Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI JÚLÍUSSON úrsmiður, Akranesi, lést í Landspítalanum þann 27. september. Hulda Jónsdóttir, Pjetur Már Helgason, Sigurbjörg Eiriksdóttir, Hallfrfður Helgadóttir, Simon Jón Jóhannsson, Sigrfður K. Óladóttir, Agnar Guðmundsson og barnabörn. t Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, KRISTINN M. ÞORKELSSON, Blikahólum 2, Reykjavík, er lést af slysförum þann 22. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 29. september, kl. 13.30. Svava Ólafsdóttir, Þorkell Kristinsson, Guðrún Þorkelsdóttir, Jóhann Þorkelsson, Rannveig Jónsdóttir, Svava Björk, íris Dögg, Rakel og Ólafur Sveinn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JESDÓTTIR, Sólheimum 23, andaðist 18. september í Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Ágústa Óskarsdóttir, Kári Óskarsson, Erna Óskarsdóttir, Þórir Óskarsson, Jóhanna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELLA MARIE EINARSSON, Laugavegi 25, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 28. september. Sóley Kristinsdóttir, Sonja Kristinsdóttir, Karl Wilhelmsson, Rudolf Kristinsson, Svala Eiðsdóttir, Guðberg Kristinsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Frændi okkar, ÞÓRÐUR ÓLAFSSON, Lindarbæ, Ásahreppi, Rangárvallasýsiu, sem lést mánudaginn 26. september sl. verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 1. okt. nk. kl. 14.00. Systkinabörn. t Fóstursystir mín, KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR frá Lykkju á Kjalarnesi, Fálkagötu 3, sem lést fimmtudaginn 22. september, verður jarðsungin föstu- daginn 30. september kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Örn Kristjánsson. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdmóðir og amma, ESTHER ÓLAFSDÓTTIR, Heiðarbrún 17, Keflavik sem lést 23. september sl., verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju laugardagínn 1. október kl. 14.00. Bjarni Valtýsson, Ólafur J. Jónsson, Jónína Árnadóttir, Gottsveinn Gunnlaugsson, Guðrún Bjarnadóttir, Vignir Friðbjörnsson, Karen Bjarnadóttir, og barnabörn. KRISTINNM. ÞORKELSSON + Krlstinn Þor- kelsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1958. Hann lést af slysförum 22. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hans eru Svava Ólafsdóttir, f. 28. september 1937, og Þorkell Kristins- son, f. 11. nóvem- ber 1922. Kristinn var ókvæntur og barnlaus. Systkini hans eru Guðrún, f. 9. apríl .1957, og Jóhann, f. 3. júní 1964. Útför Kristins fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) I DAG kveð ég elskulegan bróður minn, sem jafnframt var mikill vin- ur og félagi okkar mæðgna. Það er erfitt að trúa því að hann sé farinn, en það er víst tilgangur með öllu í þessu lífi og bið ég Guð um styrk til að sætta mig við það. Við Kiddi vorum alla tíð mjög samrýnd, enda bara eitt ár á milli okkar. Myndir frá bamæskunni líða um hugann, góðir og skemmti- legir tímar með ótrúlegum prakk- arastrikum. Kiddi var mjög jákvæður og glaðsinna maður, enda var vina- hópurinn stór. Jafn greiðvikinn mann var vart að finna, alltaf var allt sjálfsagt hjá Kidda, bæði fyrir mig og aðra. Dætrum mínum var hann alveg sérstakur, hann kom fram við þær eins og hann væri pabbi þeirra. Þeirra söknuður og missir er mikill. Elsku Kiddi minn, hafðu þökk fyrir allt. Kveðja, , Guðrun. Kiddi minn er dáinn. Þetta voru orð systur minnar þegar hún hringdi í mig — kaldur raunveru- leiki — endir á lífi — það varð kalt — veröldin stansaði augnablik, elsku frændi minn sem ég hafði fylgst með frá' fæðingu var ekki lengur á meðal okkar. Hvað hafði skeð? ERFIDRYKKJUR luríidnkkjur (ilæsileg kaífi- hlaðixirð tallegir Síilir og mjög í*óð þjónúsfa. lijpplýsingar ísíma 22322 FLUGLEIDIR HðTEL LOFTLEiaiX I Sjáhu I hlutina samhtngi! Hver var þá til- gangurinn með hans stutta lífi — horfinn ungur maður sem átti svo margt ógert, en var þó búinn að gera svo margt gott því aldrei mátti hann aumt sjá svo að ekki rétti hann 'hjálpar- hönd. Allt okkar líf á þessari jörð hefur til- gang og hans einnig. Eg mun ávallt geyma minningu hans í hjarta mínu, ljúfa og hlýja rétt eins og hann var. Á svona stundu verður manni tregt um tungu, en við fjölskyldu elsku frænda míns vil ég segja: Megi góður Guð rétta ykkur sína líknandi og sefandi hönd og hjálpa ykkur í gegnum sorg ykkar því hún er mikil og sár. Ég vil kveðja þig, elsku Kiddi minn, með ljóði eftir Davíð Stef- ánsson: Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir, vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir - viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjamann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, ftjálsbomi fjallasveinn. Birna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðbæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Það