Morgunblaðið - 29.09.1994, Side 29
28 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994
HÚSBRÉF
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. 1 lausasölu 125 kr. eintakið.
IÐNAÐUR OG
AUÐLINDAGJALD
*
AUNDANFORNUM árum hafa staðið, með hléum, snarp-
ar umræður um gjaldtöku í sjávarútvegi vegna nýting-
ar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þau rök, sem Morg-
unblaðið m.a. hefur fært fram fyrir slíkri gjaldtöku, hafa
fyrst og fremst verið þau, að eðlilegt væri, að tiltölulega
fámennur hópur þjóðfélagsþegna, sem nýtir sameiginlega
auðlind, greiði öðrum landsmönnum þóknun fyrir aðgang
að fiskimiðunum.
Önnur rök hafa ávallt verið fyrir hendi en minna rædd
á opinberum vettvangi en þau lúta að starfsskilyrðum iðnað-
arins. Snemma á þessu ári skipaði Sighvatur Björgvinsson,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nefnd til þess að kanna
starfsskilyrði og samkeppnisstöðu íslenzks iðnaðar. Afrakst-
ur af starfi nefndarinnar er skýrsla, sem rædd var á sér-
stakri ráðstefnu í fyrradag. í niðurstöðum skýrslunnar er
fjallað um auðlindagjald og þar segir m.a.: „Markmiðið með
auðlindagjaldi er fyrst og fremst að eyða því forskoti, sem
gjöfulasta auðlind þjóðarinnar veitir notendum hennar um-
fram það, sem aðrir atvinnuvegir verða að búa við, og jafn-
framt treysta hinar efnahagslegu forsendur þess, að hér
vaxi úr grasi nýjar atvinnugreinar. Einnig má líklegt telja,
að auðlindagjald leiði til betri sáttar um fiskveiðistjórnunar-
kerfið, þar sem handhafar kvóta fengju gegn gjaldi ráðstöf-
unarrétt yfir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.“
í skýrslunni segir ennfremur: „Með auðlindagjaldi er átt
við opinbera gjaldtöku fyrir rétt til fiskveiða eða gjald fyr-
ir veiddan afla. Hægt er að leggja auðlindagjald á undir
hvaða fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar sem er og álagning
þess getur hvort sem er verið miðstýrð eða ákveðin á mark-
aði.“ Og loks segir: „Flest fræðileg rök og niðurstöður hag-
rannsókna benda til að upptaka auðlindagjalds hefði jákvæð
áhrif á íslenzkan þjóðarbúskap.“
Þetta eru athyglisverðar niðurstöður. Þær benda til þess,
að sú gjaldtaka í sjávarútvegi, sem Morgunblaðið hefur
mælt með undanfarin ár til þess að leiðrétta það ranglæti,
sem stór hluti þjóðarinnar hefur verið beittur með ókeypis
aðgangi hluta þjóðarinnar að sameiginlegri eign, sé æskileg
einnig af öðrum ástæðum. Iðnaður hefur ekki náð að
blómstra hér að nokkru marki vegna þess, að iðnaðurinn
getur ekki keppt við sjávarútveginn, þegar góðæri er til
sjávar. Með auðlindagjaldi í sjávarútvegi er stefnt að því
að jafna samkeppnisskilyrðin milli þessara tveggja atvinnu-
greina.
Það er því býsna stór hópur landsmanna, sem hefur hags-
muni af því að gjaldtaka í einhveiju formi verði tekin upp
í sjávarútvegi. Þar er átt við þann meginþorra þjóðarinnar,
sem hefur ekki beinlínis atvinnu af fiskveiðum, þótt þjóðin
öll lifi að sjálfsögðu með einum eða öðrum hætti á fiskveið-
um og -vinnslu. En þar er líka átt við iðnaðinn sérstaklega,
þá atvinnugrein, sem miklar vonir hafa verið bundnar við
um að taki við þeim vaxandi fjölda, sem leitar út á vinnu-
markaðinn.
