Morgunblaðið - 29.09.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 39
MIINININGAR
Dauðinn er lækur en lífið er strá
Skjálfandi starir það straumfaílið á.
Hálf hrætt og hálf fegið hlustar það til
Dynur undir bakkanum draumfagurt spil
(M. J.)
Mig langar með þessum fáu orð-
um að kveðja vin minn Kristin M.
Þorkelsson eða Kidda eins og hann
var kallaður á meðal okkar.
Það sem fyrst kemur upp í hug-
ann er hversu hjálpsamur og góður
vinur hann var. Ef ég bar undir
hann hvernig ég ætti að standa
að einhveiju verki, þá sagði hann
að bragði: Ég kem og lít á þetta.
Þar með þurfti ég ekki að hafa
frekari áhyggjur af því verki.
Greiðvikni var honum í blóð borin.
Hann var hrókur alls fagnaðar í
vinahópi og alltaf tilbúinn að gleðj-
ast með vinum sínum þegar tilefni
gáfust. Nú er stórt skarð höggvið
í hópinn sem ekki verður fyllt. Ég
kveð hann með söknuði og þakka
samfylgdina.
Ég votta fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð við þennan mikla
missi. _ _ *
Garðar Olafsson.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Frara
Kristinn Þorkelsson átti gott og
skemmtilegt áhugamál. Hann sótti
knattspyrnuleiki af miklu kappi og
var í hópi fastagesta á vellinum.
Að sjálfsögðu lét hann sig aldrei
vanta á völlinn, þegar bláhvítir
Framarar hlupu til leiks. Knatt-
spyrnufélagið Fram var hans félag
og hafði lengi verið.
Það er gott að eiga góða að og
íþróttafélögin eiga sem betur fer
marga slíka. Þeir taka þátt í starf-
inu hver með sínum hætti og stuðla
með ýmsu móti að velgengni fé-
lagsins. Traustir stuðningsmenn
gleðjast af hæversku þegar vel
gengur, en taka mótlæti með jafn-
aðargeði. Knattspyrnufélagið
Fram átti slíkan mann í Kristni
Þorkelssyni. Við sendum fjölskyldu
hans og öllum vandamönnum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Halldór B. Jónsson.
Kveðja frá vinkonu
Kær vinur minn, hann Kiddi,
lést af slysförum við vinnu sína í
Sundahöfn fimmtudaginn 22. sept.
sl.
Maður veltir óhjákvæmilega fyr-
ir sér hver sé tilgangurinn þegar
ungur maður í blóma lífsins er
hrifinn burt svo snögglega. Yfir
mann hellist þrúgandi tilfinning
og maður spyr aftur og aftur af
hveiju þú og af hveiju nú, aðeins
36 ára að aldri. Við Kiddi kynnt-
umst fyrir rúmum tuttugu árum
og svo til frá þeim tíma unnum
við saman hjá Eimskip í Sunda-
höfn.
Þá eignaðist ég ekki aðeins góð-
an vinnufélaga, heldur líka traust-
an og góðan vin. Það er vinátta
sem ég hef alla tíð metið mikils.
Við áttum eftir að eiga margar
skemmtilegar stundir saman
ásamt góðum vinahópi. Sérstak-
lega eru mér minnisstæðar nú ut-
anlandsferðir sem skilja eftir ynd-
islegar minningar.
Það var ekki eingöngu gaman
að umgangast Kidda, það var líka
þessi tilfinning að finna hversu
traustur og góður drengur Kiddi
var. Þegar árin liðu minnkaði sam-
band sumra okkar innan vinahóps-
ins eins og gengur og gerist. En
samband mitt við Kidda hélst þó
alltaf enda við bæði starfandi hjá
Eimskip.
Síðustu ár starfaði Kiddi á
dekkjaverkstæði Eimskips. Þar var
alltaf notalegt að koma, spjalla við
Kidda og fá fréttir af gamla vina-
hópnum sem hann var í góðu sam-
bandi við. Þar var spjallað um
heima og geima. Ekki hvað síst
um fótbolta og þá auðvitað liðið
hans, Fram. Kiddi fylgdist vel með
sínum mönnum í Fram og fór mik-
ið á völlinn. í því sambandi dettur
mér í hug ein ferðin sem farin var
til Spánar. Mikið var að gerast í
fótboltanum heima og alltaf þurfti
Kiddi að hringja reglulega heim
til að frétta um gengi Framara,
oft þurfti að halda uppá sigra í
þeirri ferð.