var mikil tómleika- og sorg- artilfínning sem helltist yfir okkur kunningjana 22. september síðast- liðinn er okkur barst sú sorgar- frétt að Kiddi vinur okkar hefði látist í hörmulegu vinnuslysi í Sundahöfn. Kunningsskapur okkar strákanna hefur staðið í rúm 20 ár og svo bættust stelpurnar við síðar, en aldrei slitnaði þessi vin- skapur, þó einhver stofnaði heimili og íjölskyldu. Kiddi var góður vinur vina sinna og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd þegar til hans var leitað, hvort sem það var við flutninga eða eitthvað annað. Hann var mik- ill gleðimaður og hrókur alls fagn- aðar í samkvæmum okkar kunn- ingjanna og engin lognmolla í kringum hann. Honum þótti gam- an að syngja og hóf oft upp raust sína fyrir okkur og höfðu allir gaman af, þó mest hann sjálfur. Það er stórt skarð höggvið í kunn- ingjahópinn og Kidda verður sárt saknað. Óþijótandi fótboltaáhugi Kidda þekktu allir sem umgengust hann. Hann lét sig ekki muna um að þjóta um landið þvert og endilagt til þess að hvetja lið sitt, Fram, til að horfa á góðan fótboltaleik. Kiddi fór á alla leiki Framara hvar sem þeir voru á landinu, hvort sem hann þurfti að fara einn eða ekki, hann stóð og hrópaði manna hæst á sína menn. Framarar hafa misst dyggan stuðningsmann til margra ára. Kiddi var mikill fjölskyldumað- ur. Foreldrar hans og systkini voru honum allt. Aldrei heyrði maður hann tala um þau nema með mik- illi virðingu og dálæti. Kiddi var Guðrúnu systur sinni mikil stoð og stytta síðustu árin og vitum við að missir hennar og þeirra allra og ekki síst systkinabarnanna er mikill. Biðjum við Guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Við vin- irnir kveðjum Kidda með söknuði og geymum minningarnar um hann í hjarta okkar. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan. Fylgjum þér vinur, far vel á braut. ” Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðan fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Brynjar, Sigþóra, Stefán, Ása., Páll, Inga, Sigurjón, Guðrún, Þorkell og Arnór. Kiddi frændi þinn er dáinn, seg- ir konan mín við mig. Er mig að dreyma eða er þetta raunveruleiki? Ég finn fyrir doða, eitthvað deyr innra með mér. Ekki Kiddi, í reiði minni hugsa ég: Af hveiju þurfa allir góðir menn að deyja svona ungir? Er heimurinn of slæmur fyrir þá? Mig langar að minnast ástkærs frænda míns sem horfinn er á braut. Kiddi var nokkrum árum eldri en ég, en við áttum margt sameiginlegt og höfðum ávallt um nóg að tala. Kiddi var ávallt reiðu- búinn að rétta hjálparhönd og barngóður var hann mjög. . Tómarúmið sem Kiddi skilur eftir sig er mikið og verður aldrei hægt að fylla það. Fyrir nokkrum árum gerðist atburður sem varð til þess að fjölskyldurnar á Jörfa- bakka og í Kötlufelli bundust sterkum böndum sem munu vara alla tíð. Svo mikil varð vináttan að ég hef ávallt litið á systkinin á Jörfabakkanum eins og mín systk- in, ég hugsa til allra góðu daganna sem við áttum öll saman, maður beið eftir næstu jólum eða afmæl- um með tilhlökkun í brjósti, þá yrðum við saman á ný. Það er erf- itt að hugsa til þess hvernig það muni verða um ókomin ár. En minningarnar hjálpa okkur að græða sárin. Leiðin milli gleði og sorgar er svo stutt og vil ég vitna í orð skáldsins Kahlil Gibran: Sorgin er gríma gleðinnar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þeir semþekktu Kidda frænda vita að þar fór gull af manni. Elsku frændi, ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og nú kveð ég þig með tár í augum og sorg í hjarta. Ég bið þig algóði Guð að styrkja og styðja Svövu og Kela í missi þeirra. Guðrún og Jóhann, Guð gefi ykkur og fjöl- skyldum ykkar styrk til að takast á við sorgina og að allar góðu minningarnar hjálpi ykkur yfir erf- iðasta hjallann. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr) Einar Viðar Gunnlaugsson. Við vorum harmi slegnir fimmtudaginn 22. september þeg- ar okkur var tilkynnt að góður vin- ur og tryggur vinnufélagi væri fallinn frá í blóma lífsins. Það var með ólíkindum hvað Kiddi var lífs- glaður og hjálpasmur drengur og góður vinur vina sinna. Hann var hrókur alls fagnaðar þegar félag- amir í Sundahöfn komu saman til þess að gera sér dagamun. Það verður vandfyllt skarðið sem Kiddi skilur eftir sig. Nú er hann farinn í ferðalag til eyjunnar grænu og það ferðalag veit enginn hvemig er, en við erum sannfærðir um að það ferðalag er skemmtilegt og þar verður tekið vel á móti honum því hann tók vel á móti öllum sem leituðu til hans er vandamál komu upp og alltaf gat Kiddi leyst þau. Við vottum aðstandendum hans innilega sam- úð okkar. Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Félagarnir í Akstursdeild Eimskips.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.