Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 36
,36 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURPÁLL
VILHJÁLMSSON
+ SigurpáII Vil-
hjáimsson var
faeddur í Sandfells-
haga í Oxarfjarðar-
hreppi í Norður-Þin-
geyjarsýslu 15. júní
1933. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
21. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guðrún
Jónsdóttir húsfreyja
og Vilhjálmur Bene-
diktsson, bóndi í
Sandfellshaga. Hálf-
systkini Sigurpáls af
fyrra hjónabandi
föður hans eru: Þóra Sigurveig,
fædd 20. júní 1914, Jóhanna,
fædd 24. október 1915, Aðal-
björg, fædd 19. október 1917,
Björn, fæddur 26. febrúar 1919,
Þorbjörg, fædd 19. desember
1921, Margrét Helga, fædd 21.
desember 1923 og Hulda Júl-
íana, fædd 7. júní 1927. Af þess-
um systkinum eru Þóra Sigur-
veig, Aðalbjörg og Björn látin.
Alsystir Sigurpáls er Maren,
fædd 17. júlí 1934. Eftirlifandi
eiginkona Sigurpáls er Erla
Hrönn Ásmundsdóttir, fædd 30.
september 1941. Þau gengu í
hjónaband 1. júlí 1972. Foreldrar
Erlu eru Valborg Ingimundar-
dóttir, búsett á Akureyri, og
Ásmundur Elíasson, sjómaður,
sem er látinn. Sonur Sigurpáls
og Erlu er Rúnar,
fæddur 15. desem-
ber 1972. Stjúpbörn
Sigurpáls, börn Erlu
af fyrra hjónabandi,
eru Harpa Gylfa-
dóttir, fædd 1. apríl
1962, gift Unnsteini
Sigurgeirssyni, Elfa
Björt Gylfadóttir,
fædd 20. maí 1963,
gift Jóni Sævari
Þórðarsyni, og Gylfi
Gylfason, fæddur 7.
september 1966.
Sigurpáll nam við-
skiptafræði við Há-
skóla Islands frá
1955 til 1960 og útskrifaðist
cand. oecon. þaðan í janúar 1960.
Árið 1961 var hann síðan við
framhaldsnám í Noregi. Hann
var starfsmaður Kaupfélags
Norður-Þingeyinga á Kópaskeri
frá 1960 til 1967, en þá fluttist
hann til Akureyrar. Þar hóf
hann störf hjá skattstofu Norð-
urlandsumdæmis eystra og var
fulltrúi skattstjóra frá 1967 til
1969. Þá réð hann sig til iðnaðar-
deildar Sambands ísl. samvinnu-
félaga á Akureyri og starfaði
þar óslitið þar til framleiðsla og
starfsemi iðnaðardeildarinnar
lagðist af á síðastliðnu ári. Síð-
asta árið starfaði Sigurpáll hjá
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Hann verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag.
Það syrtir að, er sumir kveðja.
(D.St.)
EINSTAKUR ljúflingur hefur lokið
dvöl sinni á Hótel Jörð. Sigurpáll
Vilhjálmsson, náinn vinur okkar
hjónanna og bekkjarbróðir minn, er
látinn eftir snörp en hörð átök.
Aðeins þrír mánuðir eru síðan
bekkurinn okkar hélt upp á 40 ára
stúdentsafmæli á glæsilegri MA-
hátíð, 16. júní í sumar. Þar hélt Palli
okkar aðalræðuna fyrir hönd bekkj-
arins, glettinn og orðheppinn að
vanda. Fáa mun hafa grunað þá, að
þar færi sjúkur og sárþjáður maður.
Það var ekki hans stíll að kveinka
sér eða óróa aðra vegna eigin hags,
slík var háttvísi hans. Aftur á móti
veitti hann öðrum óspart af tíma sín-
um, yfirvegaður, nærfærinn en um-
fram allt glaðvær og spaugsamur.