Talsmenn útgerðarinnar hafa hingað til barizt hart gegn
gjaldtöku í sjávarútvegi. Sú afstaða byggist á misskilningi
af þeirra hálfu. Ef talsmenn iðnaðar og kjörnir trúnaðar-
menn meginþorra landsmanna taka höndum saman er
kannski von til þess, að útgerðin sjái sér hag í því að ganga
til samkomulags um sanngjarna og skynsamlega gjaldtöku
í sjávarútvegi.
Umræðurjim þessi efni eru nú komnar í nýjan farveg
með skýrslu nefndar iðnaðarráðherra um starfsskilyrði iðn-
aðar. Þess vegna er þessi skýrslugerð fagnaðarefni. I ræðu,
sem Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins
hf., flutti á fyrrgreindri ráðstefnu, sagði hann m.a.: „Af
hægfara og skrykkjóttri þróun iðnaðar á því tímabili, sem
skýrslan fæst við, og beinum stórfelldum samdrætti síðustu
6-8 árin, er ljóst að það sem vantar er vöxtur. Það er vöxt-
ur, sem þarf til að svara kalli þess fólks, sem nú og næstu
ár býður fram vinnu sína. Sá vöxtur verður ekki, nema
aðstæður fyrir hann séu beinlínis og með afgerandi hætti
búnar til.“
Bæði höfundar skýrslunnar og Jón Sigurðsson eru í raun
og veru að leggja til grundvallarbreytingu á þeim aðstæð-
um, sem atvinnuvegum okkar eru búnar. Tími stöðugleika
í efnahagsmálum og lágrar verðbólgu er rétti tíminn til
þess að framkvæma slíkar breytingar.
Vaxandi vanskil í húsbréfakerfinu
Hlutfall vanskila af heildaútlánum
2,0% —
0,0-
1992 1993 1994
Ástæður þess að fólk
lendir í vanskilum í
húsbréfakerfinu
Vegna
atvinnuleysis
Vegna
lægri
tekna
Vegna
veikinda
Af öðrum orsökum
Um 2/3vanskila
orsakast af
atvinnuleysi
og lægri tekjum
Um 5.000 af um 17.000 lántakendum í hús-
bréfakerfínu eru með lán sín í vanskilum.
Vanskil um 20% lántakenda eru það mikil
að lánin hafa verið sett í lögfræðiinnheimtu.
Egill Olafsson leitaði skýringa á þessum
miklu vanskilum
Ikönn'un sem Grétar J. Guð-
mundsson, rekstrarstjóri Hús-
næðisstofnunar, gerði nýlega
á ástæðum þess að fólk lendir
í vanskilum með húsnæðislán sín
kom fram að 35% vanskila má rekja
til lægri tekna kaupenda. Þar getur
verið um að ræða allt frá atvinnu-
ieysi einstaklings í 1-2 ár til atvinnu-
leysis annarrar fyrirvinnu fjölskyldu
í 2-3 mánuði. Um 30% ientu í van-
skilum vegna þess að tekjur lækk-
uðu. Vanskil um 15% lántakenda
má rekja til veikinda. Vanskil þeirra
20% sem eftir standa má rekja til
annarra þátta, ekki síst rangra
ákvarðana húskaupenda.
í byijun mars 1994 hafði Hús-
næðisstofnun veitt 16.594 hús-
bréfalán frá upphafi. Þar af voru
4.378 lán I vanskilum. Vanskilin eru
í raun enn meiri því að þau voru
metin skömmu fyrir gjalddaga hús-
bréfalána. Vanskilin hafa aukist
stöðugt, einkum á þessu og síðasta
ári. Segja má að síðustu misserin
hafí vanskilin aukist um hundrað
milljónir milli gjalddaga. í ágúst-
mánuði námu 30 daga vanskil meira
en 1,1 milljarði króna. í ágúst 1992
námu vanskiiin um 230 milljónum.
Lán eru send í lögfræðiinnheimtu
og uppboðsbeiðni send til sýslu-
manns þegar tveir gjalddagar eru í
vanskilum. Samkvæmt nýjustu
tölum fara um 20% lána þessa leið.