Kiddi var mjög góður starfsmað-
ur, hann var alltaf að og leysti öll
mál sem upp komu einstaklega vél
af hendi. Hann var hjálpsamur og
bóngóður og alltaf tilbúinn að rétta
hjálparhönd.
Það hefur verið höggvið djúpt
skarð sem aldrei verður fyllt. Sökn-
uðurinn er mikill en minningin um
góðan vin lifir.
Kiddi var mikill fjölskyldumaður
og veit ég að hann reyndist systur
sinni, Guðrúnu, og hennar börnum
sérstaklega vel þegar á þurfti að
halda. Hann var ávallt þessi trausti
maður sem stóð eins og klettur
með sínum.
Ég votta foreldrum hans og
systkinum, Guðrúnu og Jóhanni,
og þeirra fjölskyldum mína dýpstu
samúð.
Megi Guð blessa ykkur í þessari
miklu sorg.
Blessuð sé minnig góðs vinar.
Halldóra Bragadóttir.
Elsku Kiddi, mér fannst heimur-
inn hrynja á mig þegar mér var
tilkynnt að þú hefðir látist af slys-
förum.
í gegnum hugann fóru allar þær
stundir sem við áttum saman, þú
sem barn, ég sem lítil stolt stelpa
að fá að passa þig lítinn, hressan
strák. Svo stækkaðir þú og máttir
hvergi aumt sjá, þá varst þú kom-
inn.
Ég man hvað þú varst góður
við ömmu þína í Gyðufelli. Ef
maður spurði hana: Vantar þig
eitthvað? var svarið: Nei hann
Kiddi minn kom eða Kiddi minn
hringdi. Þú varst alltaf boðinn og
búinn og hvað þú varst góður við
mömmu þína og pabba. Ef maður
kom upp í sumarbústáð til þeirra
varst þú þá alltaf að smíða og
hjálpa til, alltaf tilbúinn að rétta
fram hönd til að laga og bæta og
ekki má gleyma hve þú .varst góð-
ur við Guðrúnu og dætur hennar.
Kiddi var ekki bara bróðir og
frændi heldur sannur vinur og fé-
lagi og Jóhann átti þar góðan
stórabróður sem vin og félaga.
Að lokum vil ég biðja algóðan
Guð að styrkja foreldra og systkini
og alla ástvini í þeirra miklu sorg.
Kristín Björg Einarsdóttir.
Við kveðjum í dag ungan, góðan
mann með söknuði og trega.
Þú komst og fórst með ást til alls, sem grætur,
á öllu slíku kunnir nákvæm skil.
Þín saga er ljós í lífi einnar nætur,
eitt ljós, sem þráði bara að vera til.
Ó, minning þín er minning hreinna ljóða,
er minning þess, sem veit hvað tárið er.
Við barm þinn greru blómstur alls þess góða.
Ég bið minn Guð að vaka yfir þér.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Blessuð sé minning þín.
Sigríður Magnúsdóttir,
Freyr og Birkir.
Kveðjuorð til elsku frænda
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Kiddi, takk fyrir allt. Við
geymum minningu um góðan
frænda í hjarta okkar.
Svava, íris og Rakel.
Það var þokudrungi og rigning
fimmtudaginn 22. september. I
kaffistofunni í Sundahöfn hittumst
við félagarnir í hálftíukaffinu eins
og vanalega. Það var gert að gamni
sínu og óðum styttist í helgina og
nú fengjum við örugglega stóra
vinninginn í getraununum, já,
sennilega yrðum við allir á leið til
Flórída á mánudaginn með fulla
vasa af seðlum.
En skjótt skipast veður í lofti,
rúmum tveimur tímum seinna kom
sú fregn að slys hefði orðið á
dekkjaverkstæðinu. Ég flýtti mér
á staðinn fullviss um að ekkert
alvarlegt hefði gerst. En vissan
um slíkt varð að engu, Kiddi, besti
vinur minn, var látinn. Skyndilega
virtist þokan verða svört og rign-
ingin ennþá þéttari. Við stóðum
þarna vinnufélagarnir harmi lostn-
ir og tárin blönduðust rigningarúð-
anum.
Það er erfítt að sjá á bak svo
traustum vini yfir móðuna miklu
en það sannast hér enn einu sinni
að þeir sem guðirnir elska deyja
ungir. Eitt er víst að litli getrauna-
hópurinn okkar .verður aldrei sá
sami, í hann hefur verið höggvið
stórt skarð sem ekki er hægt að
fylla aftur.