Ófáir hafa tjáð mér, að ættu þeir í
erfiðleikum, smáum sem stórum,
hafí þeim nægt að slá á þráðinn til
Palla. — Hann var búinn þeim fá-
gæta eiginleika að geta breytt
dimmu í dagsljós. Ég fínn sárt til
vanmáttar, þegar ég nú freista þess
að festa á biað fátækleg orð um
þennan kæra vin.
Kynni okkar hófust þegar ég ein
og öllum ókunn settist í 3. bekk í
MA. Þetta var fyrsti bekkurinn, sem
krafíst var landsprófs af. í þriðja
bekk, sem oftast hafði verið stærsti
bekkur skólans, með um hundrað
manns, voru nú aðeins 32 nemend-
ur. Kvíðablandin virti ég hópinn fyr-
ir mér. Þarna voru nánast fermingar-
stúlkur og allt upp í fullvaxna menn,
sýndist mér. Aldursmunur var tals-
verður, fólk víða af landinu, frá sveit
til sjávar. Þetta var hópur sterkra
og litríkra einstaklinga, engar hóp-
sálir. — Við okkur festist nafnið
Undri, líklega vegna þess, hve kenn-
urum og meistara varð tíðrætt um
þetta fyrirbæri. Fyrir þessum hópi
fór svo lágvaxinn, hæglátur og svip-
bjartur piltur, hann Palli okkar. Hann
hafði strax í fyrsta bekk verið kosinn
inspector bekkjarins og hélt því öll
sex árin. Segir þetta allt sem segja
þarf um tiltrú okkar á honum. Nú
er þetta sameiningartákn okkar fall-
ið í valinn og eftir stendur stórt, stórt
skarð og mikið tóm.
Sigurpáli var alla tíð tengdur
heimahögunum í Öxarfírði traustum
böndum. Eftir próf í viðskiptafræð-
um hélt hann aftur á heimaslóðir uns
hann fluttist til Akureyrar. Þessi
prúði og eilítið feimni maður var
gæddur fjölbreyttum gáfum og ótrú-
lega góðu minni. Það var því ekki
að ófyrirsynju sem Þingeyingar leit-
uðu til hans, þegar útvarpið hóf
1965-66 spurningakeppnina „Sýsl-
umar svara“. Seinna, þegar sjón-
varpið kom til og hélt ámóta keppni,
varð hann enn fyrir valinu, nú fyrir
Akureyri, ásamt Gísla Jónssyni,
menntaskólakennara, og Guðmundi
Gunnarssyni, skattstjóra. Þekking
hans var afar yfírgripsmikil og
spannaði ólíkustu svið. Hann var
jafnt heima í skák, ættfræði, lausa-
vísum, örnefnum sem og sætaskipan
í Garðskirkju í Kelduhverfi anno
1848, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafði
hann á hraðbergi nöfn maka okkar
skólafélaganna, barna og jafnvel
barnabarna.
Nú er ég kveð hinstu kveðju vin
minn Sigurpál, er brjóst mitt barma-
fullt af þökk, þakklæti fyrir að hafa
átt samleið og vináttu þessa góða
manns.
Erla mín. Þér, bömum ykkar og
öðrum ástvinum sendum við Bjöm
dýpstu samúðarkveðjur. Þið vitið hug
okkar.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Jóhanna D. Skaftadóttir.
Eftir lát Vilhjálms Bénediktsson-
ar, eiginmanns síns, fór Guðrún Jóns-
dóttir með dóttur sinni Marenu til
dvalar hjá frændum sínum í Klifs-
haga, en Sigurpáll til frændfólks á
Syðrí-Bakka í Kelduhverfí. Síðar
voru þau öll um skeið í Nýhöfn og
Leirhöfn á Sléttu. Eftir það gerðist
Guðrún ráðskona í Núpasveitarskóla
og voru bömin þar með henni. Síðar
voru þau öll um langt skeið á heim-
ili foreldra þess er þetta ritar í Sand-
hólum á Kópaskeri. Síðustu árin áður
en hún fluttist til Akureyrar bjuggu
þau í húsi frænda síns Þorsteins
Bjömssonar að Víðirhóli á Kópa-
skeri. Árið 1967 fluttist hún með
syni sínum til Akureyrar, en dóttirin
var þá gift og farin að heiman.