Stjórnvöld óttast
aukin útlánatöp
Vanskil í húsnæðiskerfinu eru
ekki nýtt fyrirbæri. Vanskil hjá
Byggingarsjóði verkamanna hafa
t.d. verið meiri en í húsbréfakerfinu.
Fjögurra mánaða vanskil hjá sjóðn-
um voru yfir 30% á árinu 1990, en
lækkuðu niður í 22% á árinu 1992.
Vanskilin hafa síðan aukist aftur.
Vanskil hjá Byggingarsjóði ríkisins
eru í kringum 12%. Arið 1991 ákvað
ríkisstjórnin að veita húskaupendum
í greiðsluerfiðleikum sérstök
greiðsluerfíðleikalán. Gefinn var út
sérstakur flokkur húsbréfa að upp-
hæð um 2,5 milljarðar í þessu skyni.
Um 60% af þeim sem fengu þessi
lán eru nú í vanskilum. Fyrir meiri-
hluta fólks í greiðsluerfiðleikum
virðast þessi lán ekki hafa falið í
sér varanlega lausn.
Sú spurning vaknar hvort búast
megi við að Húsnæðisstofnun eigi
eftir að verða fyrir miklu tapi vegna
þessara vanskila. í gegnum árin
hefur tap stofnunarinnar vegna hús-
næðislána einungis numið 0,1-0,2%
af heildarútlánum. Stjórnvöld virð-
ast óttast að tapið eigi eftir að verða
meira í framtíðinni. Umræða á sér
nú stað innan ríkisstjórnarinnar um
að hækka ábyrgðargjald úr 0,25% í
0,45%. Gjaldinu er ætlað að standa
undir útlánatöpum.
Atvinnuleysi og lægri tekjur
valda erfiðleikum
„Stærstur hluti eða ZA lántakenda
er í vanskiium vegna þess að tekjur
hafa lækkað frá því sem þær voru
þegar fólk keypti eða það hefur
misst vinnuna tímabundið eða um
lengri tíma.
Það er auðvitað nokkuð um að
fólk taki rangar ákvarðanir. Við
höfum fengið þó nokkur dæmi um
fólk sem hefur farið í nám í 6 mán-
uði eða eitt ár í von um að komast
í hærri tekjur að því loknu. Það
gengur ekki eftir eða eitthvað fer
úrskeiðis. Svo getur verið að fólk
taki ákvörðun um að kaupa sér bíl
FIMM manna fjölskylda hóf að
byggja sér 130 fermetra hús árið
1988. Eiginmaðurinn og eigin-
konan voru bæði í góðum störfum
og höfðu ágætar tekjur. Áríð
1993 voru heildartekjur fjölskyld-
unnar um 240 þúsund á mánuði.
Aðstæður breyttust hjá báðum
fyrirvinnum snemma á þessu ári
vegna samdráttar hjá vinnuveit-
eudum. Yfirvinna var skorin nið-
ur.
Skyndilega voru heildartekjur
fjölskyldunnar komnar niður í
170 þúsund á mánuði. Vanskil á
húsnæðislánum hlóðust upp og á
endanum leitaði fjölskyidan til
Húsnæðisstofnunar með ósk um
aðstoð. Þá var staðan þannig að
heildarskuldir fjölskyldunnar
með vanskilum voru 6,5 milljónir.
Skuld hjá Húsnæðisstofnun nam
sem það hafði ekki efni á að kaupa.
Annars fáum við ekki mörg slík
dæmi inn til okkar vegna þess að
flestir vita að við eigum eingöngu
að sinna erfiðleikum fólks sem rekja
má til húsnæðiskaupa,“ sagði Grét-
ar.
35-40% verða að selja íbúðina
„Það sem við gerum þegar fólk
kemur til okkar með vanskil sín er
að við reiknum út hvort hægt er að
koma greiðslubyrðinni undir viðráð-
anlegt mark. Þá skoðum við alla þá
möguleika sem fólki standa til boða.
