttur í
mars í vetur hafa reynst
fyllilega réttmætar.
Agnes Bragadóttir
heldur nú áfram rann-
sóknarblaðamennsku
sinni og fjallar þann 24.
september um Flugleið-
ir hf. og milliuppgjör
þess. Allt sem neikvætt
getur talist er tínt fram
og lagt út á versta veg,
en því sem stefnir í
rétta átt er sleppt.
Flugleiðir hf. birtu
uppgjör fyrir fyrstu 6
mánuði ársins fyrr í
þessum mánuði. Afkoma félagsins
samkvæmt rekstrarreikningi var
160 milljónum lakari en á sama
tímbili í fyrra. „Tap“ var 732 milljón-
ir. Ógnvænleg tala.
Nú er það svo að reikingsskil eru
ekki einföld fræði. Þegar við bætast
árstíðasveiflur og rekstur í mismun-
andi myntum og allt er saman dreg-
ið í rekstrarreikningi kemur út tap
eða hagnaður.
í flóknu uppgjöri Flugleiða hf. em
margir reiknaðir liðir, sem ekki hafa
áhrif á getu Flugleiða hf. í bráð tii
að standa við skuldbindingar sínar
eða eru áhrif frá liðnum árum.
Hér er átt við tekjuskattskuld-
bindingar frá liðnum ámm, sem
hafa fallið niður en taidar til „tekna“
á síðasta ári. Hér er einnig átt við
áhrif af gengisbreytingu dollars en
áhrifa gengisbreytinganna gætir á
lánstíma erlendra lána og líftíma
eigna. Liðurinn „Misvægi gengis og
verðlags“ á sér mótfærslu í flugvéla-
eign. Að þessu sinni var gengishagn-
aður vegna lækkunar dollars. Á
móti kemur lækkun á verði flugvéla
en verð þeirra á alþjóðlegum mark-
aði er í dollurum. Það er ekki aug-
ljóst að framvirkir samningar séu
til bóta.
Þegar reiknaðir liðir em taldir frá
kemur í ljós við samanhurð milli ára
Sjóðsstreymið eitt gefur
hugmynd um hvernig
fyrirtæki getur staðið
við skuldbindingar sín-
ar, segir Vilhjálmur
Bjarnason, og bætir við
að hvergi sé minnst á
sjóðsstreymi í umfjöllun
Morgunblaðsins.
að rekstur Flugleiða hf. á þessu
ári, samkvæmt sjóðsstreymi, hefur
skilað 275 milljónum betri árangri
en á liðnu ári. Yfir því er ástæða
til að gleðjast en ekki kætast Þórðar-
gleði, ef það er á annað borð leyfi-
legt að láta atvinnurekstur ganga
vel. Sjóðsstreymið eitt gefur hug-
mynd um hvernig fyrirtæki getur
Vilhjálmur
Bjarnason
staðið við skuldbindingar sínar.
Hvergi er minnst á sjóðsstreymi í
umljöllun Morgunblaðsins. Það að
eiginfjárhlutfall hefur lækkað í lægð
árstíðarsveiflu þarf ekki að vera
áhyggjuefni. Eiginíjárhlutfallið
greiðir ekki skuldir ef um áfram-
haldandi rekstur er að ræða. Það
eru aðeins tekjur sem greiða skuldir
og arð til hluthafa. Eiginijárhlutfall
Flugleiða hf. hefur lækkað mest
vegna fjárfestingar í flugvélum og
lántökum vegna þeirra á undanförn-
um árum. Það þarf ekki að vera
óeðlilegt. Ef rekstur Flugleiða hf.
skilar svipuðum bata á seinni hluta
árs ög varð á fyrri hluta ársins, er
von til að hagnaður Flugleiða hf.
gæti orðið á bilinu 100 til 300 millj-
ónir á þessu ári og það er sömuleið-
is gleðiefni. Af framansögðu má sjá
að bati í rekstri félagsins er veruleg-
ur en það er ekki hægt að lesa út
úr umfjöllun Morgunblaðsins.
Það er óskandi að Morgnublaðið
láti fólk, sem ber skyn á reiknings-
hald, íjalla um flókinn rekstur, en
láti af skrifum eins og þeim sem
birtust 24. september sl.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
OIM
'4Bi ‘ :
Hvítlauks- eða ostabrauð frá Hatting
Þau eiu best
nýbíkuð og ilmandi
Ef þú átt Hatting brauð í frystinum
þarftu lítið til viðbótar í Ijúffenga máltíð.
mnmi
-—a£g,j-
-alltaf fersk - alltaf nýbökuð
HÉÍ&NÚ AUGLÝSINGASTOfA/SÍA