Sigurpáll lauk stúdentsprófí frá
MA 1954, kandídatsprófí í viðskipta-
fræði frá HÍ árið 1960 og framhalds-
námi í Noregi 1961.
Á námsárunum var hann í bygg-
ingarvinnu og við ýmis önnur störf
hjá KNÞ á Kópaskeri. Að námi loknu
var hann þar árin 1960-1967 við
skrifstofustörf, en eftir að hann flutt-
ist til Akureyrar var hann í 3 ár
fulltrúi skattstjóra Norðurlandsum-
dæmis eystra og starfaði síðan hjá
iðnaðardeild SÍS á Akureyri til 1993.
Síðasta árið fékkst hann við ýmis
MINNINGAR
sérverkefni. Árin 1981-1984 var
hann fulltrúi starfsmanna á Akur-
eyri í stjórn SIS.
Sigurpáll og eiginkona hans Erla
Hrönn Ásmundsdóttir gerðu sér
glæsilegt heimili að Kringlumýri 10
á Akureyri. Þau vom samhent, dug-
leg og ráðdeildarsöm. Gott var að
sækja þau heim og njóta hlýju um-
hverfís og gestgjafa.
Það má um Sigurpál segja, að
hann var sannkallaður gleðigjafí.
Glettin glaðværð hans blönduð al-
vöm, góðvild og einstakri tryggð,
olli því að alltaf fóm menn glaðari
og bjartsýnni af fundi hans en þeir
komu. Söm vom áhrif af símtölum,
sem undirritaður átti tíðum við hann.
Við systkinin og börn Halldóra og
Sigurðar í Núpasveitarskóla litum
alltaf á Sigurpál og Marenu eins og
þau væra af okkar fjölskyldum og
hygg ég að þetta hafí verið gagn-
kvæmt. Sérstaklega kemur mér í hug
órofa tryggð þeirra systkinanna við
Friðrik heitinn bróður minn, og móð-
ur mína til loka hennar langa striðs
við þann illa sjúkdóm, sem einnig
lagði Sigurpál að velli á ótrúlega
skömmum tíma.
Sigurpáll var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn og bar sig vel. Hann
var ljós yfirlitum, svipurinn hreinn
og ákveðinn. í heild bauð hann af
sér góðan þokka, sem laðaði bæði
unga og aldna. Hann var ekki heljar-
menni að burðum, en þó nógu sterk-
ur og bjó yfír því sem meiru varðar,
seiglunni, sem hann sýndi til hinstu
stundar. Uppgjöf fyrir erfiðleikum
var ekki í geði hans. Ég man að
hann nefndi oft orð, sem sonur minn
Karl, þá 5 ára gamall, sagði við hann,
en Sigurpáll leyfði honum að hjálpa
sér við timburstöflun og þeir héldu
hvor undir sinn plankaendann: „Kall-
ar em nú seigir.“
Sigurpáll var afburða námsmaður,
og hefðu honum flestir vegir verið
færir. Þar fór saman eðlisgreind,
dugnaður og samviskusemi. Flest lék
í höndum hans og hug. Ef nota má
svo stórt orð, tel ég að hann hafí
verið vitur. Víðlesinn var hann,
margfróður og stálminnugur. Hann
átti sér jafnan áhugamál utan starfs.
Þar bar hæst ýmsan þjóðlegan fróð-
leik. Ég veit að í fórum hans er mik-
ið af skemmtilegum kveðskap og
gamansögum, sem fæst hefur á prent
komið. Og nú hin seinni ár hefur
hann mikið grúskað í ættfræði.
Margar sendingar úr þessu safni
hefí ég þegið og raunar margir fleiri.