Við reiknum út hveiju það myndi
breyta ef lánum væri skuldbreytt
með lengsta mögulega lánstíma. Ef
við komumst að þeirri niðurstöðu
að þrátt fyrir það verði greiðslu-
þá 3,9 milljónum, skammtíma-
skuldir I bönkum voru 1,6 milljón-
ir og lífeyrissjóðslán stóð í 600
þúsundum. Vanskil námu samtals
900 þúsundum. Greiðslubyrði lána
var 64% af heildartekjum.
Með skuldbreytingum hjá öllum
lánadrottnum náðist að koma
greiðslubyrðinni niður í 30%. Með
óbreyttum tekjum verður
greiðslubyrðin þetta mikil næstu
3-4 ár. Það er mat Húsnæðisstofn-
unar að það verði mjög erfitt fyr-
ir fjölskylduna að halda hús-
næðinu, en að hún eigi þó mögu-
leika á því, ekki síst ef launin
hækka á ný. Stofnunin hvetur fjöl-
skylduna til að vera mjög vakandi
yfir fjármálum sínum og að selja
strax ef vanskil fara að hlaðast
upp á ný og engar líkur séu á að
tekjur hækki að nýju.
byrði meiri en við teljum fólk ráða
við hvetjum við það eindregið til að
selja. Það eru um 35-40% lánþega
sem fá slíka ráðgjöf frá okkur,“
sagði Grétar.
Grétar sagði að Húsnæðisstofnun
hvetti þetta fólk til að selja strax
því þegar lán væru komin í mikil
vanskil væri hver mánuður dýr.
Dráttarvextir væru fljótir að hlaðast
upp og eigið fé fólks fljótt að eyðast.
I þeim tilvikum þar sem stofnunin
metur að líkur séu á að hægt sé að
koma málum þannig fyrir að fólk
geti ráðið við lánin eru vanskil sett
á skuldabréf til allt að 15 ára. Fólk
greiðir síðan af þeim lánum samhliða
sjálfum húsbréfunum.
Mörgum nægir
að minnka við sig’
Grétar sagði að fólk sem neyðst
hefði til að selja íbúðir sínar ætti
nokkra kosti. Stór hópur gæti bjarg-
að sér með því að kaupa ódýrara
húsnæði. Ákveðnum hópi væri ráð-
lagt að selja og fara á leigumarkað-
inn. Þá ættu sumir kost á því að
fara yfir í félagslega íbúðakerfið ef
tekjur og eignir væru innan tilskil-
inna marka. Grétar sagði að það
væri reyndar dálítið mismunandi
milli sveitarfélaga hvort fólk ætti
kost. á því að fara í félagslega íbúða-
kerfíð. Sum sveitarfélög gerðu þá
kröfu að fólk hafi ekki átt húsnæði
í einhver ákveðin ár fyrir umsókn.
Taka verður tillit til óvissu
um framtíðartekjur
Greiðslumatið gerir ráð fyrir að
greiðslubyrði fólks sé ekki meiri en
20% af heildarlaunum. Grétar sagði
að flestir ættu að ráða vel við slíka
greiðslubyrði og sumir gætu með
hagsýni ráðið við hærri greiðslu-
byrði. Matið byggðist á því að
greiðslubyrðin væri þung fyrstu 4
árin, en léttist síðan. Flestir ættu
að geta ráðið við lánin eftir 4 ár.
„En greiðslumatið byggir á því að
ekkert fari úrskeiðis. Ef tekjur
lækka, eins og gei-st hefur hjá mörg-
um, hefur greiðslumatið í sjálfu sér
ekkert gildi," sagði Grétar.
Grétar sagði að þennan þátt,
óvissuna um framtíðartekjur, yrði
fólk að reyna að taka með í reikning-
inn þegar ákvörðun væri tekin um
kaup á húsnæði. „Allir sem kaupa
húsnæði eiga að reikna með því að
geta lækkað í launum."