Óteljandi minningar streyma
fram, allar ferðirnar sem við fórum
saman á völlinn til að fylgjast með
Fram spila fótbolta, þá var ekki
verið að hugsa um veðurfar eða
vegalengdir. Skemmst er að minn-
ast ferðar er við fórum einn sunnu-
dag fyrir nokkru síðan norður til
Akureyrar til að fylgjast með fót-
bolta. Þá var mikið rætt um ótrú-
legustu málefni og víst er það að
ferðin er mér ógleymanleg þrátt
fyrir ósigur okkar liðs.
Margar stundir áttum við saman
heima hjá Kidda í Blikahólunum
og þá var sko ætíð glatt á hjalla.
Hjálpfús var hann með eindæmum,
alltaf gaf hann sér tíma til að líta
á bílinn hjá mér ef eitthvað var
að og sömu sögu veit ég að ótal
margir geta sagt.
Já, minningarnar um góðan og
traustan vin eru óteljandi og þær
getur enginn tekur frá okkur. Ég
kveð Kidda með sárum söknuði.
Foreldrum, systkinum og öðrum
aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð og bið Guð að
styrkja þau í sorginni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Garðar V. Sigurgeirsson.
LEGSTEINAR
MOSfllK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 871960
t
Móðir mín,
LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR SVEINBJÖRNSSON,
Langholtsvegi 159,
Reykjavík,
andaðist á vistheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, sunnudaginn
25. september.
Útförin fer fram frá Dómkirkju Krists Konungs Landakoti, þriðju-
daginn 4. október. kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Þorsteinn L. Þorsteinsson.
t
Fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
MARTA EYJÓLFSDÓTTIR,
Hofteigi 22,
Reykjavík,
sem lést á Skjólvangi, Hafnarfirði, aðfaranótt 26. þ.m., verður
jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 30. september
kl. 15.00.
Hilmar E. Guðjónsson,
Magnús Guðjón Hilmarsson,
Haukur Hilmarsson,
og barnabarnabörn
Ólöf Magnúsdóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
t
Dóttir okkar og systir,
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
Hofsvallagötu 21,
Reykjavík,
er lést á Reykjalundi fimmtudaginn 22.
september, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 30. september
kl. 10.30.
Jón Þórðarson, Jóhanna Sveinsdóttir,
Auðbjörg Pétursdóttir, Ögmundur Frímannsson
Pétur Jónsson,
Sigrún Jónsdóttir, Hjalti Björnsson,
Guðrún Jónsdóttir, Úlfar Herbertsson,
Ægir Þór Jónsson, Jan Dodge Jónsson,
Haraldur Ögmundsson.
+
Þökkum innilega vinarhug og samúð við andlát og útför
BRODDA JÓHANNESSONAR.
Friðrika Gestsdóttir,
Guðrún Broddadóttir, Guðjón Ingvi Stefánsson,
Þorbjörn Broddason,
Þorsteinn Broddason,
Ingibjörg Broddadóttir,
Broddi Broddason,
Guðrún Hannesdóttir,
Guðríður Steinunn Oddsdóttir,
Sigurður Jakobssón,
Björg Ellingsen,
Soffía B. Sverrisdóttir.
+
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför mannsins míns, föður okkar, stjúpföður, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓNS HJALTA ÞORVALDSSONAR
umsjónarmanns,
Grandavegi 47,
Reykjavík.
Guðrún S. Guðmundsdóttir,
Sveinn Jónsson,
Friðrik Jónsson,
Kolbrún Jónsdóttir,
Guðmundur Óli Scheving,
Ómar J. Scheving,
Viðar J. Scheving,
Hrafnhildur Scheving,
Gunnlaug Garibaldadóttir,
Jónína Jónsdóttir,
Thorleif Jóhannsson,
Jónfna Stefánsdóttir,
Gunnhildur Hlöðversdóttir,
Elin Guöjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
(ÞORLEIFS) VIGGÓS ÓLAFSSONAR,
Litla-Laugardal,
Tálknafirði.
Ingibjörg G. Viggósdóttir, Elías Kristinsson,
Snæbjörn G. Viggósson,
Sigurður V. Viggósson,
Þorbjörn H. Viggósson,
Símon Ó. Viggósson,
Bjarni F. Viggósson,
S. Kristin Viggósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Helga Jónasdóttir,
Anna Jensdóttir,
Birna Benediktsdóttir,
Jóhanna Þórðardóttir,
Hilmar Jónsson,