Þegar ég var 14 ára gamall við
störf í sláturhúsi KNÞ, frískur og
orðhvatur, tók mig tali Höskuldur
Stefánsson frá Syðri-Bakka, en hann
og Sigurpáll vom sýstrasynir. Hann
sagði við mig af sinni eðlislægu hóg-
værð: „Kanntu þetta, Bjöm minn?“
Síðan hélt hann áfram og hafði fyrir
mig heilræðavísu séra Hallgríms:
Lítillátur, Ijúfur, kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur,
heimskir menn sig státa.
Þessu atviki gleymi ég ekki. Ef
einhver, þá hefur Sigurpáll lifað í
samræmi við þessa forskrift. Þegar
hann kemur að Himnaríkishliði, þarf
hann áreiðanlega engu að kvíða.
Reikningur hans er eflaust með
vænni innstæðu.
Þennan einstaka ágætismann,
bróður og vin kveð ég með trega.
Ég bið Almættið hugga og styrkja
Erlu, börnin og aðra ástvini hans.
Undir framangreint vilja taka allir
í fjölskyldu minni, systkina og for-
eldra, svo og afkomendur Halldóm
og Sigurðar í Núpasveitarskóla.
Björn Þórhallsson.
Á tíu ára afmæli lýðveldisins, 17.
júní 1954, brauðskráðist frá Mennta-
skólanum Akureyri lítill samhentur
hópur stúdenta, mun fámennari en
verið hafði árin næstu á undan og æ
síðan.
Hópurinn var harðsnúinn nokkuð
og hafði í fullu tré við aðra bekki,
bæði í bóklegri mennt og íþróttum,
en eins og gjarnan er í smáum samfé-
lögum, þá munaði þar um hvern ein-
stakling, þótt sumir væru þar kallað-
ir til meiri afreka, meiri ábyrgðar
og starfa en hinir.
Þegar við bekkjarsystkinin sem
búsett eram á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu komum saman fyrir tæpu ári til
að undirbúa 40 ára stúdentsafmæli
okkar kom það eins og af sjálfu sér,
að fulltrúi okkar á Akureyri við undir-
búninginn væri Sigurpáll Vilhjálms-
son, hann hafði hvort sem er alltaf
verið okkar úrræðabestur og prak-
tískastur, bæði í smáu og stóm, og
þar að auki var hann okkar lang-
skemmtilegastur, og hefur alltaf ver-
ið, svo við voram í engum vandræðum
að velja ræðumann fyrir okkar hóp í
fagnaði afmælisstúdentanna í vor.
Hvort tveggja leysti Sigurpáll af
hendi, svo sem við var að búast, með
miklum sóma. Okkur var þó ljóst að
heilsa hans var ekki svo traust sem
við höfðum haldið og vænst, þótt
hann kvartaði ekki og tæki fullan
þátt í stúdentagleðinni.
Nú þremur mánuðum síðar er
hann fallinn frá. Við bekkjarsystkin
hans eigum erfítt með að sætta okk-
ur við þá tilhugsun, því að það mun-
ar um hann, við emm fátækari að
gáfum, manngæðum og mannviti og
græskulausum skemmtilegheitum en
við vomm í vor. Við söknum Sigurp-
áls, syrgjum hann og tregum. Við
sendum Erlu og ástvinum þeirra
okkar samúðarkveðjur. Sjálfan felum
við hann góðum Guði.
Fyrir hönd MA-stúdenta 1954,
Jón Bjarman.
Sigurpáll dó í morgun. Éjg talaði
við hann í gær. Sigurpáll var bekkjar-
bróðir minn. Sigurpáll var vinur
minn. Við vomm báðir í heimavist
MA og samferða í háskólanum. Hvað
er hægt að segja meira um hann?
Jú, ég held að okkur öllum bekkjar-
systkinunum hafi fundist hann vera
einkavinur hvers og eins. Hann hafði
mikið að gefa og við áttum öll okkar
besta vin í honum, það fannst okkur
líka í fjölskyldu minni.