Hugarfarsbreyting
Grétar sagði að of mikið væri um
að fólki drægi of lengi að leita að-
stoðar Húsnæðisstofnunar. Stund-
um væri hreinlega ekkert hægt að
gera nema að selja vegna þess að
vanskil væru orðin svo mikil. Mjög
stór hópur kæmi hins vegar tíman-
lega og fengi aðstoð áður en allt
væri komið í óefni og sá hópur færi
stækkandi. „Við höfum einnig orðið
vör við að fólk er farið að gera
meira af því að kaupa húsnæði sem
er ekki upp úr öllu valdi hvað varð-
ar stærð eða verð. Við merkjum að
smá hugafrarsbreyting er að eiga
sér stað. Fólk er farið að leggja
meiri áherslu á að vera ekki að
leggja allt í sölurnar til að eignast
stórt húsnæði,“ sagði Grétar.
900 þús. í vanskilum
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 29
Afskipti bæjaryfirvalda af framkvæmdum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. \
Morgunblaðið/Sverrir
VIÐ Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði er Miðbær Hafnarfjarðar hf. að reisa verslunar- þjónustu- og skrifstofuhúsnæði.
Framkvæmdir hófust í mars 1993 og er gert ráð fyrir að verslunarmiðstöðin verði fullbúin í nóvember næstkomandi.
Draumur um miðbæ sem stæð-
ist samkeppni við Reykjavík
Uppbygging miðbæjarins og þeir draumar
manna að miðbær Hafnarfjarðar yrði að
miðbæ sem stæðist samkeppni við Reykjavík
lágu að baki samþykktar um að veita Miðbæ
Hafnarfjarðar hf. bæjarábyrgð. Krístín
Gunnarsdóttir rekur afskipti bæjaryfírvalda
af framkvæmdum í miðbæ Hafnarfjarðar, en
að mati Magnúsar Jóns Ámasonar bæjar-
stjóra á bærinn um 290 milljónir króna bundn-
ar í byggingunni fyrir utan ábyrgðir.
Heistu ákvarðanir og samþykktir
26. febrúar 1991: Miðbær Hafnarfjarðar hf. sækir um lóð
í miðbæ Hafnarfjarðar.
5. nóvember 1991: Bæjaryfirvöld sam-
þykkja lóðarúthlutun við Fjarðargötu
19. desember 1991: Bæjaryfirvöld samþykkja að
kaupa hlut í húsinu og styðja byggingu hótels
13. nóvember 1992: Bæjaryfirvöld samþykkja einfalda
bankaábyrgð að upphæð 120 milljónir króna.
Desember 1992: Hugmyndir um bílageymslu koma fram.
14. jan. 1993: Bæjaryfirvöld samþykkja leigu á bílageymslukjallara til 15 ára.
22. febrúar 1993: Mótmæli gegn fyrirhugaðri
stórbyggingu afhent bæjaryfirvöldum.
6. aprfl 1993: Bæjaryfirvöld samþykkja að
lækka húsið frá upphaflegum hugmyndum.
4. ágúst 1993: Byggingamefnd samþykkir endanlegar teikningar.
17. maí 1994: Bæjarstjórn samþykkir að kaupa húsnæði
af Miðbæ Hafnarfjarðar hf. fyrir Almenningsvagna og
hugsanlegt bókasafn.
að var í byijun nóvember árið
1991 að bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar samþykkti að úthluta
Miðbæ Hafnarfjarðar hf. lóð við Fjarð-
argötu 13-15. Álögð gatnagerðar-
gjöld ásamt byggingaleyfisgjaidi voru
rúmar 82,6 millj. og í desember árið
1991 greiddi fyrirtækið 22 millj. af
þeirri upphæð. Þá er með kaupum
bæjarins á hluta í húsnæðinu miðað
við að skuldajafna 15 millj. og greiða
20 millj. með skuldabréfi sem fellur í
gjalddaga 1. desember næstkomandi
og með tryggingu í greiðslu sömu fjár-
hæðar sem Búnaðarbankinn mun
greiða samkvæmt kaupsamningi. Gert
er ráð fyrir að eftirstöðvarnar, 25,6
milljónir,. verði greiddar með skulda-
bréfi til þriggja eða fjögurra ára með
veði í fasteigninni.
Bæjaryfirvöld samþykkja
kaup og bæjarábyrgð
Þann 19. desember 1991 sam-
þykkja bæjaryfirvöld að kaupa hlut í
húsnæðinu fyrir allt að 60 millj. til
þess meðal annars að auðveida bygg-
ingaraðilum að hefja framkvæmdir.
Hugmyndin var að skipta hlut bæjar-
ins þannig að 50 millj. rynnu til kaupa
á hluta í verslunarmiðstöðinni en 10
millj. til styrktar hótelbyggingunni.
Tæpu ári síðar eða 13. nóvember
1992 samþykkti bæjarráð að veita
Miðbæ Hafnarfjarðar hf. einfalda
bæjarábyrgð fyrir skuldabréfum að
upphæð allt að 120 milljónum til 17
ára með 9,7% vöxtum og hefur í dag
verið gengið frá sölu skuldabréfa fyr-
ir þessari upphæð. Að sögn Magnúsar
Jóns Árnasonar bæjarstjóra nemur
bæjarábyrgðin í dag rúmum 143 millj-
ónum. Baktrygging bæjarins er veð í
þeim hluta byggingarinnar sem ætlað-
ur er undir hótel og hvíla skuldabréf-
in á 1. veðrétti.
Samþykkt í bæjarráði
Ingvar Viktorsson, fyrrverandi bæj-
arstjóri, segir að bæjarábyrgðin hafi
verið veitt með það fyrir augum að
stuðla að uppbyggingu miðbæjarins
og uppfylla um leið þá drauma manna
um miðbæ í Hafnarfirði sem stæðist
samkeppni við Reykjavík. „Þess vegna
er þetta til komið og samþykkt af
öllum bæjarráðsmönnum nema tveim-
ur, ef ég man rétt,“ sagði hann. „Menn
vildu að þarna risi þetta mannvirki
sem raun ber vitni í dag. Síðar var
lofað að kaupa af þeim hluta af hús-
inu og einnig var loforð um 10 milljón
króna hlutafé í hótelhlutanum. Þá var
ákveðið að kaupa húsnæði sem var
eyrnamerkt sem skiptistöð fyrir al-
menningsvagna á neðstu hæðinni.
Einnig var lengstum talað um hús-
næði á annarri og þriðju hæð fyrir
bókasafn þó svo það hafi ef til vill
ekki verið eyrnamerkt fyrir safnið en
það er löngu búið að ganga frá þessu
öllu.“
Keypt fyrir 55,3 millj.
í janúar 1993 samþykkir bæjarráð
áform lóðarhafa um bílageymslukjall-
ara undir húsinu sem rúmi að minnsta
kosti 100 bíla, sem komi til viðbótar
öðrum bílastæðum í miðbænum. Af
þvi tilefni samþykkti bæjarráð að end-
urgreiða liluta gatnagerðar- og bíla-
stæðagjalda sem næmi að nafnvirði
3.3 milljónum króna á ári að viðbætt-
um verðbótum og markaðsvöxtum
næstu 15 ár.
í samræmi við yfirlýsingu bæjar-
stjómar frá 10. desember 1991 sam-
þykkti bæjarstjórn 17. maí síðastliðinn
að kaupa hlut í húsinu. Hefur verið
gengið frá kaupsamningi og er um tvo
eignarhluta að ræða fyrir samtals
55.3 millj. Þá hefur bæiarsióður gefið
út 10 mmj ' ióiia viaii með gjalddaga
15. september sl. Til tryggingar hefur
Miðbær Hafnarfjarðar hf. gefið út
tryggingarbréf að nafnverði 10 millj.
með 1. veðrétt í eignarhluta i fasteign-
inni. Jafnframt lýsir Miðbær Hafnar-
fjarðar hf. því yfir að tilkall til þess
að Hafnarfjarðarbær kaupi 10 millj-
óna króna hlut falli niður þar tii um-
ræddur víxill hefur að fullu verið
greiddur.