Við fórum eitt sumarið saman á
bátnum inn „Djúpið". Það var svarta-
logn, eins og sagt er í djúpum, löng-
um og þröngum fjörðum. Undir mið-
nættið sigldum við inn Hestfjörðinn.
Ilmurinn af birkinu var þungur eftir
regnskúrina og niður snarbrattar
hlíðarnar fossuðu lækimir. Við tjöld-
uðum á Seleyri, hún er horfin, það
var lagður vegur. Við áttum nokkra
góða daga inn í Djúpinu. Nú hefur
Sigurpáll sjálfur lagt á djúpið, á djúp-
ið út, það kvöldar. Jesús kallar.
Við héldum í vor að þetta yrði
ekki svona fljótt. Við vomm í hátíðar-
skapi að hlusta á hann halda ræðuna
fyrir okkar hönd vegna 40 ára stúd-
entaafmælisins. Við vissum þó að
hann var veikur. Mennska hans og
háttvísi var slík að hann lét ekki á
bera, ef honum leið illa. Fögnuðinum
vegna endurfunda í MA mátti ekki
spilla.
Við veiddum silung, fórum á sjó
og renndum fyrir þorskinn, gengum
í varpið og söfnuðum saman „út-
leiðslum". Hann tók þátt í öllu því
sem var að gerast, og á þann hátt
að eðlilegast var að hanrf færi út í
hænsnahús að ná í egg eða aðgæta
hvort vantaði vatn. Hann talaði um
fólk, siði, sögur og venjur, því hann
hafði lesið og hlustað, horft á og
athugað. Hann var því ætíð fræðari
og nemi í senn.
Af hveiju féll hann svona vel inn
í heimilismunstrið hjá okkur? Ætli
það hafi ekki verið vegna þess að
hann lærði eða kynnti sér allt um
fjörðinn, raunar Vestfírðina, mann-
fólkið, söguna og lífið áður en hann
kom.
Hann var alltaf að læra, læra það
sem stjúpbörnin hans höfðu áhuga
á, eða voru að læra, það sem Rúnar
sonur hans var að læra eða gera
hverju sinni.
Þegar sonur minn var um nokkurra
mánaða skeið í Dalasýslu, gat hann
sagt honum margt um Dalamenn og
eftir að hann flutti til Vestmannaeyja
sendi hann honum bækur og annan
fróðleik um Eyjamenn og Eyjarnar.
Síðasta verk hans fyrir mig var
að skrifa mig inn sem félaga í Isfírð-
ingafélagið í Reykjavík. Honum þótti
það lélegt að borinn og barnfæddur
Isfírðingur væri utan þess ágæta
félags. Sjálfur var hann auðvitað
áskrifandi að riti Sögufélags Isfírð-
inga og trúlega flestum slíkum ritum,
enda bjó hann yfír ótrúlega miklum
fróðleik um menn, ættir, byggðir og
óbyggðir á íslandi.
Hvað er hægt að segja um hann
Sigurpál? Kannske ekki neitt, því
allt sem hann var vinum sínum er
ekki hægt að skrifa. Hann var vinur-
inn, sem við ölll gátum treyst á og
á sinn hljóðláta og hógværa hátt viss-
um við alltaf af honum „í grennd-
inni“, ef á þyrfti að halda. Við .tölum
ekki oftar saman á gamlárskvöld, •
en það hefur verið venja okkar í
gegnum áratugina.
En Sigurpáll á sinn tíma hjá mér
það kvöld, sem og endranær meðan
Guð leyfir mér líf héma megin.
Hann Sigurpáll er dáinn. Fór afí
þá ekki að gráta? spurði lítill dóttur-
sonur minn. Víst grátum við öll góð-
an dreng og Guð blessi ókkur öllum
góðar minningar, sem eigum vinar
að sakna, minningar um gott, tilgerð-
arlaust, heilt og satt líf góðs vinar.
Erla, Rúnar, Elva, Gylfi og Harpa.
Guð geymi ykkur.
Lárus Þorv. Guðmundsson,
Kaupmannahöfn.
Hinn 11. september sl. heimsótti
ég Sigurpál á sjúkrahús. Hann hafði
verið lagður inn nokkrum dögum
áður. Öll afabörnin voru í heimsókn.
Auðfundið var hvað þeim leið vel í
návist hans og sambandið var gott.
Þama sást svo ekki var um að vill-
ast einn af mörgum góðum eiginleik-
um í fari Sigurpáls. Öllum sem
þekktu hann leið svo dæmalaust vel
í návist hans.
Sigurpáll hafði næmt skoþskyn og
sagði vel frá. Á vinnustað var hann
hvers manns hugljúfi. Þessir eigin-
leikar urðu m.a. til þess að hann var
vinmargur.
Við Sigurpáll voram sveitungar,
systkinasynir, og höfðum þekkst frá
fmmbernsku. Sigurpáll missti föður
sinn fjögurra ára og ólst upp hjá
einstæðri móður. Systkinin vora tvö,
Maren var ári yngri. Guðrún móðir
þeirra vann fyrir börnunum víða um
Norður-Þingeyjarsýslu. Má þar til
nefna vinnu við Húfugerðina í Leir-
höfn, og matráðskona í Núpasveitar-
skóla. Að síðustu settu þau saman
heimili á Kópaskeri. Við þessar upp-
eldisaðstæður kynntist hann mörgu
ágætis fólki, sem hann hafði gott
samband við alla tíð. Oft heyrði ég
hann segja frá dvöl sinni og kynnum
af fólki á Sléttu.
Fljótt kom í ljós, að Sigurpáll var
vel fallinn til náms. Bókgefínn sem
barn og stálminnugur. í Núpasveit-
arskóla var skólastjórinn afbragðs
kennari og hvatti hann til frekari
skólagöngu. Sigurpáll lauk stúdents-
prófí frá MA og prófi í viðskipta-
fræði frá HÍ. Eftir háskólaprófið
vann hann í nokkur ár hjá Kaupfé-
lagi Norður-Þingeyinga. Haustið
1966 fluttist hann til Akureyrar og
fór að vinna á Skattstofunni. í Gler-
árgötu 16 lágu leiðir okkar saman
hjá þeim ágætu hjónum Þuru og
Skarphéðni. Oft var tekið í spil eða
annað sér til gamans gert.
Frá haustinu 1968 höfum við Sig-
urpáll spilað reglulega yfír vetrar-
mánuðina. Ekki var alltaf spilað af
mikilli alvöm, en þeim mun meira
spjallað.
Sigurpáll hafði á hraðbergi
skemmtilegar sögur og hnittnar
tækifærisvísur. Oftast spiluðum við
í bókaherberginu hans í Kringlumýri
10. Innan um sitt mikla og góða
bókasafn með öllum ættfræðiritum
var hann á heimavelli. Fyrir hönd
okkar spilafélaga þakka ég af alhug
þessar liðnu stundir og einstaklega
gefandi félagsskap.
Sigurpáll var mikill og góður heim-
ilisfaðir og heimakær. Hann naut
þess að sjá Rúnar son þeirra Erlu
vaxa úr grasi. Studdi hann með ráð-
um og dáð í skáklistinni, sem Rúnar
hefur iðkað frá unga aldri og náð
góðum árangri. Ekki síst núna í ág-
úst, þegar hann tók þátt í skákþingi
íslands í Vestmannaeyjum og stóð
sig með miklum ágætum.
Við Guðný sendum þér Erla og
fjölskyldunni allri, einnig Maren og
fjölskyldu, dýpstu samúðarkveðjur.
Ég tileinka Sigurpáli þessar Ijóð-
línur.
Flýt þér, vinur í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa pðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Blessuð sé minning Sigurpáls Vil-
hjálmssonar.
Jóhann Sigvaldason.