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar
15. september síðastliðinn var sam-
þykkt bókun vegna umíjöllunar um
viðræður bæjaryfirvalda við forsvars-
menn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Þar
kemur fram að ósk um óformlegar
og formlegar viðræður um hugsanleg
kaup bæjarins- á húsnæði í miðbæjar-
kjarnanum hafi einungis komið frá
forsvarsmönnum Miðbæjar Hafnar-
fjarðar hf.
Kostnaður ekki gefinn upp
Þeir sem standa að Miðbæ Hafnar-
fjarðar hf. eru Þorvaidur Ásgeirsson
tæknifræðingur, Gunnar Hjaltalín
endurskoðandi, Páll Pálsson kaup-
maður og Þórarinn Ragnarsson kaup-
maður ásamt Viðari Halldórssyni við-
skiptafræðingi sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Viðar vill
ekki uppiýsa um kostnaðaráætlun !>
framkvæmdanna né hversu miklu fé f
hafi verið varið til þeirra. Það sé við-
skiptaleyndarmál sem einungis verði I
upplýst ef bæjaryfirvöld kalli eftir því.
Sérstök kvöð hvílir á eigninni við
Fjarðargötu 13-15 og er Miðbæ
llafnarfjarðar hf. óheimilt að veðsetja *
skuldabréf, önnur verðbréf eða kvaðir
á fasteignina nema með samþykki
bæjaryfirvalda. Mun þetta fyrirkomu-
lag gilda þar til lóðarleiguhafar og
bæjaryfirvöld ákveða annað. Sam-
kvæmt veðbókarvottorði eru rúmlega
430 milljónir áhvílandi á eigninni auk
rúmlega 55,3 millj. frá bænum sem
enn hefur ekki verið þinglýst.
Hvers virði er eignin?
Mjög erfitt er að segja til um hvers
virði húsið er þar sem ekkert bruna-
bóta- eða fasteignamat hefur farið
fram, enda húsið enn í byggingu.
Byggingin öll er samtals Fl.600 fer-
metrar og þar af eru báðar verslunar-
hæðirnar 5.400 að meðtöldu sameig-
inlegu rými í kjallara. Skrifstofur eru
um 1.000 fermetrar og hótelrými um
2.300 fermetrar að meðtöldu rými sem
fylgir í kjallara.
Bæjaryfirvöld hafa látið meta fast-
eignina og þar kemur fram að senni-
legt markaðsverð er rúmar 517 millj.
miðað við staðgreiðslu en Magnús Jón
Ámason bæjarstjóri segist miða við
að söluverð sé um 850 millj. Viðar
Halldórsson, framkvæmdastjóri Mið-
bæjar Hafnarfjarðar hf., vildi ekki
gefa upp söluverð fyrir hvern fer-
metra, enda væri það mismunandi
eftir einingum en í viðtali við Fast-
eignablað Morgunblaðsins fyrir
skömmu er haft eftir Þorvaldi Ásgeirs-
syni tæknifræðingi að húsnæðið verði
afhent fullbúið en óinnréttað og að
reiknað sé með 100 þús. fyrir hvern
fermetra. Samkvæmt þvi má ætla að
Miðbær Hafnarfjarðar hf. geri ráð
fyrir að söluverð fyrir húsið í heild
sé um 900 milljónir.
Að sögn Viðars Halldórssonar
framkvæmdastjóra eru níu einingar í
verslunarkjamanum á neðri hæð húss-
ins og er þegar búið að ráðstafa átta
einingum sem ýmist hafa verið seidar
eða leigðar og á efri hæð eru fimmtán
einingar og er búið að ráðstafa sjö.
Gert er ráð fyrir að verslunarmiðstöð-
in verði fullbúin í nóvember næstkom-
andi. Samkvæmt veðbókarvottorði
hafa þrír aðilar keypt hlut í húsinu,
Búnaðarbankinn, Almenna verkfræði-
stofan og Teppahúsið hf.